Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 14
14 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LÍFEFNAIÐNAÐUR Þörungaiðnaður er í miklum blóma í Evrópu um þessar mundir ÞÖRUNGAAFURÐIR eiga vaxandi vinsældum að fagna út um heim allan og möguleikar á framleiðslu þörungaafurða á íslandi eru tals- verðir að mati hollensks þörunga- framleiðanda sem staddur var hér á landi á dögunum. Hann segir að hér sé að finna besta þara í heimi, íslendingar geti boðið betra og hreinna hráefni en flestar aðrar þjóðir. Þörungaiðnaður er í miklum blóma í Evrópu um þessar mundir og meðal annars er selt mikið af þörungaafurðum til Japans, t.d. þörungate, með þá ímynd að þar sé um hreina og ómengaða þörunga að ræða, þrátt fyrir umtalsvert magn þumgmálma í hráefninu. Vinna íslenska þörunga Hollenska fyrirtækið Bihol Hold- ing hefur notað íslenska þörunga í heilsu- og matvælaframleiðslu sína síðan árið 1974 og er framleiðsla fyrirtækisins mjög umfangsmikil og seld víðs vegar um heiminn, m.a. á íslandi en Heilsuhornið á Akureyri flytur vörurnar inn sem hafa hlotið góðar viðtökur að sögn Hermanns Huijbens, eiganda Heilsuhornsins. H.Hutting, eigandi Bihol Holding var staddur hér á landi á dögunum og segist hann hafa haft áhuga á að koma til íslands til að sjá með eigin augum þá þróun sem átt hafi sér stað í þörungarannsóknum hér á landi. Hann segir það einkum vegna þess að fyritæki hans hafi nýlega hafið framleiðslu á nýrri vörulínu, Alga-line, sem byggi að stórum hluta á íslenskri þörunga- tegund úr Breiðafirði, Laminaria digitata eða hrossaþara. „Við viljum aðeins nota besta hugsanlega hráefni og íslenskir þörungar eru þeir bestu í heimi. Mengun af völdum iðnfyrirtækja á meginlandi Evrópu hefur gert að að verkum að þörungar af til dæm- BREIÐFIRSKUR hrossaþari kominn í töfluform. Töflurnar þykja hafa góð áhrif á húðina og eru jafnvel megrandi líka. Auðlindin fyrir hendl gólfrennur láréttar eða með innbyggðum halla fyrir fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði, bílastæði, bryggjur, flugvelli o.fl. Steypujárns- og plastristar, sinkhúðaðar og ryðfríar, fyrir alla álagsflokka allt frá gönguumferð upp I umferð þyngstu farartækja. Allt að 90 m langar rennur með einhliða halla. Ýmsir aukahlutir, s.s. sandföng, brunnar, stútar o.fl. Hafið samband viösölu- VATNSVIRKINNe.h.f menn okkar og fáio Ármuia 21 -108 Reykjavík nánari upplýsingar. fiáÉ simi: 5332020 - Fax: 5332022 1 ' J Groonl mimor OnHyiHOA íslenskir þörungar þeir bestu í heimi Breiðafirði og Austurlandi er rann- sakaður, sérstaklega með tilliti til innihalds þungmálma. Hann segir að markmið verkefnisins sé að koma þessum þörungum á Japans- markað og hugsanlega megi finna nýja markaði vegna aukinnar með- vitundar og kröfu almennings um heilnæmari afurðir. „Hér á landi eru ýmsir aðilar sem þegar eru far- inir að vinna merkilegt starf hvað varðar nýtingu þörunga. Til dæmis hefur Bláa lónið unnið brautiyðj- endastarf í þróun húð- og heilsu- vara úr ræktuðum þörungum, upp- runnunum úr Bláa lóninu," segir Gunnar. Gunnar Ólafsson, lífefna- og þör- ungafræðingur, segir að Hutting staðfesti það sem rannsóknir hér á hafi sýnt. í fyrirtæki hans séu stundaðar rannsóknir á þörungum sem leggi hlutlaus mat á gæði hrá- efnisins enda sé Hutting það kapps- mál að selja sem bestu vöruna. Gunnar segir að á Rannsókna- stofnun fískiðnaðarins sé unnið að verkefni með aðilum á Austfjörðum og á Suðurnesjum þar sem þari frá Morgunblaðið/Halldór GUNNAR Ólafsson, líffræðingur, sýnir Hollendingunum þörungarannsóknir sínar. is ströndum Frakklands innihalda mikið af þungmálmum, en íslenskir þörungar eru að mestu lausir við þá,“ segir Hutting. Þörungasnyrtivörur vinsælar Hutting segir þörungaafurðir eiga vaxandi vinsældum að fagna, sérstaklega í snyrtivörum, einkum á sviði fegrunarkrema og sömuleið- is þyki þörungaafurðir vinna vel gegn ýmiskonar húðvandamálum. Því muni fyrirtækið í framtíðinni hasla sér völl í sölu á snyrtivörum unnum úr þörungum og þegar séu framleiddar ýmsar vörur undir Alga-line merki fyrirtækisins sem deift er um alla Evrópu. Í för með Hutting var blaðakona frá timarit- inu Privé, útbreiddasta vikublaði Hollands, og segir Hutting það sýna í hnotskurn aukinn áhuga á þessum afurðum. Gunnar segir að hér á landi sé gríðarlegt magn þörunga, þannig að auðlindin sé fyrir hendi. „En það er líka til mikið magn þörunga ann- arsstaðar í heiminum. Framleiðsla á ræktuðum þara hefur aukist mik- ið, sérstaklega í Kína, þannig að möguleikarnir eru að bjóða það sem aðrir geta ekki boðið. Við getum boðið upp á gæða hráefni frá nátt- úrunnar hendi og mun minni meng- un en annarsstaðar í heiminum. Við þurfum því að finna nýjar að- ferðir til að nýta þörungana." Auk þess segist Gunnar vera að vinna að rannsókn á náttúrulegum eiginleikum íslenskra þörunga, einkum andoxunarvirkni þörung- anna. „Það er andoxunarvirkni til staðar í íslenskum þörungum og ætlunin er að reyna að finna út hvað það er í þörungum sem gefur þessa virkni og reyna að einangra andoxunarefnin, en þau eru mikið notuð í matvæli, snyrtivörur og sem heilsubótarefni. Andoxunarefni eru líka talin hafa forvarnaráhrif á ýmsa hjarta- og æðasjúkdóma. Sýnt hefur verið fram á að andoxunar- efni í til dæmis rauðvínin sem hafa þessi fyrirbyggjandi áhrif. Þau eru rakin til sérstakra efna, svokallaðra fjölfenola, en ýmsar tegundir þör- unga innihalda mikið magn fjölfen- ola og annara andoxunarefna. Þetta sýnir frarn á enn eitt hollustugildi þörunga. Ymsir japanskir vísinda- menn hafa til dæmis rakið langlífi þjóðar sinnar til þörunganeyslu,“ segir Gunnar. Skila 700 milljónuin króna til íslenskra fyrirtækja og stofnana Rannís kynnir rannsókna- ISLENSKUM fyrir- tækjum og stofnun- um býðst fjöldi og þróunarstyrki 1 Evrópu Slöguif Vá^a rannsókna- og þróunarverkefni. Rannsóknarráð íslands kynnir á Sjávarút- vegssýningunni ýmsa styrki sem veittir eru til slíkra verkefna, m.a. innan 4. rammaáætlunar ESB, EUREKA, COST og Norræna iðnlánasjóðsins. íslendingar hafa góða reynslu af þátttöku í samevrópskum verkefn- um. Með aðildinni að samningum um Evrópskt efnahagssvæði öðluð- ust íslenskir aðilar þátttökurétt í rammaáætlunum ESB um rann- sóknir og þróun. Fjórða ramma- áætlun ESB tekur til allra aðgerða á sviði tækniþróunar sem fram fara á vegum ESB á tímabilinu 1994- 1998. Skilað jákvæðum árangri Islendingar hafa verið aðilar að 4. rammaáætlun ESB í þijú ár og hefur það skilað mjög jákvæðum árangri að sögn Elísabetar M. Andrésdóttur, alþjóðafulltrúa hjá Rannsóknarráði íslands. Kynningin á áætluninni virðist hafa tekist vel á hér á landi þar sem 99 umsóknir fóru inn með íslenskri þátttöku í fyrsta útboði áætlunarinnar. Fjöldi verkefna með íslenskri þátttöku hefur verið styrktur og skila þau tæplega 700 milljónum króna til íslenskra fyrirtækja og stofnanna á næstu 2-3 árum og virðast ætla að skila hærri upphæð inn í rann- sóknakerfíð en íslendingar borga til rammaáætlunarinnar á sama tíma. Enn á eftir að bjóða út það sem eftir er af fjármagni áætlunar- innar og er þar eftir nokkru að sækjast en 4. rammaáætlunin gildir til ársins 1998. Innan EUREKA og COST eru nú í gangi fjölmörg verkefni sem íslendingar eru aðilar að. Rannsóknir á fiskveiðum Ein af undiráætlunum rammaáætlunarinnar er rannsóknir á sviði landbúnaðar og fiskveiða og er ætlað að stuðla að hagkvæmni í framleiðslu og nýtingu lífrænna hráefna í Evrópu með því að sjá fyrir betri matvælum og drykkjar- vörum og svara þörf atvinnulífsins. Eitt af þeim sviðum sem Islending- ar taka þátt í eru rannsóknir á fisk- veiðum og fiskeldi og er stefnt að aukinni fjölbreytni og þróun í fram- leiðslu þessara sviða, auk þess sem vistkerfí hafsins verða rannsökuð og félagshagfræðilegir þættir kann- aðir. Þessi verkefni hafa nú þegar skilað um 200 milljónum króna til íslenskra aðila. Rannís með tvo sjóði Ennfremur hefur Rannsóknarráð íslands í vörslu sinni tvo sjóði sem styrkja rannsóknastörf á innlendum vettvangi; Tæknisjóð, sem styrkir einkum fyrirtæki og stofnanir sem fást við rannsóknir tengdar at- vinnulífínu og hins vegar Vísinda- sjóð sem veitir einkum styrki til grunnrannsókna. Ráðstöfunarfé Tæknisjóðs er um 200 milljónir króna á ári en um 30% af því fé 4. fer til fyrirtækja. I > I I I ! ! D \ ! í i i i L- f l s i D t t: i t D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.