Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 E 27 4 « FRETTIR 4 4 4 i i Á INNISVÆÐI verða nýir rafmagnslyftarar kynntir og á úti- svæði liðstýrður skotbómulyftari. Ný gerð af Hyster rafmagnslyfturum VÉLAR og þjónusta hf., sem er til húsa að Járnhálsi 2 í Reykja- vík, ætlar að kynna nýja gerð af svokölluðum Hyster-rafmagns- lyfturum fyrir fiskvinnsluna, basði þriggja og fjögurra hjóla, á ís- lensku sjávarútvegssýningunni. I þeim tilgangi verða fjórir lyftarar staðsettir á sýningarsvæðinu inn- anhúss, en á útisvæðinu verður til sýnis liðstýrður skotbómulyftari frá Sanderson, sem er nokkuð sér- hæft „apparat", búið breiðum dekkjum og göfflum sem skjóta má út, að sögn Gunnars Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. „Inni verðum við líka með ýmsa aukahluti fyrir lyftara, hillukerfi og vélar úr hinum og þessum átt- um þótt megináhersla verði lögð á sjálfa lyftarana enda úrvalið breitt, allt frá litlum tjökkum og upp í þriggja tonna díesellyftara." Gunnar segir að þó Hysterinn sé eitt aðalvörumerki fyrirtækisins, byði það ýmsar aðrar sérhæfðari gerðir af lyfturum og væri að selja þetta 30-40 stykki á ári. Þess má geta að Hyster-lyftarar eru mis- dýrir eftir því hvaða búnaður fylg- ir, en þeir kosta allt frá tveimur milljónum kr. stykkið og upp í þrjár og hálfa milljón. íslenska umboðssalan hf., sem er að heita má stærsta einkafyrir- tækið í fiskútflutningi á íslandi, keypti í fyrra Vélar og þjónustu hf., sem upphaflega var stofnað af nokkrum einstaklingum árið 1975. Samhliða var rekstrinum breytt þannig að skýr verkaskipti eru á milli fyrirtækjanna tveggja. Vélar og þjónusta hf. sér nú um allan innflutning og íslenska um- boðssalan hf. einbeitir sér eftir sem áður að útflutningnum, en í tæp níu ár hafði það fyrirtæki einnig séð um umboðið fyrir Hyst- er-lyftarana. Dýptarmælir sýnir botninn í þrívídd ÞRIVIDDIN hefur haldið inn- reið sína í dýptarmæla og með nýjustu tækni geta sjófarend- ur nú skoðað nákvæm „landa- kort" af sjávarbotni. Þessi tækni eykur því þekkingu skipstjórnarmanna á veiðisvæðunum og gæti leitt til betri aflabragða. Sínus kynnir nýjung í botnmælingum Sínus hf. kynnir á sjávarútvegs- sýningunni í Laugardalshöll nýjar hugmyndir í gerð dýptarmæla, svokallaða þrívíddardýptarmæla, frá norska framleiðand- anum Skipper Electronics sem er mörg- um skipstjórn- armönnum að góðu kunnur. Skipper GDM 50 þrívíddar- dýptarmælir- inn er hannað- ur til að sýna þrívíddarmynd af svæði því sem skipið siglir yfir, allt frá sjávarbotni að yfirborði. Myndin nær yfir 32 gráðu svæði frá hvoru borði skips- ins og getur sýnt myndir niður á allt að 1.500 metra dýpi. Ennfrem- ur gefur mælirinn upplýsingar um hvort um linan eða harðan botn er að ræða. Greinir kanta og brúnlr Guðni Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Sínus hf., segir að með Þrívíddardýptarmælirinn sýnir nákvæmar myndir af hæðum og hólum á sjávarbotni. þrívíddarmælinum sé loksins komið tæki sem sýni það sem alla hafí alltaf langað að vita, þ.e. nákvæm- ar myndir af landslagi sjávarbotns- ins, og muni koma sér vel þar sem fiskur liggi oft í könt- um og brúnum sem greinist ekki vel á hefð- bundnum dýpt- armælum. Þá gætu togara- skipstjórar nú fengið enn ná- kvæmari upp- lýsingar um togslóðir Upp- lýsingum sem mælirinn gefur megi síðan safna saman og kalla fram þegar siglt er yfir svæðin seinna meir. Sýningarbás Sínus hf. er númer C-102 og verður þar staddur norskur sérfræðingur alla sýning- ardagana sem mun leiða forvitna í allan sannleika um nýju mælana. Ennfremur kynnir Sínus hf. marg- ar aðrar gerðir dýptarmæla á sýn- ingunni, auk höfuðlínusónara og annars búnaðar. ^ PRO'FORM CROSS^WALK Vönduðustu hlaupabrautir sem völ er á Sem kemur þér íform bæði á sjó og landi HLAUPA-, SKÍÐA- OG GÖNGUBRAUT Meiriháttar tæki sem slegið hefur í gegn til sjós og lands. Öflugt fitubrennslutæki sem eykur þol, þrek og styrkir allan líkamann. Vandaðurtölvumælir sem sýnir tíma, hraða, vegalengd, kaloríubrennslu og púls. Hækkun allt að 12% stillanleg frá mælaborði. 1,5 hp. mótor, hraði 0-13 kmiklst. Hægt að leggja saman og auðvelt að færa. Stgr. verð kr. 99.900.- Verð kr. 108.587.- Visa og Eurosamningar Mikið úrval af æfingatækjum ogaukahlutum mmmmmmmtmmmmnnii m m u i i in HREYSTI 4U3BBISHBBMHHIMBnHBHflHBBBB9f9^ VERSLANIR SKEIFUNNI 19 - S.568-1717 c Fyrirbyggiandi Viðhalds ¦ Viðhaldskerfið GRETTfR (stjórnað viðhald) auðveldar stjómun viðhaldsvinnu og getur hjálpað við að spara viðhaldskostnað með því að halda utanum hvenær vinna skuli fóst verk og að engin verk gleymist, auk þess sem kostnaðareftirlit verður einfaldara. ¦ Skoða má viðhaldssögu tækis, hlutar, heillar deildar eða ákveðins verks. ¦ Tengist öflugu varahluta- og pantanakefi. ¦ Gefur yfirlit yfir tæki og búnað fyrirtækisins. ¦ Forritið er einfalt í notkun og hannað með það fyrir augum að hver sem er geti notað það. ¦ Kerfið er plnotendakerfi, skrifað fyrirWindows og Windows 95.og getur notað ýmsa gagnagrunna, td Orocle. ¦ Til notkunar í skipum, verksmiðjum, húsfélögum, sjúkrahúsum ... éV JLAIISMelif. Ámóii 3é • 168 Heykiavík Símít S33-WS0 ¦ Fax: 533-Í955 Metfmg: hugvitki@itn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.