Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 18.09.1996, Síða 30
30 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurvinnanleg ker og ný djúpsjávarkúla KER úr endurvinnanlegu plasti °g ný djúpsjávartrollkúla munu setja svip sinn á 60 fermetra sýn- ingarbás Sæplasts hf., sem ávallt hefur lagt mikið upp úr þátttöku í íslensku sjávarútvegssýningunni og jafnan sýnt það nýjasta sem í boði er hjá fyrirtækinu hveiju sinni. Sæplast býður nokkrum umboðsmönn- um sínum og viðskiptavinum frá útlöndum á sýninguna, en félagið hefur ' gjarnan haft þann háttinn á. Forsvarsmenn Sæplasts binda miklar vonir við sýninguna nú enda fj'ölmörg teikn á lofti um að betri tíð sé framundan í íslenskum sjávarútvegi. Afrakstur þrot- lausra rannsókna hjá Sæplasti hf. Endurvinnanlega plastkerið, MPC-kerið svonefnda, var sýnt sem þróunarverkefni á sjávarútvegssýn- ingunni fyrir þremur árum, en ker- ið er afrakstur þrotlausra rann- sókna. Kerið hefur verið sýnt á þremur erlendum sýningum frá því að framleiðsla á því hófst á liðnu ári. „Við erum mjög ánægðir með árangurinn enda hefur kerið vakið verðskuldaða athygli og fengið góð- ar undirtektir á markaðnum. í kjöl- farið hafa fylgt margir sölusamn- ingar, stærstur er samningur um sölu á rúmlega eitt þúsund kerum til Danmerkur, en þar verða þau notuð í kjötvinnslu. Fiskmarkaður Suðurnesja varð fyrstur fyrirtækja til að taka kerið í notkun hér á landi,“ segir Hilmar Guðmundsson, sölustjóri Sæplasts innanlands. Fyr- irtækið mun einnig bjóða eldri gerð- ir kera og kynnir á sýningunni 460 lítra og 660 lítra ker, sem eru með sérstyrktum botni. Djúpsjávartrollkúlan, sem kynnt NÝJA kerið, sem er úr endurvinnanlegu plasti, hefur hlotið góð- ar viðtökur hvarvetna þar sem það hefur verið kynnt. verður og heitir Iceplast 1087, þol- ir að fara niður á 750 faðma dýpi eða upp undir tvö þúsund metra. „Um er að ræða átta tommu mið- gatskúlu úr nýju og mjög sterku plastefni, sem við höfum ekki notað í kúlur áður. Iðntæknistofnun að- stoðaði við hönnun og prófanir á nýju kúlunni, en að baki framleiðsl- unni liggur mikil þróunarvinna og margvíslegar tilraunir. Við teljum okkur hafa leyst verkefnið með góðum árangri og væntum þess að sjómenn og útgerðarmenn taki nýju kúlunni fagnandi.“ Unnið á vöktum allan sólarhringinn Framleiðsla Sæplasts hefur verið flutt út til um 70 landa í öllum heimsálfum og nemur útflutningur- inn um helmingi af heildarfram- leiðslu fyrirtækisins ár hvert. Inn- anlands er staða Sæplasts einnig mjög sterk þar sem það nýtur um 60% markaðshlutdeildar. I árslok mun Sæplast taka í notkun nýtt 1.550 fermetra verksmiðjuhús á Dalvík sem tvöfaldar afkastaget- una, en undanfarin misseri hefur verksmiðjan verið keyrð á vöktum allan sólarhringinn til að anna eftir- spurn. Rekstur Sæplasts hf. skilaði rúm- lega 12,3 milljóna kr. hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 13,7 milljónum eða um 6,8% af tekjum og jókst um tæp 38% milli ára. Útflutningur nam um 52% af heild- arveltu félagsins á þessu tímabili. Eigið fé fyrirtækisins var 300 millj- ónir í júnílok og hefur gengi hluta- bréfa í Sæplasti hf. hækkað um tæp 40% frá áramótum. Sala á fiskikerum innanlands jókst um tæp 10% milli ára og út- flutningur kera jókst einnig lítil- lega. Sala á rotþróm og tönkum jókst um rúm 86% milli ára og röra- sala um 6%. Aftur á móti varð 16% samdráttur í sölu trollkúlna. For- svarsmenn Sæplasts gera ráð fyrir 10% veltuaukningu milli ára og að eftir standi þokkalegur hagnaður í árslok. yt SINDRI - sterkur í verki - A'AlfaLaval IWIOI Tetra Laval Food Koppens Pneumatic INDUSTRI EGO ARMATURl PFERD QMIRAWAI.L ^ Hoogovens Aluminium Sérhannaður kassi til flutninga á ferskum „flugfíski“ KOMINN er á markaðinn 20 lítra samanbrotinn „þurrkassi" hannaður til fiskflutnings á landi og í lofti. Framleiðandinn SCA Packaging Sweden AB hefur hannað kassann í samvinnu og með samþykki IATA (Alþjóðlegir flugflutningar) sem set- ur reglur um umbúnað fyrir flug- flutninga á ferskum kældum fiski. Þurrkassinn er úr pappa og er af- greiddur útflattur þannig að hann tekur lítið pláss og er auðveldur í umbroti. Þurrkassinn er með tvöfaldar hlið- ar, styrkt hom og er sérstaklega gerð- ur til að þola hnjask. Mörg erlend flugfélög eru hætt að leyfa fiskflutn- ing í venjulegum frauðplastkössum (polystyrene) vegna þess að að þeir brotna auðveldlega við hnjask. Þerri- spjald fylgir með kassanum semk sýgur í sig tilfallandi vatn. Þurrkassar til landflutninga eru með 3 lítra þerri- spjaldi en kassar til flugflutninga eru með tvöfalda þá getu. Síðast en ekki síst þá er þurrkass- inn umhverfisvænn því hann er end- urvinnanlegur. Helstu kostir þurrkassans eru eft- irfarandi: • Hægt er að flytja fisk samhliða annarri vöru • Gott útlit • Lægri flutningskostnaður á út- flöttum kössum • Minni geymslukostnaður • Mjög mikið öryggi í flugflutning- um • Öll umgengni auðveld • Allt að 25% minna pláss í flutningi • Aukin gæði farmsins • Enginn leki Þurrkassinn verður til sýnis á sjáv- arútvegessýningunni í Laugardags- höll dagana 18.-21. september í sýn- ingarbás nr. A-2 hjá Friðriki A. Jóns- syni ehf. og einnig í sænska sýning- arbásnum nr. E-70. Kyrnia nýtt sjáifvirkt sótthreinsunarkerfi Á SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI verður nú í fyrsta skipti á íslandi sýnt alsjálfvirkt sótthreinsunarkerfi til að sótthreinsa framleiðslutæki og framleiðslurými fyrir matvælafram- leiðslu. Kerfið byggist á nýrri sótthreins- unarforskrift sem tryggir mjög mikil sótthreinsandi, líffræðileg áhrif. Þar TSURUMI SLÓGDÆLUR Margar stæróir. Níðsterkur rafmótor 3 x 380 volt 3 x 220 volt Tvöföld þétt- ing með sili- koni á snertiflötum Öflugt og vel opiðdælu- hjól með karbíthnífum V Skútuvogi 12a, 104 Rvk. tt 581 2530 við bætist þverrandi notkun sótt- hreinsiefna í samanburði við hefð- bundnar aðferðir. Stærsti fískivöruframleiðandi á Norður-Atlandshafssvæðinu, Royal Greenland, notar þetta kerfi og geng- ur sótthreinsiaðferðin inn í gæða- kerfi fyrirtækisins í sambandi við sölu til alþjóðlegra verslanakeðja. Á sýningunni verður kerfið sýnt í vinnslu á myndbandi og sýndir verða áþreifanlegir tæknihlutir úr kerfinu. Einnig verður á básnum hjá AVS Hagtæki fulltrúi danska fyrirtækis- ins, Ejvind Skov, og mun hann ieit- ast við að svara tæknilegum spurn- ingum og útskýra notkunarmögu- leika kerfisins. Verkfræðifyrirtækið Blue & Green í Danmörku framleiðir kerfi og mark- aðssetur það í Danmörku og á Græn- landi. Á íslandi er það kynnt og selt af AVS Hagtæki hf. F.P.Diesel vélavarahlutir í Caterpillar - Cumming ■ Detroit Diesel. Öruggir ábyrgðarskilmálar og mjög hagstætt verð Bendix ehf. Sími 562-8081 og 897-4366.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.