Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 34
34 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBBR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR „Sníkjan" reynist vel á Hryggnum Dímon hf. þróar hagkvæma djúpsjávarlínu með nýja línu, „Sníkjuna", sem hefur reynst vel við veiðar á Hryggnum. LINUVEIÐAR á úthafmu hafa færst í vöxt á síðustu árum, sér- staklega á Reykjaneshrygg. Þar eru aðstæður hinsvegar oft erfiðar, botninn slæmur og veiðarfæratjón orðið nokkurt. Nú hefur Veiðar- færasalan Dímon hf. komið fram Veiðarfærasalan Dímon hf. hefur unnið í tvö ár að þróun djúpsjávar- línu, sérstaklega með veiðar á Reykjaneshrygg í huga. Línan er kölluð „Sníkjulína", en það er gam- alt nafn á hákarlalínu. Hún er frá- brugðin öðrum línum að því leytinu til að hún er ekki lögð lárétt, held- ur lóðrétt líkt og handfæri og var upphaflega hugsuð fyrir búraveið- ar, en búrinn liggur oft þétt við bergið og ekki hægt að ná til hans með trolli. Hagkvæmt veiðarfæri Arnór Stefánsson, framkvæmda- stjóri Dímons hf., segir að þannig megi koma í veg fyrir veiðarfæratjón á hinum erfiða botni í úthafinu. „Á Reykjaneshrygg er eins og margir vita mjög erfiður botn með mikið af kóröllum og hrauni. Menn hafa mikið reynt að leggja línu á þennan botn með misjöfnum árangri en með Sníkjunni þykjumst við vera komnir með hagkvæmt veiðarfæri fyrir þetta svæði. Þetta svæði er alveg ósært því að þarna er erfitt að koma við trollum. Hryggurinn er því nán- ast ókannaður og óveiddur allt til Azoreyja. Við teljum okkur vita að fiskurinn er þarna til staðar, en fram að þessu hefur vantað hentugt veið- arfæri til að ná honum og það gerir þetta allt mun meira spennandi," segir Arnór. Sníkjulínan er 11,5 mm flotlína með sigurnöglum, 50 kílóa lóði á öðrum endanum, flotkúlu á hinum og úr henni er færi upp í bauju. Hægt er hafa mjög þétt á milli króka, allt niður í 50 cm, en á venju- legri línu eru helst ekki minna en 1.40 cm á milli krókanna. Arnór seg- ir að sex norsk skip hafi verið með línuna til reynslu í sumar, auk þess sem Tjaldarnir, Eldborg RE og Kristrún RE, hafí einnig reynt lín- una. „Norsku skipin eru farin að nota þessa línu nær eingöngu og fengið á hana mikið af 8-10 kílóa aldamótakarfa, vænni keilu og nokkuð af hvítlúðu. Eitt norsku skip- anna kom í land á dögunum með met aflaverðmæti, 26 milljónir eftir tæplega 5 vikna túr, og er núna í sinni þriðju veiðiferð með línuna," segir Arnór. Nýir vinnuflotgallar Dímon hf. kynnir „Sníkjuna" á sjávarútvegssýningunni í Laugar- dalshöll, auk þess sem kynnt verður ný gerð af vinnuflotgöllum frá Reg- atta, sem Arnór segir að vakið hafí mikla athygli þar sem þeir séu helm- ingi léttari og mun þægilegri en vinnuflotgallar sem verið hafa á markaðnum hingað til. Ennfremur sýnir Dímon hf. hefðbundnar vörur; allar gerðir veiðarfæra fyrir skipa- og bátaflotann. Gefst LYFTAR INN UPPUM MIBJA DA< <§> Þá getum við hjálpað. Við erum sérfræöingar í rafgeymum fyrir lyftara og nýjustu tölvustýrðu hleðslutækjunum. TUDOR umboðið Bíldshöfða 12 - sími 577-1515 TUDOR .. Já —þessir meö 9 lif!' Morgunblaðið/Kristján GUÐMUNDUR Jóhannsson, framkvæmdastjóri Jat og Stefán Karlsson, verkstjóri, við vél sem sker klumbubein af svokölluðum rússafiski. Ný vél bætir nýtingu í sjávarútvegi umtalsvert Fiskvinnsluvélar frá fyrirtækinu Jat ehf. FYRIRTÆKIÐ Jat ehf. á Akureyri og uppfinninga- maðurinn Jón Pálmason hafa undanfarin ár unnið að þró- un og smíði fiskvinnsluvéla. I fyrsta lagi má nefna hausara sem jafnframt sker úr hausnum kinnar og gellu. í öðru lagi vél til að skera klumbubein af svokölluðum rússafíski en það þarf að gera þegar unnið er með frosið hráefni, eins og færist í vöxt hér á landi. Vélin sparar mikið vinnuafl í slíkri vinnslu og hefur reynst mjög vel í þá mánuði sem hún hefur verið notuð. Einnig hefur verið þróuð vél hjá Jat hf. sem kinnar steinbít og hefur ein slík vél þeg- ar verið seld til Vestfjarða og er mikill áhugi fyrir þeirri vél þar. Starfsemi Jat ehf. hófst árið 1992 og fyrirtækið var upphaflega í eigu Jóns Pálmasonar og fjölskyldu og Sameinaðara verktaka hf. Einnig hefur Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. lagt fyrirtækinu lið. Jón Pálmason hefur ákveðið að selja meirihluta sinn í fyrirtækinu og eiga áfram 35%. Væntanlegir nýir eigendur eru Straumrás, Útgerðarfélag Akur- eyringa hf., Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar hf. og fleiri. Sameinaðir verk- takar eiga áfram sín 25%. Jafnframt hefur Guðmundur Jóhannsson í Straumrás tekið við stöðu fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Nýting hráefnlslns betri Hjá Jat starfa nú 6 manns við framleiðslu og söiu vélanna. Nú er verið að ljúka smíði fískvinnsluvélar fyrir Hraðfrystihús Tálknafjarðar. Vélin annaðhvort hausar og fésar í einu eða hausar og kinnar. Að baki smíðinni liggur mikil þróunarvinna á síðasta ári og hafa miklar endurbætur verið gerðar á vélinni. Hún hausar betur en áður og um leið verður nýt- ing hráefnisins betri. Bjarni Kristins- son, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfé- lags Eyjafjarðar, segir að vélin sé besti hausarinn á markaðnum að mati þeirra sem hafa prófað hana. Slík vél hefur verið í notkun hjá Fiskiðju Raufarhafnar í nokkur ár og reynst mjög vel. Bjarni segir að sam- kvæmt upplýsingum frá yfírverkstjór- anum þar hafí nýting hausanna stór- aukist, eða um rúm 3%. „Hið sama er uppi á teningnum hjá Hraðfrysti- stöð Þórshafnar hf. þar sem vélin hefur verið í fullri notkun og reynst mjög vel að sögn starfsfólks sem vinn- ur við vélina. Þar eins og á Raufar- höfn hefur einnig orðið umtalsverð nýtingaraukning við hausun bolfísks. Hvert prósent eykur verðmæti fram- leiðslunnar umtalsvert eða um a.m.k. 2 milljónir króna fyrir hver 1.000 tonn af unnum físki og er þá miðað við að aukningin fari öll í blokk. Virðisaukinn yrði mun meiri ef hluti aukningarinnar færi í dýrari afurðir eins og búast má við." Vél til vinnslu á rússaf iski Klumbuskurðarvélin, sem sérhæfð er til vinnslu á svokölluðum rús- safiski, var þróuð og prófuð á síðasta ári. Fyrsta vélin var seld Sjólastöðinni í Hafnarfirði sl. haust og hefur reynst vel, að sögn Bjarna. Hún er ætluð til VIÐ ERUM FLUTT AÐ TRÖNUHRAUN11, HAFNARFIRÐI. Sjáumst á Sjávarútvegssýningunni í bás E-144 iiiiimiiiii.iwgTiiiiiijiiiiiii iiki ,.i.....iiMimni mwiiwil'i SMUBTÆKNI QpUiwl perma Laitram UNCQLN að skera klumbubein af rússafiski eða öðrum hausuðum físki. Þetta þarf að gera áður en fískurinn er flakaður og hefur hingað til verið gert í hönd- um. „Vélin sparar allt að 5 manns í vinnu og auðveldar þar með vinnslu úr frosnu hráefni verulega. Fyrsta vélin sem fór utan fór til Skotlands í desember sl. en kaupandinn þar er stór verkandi rússafísks. Hann var það ánægður með vélina að hann pantaði þrjár vélar til viðbótar, sem afgreiddar voru sl. vor." Bjarni segir að möguleikar á sölu slíkra véla hérlendis og þá fyrst og fremst erlendis séu miklir, þar sem engar slíkar séu á markaðnum. Vél- arnar séu tiltölulega ódýrar miðað við þá hagræðingu sem verður við notkun þeirra. Stefnt að enn f rekari þróunarvinnu Vél sem kinnar steinbít hefur verið þróuð hjá fyrirtækinu og sem fyrr sagði hefur ein slík verið seld til Vest- fjarða og mikill áhugi þar fyrir vél- inni, að sögn Bjarna. Hausinn á stein- bítnum er mjög stórt hlutfall af fískin- um og eru kinnarnar um 6% af fiskin- um. Það er því eftir miklu að slægj- ast. Auk sölu á innanlandsmarkaði hefur Jat selt fiskvinnsluvélar til Skot- lands, Færeyja og Noregs en vélarnar eru smíðaðar eftir pöntunum. „Ásamt því að smíða vélar sem þegar eru fullþróaðar, er stefnt að enn frekari þróunarvinnu. Unnið er m.a. að því að vélarnar henti til salt- fiskvinnslu og til notkunar um borð í frystiskipum. Vinnsla úti á sjó fer enn vaxandi og þar er einmitt þörf á að nýta aflann betur," sagði Bjarni Kristinsson. WEMA-SYSTEM Mælistöðvar fyrir 2 eða 7 tanka með skynjurum í öllum lengdum fyrir olíu og vatn, lekaviðvörunarkerfi, lensi- dælustýringar, rofa með öryggi og gaumljósi, siglingaljósaeftirlitsbúnað auk ýmissa annarra sérhæfðra lausna á sviði eftirlits um borð í bátum og skipum "% SLiiHirariíó />/;_ Fiskislóð 94 Reykjavík sími: 552 0230 fax 562 0230

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.