Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1996 E 23 4 € I 1 4 FRETTIR Frárennslismengun rækjuverksmiðja lítíl Öryggi framar öllu í útgerð og fiskvinnslu er mikilvægt að allur búnaður, tœki og vélarséu í góðu lagi. Vandaðar vörur ásamt lipurri þjónustu tryggja ekki aðeins óryggi þeirra sem vinna við þær, heldur skapa fyrirtækjum ómetanlegt rekstraröryggi. MENGUN af völdum frárennslis frá rækjuverksmiðjum á Vestfjörðum er ekki mikil ef marka má rannsókn Gunnars Torfasonar, nemanda í sjávarútvegfræði við Háskólann á Akureyri. Gunnar hefur í sumar unnið við verkefnið „Umhverfismál fyrirtækja" og kannað virkni meng- unarvarna vegna frárennslis frá fyrirtækjum í rækjuvinnslu á Vest- fjörðum. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Hertar reglur Reglur varðandi mengun frá fyr- irtækjum hafa verið hertar og fyrir- tæki leita lausna til að uppfylla ný skilyrði. Búast má við að hreinni framleiðslutækni verði mikilvægari hluti af starfsemi matvælafyrir- tækja þar sem kaupendur horfa ekki einungis á heilnæmi vörunnar, heldur einnig á að framleiðsla henn- ar skaði ekki umhverfið. Rækjuafli á íslandsmiðum hefur farið vaxandi síðustu ár. Heildar- rækjuaflinn varð tæp 76 þúsund tonn árið 1995 en var tæp 73 þús- und tonn 1994. Vestfirðingar hafa löngum verið frumkvöðlar í veiðum og vinnslu og árlega hafa verið unnin um 30% af heildarrækjuafla- num á „Stór-ísafjarðarsvæðinu". Virkni síubúnaðar könnuð Gunnar segir að í viðleitni sinni til að halda umhverfinu sem mest í upprunalegu horfi hafi forsvars- menn rækjuverksmiðja verið að setja upp síubúnað á undanförnum árum til að fjarlægja rækjuskel úr frárennsli. Virkni þess búnaðar sem notaður er hafí ekki verið að fullu kunnur og af þeim sökum hafi Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða farið af stað með verkefni sem kannaði virknina. Að sögn Gunnars stóð til að kanna virkni síuútbúnaðar hjá fimm fyrirtækjum á ísafirði og ná- grenni; Frosta hf. í Súðavík, Bása- felli hf. og Rit hf. á ísafirði, Bakka hf. í Hnífsdal og Bakka Bolungar- vík hf., en vegna sumarlokana hjá Rit hf. reyndist ekki unnt að skoða hverfissíuna þar og hjá Frosta hf. urðu tafir á uppsetningu hreinsun- arbúnaðar en búnaðurinn er kominn til Súðavíkur og bíður uppsetningar. Mæld var súrefnisþörf fráveitu- vatns í frárennsli rækjuverksmiðj- anna. Ákvarðað var rúmmál og þyngd botnfallanlegra og óbotnfall- anlegra efna og fundið út heildar- þurrefnismagn. Einnig var magn lífrænna efna í frárennslinu athug- að. Fyrrgreindar mælingar voru gerðar fyrir og eftir síun til að finna út hvaða áhrif síun hefði á fyrr- greinda þætti. 75% hreinsunargeta Helstu niðurstöður mælinganna að sögn Gunnars eru á þá leið að einföld hallandi sía með fjögurra millímetra járnneti sem er í notkun hjá Básafelli hf., hreinsaði um 50% af heildarþurrefni frárennslisins. Hallandi sía með 1,2 millímetra á milli rimla í Bakka hf. hreinsaði 70% af heildarþurrefni en færiband með 3x4 millímetra gatasíu sem notuð er í Bakka Bolungarvík hreinsaði best af þeim síum sem skoðaðar voru, eða um 73%. Gunnar segir að verkefnið meti virkni lausna og komið verði með tillögur til úrbóta. Þá verði metnar þær ráðstafanir sem rækjuverk- smiðjur hafí gert til að minnka frá- rennslismengun. Niðurstöðurnar nýtist til að endurmeta og endur- bæta mengunarvarnir. 1.000 tonnáári Gná hf. á Bolungarvík hefur frá árinu 1994 þurrkað og malað rækjuhratið sem fellur til við hreins- un en fram að því var hratið að mestu urðað. Elías Jónatansson, framkvæmdastjóri Gnáar, segir að þegar síunarbúnaðurinn hjá Frosta hf. á Súðavík komist í gagnið sé reiknað með um 1.000 tonna mjöl- framleiðslu á ári. Hann segir að mjölið sé einkum selt til Noregs þar sem það sé notað í blöndun á fiska- fóðri. Hátæknibúnaður LOWARA Þrýstiaukadælur, miðflóttaafls- og brunndælur MONO VwwWV Dælur IHTERROLL, jdKí Færibandabúnaður fléðfflff VerSIUtt hefur þjónað íslenskum sjávarútvegi í áratugi með heimsþekktum gæðavörum, tryggum lager og öruggri þjónustu sem byggist á mikilli reynslu og þekkingu tæknimanna. Þér er óhætt að treysta því að þeir leggja sig alla fram um að veita þér faglega ráðgjöf hvenærsem þú þarft á henni að halda. Velkoittlltn ísýningarstúku okkarnr. E39 á Sjávarútvegs- sýningunni í Laugardalshöll. Þar feynnum víð NESSIE, byltinsarkennda nyfung f Danfoss vökvabúnaði sem hefurmikla þýðingu fyrir matvælaiðnaðinn í heiminum. = HEÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 VIÐJAFNANLEG ADSTAÐAI _ - þegar veitt er í Norður Atlantshafínu! RESOURCE CENTRE inuo r___y - þjónustuvegamót Norður Atlantshafs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.