Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 32
32 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ A SKIPASMIÐAR OG ÞJONUSTA FTC á íslandi með Maja roðflettívélar INNFLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ FTC á íslandi leggur áherzlu á hraðvirkar mæliaðferðir, búnað og kerfi til gæðaeftirlits og vélar til matvælavinnslu. Meðal nýjunga hjá hjá fyrirtækinu eru roðflettivélar frá Maja í Þýskalandi og nýjungar í beinhreinsun. Maja kom nýlega á markaðinn með sjálfvirka roðflettivél fyrir lax sem hefur skilað betri vinnu við roðflettingu á laxi en áður hefur þekkst. „Prófanir okkar á Maja roð- flettivélum hafa einnig leitt í ljós að þær hafa skilað mjög góðri vinnu við roðflettingu á smáýsuflökum," segir Gunnar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri FTC. „Þar sem smáý- suflök eru gjarnan mjög laus í sér, eru þau mjög erfið í roðflettingu. Hætta er á að flökin detti í sundur og mikill hluti framleiðslunnar fari í blokk, en við það minnkar verð- mæti framleiðslunnar til muna. Helll steinbítur 03 f latf Iskur Frumathuganir okkar sýna að Maja skilar smáýsuflökunum mjög vel. Maja vélarnar hafa einnig ráðið vel við roðflettingu á hálfþunnild- um, heilum steinbít, heilum flat- físki, tindabikkju og fleiri tegund- um. Maja hefur meira en 50 ára reynslu í framleiðslu puru- og roð- flettivéla. Fram að þessu hefur að- aláherslan verið lögð á kjötiðnaðinn, en nýlega hefur áherslan á fiskiðn- aðinn verið aukin. Auk roðflettivéla framleiðir Maja ísvélar og verða þær jafnframt kynntar á sýningunni. Beinhrelnsun Ennfremur munum við kynna tvær nýjungar í beinhreinsivélum frá FTC. Annars vegar er um að ræða nýjan loftmótor sem gerir vélina bæði öflugri og öruggari í rekstri og hins vegar gólfstandandi borðvél sem er að hluta framleidd á íslandi og gerir vinnslu með smáflök mun auðveldari. Hraðvirkar mæliaðferðir ATP mælitæki frá Lumac eru notuð til hreinlætiseftirlits. Með tækinu er hægt að mæla hreinlæti samstundis. Til þessa hefur hrein- lætiseftirlit nánast eingöngu byggst á sjónmati og gerlamælingum með Rodac skálum, en það tekur nokkra sólarhringa. Þar sem þessar aðferð- ir falla ekki nægjanlega vel að nú- tíma gæðakerfum er um mikilvæga nýjung að ræða." Hitamælar Infrarauðir hitamælar frá Raytek eru einnig meðal þess sem FTC hefur á boðstólum. „Noktun infra- rauðra hitamæla hefur aukist tölu- vert undanfarið. Með þeim er hægt að fylgjast með hitastigi á mun auðveldari hátt en áður. Mælingin er framkvæmd með geisla, án snert- ingar við vöruna. Mælingin tekur einungis brot úr sekúndu og veldur ekki krossmengun. Auk þess að koma að góðum notum víða í fram- leiðsluferlinu, eru þeir mjög mikil- vægir í öllu vélaeftirliti. Nýir mælar sem mæla hitastig niður í ^-46° C opna ennfremur mikla möguleika í frystitækjaeftirliti. Loks má nefna infrarauða hitanema sem hægt er að nota í samfelldar mælingar og í beinni framleiðslustýringu. Vegna aukins eftirlits með fiski og aukinnar áherslu á ferskfiskfram- leiðslu er vaxandi þörf fyrir hitasírita í fiskiðnaði. Ebro síritarnir eru í vatnsheldu, ryðfríu stálhylki sem fell- ur mjög vel að kröfum fiskiðnaðarins um öryggi og hreinlæti. Auk lausra sírita er hægt að tengja ebro sírita við frysti- og kæliklefa til reglulegs eftirlits. Útprentunarmöguleikar eru á mörgum tungumálum, sem getur verið mjög gagnlegt í útflutningi. Brýningarvélar f rá CATRA CATRA hefur mikla reynslu af framleiðslu skerpingarvéla fyrir hnífaframleiðendur. Nýverið hófu þeir sölu á brýningarvél fyrir fram- leiðendurna sjálfa, en reynslan sýn- ir að hægt er að auka framleiðni um 5% með notkun CATRA brýn- ingarvéla. CATRA brýningarvél- arnar eru mjög einfaldar í notkun. Venjulegir starfsmenn eiga auðvelt með að nota vélarnar og það tekur einungis nokkrar sekúndur að brýna hnífa í vélinni. Bettcher öryggishanskar Notkun öryggishanska hefur aukist hægt og sígandi. Meðal nýj- unga eru hanskar sem veita góða vörn við sögun á frystum físki og mjög þunnir hanskar sem hægt er að nota innanundir venjulegum gúmmíhönskum. Einna algengasta notkun hanskanna í fiskiðnaði er þó hjá vélamönnum sem sjá um að skipta um blöð í flökunarvélum. Engin nýsmíði skipa er í gangi eins og er Rúmmálsreglugerð kemur í veg fyrir endurnýjun MIÐAÐ við þá miklu hagsmuni, sem við íslending- ar höfum af físk- veiðum, má full- yrða að ástandið varðandi endurnýjun fiskiskipaflotans sé harla óvenjulegt nú þar sem engin nýsmíði er í gangi eins og er, hvorki innanlands né erlend- is, ef undan er skilinn fimmtán metra bátur, sem er í smíðum á ísafirði. Og ef frá er talið nýtt og glæsilegt skip í eigu Ingimundar hf., Helga RE, sem kom til landsins um síðustu mánaðamót, var síðast smíðað nýtt skip árið 1994, Guðbjörgin ÍS í eigu Hrannar hf. Bæði þessi skip voru smíðuð í Noregi. Að sögn Friðriks Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Vélasölunnar hf., sem m.a. er umboðsaðili fyrir erlend- ar skipasmíðastöðvar í Noregi og Póllandi, má rekja þetta ástand til rúmmálsreglugerðar, sem kveður á um að ef endurnýja á skip með öðru skipi, sem kemur erlendis frá og er stærra að rúm- máli, þarf að greiða sérstak- lega fyrir aukið rúmmál. Þær upp- hæðir skiptu háum fjárhæðum, sem allt eins gætu tapast með ann- arri reglugerðar- breytingu ef ráða- mönnum byði svo við að horfa. Því héldu útgerðar- menn að sér hönd- unum varðandi endurnýjun fiski- skipaflotans. Þess í stað væri meira um endurbygg- ingu eldri skipa, en án rúmmáls- stækkana, sem í flestum tilfellum borgaði sig betur en nýsmíðin vegna gildandi reglna. „Skipastóllinn okkar er að verða mjög úreltur vegna þess að til þess að auka verðmæti þess afla, sem skipin eru að taka um borð, þurfa þau meira rými auk þess sem kröfur um aðbúnað sjómanna eru allt aðrar og meiri nú en áður. Stœrsti f ulltrúi erlendra sklpasmíðastöðva Vélasalan hf., sem hefur verið til húsa í Ánanaustum 1 frá árinu 1981 en er einnig með viðgerðarverkstæði á Seltjarnarnesi, var stofnuð í Reykjavík árið 1941 og er í eigu þeirra feðga Gunnars Friðrikssonar og Friðriks Gunnarssonar. Tólf starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu, sem auk verslunarreksturs með vélar og búnað fyrir báta og skip, er lang- stærsti umboðsaðilinn hér á landi VELASALAN hf. keypti í ársbyrjun 40% hlut í skipasmíðastöð- inni í Gdynia í Póllandi þar sem á fjórða tug íslenskra skipa hafa verið endurbyggð. fyrir erlendar skipasmíðastöðvar, bæði norskar og pólskar. I gegnum tíðina hefur Vélasalan hf. verið með um 70% af þeim markaði, að sögn Friðriks. „Við verslum með vélbúnað fyrir fiskiskip, svo sem spil, blakkir, dæl- ur, hliðarskrúfur, krana, aðalvélar og ljósavélar. Mesta hreyfingin í sölunni er í dísilvélunum, en við erum umboðs- aðilar fyrir bandaríska fyrirtækið Cummins, sem er stærsti dísilvéla- framleiðandi í heimi sem framleiðir slíkar vélar yfir 200 hestöflum." Friðrik segir samkeppnisfæra STJMk STÆRÐARFLOKKAR ALLAN FISK, I DAUÐAN EÐA LIFANDI! Að flokkaloðnu, meðSTAVA flokkunarvél, sem skilarallt að 90% árangri, erkostur sem erfitterað hafna. STAVA flakkunarvélar nota engan titring (Vibration), kreysta ekki hrognin úr fiskinum og skilar öllum fiski óskemmdum. Takmörkuð frystigeta nýtíst tíl fullsog framleiðandinn losnarvið óþarfa umframvigt. STAVA fiskflokkunarvélar eru nánast viðhaldsfríar og árangur íslenskrar hönnunar oghugvits. Hámarks árangur tryggir hámarks afkomu. Það sannar 35 ára reynsla STAVA, hértendisog viðaumheim. nánari upplýsingar. ÍNNSLANEHF. WA Po. Box4315 121 Reykjavik lceland Tet,+354 553 6750 Fax +3545685272 Samstarf þeirra feðga Friðriks og Gunnars við Norðmenn og Pólverja hefur staðið lengi og bera þeir þeim góða söguna. í Noregi er Vélasalan umboðsaðili fyrir Flekkefjörd Slip og Maskinfabrik, skipasmíðastöð, sem stendur á gömlum merg. Þar hefur um það bil þrjátíu íslenskum skuttog- urum verið hleypt af stokkunum, síð- ast Guðbjörginni ÍS á haustmánuðum 1994 og Vigra RE þar á undan. íslenskar stöðvar yf irfullar af verkefnum Pólska skipasmíðastöðin í Gdynia, sem Vélasalan hf. á nú 40% hlut í síðan í ársbyrjun og heitir nú Vélasal- an Nauta Shipyard Ltd., er einnig gamalgróið fyrirtæki, en þar hafa á fjórða tug ís- lenskra skipa verið endur- byggð. Þau fyrstu, Ögri og Vígri, fóru utan árið 1968 og nú eru þar í endur- byggingu fjögur skip, Hólmaborg- in SU, Súlan EA, Örn KE og Guð- rún Þorkelsdóttir SU auk þess sem fímmta skipið, Bergur VE, held- ur utan í byrjun október. Engin nýsmíði hefur verið unnin fyrir íslendinga í þess- ari stöð, aðeins endurbyggingar, sem fela m.a. í sér lengingar, ný dekk, nýjar brýr og endurbygg- ingu lesta og íbúða. stöðina vera mjög í verði og þarna starfí mjög vel þjálfaðir menn, sem sumir hverjir hafi fengið að kynnast íslenskri sjósókn af eigin raun. Þeir búi því orðið yfír mjög haldgóðri þekkingu á íslenskum skipum og hvers sé krafist af þeim. Aðspurður um hvort hagstæðara sé að leita til Noregs eða Póllands með verkefni af þessu tagi, segir Friðrik að það fari allt eftir því hver skilgreining verkefnisins sé hverju sinni. Standi viðgerðir fyrir dyrum, þýði ekkert annað en að leita annað hvort til Póllands eða á náðir íslenskra skipa- smíðastöðva, sem væru orðnar mjög samkeppnisfærar í verði, sem sæist best á því að í augnablikinu væru þær allar yfirfullar af verkefnum. Undanfarin ár hafi Pólverjar einir veitt íslensku stöðvunum einhverja samkeppni. Sárasjaldan kæmu betri boð frá Noregi eða Spáni. Umboðsaðilarnir krefjast þátttöku Vélasalan hf. hefur, að sögn Frið- riks, séð sér skylt að vera með bás á íslensku sjávarútvegssýningunni frá upphafi, nú í fimmta sinn, en bás fyrirtækisins verður sem fyrr stað- settur gegnt inngangr Laugardals- hallarinnar. „Við tökum af myndug- leik þátt í þeim sjávarútvegssýning- um, sem haldnar eru hérlendis, enda er það krafa frá þeim, sem við vinn- um með. Auk þess sækjum við ein- staka sýningar úti í heimi án þess að vera beinir þátttakendur." Friðrik segist eiga von á fjölda samstarfsað- ila erlendis frá á sýninguna og hug- myndin sé að skipta básnum upp í þrennt. Öðrum megin í básnum verði norsku samstarfsaðilarnir og hinum megin þeir pólsku. Mitt á milli verði Vélasalan hf. svo með kynningu á sínum eigin vélbúnaði. „Við verðum með mikið af lesmáli í sýningarbásn- um okkar sem hnitmiðað verður að þeim fjölmörgu en fámennu og ólíku markhópum, sem við erum að versla við." 4 4 i < i 4 < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.