Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 28
28 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Meðferð fisksins bætt með „vakúm-dreifikerfum" fyrir fiskvinnsluna NORSKA FYRIRTÆKIÐ MMC seldi fyrir þremur árum fyrstu „vak- úm fiskisuguna" um borð í íslenskt nótaskip, Þórshamar GK. Nú hefur fyrirtækið selt hingað til lands 21 dælu og segir Asbjörn Rönneberg, einn af eigendum MMC, að viðtökur á Islandi hafi farið fram úr björt- ustu vonum. MMC og umboðsaðili þess á íslandi, Akurfell hf., munu kynna nýja framleiðslu MMC á ís- lensku sjávarútvegssýningunni, svokallað „vakúm"-dreifíkerfi fyrir fiskvinnslur. MMC fyrirtækið hefur starfað í sjávarútvegsgeiranum í yfir 40 ár og hefur nú um 95% markaðshlut- deild í Noregi og 80% í Evrópu. Asbjörn segir að við fyrstu sýn hafi ísland ekki þótt mjög spenn- andi markaður, niðursveifla hafi verið í þorskveiðum og nokkurrar svartsýni hafi gætt, jafnvel meðal íslendinga sjálfra. Það hafi hinsveg- ar breyst með aukinni umræðu um gæði afurðanna, auk þess sem loðnu- og síldveiðar hafi aukist til muna á þessum árum. Asbjörn seg- ir að í upphafi hafi markmiðið ver- ið að selja 15-20 dælur hér á ís- landi. Nú hafi hinsvegar verið seld 21 dæla til íslands, í bæði skip og verksmiðjur. Nýtt kerfi fyrlr fiskvinnslur „Jón Þ. Eggertsson, einn af eig- endum Akurfells hf., sendi mér nokkrar greinar eftir íslenska vís- indamenn þar sem íslenskir sjó- menn voru hvattir til að vanda umgengnina um aflann, það skilaði sér í betra verði. Og þar sem MMC hefur gengið mjög vel á íslandi og hefur nú nærri 80% markaðshlut- deild á íslandsmarkaði finnst okkur við hafa vissum skyldum að gegna gagnvart íslendingum og leggjum okkur því fram við að hjálpa þeim Hafa selt 21 dælu á um þremur árum Morgunblaðið/HMÁ JÓN Þ. Eggertsson, hjá Akurfelli hf., og Asbjörn Rönneberg, einn af eigendum MMC. enn frekar að auka gæði sjávaraf- urðanna. Nýjasta framleiðsla MMC eru svokölluð dreifikerfi fyrir fisk- vinnslur þar sem „vakúm"-dælur sjá um að flytja fiskinn í pípum frá flokkunarvélunum og að flökunar- vélunum, sem gera ákveðnar kröfur *-<; EXXMAR CM .&***. ; -w^ -*^S?^ Afburðasmurolíur fyrir íslenska flotann MeðEXXMAR situr öryggið í fyrirrúmi EXXMAR CM (Coastal Marine) eru háþróaðar smurolíur sem ESSO framleiðir sérstaklega fyrir fiski- og strandskipaflota. Þær eru ætlaðar vélum sem þurfa að þola mikið álag og veita góða vörn gegn lakkmyndun og strokkfægingu. EXXMAR CM smurolíurnar henta fjölmörgum dísilvélum, jafnt þunglestuðum túrbínuvélum sem litlum vélum af eldri gerðum. EXXMAR CM SUPER er ætluð hraðgengum dísilvélum þar sem olíuskiptum hefur verið fækkað. EXXMAR CM smurolíurnar bera hófuð og herðar yfir hefðbundnar skipasmurolíur °g trygRJa rekstraröryggi og endingu enn betur en gerst hefur til þessa. um stærð fiskanna. Þessi flutningur fer mjög vel með fiskinn þar sem hann er í sjó í pípunum, þannig að þessi aðferð skilar meiri og betri gæðum, auk þess sem þetta er ódýr- ari kostur en færibönd. I dag eru sömuleiðis gerðar mjög strangar kröfur um þrifnað í fiskvinnslu og það gefur augaleið að það er auð- veldara að þrífa pípurnar en færi- böndin. Við teljum að fiskvinnslufyrir- tæki muni í í framtíðinni leita að lausnum varðandi flutning á fiski sem koma á í stað færibandanna og þar held ég að „vakúm"-dælurn- ar séu góð lausn. Við höfum þegar sett upp slík kerfi í Bodö Fiskeind- ustri í Noregi og í Skagerak Fiske- industri í Danmörku, þar sem þau hafa reynst mjög vel," segir As- þjörn. „Kampavínskerflð" Auk „vakúm" dælukerfanna framleiðir MMC einnig kælikerfi fyrir skip sem margir kalla „kampa- vínskerfið" og hefur verið sett í ís- lensk nótaskip. Asbjörn segir að kælikerfi MMC bjóði upp á mun sneggri kælingu en önnur kæli- kerfi. Þrýstingur sé notaður frá „vakúmm" dælu til að mynda loft- bólur sem að lokum myndi hringrás íss, vatns og físks. Slíkt kælikerfi hefur nýlega verið sett um borð í Beiti NS og verið er að setja upp kerfí í Erni KE sem nú er í breyting- um í Póllandi. Dælurnar miklar fjárfestingar Akurfell hf. er umboðsaðili MMC á íslandi og hefur verið komið upp varahlutaþjónustu fyrir MMC dæl- urnar, bæði í Reykjavík og á Reyð- arfirði. „Það fór góðum sögum af Jóni og hans fyrirtæki enda hefur komið á daginn að hann er mjög traustur maður. Auk þess var hann álitlegur kostur fyrir okkur vegna þess að hann er sömuleiðis með umboð fyr- ir Mörenot loðnu- og síldarnætur, þannig að viðskiptavinirnir eru þeir sömu. Fyrir hönd MMC fyrirtækisins og allra starfsmanna þess vil ég þakka íslenskum sjómönnum fyrir það traust sem þeir hafa sýnt okk- ur. Dælukerfin okkar eru nokkuð miklar fjárfestingar og þess vegna þurfa þau að virka vel. Við höfum þurft að leggja til mjög lítið af vara- hlutum á þessum þremur árum og mín skoðun er því sú að dælurnar standist þær ströngu gæðakröfur sem íslendingar gera," segir As- björn. Skoðunarfero til Noregs MMC mun vera með kynningar- bás á Islensku sjávarútvegssýning- unni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að kynna nýju dreifikerfin og segir Asbjörn að til greina komi að bjóða áhugasömum kaupendum til Noregs til að skoða kerfin þar uppsett, þar sem ekkert slíkt kerfi hafi verið selt hér á íslandi. „MERCEDES" útgáfan af MMC fiskisugu er innbyggð í gám og hefur m.a. verið sett upp á Eskifirði og í Neskaupstað. Suðurlandsbraut 18 • Sími: 560 3300 • Fax: 560 3325 Olíllfélagiðhf FloScan OLÍUEYÐSLUMÆLAR Hafa sannað gildi sitt H. Hafsteinsson S. 896-4601. fax 553-1070 :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.