Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 E 31 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg. GARÐAR Skarphéðinsson hjá Vökvaleiðslum og tengjum ehf. með nýja og handhæga vél sem gerir útvikkun (flare) á rör. Þessi samsetningaraðferð sparar mikla vinnu, að sögn Garðars. Bjóða suðulausa samsetningu á háþrýstirörum VÖKVALEIÐSLUR og tengi ehf. hafa sérhæft sig í rörum, slöngum og tengi- stykkjum fyrir háþrýsti- og lágþrýstilagn- ir tii sjós og lands. Fyrirtækið selur lagna- efni til járnsmiðja og verkstæða víða um Vökvaleiðslur og tengi ehf. land og smíðar auk þess slöngur og rör, t.d. glussaslöngur, bremsu- og spíssarör, eftir pöntun. Vökvaleiðslur og tengi ehf. eru með umboð fyrir norska fyrirtækið GS-HYDRO. Það framleiðir vélar og búnað til samsetningar á lagnakerf: um án þess að rafsuðu þurfi til. í stað þess að sjóða tengistykki við háþrýstirörin er gerð útvíkkun (flare) á endann á rörunum, ýmist með 37° eða 90° horni, og rörin síðan fest saman með tengistykkjum. Þessi búnaður er þaulreyndur og hefur verið notaður víða um heim í sjávar- útvegi, olíuvinnslu og margskonar iðnaði, jafnt í háþrýsti- og lágþrýsti- kerfum. Byltingarkennd nýjung Til þessa hefur þurft viðamikinn og þungan tækjabúnað til að gera útvíkkunina (flerinn) á rörendana en nú er komin á markað lítil vél sem rúmast í þokkalegri handtösku og dugar til að gera útvíkkun á allt að 38 mm sver rör. Fyrirtækið fékk eina af 10 fyrstu vélunum af þessari nýju gerð sem smíðaðar voru hjá GS- HYDRO og mun kynna hana á Sjáv- arútvegssýningunni. Garðar Skarphéðinsson, fram- kvæmdastjóri Vökvaieiðslna og tengja ehf., segir að nýja vélin gjör- breyti allri aðstöðu til viðgerða og nýlagna vökvakerfa, jafnt um borð í skipum og annars staðar. „Ef rör hefur bilað eða breyta hefur átt lögn- um hefur oft þurft að rífa mikinn búnað til að ná rörunum. Síðan hefur þurft að fara með rörin á verkstæði til að „flera“ endana," segir Garðar. „Nú er hægt að fara með þessa litlu vél, smeygja henni upp á rörið og „flera“ á staðnum. Þetta mun spara mikla vinnu og tíma.“ Taskan sem rúmar þessa nýju vél tneð fylgihlutum vegur um 15 kíió. Til samanburðar er eldri „ferðavél" fyrirtækisins tveggja manna tak og vegur yfir 100 kíló. Elsta „fleringar- vél“ fyrirtækisins er vel á þriðja hundrað kíló og fer sjaldan úr húsi af skiljanlegum ástæðum. Mikill vinnusparnaður Garðar segir að reynslan hafi sýnt að þessi tegund samsetningar á vökvalögnum, jafnt fyrir háþrýsti- og lágþrýstikerfi, reynist ódýrari en rafsuða þegar upp er staðið. „Efnis- kostnaðurinn er að vísu meiri en það vinnst margfalt upp í vinnuspamaði. Þessi nýja vél verður ódýrari en eldri gerðirnar og það eykur enn á hag- kvæmnina að geta „flerað“ rörin á staðnum í stað þess að þurfa að fara með þau í smiðju." VÖRUBRETTI Eigum ávallt á lager bretti. Gerið verðsamanburð. Vörubretti ehf. Flatahrauni 1, Hafnarfirði Sími: 555-3859, fax 565-0994. SJÓMANNASKÓLINN STÝRIMANNASKÓLINN í REYKJAVÍK Stýrimannaskólinn í Reykjavík var stofnsettur 1. október 1891. Skólinn hefur útskrifað um 5.500 skipstjómarmenn og er höfúðskóli íslenskra sjómanna. Með glæsilegum flota fullkominna tæknivæddra skipa undir stjóm skipstjórnarmanna í fremstu röð sjómanna í heiminum, hefur Stýrimannaskólinn í Reykjavík sannað gildi menntunar okg þekkingar fyrir afkomu íslensku þjóðarinnar. Skólinn býður upp á menntun fyrir öll stig atvinnuréttinda skipstjómarmanna; kvöld- og dagnámskeið fyrir starfandi skipstjómarmenn og almenning m.a.: Fjarskiptanámskeið - GMDSS - Ratsjárnámskeið - ARPA - Meðferð á hættulegum farmi - IMDG - GPS fyrir trillusjómenn og fleiri - Sjúkrahjálp fyrir sjómenn - lyfjakista 30 rúmlesta námskeið - 9 kennsludagar; 1.- 10. okt. n.k. 4 kennsludagar; 11.-14. okt. n.k. 4 kennsludagar 3 kennsludagar (24 kstd.)( 18-2145) 4 kennsludagar (22 kstd) kvöldnámskeið, 130 kstd. íslenskir sjómenn, útvegsmenn og skipafélög standið dyggan vörð urn Stýrimannaskólann í Reykjavík þannig að Sjómannaskólinn verði ætið leiðarviti íslenskum sjómönnum útvegi, og siglingum til betri og traustari menntunar. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Sími: 551-3194 og 551-3046 Bréfsími: 562-2750 fST ISO 9001 Sérþekking á öllum svidum VÖRUHÚS ÍS - HOLTABAKKA V/HOLTAVEG • 10-4 REYKJAVÍK • UMBÚÐIR - REKSTRARVÖRUR - VEIÐARFÆRI SlMAR 566 1050 OG 581 4667 • FAX 581 2848 Veiðarfæri og rekstrarvörur Þjónusta okkar byggir á vlðtækri reynslu og sérþekkingu. Við leggjum metnað okkar í að veita góða og skjóta afgreiðslu og eigum ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af vönduðum veiðarfærum og rekstrarvörum. Leitið upplýsinga og látið okkur um að auðvelda ykkur störfin. VÖRUHÚS ÍS íslenskar sjávaraf urðir hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.