Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.09.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 E 35 FRÉTTIR Færavindumar geta haft samráð sín á milli FÆRAVINDURNAR frá DNG- Sjóvélum eru góðkunnar íslensk- um handfærasjómönnum og á sjávarútvegssýningunni verður kynnt nýjung í handfæraveiðum því færavindurnar geta nú haft samskipti sín á milli og aukið þannig afköstin enn frekar að sögn Matthíasar Einars Jónssonar, mark- aðsstjóra DNG-Sjóvéla. DNG-Sjóvélar kynna nýtt forrit fyrir færavindur markmiðið með markaðssetningu á tölvustýrðu línukerfi sé að leysa mannshöndina enn frekar af hólmi, létta vinnu og fækka mönn- um um borð. „Þannig leggjum við okkar af mörkunum til að auka arðsemi línuveiða, þannig að fleiri komi til með að stunda þessar veiðar. Það er til mikils að vinna því línufiskur er talinn eitt besta hráefni upp úr sjó og ætti að geta leitt til aukinnar vermætasköpun- ar fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Matthías. Sparar í rekstri Nýtt línukerfi fyrir smábáta jafnt sem stærri skip hefur verið í þróun hjá DNG-Sjóvélum um nokkurt skeið en framleiðsla og sala er nú að hefjast af fullum krafti. Kerfið byggir á línuspili, uppstokkara, beitningatrekt, beituskurðarhníf og rekkakerfi og sparar mikin beitningakostnað, auk þess sem sparnaður í rekstri en nokkur, s.s. á frystigeymslum, húsnæði og akstri. Matthías segir að kerfið geri það að verkum að báturinn sé ekki háður beitningaraðstöðu í landi sem gefi skipstjóranum meira fijálsræði á veiðunum. Þannig sé mögulegt að sækja fjar- lægari mið og leggja línuna aftur og aftur á staði sem gefa vel. Eina sem þurfi í róðurinn er beita og ís og ekki þurfi að koma bölum til og frá bátnum á milli róðra því bjóðin séu alltaf um borð. Hér er þó ekki ný vinda á ferð- inni heldur er um að ræða viðbót við forritið sem gefur þennan möguleika að sögn Matthíasar. „Oft á tíðum gerist það að fiskur kemur á allar vindurnar í einu og þá hífa þær allar. Þá er oft hætta á að fiskurinn hverfí undan bátn- um. Með nýja forritinu er þessi hætta úr sögunni því nú er hægt að stilla vindurnar þannig að minnsta kosti ein vinda bíður með að hífa uns einhver hinna er kom- in niður á botn aftur,“ segir Matt- hías. Vindurnar reynst vel á makríl DNG-Sjóvélar hafa í samráði við norska sjómenn einnig þróað forrit til makrílveiða sem hefur reynst vel og dæmi um 75 tonna makrílafla á þremur vikum á fjór- ar vindur. „Þetta eru litlir bátar, um 10 tonn, og fá þeir allt upp í 11 norskar krónur fyrir kílóið af makrílnum," segir Matthías. „Við þróun á C-6000Í vindunni var ákveðið að auka afl mótorsins um helming frá því sem áður var. Það hefur hjálpað okkur við markaðs- setningu og sölu á vindunum því það geta verið allt upp í 40 fiskar á færinu í einu.“ Tölvustýrt línukerfi Á sýningunni kynna DNG-Sjó- vélar einnig nýtt tölvustýrt línu- kerfi fyrir stærri báta. Að sögn Matthíasar verða á sýningunni ný línuspil, burstasett, rekkabúnaður og ný beitningavél. „Línuspilin eru ætluð bæði sem landgrunnspil og til úthafsveiða. Burstasettið er þannig gert að það hreinsar aðeins krókinn en kemur hvergi nærri línunni og því er hún ávallt hrein og laus við grút og önnur óhrein- indi. Beitningavélin hefur þann eiginleika að beita ekki aðeins hefðbundinni beitu, eins og síld og smokk, heldur einnig loðnu og síli. Það gerir það að verkum að bátar geta sjálfir aflað sér beitu og sparað þannig mikinn beitu- kostnað, auk þess sem möguleikar eru á að veiða ákveðnar fiskiteg- undir.“ Léttir vinnu og fækkar mönnum Matthías segir ennfremur að TÆKNI við veiðar á handfæri eykst stöðugt. Nú kynna DNG-Sjóvélar færavindur sem geta haft samráð sín á milii. GÓIf- og veggefni fyrir matvælaiðnað Maxí 5000 G Ó L F E F N I Gólfefnið inniheldur litað afar sterkt bindiefni með dynagrip fylliefni. Hentar vel þar sem álag er mikið svo sem á móttökur, vinnslusali o.fl. Trspp4ooo G Ó L F E F N I V E G G E F N I Efnin uppfylla ströngustu kröfur sem gerðar eru til vinnusvæða í matvælaiðnaði. Henta vel á pökkunarsali, snyrtingar o.fl. Einnig sem veggefni upp í 1,8 m hæð, þar sem álag er mikið. MaxllQQQ V E G G E F N I Veggefnið samanstendur af epoxyspartli og vatnsuppleysan- legri háglansandi epoxy málningu. Tr»pp suooo G Ó L F E F N I Gólfefnið inniheldur litað bindiefni með kvartssandi. Hentar vel á vélasali, verkstæði, vörugeymslur o.fl. I Ð N A Ð A R Q ÓLf 78,800 Képavoflur Simi: 6M1740, Fanúmi: 80? 4170 Fa«: 6541780 VOGAIANO 3,780 PjClFAVOOUR alMAR 478 8181 t «83 S831 Hraöpökkunarkerfi fyrir Loðnu, Síld og Makríl Ö LANDIIMIVIAN Sölvhólsgata 13 101 Reykjavlk Sími: 552-0680 Fax: 551-9199 Hefurí áratug þjónað fiskfðnaðiá hagkvæmanog öruggan hátt. Sýningarbás C-34

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.