Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 16
16 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VEIÐARFÆRI Hampiðjan hefur tekið þátt í íslensku sjávarútvegssýningunni frá upphafi HAMPIÐJAN hefur frá uppjafi sjávarútvegssýningarinnar í Laug- ardalshöll verið meðal þátttakenda og mun nú búa um sig á 45 fer- metra sýningarsvæði, þar sem helztu nýjungar í framleiðsluvörum fyrirtækisins verða kynntar ásamt hefðbundnum vöruflokkum á sviði veiðarfæragerðar. Lögð verður áherzla á fjórar meginafurðir, sem eru nýjar eða nýlegar í framleiðslulínu fyrirtækis- ins, þ.e. Gloríu flottrollin, sem sí- fellt er verið að þróa og bæta, fiski- línu úr ofurefninu Dyneema, sem er með sama styrk og stálvír og flotteina fyrir net og troll, sem eru með allt að 1.000 metra dýptarþoli. Gloríu flottrollin hafa verið í notkun í nokkur ár og er potkun þeirra sífellt að aukast. Úthafs- karfaveiðarnar á Reykjaneshrygg eru nær eingöngu stundaðar með Gloríutrollum bæði hjá íslenzkum og erlendum veiðiskipum og hefur hróður þessara veiðarfæra aukist jafnt og þétt vegna veiðihæfni og hve meðfæriieg þau eru. Hönnun, efnissamsetning og stærð trollanna er í sífelldri þróun og reynt að sníða þau sem best að stærð og togkrafti skipanna. Reiknilíkan fyrir veiðarfæri Til þess að svo megi verða hefur Hampiðjan í samvinnu við Háskóla íslands hannað reiknilíkan þar sem unnt er að sjá afar nákvæmlega hvaða veiðarfæri hentar hveiju skipi fyrir sig og hefur það hjálpað mörgum útgerðum að velja sér rétt troll í upphafi veiða og þar með aukið arðsemina mikið, því tíminn er dýrmætur við veiðar í úthafinu. Tæknimaður frá Hampiðjunni mun verða í básnum og sýna hvernig reiknilíkanið vinnur. Vaxandi markaður er fyrir troll frá Hampiðjunni á Nýja-Sjálandi og er einkar ánægjulegt að fylgjast með þróun mála þar, hve veiðarnar eru að verða nútímalegar og hve Nýsjálendingar er tilbúnir að til- einka sér nýjustu tækni og kaupa heildarlausnir í togveiðum, að sögn forsvarsmanna Hampiðjunnar. Undanfarin ár hafa þjóðir í öllum heimshlutum keypt Gloríutroll frá Hampiðjunni og hefur áhersla verið lögð á öflugt markaðsstarf um heim allan. Bylting í línuveiðum Dynex-ofurlínan er hrein bylting í línuveiðum. Ofurstyrkur línunar gerir mönnum kleift að fiska við erfiðustu aðstæður, svo sem á miklu dýpi og þar sem straumur er þung- Kynnir Gloríu flottroll, fiskilínur og flotteina Morgunblaðið/Kristinn HJÖRTUR Erlendsson framleiðslustjóri og Örn Þorláksson sölustjóri línu og kaðla með nýjung frá Hampiðjunni sem er flotkaðall fyrir troll. ur. Það er á móti lögmálunum að auka sífellt sverleika fiskilínu, þeg- ar ný og styrkari efni koma á mark- aðinn og því hefur Hampiðjan hafið framleiðslu á 5 og 7 mm fléttaðri línu, sem er jafnsterk og 13-14 mm hefðbundin lína og allt að 4 sinnum sterkari en venjuleg 7 mm lína. Dynex-línan er framleidd með meiri sjóþyngd en hefðbundin lína. Þessir eiginleikar geta skipt sköpum, auk- ið veiði og dregið úr tapi á línu. Línan er af tveimur styrkleikaflokk- um, fléttuð með sigurnöglum. Dynex-línan hefur verið í notkun í rúmiega eitt ár á tilrauna- og þróunarstigi um borð í línuveiði- skipinu Byr VE 373 og er árangur- inn næsta ótrúlegur. Byr hefur að- eins tapað tveim rekkum af línu á heilu ári og línan hefur örsjaldan slitnað á sama tímabili. Veitt hefur verið niður á 1.300 metra dýpi og lagt á mjög harðan botn. Slitmæling á ársgamalli línu hefur leitt í ljós að hún heldur ennþá 80% af upp- runalegum styrk sínum. Útgerðar- aðilar Byrs VE treysta sér hiklaust til að nota hana eitt ár í viðbót. Meðhöndlun línunnar í Byroline lausn eykur stífleika og endingu margfalt. Hampiðjan hefur selt nýju Dynex- ofurlínuna á íslandi og til Færeyja og nýverið til Argentínu, þar sem álag á línuveiðarfæri er gífurlegt, því veitt er allt niður á 2.000 m dýpi og kórall er helzti óvinur veiðar- færanna. Dynex-tógið sækir sífellt á og margir aðilar í útgerð hafa tekið það í notkun, þar sem það kemur í stað- inn fyrir vír og keðju og annað tóg, svo sem í gilsa, höfuðlínur, teina á loðnu- og síldamætur og á fleiri stöðum. Það et' afar meðfærilegt, létt og auðvelt að splæsa og ending- in er mjög góð. Þetta eru framtíðar- afurðir og lítur Hampiðjan björtum augum fram á við vegna þróunar og sölu á þessu tógi. Með 1.000 metra dýptarþoli á flot- tógi náði Hampiðjan árangri í fram- leiðslu, sem fáum eða engum hefur tekist hingað til. Það hefur líka sýnt sig á viðtökum markaðarins að flétt- aða Kraftflottógið stendur fyllilega fýrir sínu. Það er framleitt í sverleik- um frá 10 til 25 mm með mismun- andi uppdrift en það er einkum við notkun á 22 og 25 mm sverleikum sem þörf er á auknu vinnudýpi. Sala teinatógs á grásleppunet, ýsunet og þorskanet hefur gengið ákaflega vel og annar Hampiðjan vart eftirspurn eftir þessum flottein- um. Hampiðjan mun einnig kynna sveran flottein með 1.000 metra dýptarþoli, sem reyndur hefur verið á höfuðlínu í staðinn fyrir flotkúlur. Þessi samfellda flotlengja með réttri uppdrift kemur afar vel út við vissar aðstæður. í milliuppgjöri Hampiðjunar fyrir fyrstu sex mánuðina kom í ljós veltu- aukning miðað við sama tíma í fyrra og hagnaður var tæpar 90 milljónir. Horfur eru góðar síðari hluta ársins. Um 200 starfsmenn vinna hjá Hampiðjunni, að Bíldshöfða 9, Reykjavík í um 9.000 fermetra hús- næði starfa um 100 manns við fram- leiðslu, sölu og skrifstofustörf. Um fjörutíu manns starfa við flottrolls- framleiðslu í Bakkaskemmu við Grandagarð og 60 manns vinna í verksmiðju félagsins í Portúgal við framleiðslu á netagarni. Tvær nýjar hleragerðir frá Jósafat Hinrikssyni n Ætlum að skarta safnmunum í bátslíkani“ „VIÐ verðum á okkar fasta stað á Sjávarút- vegssýningunni í Lauga- dalshöll og munum þar meðal annars skarta ýmsum safnmunum úr sjóminjasafninu okkar,“ segir Atli Már Jósafats- son, sölustjóri hjá J. Hinrikssyni ehf. Fullyrða má að sýningarbás Jósa- fats Hinrikssonar hafi vakið talsverða athygli gesta á undanförnum sjávar- útvegssýningum þar sem „sýningarbás" hans er fremur óhefðbundin en um leið mikið augnayndi. Básinn samanstendur af bátslíkani, sem inniheld- ur safnmuni á borð við gamla toghlera, blakkir og annað sem Jósafat hefur viðað að sér í gegnum árin en fyrir utan framleiðslu á toghlerum hefur hann komið sér upp myndarlegu sjóminjasafni, sem opið er almenn- ingi á athafnasvæði fyrirtækisins við Súðarvog. Jósafat hefur tekið þátt í íslensku Sjávarútvegssýningunni frá upp- hafi vega, en fyrirtæki hans er nú orðið 33 ára gamalt, stofnað árið 1963. Að auki tekur hann virkan þátt í öllum helstu sjávarútvegssýn- ingum, sem haldnar eru erlendis, m.a. í Þrándheimi, Aberdeen, Kaup- mannahöfn, Boston og Höfðaborg, og telur sýningarhaldið vera nauð- synlegan þátt í markaðsstarfinu. Að þessu sinni ætlar J. Hinriks- son að kynna tvær nýjungar í tog- hlerum sem þróaðir hafa verið í samvinnu við verkfræðideild Há- skóla íslands. Annars vegar er um að ræða nýja tegund af flottogshler- um með tvöfaldri straumrauf. „Framleiðsla á þessum hlerum hófst í ársbyrjun og hafa þeir gefið mjög góða raun. Við höfum selt yfír þtjá- tíu pör á síðustu fimm mánuðum, allt frá Kamtsjatka til Astralíu og frá Suður-Ameríku til Alaska. Þess- ir hlerar eru hannaðir með það að markmiði að nýta hæfni hleranna til hins ýtrasta. Straumlínulag hler- anna nýtir stærð þeirra mun betur heldur en þekkist á öðrum útfærsl- um á flothlerum sem gerir það að verkum að menn komast af með minni hlera en áður. Þessir hlerar eru allt frá 900 og upp í 3.000 kg að þyngd og henta öllum stærðum skipa sem stunda flottrollsveiðar." Hin nýjungin, sem J. Hinriksson er að setja á markað og ætlar að kynna nú í fyrsta skipti, er svoköll- uð V-laga útgáfa af hinum þekktu Poly-Ice toghlerum fyrir botntog- veiðar. „Með framleiðslu og mark- aðssetningu þeirra viljum við ná til kaupendahóps, sem hefur ekki verið á okkar snærum til þessa, en hlerar þessir henta helst rækjuveiðibátum. Nýlega fórum við í prufutúr á rækjubáti með þessa nýju hlera og kom sú tilraun mjög vel út,“ segir Atli Már. 10-15% árleg söluaukning Að sögn Atla Más er árleg sala fyrirtækisins 800 til 1.000 tonn af hlerum á ári og nemur veltan á þriðja hundrað milljónum árlega. Mest munar um toghlerasmíðina, FRUMSMÍÐI af Poly-Ice V-hlera var reyndur við rækjuveiðar á Lómnum frá Hafnarfirði. sem er um 90% af sölunni, en 10% veltunnar eru togblakkir, sem einn- ig eru framleiddar hjá fyrirtækinu. Um það bil tveir þriðju hlutar fram- leiðslunnar fara í útflutning. „Sam- keppnin er auðvitað talsverð í þessu sem öðru, en helstu samkeppnislönd okkar eru Danmörk, Frakkland og Bandaríkin. Þrátt fyrir það höfum við að jafnaði verið að auka söluna um 10-15% á ári og teljum okkur alltaf vera að vinna einhveija nýja markaði í hveijum mánuði. Mest er þó um að vera hér í kringum okkur í Norður-Atlantshafinu, á íslandi, í Noregi og Færeyjum, þar sem við komum sterkast út, en sömuleiðis er það langkröfuharðasti markaðurinn. í sambandi við okkar vöruþróun höfum við notið góðs af reynslu og árangri íslenskra skip- stjórnarmanna," segir Atli Már, en auk hans starfa þrír aðrir synir Jósafats við fyrirtækið og til gam- ans má geta þess að sex af barna- börnunum fengu sumarvinnu hjá afa sínum í sumar við eitt og annað sem til féll. : C: € 1 c 4 4 í 4 I u i i ( ( N \( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.