Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 E 25 FRÉTTIR Fjölbreytt þjónusta í Vöruhúsi IS á Islensku sjávarútvegssýninguniii Leggja áherslu á veiðarfæraþj ónustu ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. eru eins og kunnugt er eitt um- svifamesta útflutningsfyrirtæki landsins. k Sjávarútvegssýning- unni leggja IS áherslu á að kynna heildsölu- og dreifingarfyrirtækið Vöruhús IS sem er starfrækt innan vébanda fyrirtækisins en það hef- ur mikið umleikis og gerir við- skipti sín að langmestu leyti á inn- lendum vettvangi. Vöruhús ÍS er starfrækt sem deild innan ÍS og er markmið þess að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu á góðu verði. Á sýningunni verður lögð meginá- hersla á að kynna veiðarfæraþjón- ustu Vöruhússins, einkum veiðar- færi til togveiða, en það hefur um árabil verslað með veiðarfæri og hefur ávallt lagt kapp á að bjóða viðskiptavinum sínum sem fjöl- breyttast vöruval og aðstoð og ráðgjöf við veiðarfærakaup. Þar er á boðstólum mikið af vörum frá innlendum framleiðendum en inn- flutningur er einnig umtalsverður. Eitt af meginverkefnum Vöru- húss ÍS er að sjá framleiðendum ÍS fyrir umbúðum fyrir frystar sjávarafurðir. Lengst af var hér eingöngu um að ræða innlenda framleiðendur en með tilkomu nýrra verkefna ÍS í fjarlægum heimshlutum hefur það einnig komið í hlut Vöruhúss ÍS að út- vega þessum nýju framleiðendum umbúðir. Vöruhús IS leggur einnig metn- að sinn í að hafa á boðstólum all- ar rekstarvörur sem þörf er á til framleiðslu sjávarafurða, hvort heldur sem er á landi eða á sjó. Séu sérstakar vörur ekki til á lag- er er jafnan hægt að útvega þær með stuttum fyrirvara. í stórum dráttum má skipta rekstrarvörun- um í þrjá flokka, þ.e. hreinlætis- vörur, vinnu- og hlífðarfatnað og áhöid og tæki. Mest er keypt af innlendum birgjum en innflutning- ur er einnig umtalsverður. Ný gerð af fískihmfum HNÍFAR og stál frá þýska fyrir- tækinu F. Dick GmbH. eru þekkt í fiskiðnaðinum hér á landi, enda hafa DICK-hnífar og -stál verið notað hér í áratugi. Tiltölulega „ein- faldir" hlutir eins og hnífar eru stöðugt í þróun og á hveiju ári ver F. DiCK GmbH töluverðum íjár- munum í hönnun, þróun og tilraun- ir með framleiðslu á ýmsum gerðum hnífa _og handfanga á hnífa. Á Islensku sjávarútvegssýning- unni 1996 mun fyrirtækið kynna í fyrsta skipti hníf sem er 23% létt- ari en aðrir sambærilegir hnífar, en þessi hnífur hefur sérstaklega verið hannaður samkvæmt ósk og i samvinnu við fiskvinnslufólk hér á landi. Með því að nota sérstaka tegund af plastblöndu í handfangið, hefur DICK tekist að framleiða hníf sem er léttara að beita, hefur gott grip og gott jafnvægi og er ætlað að draga úr þreytu og vöðvabólgu. Þessi nýja tegund af fiskvinnslu- hnífum er gott dæmi um samvinnu notenda og framleiðenda. Vakúmpokar með innbyggðum g-asskynjara Á SJÁVARÚTVEGSSÝNING- UNNI verða kynntir vakúmpokar með innbyggðum gasskynjara. Þessi tegund poka er ætluð fyrir loftskiptar umbúðir þar sem mikil- vægt er að tryggja að sú loftblanda sem sett hefur verið inn í umbúðirn- ar sé til staðar og að pokinn sé tryggilega lokaður. Tufflex eru þeir kallaðir þessir nýju pokar og eru framleiddir af Sealed Air Ltd. Þessi nýjung, að framleiða vak- úmpoka með innbyggðum gas- skynjara, er til mikils öryggis og hagræðis bæði fyrir pökkunaraðila svo og móttakanda þar sem gas- skynjarinn gefur strax til kynna ef eitthvað hefur farið úrskeiðis við pökkun eða flutning á vörunni. Tufflex vakúmpokarnir ásamt Corr-vac vakúmpökkunarvél frá M-Tek Inc. USA verða kynntir á sýningarbás E36. Umboð hefur Valdimar Gíslason ehf. VÖRUBRETTI Eigum ávallt á lager bretti. Gerið verðsamanburð. Vörubretti ehf. Flatahrauni 1, Hafnarfirði. Sími: 555-3859, fax 565-0994. Hvernig þú getur f jármagnað á fljótlegan og hagkvæman hátt. Afkoma fyrirtækja byggist m.a. á góðri framleiSni og nútíma tæknivæðingu. Stöðugar framfarir eru í afkastagetu, nákvæmni og gæðum véla og tækja og því getur það skipt sköpum að regluleg endurnýjun eigi sér stað. Lýsing hf. býöur fjármögnun sem gerir fyrirtækjum kleift aS vera leiðandi í vél- og tæknivæðingu. Kynntu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aSra kosti á I lánamarkaSinum. | FáSu upplýsingabækling í næsta útibúi | Landsbankans, BúnaSarbankans eSa haíSu I beint samband viS okkur. Eigendur: ÍÁ\ BÚNAOARBANKI Jf j-andsbanki ISIANDS #A[slands SIOVAUjHALMENNAR yjjp VÁTRVGCmaUKIAC ÍSIANDSIIF FUÓTLEGRI FJÁRMÖGNUN SUÐURIANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1500, FAX 533 1505, 800 6515

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.