Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1996 E 21 FRÉTTIR Hekla hf. kynnir nýja vélaútfærslu fyrir skip og heildarlausnir fyrir vélarrúm HEKLA HF. kynnir á sjávarútvegs- sýningunni í Laugardalshöll grunn- vélabúnað fyrir skip og heildar- lausnir fyrir vélarrúm. Þá verður kynnt ný útfærsla á hinum þraut- reyndu CAT 3500 vélum, CAT 3500B, þar sem eldri hönnun 3500 vélanna er tekin til talsverðra end- urbóta sem auka eiga áreiðanleika vélanna, minnka mengun og draga úr eldsneytisnotkun. Endurbæturnar koma fyrst og fremst fram í nýrri hönnun elds- neytiskerfisins. Eldsneytiskerfi CAT 3500B er vélrænt knúið, en stýring innsprautunar, bæði hvað varðar magn, tímasetningu og ganghraða er rafeindastýrð með nýrri gerð rafeindagangráðs, Cat- erpillar ADEM II. Minna hitatap og aukin nýtni Strokkslífum 3500B vélarinnar er komið fyrir á hefðbundinn hátt í vélarblokkinni, án útsnörunar fyr- ir kragann. Utan um kragann, á milli blokkarinnar og strokkloksins kemur milliplata úr áli. Vélinni er síðan lokað með strokkloki úr grá- járnssteypu. Fjórir lokar eru við hvern strokk og ferskloftgrein og afgasgrein eru sömu megin á innan- Eykur áreiðanleika og minnkar mengun verðu strokklokinu. Stimplar eru tveggja hluta; efri hlutinn úr stáli, sem gefur aukinn styrkleika, en sá neðri er úr áli, sem er léttara og efnislega að miklu leyti ótengdur þeim neðri, þannig að hann gengur kaldari og leyfir þar af leiðandi þrengri og ísetningarmál sem minnkar gangskelli þegar vélin er að hitna. Efsti stimpilhringur er ofar á stimplinum en i eldri gerð vélanna og minnkar þannig óvirkt rúmtak og ný lögun stimpilloksins leiðir af sér betri þyrlun og bruna, sem minnkar hitatap og eykur þannig nýtni vélarinnar. Rafeindastýrð eldsneytiskerfi Eldsneytisdæla og spíss vélarinn- ar eru sambyggð, svokallaður dælu- spíss og knúinn af þriðja kambinum á kambásnum en innsprautun er stýrt af rafeindastjórneiningu, ADEM II. Innsprautunarþrýstingur hefur verið aukinn um 20% frá því sem var í eldri gerðum CAT 3500 og hefur kambás vélarinnar verið styrktur ásamt vippuarmi dælu- spíssins. ADEM II rafeindagangráðurinn fær upplýsingar frá þar til gerðum skynjurum um starfsemi vélarinnar og nánasta umhverfi, m.a. um hraða vélarinnar og viðmiðunar- stöðu fyrir hvern strokk, kælivatns- hita og hæðarstöðu kælivatns, sveifarhússþrýsting, eldsneytis- og smurolíuþrýsting fyrir og eftir síur, þrýsting við inntak beggja for- þjappa, skolloftþrýsting og hita, ásamt ýmsu öðru. Ef vélin þjónar sem aðalvél í skipi, eru tvær ADEM II stjómeiningar tengdar vélinni, þar sem önnur þeirra þjónar sem varaeining og tekur við ef hin bilar. Mælaborð og viðvörunar- kerfí vélarinnar fá einnig upplýsingar frá ADEM II einingunni. Nýtt eftirlitskerfi Þá kynnir Hekla hf. nýtt eftirlits- kerfi fyrir skip frá Caterpillar. Kerf- ið fylgist með ástandi vélarinnar á öllum sviðum og er stjórnstöð kerf- isins í brú skipsins en auk þess má setja upp allt að sjö mælaborð víðs- vegar um skipið, ef á þarf að halda. Enn fremur býður kerfið upp á tengingu við gervitungl og geta útgerðir þannig fylgst náið með staðsetningu og ástandi skipanna frá landi. HELSTU upplýsingar um CAT 3500B: Fjöldi strokka: 8, 12 eða 16. STJÓRNSTÖÐ nýs eftirlitkerfis frá Caterpillar. Borvídd: 170 mm. Slaglengd: 190 mm. Rúmtak: 4,31 lítrar á strokk. Þjöppunarhlutfall: 13:1. Þyngd: 5.200-8.030 kg NETAGERÐIN INGÓLFUR INGVAR & ARI ehf. Sýnum það nýjasta í veiðarfæragerð Kynnum DYNEEMA ofurefnið, veiðarfæra efni fram tíðarinn ar. Alhliða víra- og veiðarfæraverkstæði Framleiðum og önnumst viðhald á flestum tegundum veiðarfæra. Fulltrúar frá eftirtöldum fyrirtækjum verða í bás okkar. Vírar, keðjur, lásar og krókar frá viðurkenndum framleiðendum. BRIOOIM ROPES vírar mmmuwÆir Grosuy keðjur, lásar, krókar o.fl 4 ScanRope vírar " . V-’G -y ***** *■* immrnm Netagerðin ingolrur Söjuskrif5tofa R Simi 567 02 iMtjœ I & ■4- m, Veríð velkömin í bas sem víd höfum upp á að bjóða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.