Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 18
18 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIÐ ENDA vörupökkunarkerfisins raðar vélþrællinn kössunum á bretti. Vélþrælar spara sífellt fleiri störf VÉLÞRÆLAR LÉTTA mannshönd- Iföccmn inni sífellt fleiri störf og á sjávarút- OUUlal IVUSðUIII vegssýningunni í Laugardalshöll mun á vörubretti Eltak hf. kynna nýjan vélþræl í vöru- pökkunarkerfi sem raðar kössum á bretti og læknar þannig eflaust marga bakverki og bólgur. Eimskipafélagið kynnir breyttar siglingaleiðir EIMSKIPAFELAG Islands ætlar að leggja áherslu á að kynna á sjávarútvegssýningunni viða- miklar breytingar á siglingakerfi félagsins í Evrópusiglingum sem komu til framkvæmda í tveimur áföngum á þessu ári. Breytingarnar eru þær viðamestu í sextán ár. Aætlunarskipum í Evrópusiglingum hefur verið íjöigað úr fjórum í sex, en Ameríkusiglingar félagsins verða óbreyttar þar sem tvö skip eru í hálfsmánaðarlegum siglingum. Flutningstími vöru styttist verulega Eltak hf. sérhæfir sig í sölu og þjónustu á rafeindavogum og öðrum búnaði til vigtunar, stýringa, skömmtunar og vörupökkunar. Jónas Ágústsson, sölustjóri Eltaks og Hilm- ar Sigurgíslason, þjónustustjóri El- taks, segja að fyrirtækið hafi nýver- ið tekið við umboði fyrir Soco-System A/S í Danmörku sem hafi verið frum- heiji í hönnun og framleiðslu á bún- aði til hagræðingar í vörupökkun og flutningi. Á sýningunni verður lögð höfuðáhersla á að kynna vörupökk- unarkerfi frá Soco-System. Alsjálfvlrkur vélþræll Vörupökkunarkerfið samanstend- ur af færiböndum og pökkunarlínum, auk þess sem Soco-Systems hafa nú bætt við sjálfvirkum vélþræl við enda Iínunnar sem staflar kössum á bretti. Jónas og Hilmar segja að vélmennið spari þannig fjölmörg handtök enda kerfið hannað þannig að mannshönd- in komi sem minnst nálægt. „Það má segja að með vélþrælnum reki Soco-System smiðshöggið á full- komið vörupökkunarkerfí. Þegar kössunum hefur verið lokað grípur vélþrællinn þá með sogblöðkum og sér um að stafla þeim eftir fyrirfram ákveðnu mynstri á bretti, jafnvel á tvö bretti í einu. Vélþrællinn er mjög einfaldur í stjórn og hægt að láta hann raða eftir næstum hvaða mynstri sem manni dettur í hug eða þá láta vélþrælinn sjálfan finna FYRIRTÆKIÐ Króli verkfræði- þjónusta kynnir á sjávarútvegssýn- ingunni nýja strikamerkjatækni sem gerir kleift að hafa allt að 1,2 og 2 kb af upplýsingum í hverju merki. Einnig er hægt að lesa merk- ið þó að allt að 50% af merkinu séu skemmd. Þessi kódi er hannaður af fyrirtæki sem er stærst í fram- leiðslu á skönnum og handtölvum í heimi, Symbol Technologies Inc. Þessi nýja tækni veldur straum- hvörfum í strikamerkjum vegna meiri möguleika. Hægt er að raða mörgum merkjum á blað og lesa í hvaða röð sem er. Einnig er hægt að toga og lengja merkin á alla kanta og þannig auðvelda staðsetningu. Gerð og skráning er ótrúlega einföld. Myndir, rödd, undirskrift og fin- heppilegasta mynstrið. Þetta er eini vélþrællinn sinnar tegundar hér á landi og einn slíkur hefur verið í notkun í Pökkunarhúsi Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki með góð- um árangri," segja þeir Jónas og Hilmar. Strangar kröfur um málmleit Þá kynnir Eltak hf. einnig á sýn- ingunni Loma málmleitartæki fyrir matvælaiðnað, en sífellt eru gerðar strangari kröfur um málmleit í mat- vælaframleiðslu flestar stærri versl- unarkeðjur hafa t.d. skyldað slíka leit í matvælum í neytendapakkning- um. Jónas og Hilmar segja að að- skotahlutir úr málmi geti alltaf kom- ist í matvæli við meðhöndlun og í framleiðslu. Það sé því mikilvægt að þeir finnist sem fyrst og áður en varan fari á markað. „Nýjasta hönnun Loma er Combo- -7000, sem er sambyggt málmleitar- tæki og gátvog. Reynslan sýnir að tækið finnur aðskotahluti í 100% til- fella og því teljum við að með þessi tæki geti menn verið öruggir um að þessir hlutir finnist og valdi ekki skaða,“ segja þeir félagar. Auk þess selur Eltak íslenskar vogir frá Póls hf. á ísafirði og úrval af AND og Tanita vogum fyrir fjöl- breytt verkefni, auk ýmissa annarra tækja. Yfir 500 fyrirtæki á íslandi eru með um 3.500 vogir og tæki sem Eltak hf. þjónustar. grafar er nú hægt að hafa í merkjun- um svo að upplýsingar um sögu sendinga, heimilisföng, myndir af innihaldi ásamt tollpappírum og öðr- um skjölum geta nú fylgt sending- unni. Einnig verður foivitnilegt að skoða lesara sem les strikamerki á yfir 10 metra færi ásamt sjálfvirkri límmiðavél og frístandandi límmiða- prentara sem er með innbyggða miðahönnun. Verkfræðiþjónusta Króli sýnir líka strikamerkjalesara sem les merki sem eru máð og illa útlítandi. Þessi lesari er með nýrri tækni, svokall- aðri fuzzy logic, sem eykur leshæfn- ina verulega. Verkfræðiþjónusta Króli verður á bás C 22 á sýningunni. Markmiðið með nýju siglingakerfi er að efla þjónustu við viðskiptavini félagsins og styrkja samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja á tímum vaxandi alþjóðlegrar samkeppni. Með nýju kerfi hafa út- og innflytj- endur á landsbyggðinni beinan að- gang að helstu mörkuðum í Evrópu. Fiutningstími vöru styttist verulega, einkum frá höfnum utan Suðvestur- lands til hafna í Evrópu. Flutnings- geta félagsins eykst og ferðir milli Islands og annarra landa eru tíðari. Fyrri áfanga breytinganna var hrint í framkvæmd 23. janúar sl. með fyrstu viðkomu Reykjafoss á ísafirði á Strandieið á leið til Akur- eyrar og Eskifjarðar og þaðan til Færeyja, Immingham og Rotterdam. Með tilkomu Strandleiðar urðu ísa- flörður, Akureyri og Eskiíjörður út- flutningshafnir með beinan aðgang að helstu mörkuðum erlendis. Suðurleið og IMorðurleið Seinni áfangi breytinganna kom til framkvæmda um miðjan ágúst þegar siglingar hófust á Suðurleið og Norðurleið. Norðurleið tengir ís- land, Færeyjar, meginland Evrópu og Norðurlönd með vikulegum sigl- ingum. Skip félagsins sigla frá Reykjavík á hveijum fimmtudegi til Þórshafnar, Hamborgar og fimm SKIPARADÍÓ ehf. mun á sjávarút- vegssýningunni kynna nýjungar frá bandaríska fyrirtækinu We- smar, þ.á m. fjölhæfan höfuðlínu- sónar og neðansjávarradar sem gerir mönnum kleift að sjá þver- snið af sjónum undir skipum. Af því sem Skiparadíó ehf. kynn- ir á sýningunni ber einna hæst nýr höfuðlínusónar frá Wesmar, TCS700, sem vakið hefur mikla athygli og er þegar kominn um borð í 14 íslensk skip. Arnar Sigur- jónsson, hjá Skiparadíó ehf., segir að einn af eiginleikum sónarsins sé nýjung í leitarmöguleikum, því með honum sé hægt að fylgjast með fiski fyrir framan trollið og laga það að lóðningunum. Þá sé hægt að skoða trollpokann með sónarnum sem gefi góða mynd af því hver aflinn er orðinn og það geri aflanema nánast óþarfa. Auk þess segir Arnar að með sónarnum sé hægt að fylgjast nákvæmlega hafna á Norðurlöndum. Á Suðurleið er siglt frá Reykjavík og Vestmanna- eyjum til Evrópu. Suðurleið opnar viðskiptavinum Eimskips _ nýja möguleika til flutninga milli íslands og Vestur-Evrópu. Siglt er frá Reykjavík á hveijum miðvikudegi til Vestmannaeyja og þaðan til Imm- ingham og Rotterdam. Álflutningar urðu í ágúst sl. hluti af vikulegum áætlunarsiglingum Eimskips en þá var ál lestað í fyrsta sinn um borð í gámaskip á Suðurleið. Skipin hafa með lögun trollsins og halda því á réttu dýpi til að forðst ójöfnur í botni. „TCS700 hefur verið notað á flestum veiðum og reynst vel við erfiðar aðstæður, m.a. í traffíkinni á Reykjaneshrygg þar sem hægt er að fylgjast með trollum annarra skipa sem nálgast þitt eigið,“ segir Arnar. Sýnir landslagið neðansjávar Auk þess mun Skiparadíó kynna á sýningunni svokallaðan neðan- sjávarradar frá Wesmar sem Arnar segir að sé bylting í þróun slíkra tækja og hafi vakið gríðarlega at- hygli á sjávarútvegssýningu í Þrándheimi í Noregi nú í ágúst. „Á meðan venjulegur radar fer með geislann lárétt í hring getur neðansjávarradarinn skoðað allan bollann og þannig einnig landslagið neðansjávar. Þá getur radarinn far- ið með geislann fram eða aftur viðkomu í Straumsvík áður en þau lesta í Reykjavík. Með nýju siglingakerfi styttist flutningstími vöru verulega, einkum frá höfnum á landsbyggðinni. Sem dæmi má nefna að flutningstími vöru frá Akureyri til Hamborgar styttist úr ellefu dögum í fimm daga. Flutningstími vöru frá Eski- firði til Immingham styttist úr níu dögum í fjóra daga. Flutningstími vöru frá Vestmannaeyjum til Rott- erdam styttist úr átta dögum í fjóra daga. I tengslum við þessar breytingar hefur félagið einnig gert breytingar á skipastól sínum í siglingum til Evrópu. Eimskip fékk í júní afhent flaggskip féiagsins, Brúarfoss, stærsta gámaskip í eigu Eimskips. Kostnaðarverð þess er liðlega einn og hálfur milljarður. Þá var leigu- skipið Víkartindur afhent í júlílok. fyrir skipið og skoðað sneiðmyndir í lóðréttri stöðu. Þannig geta skip siglt mjög nálægt köntum og séð fiskitorfur sem ekki hefði verið hægt að finna með venjulegum dýptarmælum," segir Arnar. Gefur 40% meiri kraft Ennfremur verður kynnt á sýn- ingunni ný bógskrúfa frá Wesmar sem er sú fyrsta sinnar tegundar og þykir lofa góðu. Arnar segir að nýjungin sé einkum fólgin í því að þar sé um tvær skrúfur að ræða í sama stokki sem snúist hvor á móti annarri og gefi þannig um 40% meiri styrk en aðrar bógskrúf- ur. Arnar segir að með því að hafa skrúfurnar tvær og með sitt hvorri snúningsátt, nýti seinni skrúfan stóran hluta af orku sem annars færi í iðukast og breyti því spyrnu sem stefni einnig samhliða snún- ingsásnum. Wesmar býður nú 20 gerðir af bógskrúfum, fyrir stór skip jafnt sem smá. Neyðarbaujur og nætursjónaukar Skiparadíó hefur nýverið tekið að sér umboð fyrir tankmæla frá Wema System og mun á sýning- unni kynna mælakerfi sem getur sýnt stöðu á sjö stöðvum á einum stað. Slíkt kerfi hefur nýverið verið sett um borð í Eyborgu EA sem verið hefur í breytingum og mun það vera fyrsta íslenska skipið með slíkt kerfi. Þá mun Skiparadíó enn- fremur kynna nýja gerð af Kannad neyðarbaujum og nætursjónauka sem hingað til hafa einkum verið notaðir í hernaði en eru nýlega komnir á almenningsmarkað og þegar komnir um borð í þyrlur Landhelgisgæslunnar. MYNDIN sýnir hvernig Wemar neðansjávarradarinn greinir fisk til hliðar við skipið sem venjulegur dýptarmælir gæti ekki séð. Ný strikamerkjatækni Skiparadíó kynnir nýja þróun á „sónarbúnaði“ I ! > I > i t » » » I i » I i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.