Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 22
22 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MARKAÐIR F/skverð he/'/na Þorskur Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 109,5 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 8,7 tonn á 107,82 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 8,9 tonn á 102,29 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 91,9 tonn á 118,37 kr./kg. Af karfa voru seld alls 70,7 tonn en ekkert á Faxamarkaði. í Hafnarfirði á 133,00 kr. hvert kíló (0,11) og á 66,79 kr. (70,61) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 51,6 tonn. í Hafnarfirði á 50,13 kr. (4,91), á Faxagarði á 44,96 kr. (2,01) og á 54,72 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (44,61). Af ýsu voru seld 74,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið var 80,33 kr./kg.___________ F/skverð ytra Seldur var fiskur úr gámum í Bretlandi í síöustu viku, samtals 174,8 tonná 143,59 kr. hvert kíló. Af þorski voru seld samtals 14,5tonná 141,91 kr./kg. Af ýsu voru seld 94,8 tonná 108,22 kr. hvert kíló, 25,3 tonn af kola á 221,64kr./kgog 14,8tonnaf karfa á 124,93 kr./kg. Þorskur Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Heimsmarkaður fyrir saltfisk svarar til 260.000 tonna alls ÞORSKKVOTINN hér við land hefur verið aukinn og sífellt vaxandi hlutur þorsks- ins fer nú í söltun. í ljósi þess er er rétt að skoða hve stór heimsmarkaðurinn er fyrir hefðbundinn saltfisk. Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF fór yfir þessi mál á nýafstöðnum aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöða og fer yfirlit hans hér á eftir. Hér er um að ræða áætlað magn á hvern markað byggt á þeim upplýsingum sem fáanlegur eru. Norðmenn fluttu um 130.000 tonn alls utan í fyrra Heimsmarkaður fyrir saltfisk er áætlaður um 260.000 tonn í blaut- fiskígildum. Um 75% af saltfískinum eru þorskafurðir, en um fjórðungur ufsi, keila og langa. Portúgal stærst Portúgal er langstærsti markað- urinn með neyslu á um 110.000 tonn- um eða ríflega 40% af heimsmarkað- inum. Þetta er ekki síst forvitnilegt fyrir þá sök að Portúgalir eru ekki nema um 11 milljónir talsins, þannig að árleg neysla er um 10 kg að meðaltali á hvern íbúa. Spánn og Brasilía koma næst með um 35.000 tonn hvor markaður eða um 13%. ítah'a er síðan með um 20.000 tonn eða 8%. Framleiðsian hér á landi á síðasta ári var rúm 48.000 tonn af saltfiskafurðum eða tæp 20% af heimsmarkaðinum. SÍF meö 13% salf isksölu í heiminum SÍF og dótturfélög selja um 13% af heimssölunni sem gerir samstæð- una að stærsta einstaka seljanda á markaðinum. Norðmenn flytja lang- mest út af saltfíski af öllum þjóðum eða um 130 þús. tonn á árinu 1995, sem er um 50% af markaðnum. Önn- ur lönd eru Færeyjar, Danmörk, þá aðallega í saltflökum úr uppþíddu hráefni, einnig eru Portúgalir tölu- vert stórir í framleiðslu úr þíddu hráefni. Portúgölsku og spænsku saltfisktogararnir framleiða einnig nokkur þús. tonn á ári. Heimsmarkaður fyrir saltfísk skiptist í þurr- og blautfískmarkaði. Af þurrfiskmörkuðum er helst til að nefna Portúgal. Þrátt fyrir að allur útflutningur héðan til Portúgals sé blautverkað hráefni, þá er hann þurrkaður þar. Einnig er Brasilía stór markaður, en þangað er ein- göngu fluttur út þurrfiskur. Púertó Ríkó og eyjar í Karíbahafí eru einnig stórir markaðir fyrir þurrfisk og þá aðallega ódýrari afurðir eins og ufsa. Helstu markaðir fyrir blautfisk eru Spánn, ítalía og Grikkland. Nær eingöngu blautf iskur héðan Síðustu árin hefur útflutningur héðan verið nánast eingöngu í formi blautverkaðs saltfísks. Helstu ástæð- ur þess að þurrkun á saltfiski hefur minnkað verulega frá því sem áður var hér á landi eru í fyrsta lagi sú að afkastageta í þurrkun er afar lít- il á sama tíma og framlegð við þurrk- un á saltfiski hefur verið lág. I Nor- egi, aðallega í Álasundi og nágrenni eru reknar stórar þurrkverksmiðjur. Eins og fram kom hér að framan liggur hagkvæmnin í stærðinni. Hið sama á við um Portúgal. SÍF hefur einnig rekið þurrkverks- mðju í dótturfélagi sínu, Nord Morue í Frakklandi. Þar nýtur sín hag- kvæmni stærðarinnar, auk þess sem vinnulaun í suðlægum Evrópulöndum eru lægri en á Islandi. í öðru lagi má benda á þá staðreynd að þurrfisk- ur frá íslandi inn á stærsta markað- inn í Portúgal ber 13% toll eftir að GATT-kvótinn er búinn. Á sama tíma hafa Norðmenn 13 þúsund tonna tollfrjálsan kvóta umfram islend- inga, sem gefur þeim samkeppnisfor- skot sem erfitt er að brúa. Af fram- angreindum ástæðum mega íslensk- ar þurrkstöðvar sín því lítils í sam- keppninni við Norðmenn inn á Evr- ópumarkað. Saltfiskneysla er nánast bundin við suðlæg lönd, sem byggð eru róm- önskum og kaþólskum þjóðum. Þar er rík og aldagömul hefð fyrir neyslu á saltfiski. Það kemur til af margvís- legum ástæðum, m.a. þeim að söltun er gömul geymsluaðferð, að íbúar í heitum löndum eru í meiri þörf fyrir saltneyslu en aðrir og einnig að fisk- ur er sú fæða sem kaþólskir neyta á föstunni. Framboð á innlendum saltfíski í þessum löndum var mun meira á fyrri áratugum, en mjög hefur dregið úr þessari framleiðslu. Eftirspurnin hefur þó ekki minnkað og það kemur saltfiskframleiðslu- þjóðum í dag til góða. Mismundandl markaðshlutdeild Markaðshlutdeild Íslendinga í ein- stökum löndum er afar mismunandi. Þannig má áætla að markaðshlut- deildin í Portúgal á síðasta ári hafi verið um 7%. Á árunum áður var þetta hlutfall nær því að vera þriðj- ungur innflutnings Portúgala, en með minnkandi kvóta á íslandsmið- um þá einbeittu fslendingar sér meira að þeim mörkuðum sem gáfu hærra verð, eins og Spánn og ítalía. Norsk- ur saltfiskur hefur náð góðri fótfestu í Portúgal og er nú mun þekktari á markaðnum en sá íslenski. Þrátt fyr- ir að hlutur íslendinga í Portúgal hafí minnkað verulega frá því sem hann var mestur, þá hefur útflutn- ingur á íslenskum saltfiski þangað verið að aukast og mun væntanlega aukast enn meira með auknum kvóta. Þrátt fyrir að verðminni fiskur sé að fara til Portúgals, þá er ljóst að þessi markaður er afar mikilvæg- ur. Neysla á saltfiski hefur með auk- inni velmegun í Portúgal aukist ef eitthvað er og það verðbil sem var á milli Portúgals og Spánar hefur ver- ið að minnka. Hlutdeild okkar í ein- stökum mörkuðum telst vera mest í Frakklandi eða nálægt helmingshlut- deild af um 10.000 tonna markaði á síðasta árL Þetta tengist þeirri stað- reynd að SÍF eignaðist fyrir sex árum franska fyrirtækið Nord Morue, sem hefur með höndum bæði framleiðslu- og sölustarfsemi. Nord Morue heldur ekki einungis uppi öflugu sölustarfi á heimamarkaði, heldur flytur einnig út saltfisk til yfír tuttugu landa. Árangur Nord Morue á franska markaðnum er aðallega að þakka nálægð fyrirtækisins við markaðinn. Markaðshlutdeild á Spáni er um þriðjungur markaðarins. Spánn er markaður fyrir verðmætasta fiskinn og afar mikilvægur íslendingum. Meginneyslan á þessum dýra fiski er bundin við Katalóníu og Norður- Spán þar sem velmegun og kaup- máttur íbúanna er mestur. Ohætt er að fullyrða að íslenskur saltfiskur er í mestum metum á þessum markaði. ítalía er annar mikilvægur mark- aður fyrir íslenskan saltfisk. Ætla má að markaðshlutdeild íslendinga á þessum markaði hafi verið um fjórðungur markaðarins á síðasta ári. í Grikklandi er áætlað að í dag sé markaður fyrir um 6.000 tonn af saltfiski, aðallega smáfísk. Ætla má að hlutur íslendinga á þessum mark- aði hafí verið rúmlega þriðjungur á árinu 1995 og hefur farið minnkandi. Brasilía vaxandl markaður Brasilía hefur undanfarið verið ört vaxandi markaður fyrir þurrfisk. ís- lendingar fluttu hér á árunum áður talsvert magn til Brasilíu, sem lagð- ist síðan því sem næst niður. Ótraust stjórnmála- og efnahagsástand í Brasilíu hefur stundum sett strik í reikninginn varðandi saltfisksölu þangað. Þannig var heildarinnflutn- ingur á þurrkuðum saltfíski til Brasil- íu einungis um 11.000 tonn árið 1993 en nálgast 30.000 tonnin um þessar mundir á ársgrundvelli. Und- anfarin misseri hefur ástandið í Bras- ilíu verið með besta móti og aukinn stöðugleiki og velmegun þjóðarinnar gert það að verkum að saltfískinn- flutningur hefur aukist. Hlutdeild íslendinga í þessum markaði var afar rýr á síðastliðnu ári eða 5-6%. Þetta skýrist m.a. eins og áður kom fram, á því hvað aðstaða til þurrkunar á íslandi hefur verið léleg og ósam- keppnisfær við stórar, erlendar þurrkverksmiðjur. Verð á saltfiskafurðum 1986-96 Aætluð neysla á saltfiski 260 Vísitala, 1986 = 100 FOB - verðmæti 234 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 ^_Púertó Ríkó larS^gjiTI^ 10.000 tonn tonn 15.0001. Önnur lönd frakMand < u t^io.ooo yfjsnvo' úmþwS Spann p^ toh Þorskur Þorskafli á heima- miðum 1993-96 250- 200 150 100 50 0 Þar af verkað í salt - þús. tonn 1993 1994 1995 1996 Meira saltað af f iskaflanum SALTFISKVINNSLAN á íslandi hefur undanfarin ár verið að aiika hluí siim í þorskaflanum þrátt fyrir minnkandi afla. Al- gengt hlutfall fyrir f'áuni árum var um þriðjungur, svipað í frystingu í landi, nokkuð var fryst úti á sjó, en mjög mikið fór á árum áður utan óunnið og hert. Nánast ekkert af þorski fer nú ísað utan. Árið 1993 var þorskaflinn 251.000 tonn og fóru 74.000 tonn í salt eða 30%. Árið eftir er þorskaf linii kominn niður í 177.000 tonn en 72.000 eða 41% fóru í salt. Síðan hefur þetta hlutfall hækkað enn og á fyrstu sjö mánuðum ársins fóru hvorki meira né minna en 55% þorskaflans í salt eða 55.000 tonn. Skýringin á auknum hlut söltunar er betri afkoma í söltun en frystingu á þorski. Ufsi Ufsaafli á heima- miðum 1A92-96 1993 1994 1995 1996 HLUTFALL ufsa til söltunar jókst mikið frá árinu 1993. Þá fóru 27% í salt, en 43% árið 1994. Það hlutfall hefur haldizt nokkuð stöðugt, en ufsaaflinn hefur dregizt verulega saman. 1993 var ufsaaflinn alls um 70.000 tonn, í fyrra var hann kominn niður í 47.000 og fer hann enn mink- andi. Mikið var til dæmis óveitt af ufsaheimildum í lok síðasta fiskveiðiárs. i 4 € I í 4 i í i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.