Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 36
36 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR = ORYGGI Einföld, þœgileg, hnéstýrð blöndunartœki. Þar sem ýtrasta hreinlœtis er gœtt. Hagstœtt verð. VAmSVtRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMI 532 2020 FYRIR BATINN • Gasmiðstöðvai • Alteinatoiai • Startarar Tjrumatic Gasmiðstöðvar nokkrar stærðir 12 og 24 v Altematoiai Margar stærðir og gerðir 12 og 24 v Challenger Ný gerð alternatora, getur náð fullum afköstum i hægagangi Staitaiai i flestar bátavélar Bátaeigendur af landsbyggðinni. Notið tækifærið þegar þið heimstækið sjávarútvegssýninguna og heimsækið okkar í húsakynni okkar BÍLARAFHF Borgartún 19, Sími 552-4700, Fax 562-4090 YAMMAR Ný 350 ha. yfirburðavéi íra YANMAR! Til afgreiðslu strax! *6 strokka - Turbo Intercooler. * Létt og fyrirferðarlítil. *Þýðgeng og spameytin. *Ýmsir drifmöguleikar. Ráðgjöf - sala - þjónusta rÍHæfe Skútuvogi 12a, 104 Rvlk.Ð 581 2530 Nýr vélbúnaður þrefaldar afköstin hjá Borgarplasti 25 ára starfsafmæli ára afmæli með viðhöfn BORGARPLAST verður meðal þátttakenda í ís- lensku sjávarútvegssýn- ingunni eins og endra- nær og mun í leiðinni fagna 25 ára afmæli sínu með viðhöfn nk. föstudag. í afmælishófi fyrir- tækisins, sem haldið verður í glænýju 900 fermetra verksmiðjuhúsnæði að Sefgörðum 3 á Seltjarnarnesi, mun Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra gangsetja nýjan vélbúnað, sem keyptur hefur verið til að auka framleiðslu- getuna, sem fyrir löngu er orðin fullnýtt. Að sögn Þorsteins Óla Sigurðs- sonar, sölu- og markaðsstjóra, var ákveðið að ráðast í verulegar fjár- festingar í viðbótarbyggingum og auknum vélakosti til að mæta stór- aukinni eftirspurn eftir fram- leiðsluvörum fyrirtækisins, en nýi vélbúnaðurinn er einn hinn stærsti og afkastamesti í Evrópu sem verð- ur að teljast nokkur tíðindi í ís- lenskum framleiðsluiðnaði. Fram- undan væru ný sóknarfæri, m.a. inn á kjötmarkaði, í fiskveiðum og vinnslu. Nýi vélbúnaðurinn gerir fyrirtækinu kleift að þrefalda af- köst sín í framleiðslu á fiskikerjum, en í verksmiðjunni hefur verið unn- ið á vöktum allan sólarhringinn síðustu tvö ár án þess að hægt hafi verið að anna eftirspurn. Endurvlnnanleg ker Meginuppistaðan í framleiðslunni eru fískiker og á sýningunni ætlar Borgarplast að leggja áherslu á að kynna endurvinnanleg ker, sem nýkomin eru í framleiðslu. Þau eru einangruð með freyddu Polyethy- lene (PE) og eru þau endurvinnan- leg þar sem þau eru framleidd úr einu efni, en ekki tveimur eins og hin hefðbundnu fiskiker frá fyrir- tækinu. Styrkleiki PE-kera er um- talsvert meiri en hinna hefðbundnu kerja, sem eru einangruð með ann- arskonar efni, Polyurethane. Til- raunir og rannsóknir Borgarplasts benda til að um tvöföldun á styrk og burðargetu sé að ræða. Ótvíræð- ur kostur við hin nýju endurvinnan- legu ker er að einangrunin dregur ekki í sig vökva komi gat á kerin. Ástæðan er sú að Polyethylene ein- angrunin er uppbyggð af lokuðum bólum en er ekki svampkennd eins og Polyurethane einangrunin. Nýja kerið er framleitt í tveimur stærð- um, 660 og 460, en gert er ráð fyrir að þau verði til í fleiri stærðum snemma á næsta ári. 100% aukning útflutningsverðmætis Forsvarsmenn Borgarplasts gera ráð fyrir 360 milljóna króna veltu á þessu ári sem er 45% veltuaukn- ing frá árinu í fyrra þegar veltan nam 260 milljónum kr. Sömuleiðis stefnir í 100% aukningu útflutn- ingsverðmætis, úr 70 milljónum á síðasta ári í 140 milljónir á yfir- standandi ári. Þorsteinn Óli segir fyrirtækið hafa vaxið mjög hratt á undanförn- um þremur árum. „Þá fengum við ISO 9001 gæðavottun enda hefur fyrirtækið ávallt lagt mikla áherslu á að vera með góða og vandaða vöru og síðan breyttum við um HJÁ Borgarplasti hefur verið unnið á vöktum allan sólarhringinn síðustu tvö ár án þess að unnt hafi verið að anna eftirspurn. áherslur í sölu- og markaðsmálum samhliða vottuninni. Allt þetta hef- ur skilað sér feiknanlega vel." Borgarplast var upphaflega stofnað í Borgarnesi til að framleiða einangrunarplast fyrir byggingar- iðnaðinn, en vegna breytinga á þeim markaði í byrjun níunda áratugar- ins vegna flutnings á steinull og glerull til einangrunar var leitað nýrra tækifæra og hafin framleiðsla á hverfisteyptum vórum. Einn af máttarstólpum Borgarplasts frá upphafi hefur verið öflug hönnunar- og þróunardeild, sem m.a. hefur hannað allar framleiðsluvörur fyrir- tækisins, en 8-10% af veltu er varið til þróunar og gæðamála. í dag framleiðir Borgarplast yfir hundrað vörutegundir fyrir sjávarútveg, annan matvælaiðnað og byggingar- iðnað, en fyrirtækið rekur tvær verksmiðjur, aðra á Seltjarnarnesi og frauðplastverksmiðju í Borgar- nesi. Góð nýliðun í Barentshafi gæú skilað sér á næsta ári GÓÐ nýliðun þorsks í Barentshafi gæti skilað sér í góðri veiði í Smug- unni á næstu árum ef árferði á þess- um slóðum og ástand sjávarins verð- ur jafn gott og verið hefur undanfar- in ár. Eins og fram kom í Úr verinu sl. miðvikudag hefur nýliðun Bar- entshafsþorsks tekist mjög vel og hrygningarstofninn nú sá næst- stærsti frá upphafi mælinga. Svend-Aage Malmberg, haffræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir að árferði hafi verið mjög gott í Barentshafi undanfarin ár. „Þorsk- inum líður betur þegar atlantíski hlý- sjórinn er til staðar á þessu svæði og þá er nýliðunin betri, það er al- menna reglan. Sviptingar í Barents- hafi á milli hlýsjávarins í Noregs- straumnum, eins og þeir kalla sinn golfstraum, og kalda sjávarins úr Ishafinu hafa áhrif á nýliðun og vöxt þorsksins," segir Svend-Aage. Hef ur þýöingu fyrir Smuguveiðar Þessi góða niðurstaða í nýliðun- arrannsóknum í Barentshafi gæti haft nokkra þýðingu fyrir Smuguveiðar íslendinga enda um sama þorskstofn að ræða. Góð nýliðun á Barentshafs- þorskinum skilar sér hins vegar ekki á íslandsmið þar sem um tvo aðskilda stofna er að ræða að sögn Svend- Aage og enginn samgangur þar á milli. Svend-Aage segir að nýliðun þorsksins gæti farið að skila sér strax á næsta ári. „Mælingar á nýliðun eru miðaðar við þriggja ára físk og þarna fara menn að veiða þorsk þegar hann hefur náð um fjögurra ára aldri. En þarna hafa einnig komið fram nokkrir góðir árgangar undanfarin ár og þá er spurning hvort smáþorskurinn er ekki étinn af stærri þorskum sem fyr- ir eru. Það er ekki vitað og því ekki hægt að fullyrða neitt um það," segir Svend-Aage. Fyrir fiskvinnsluna. s Útveggir og þök ¦ Millíveggir og loft Frysti- og kæliklefar léttar, þéttar og fljótuppsettar YLEININGAR frá LÍMTRÉ HF. sími 568 7230 Skerplagefur útnýtt sjómanna- almanak • VÆNTANLEGT er á markaðinn íslenskt sjó- mannaahnanak Skerplu 1997. Til þessa hefur Fiski- f élag tslands verið eitt um útgáfu sjómannalamanaks en skylda er að hafa siík almanbk um borð í íiillum skipum lengri en 12 metrar. Skerpa hefur um nokk- urra ára skeið sérhæft sig í útgáfu á efm' sem tengist sjávarútvegi og má þar nefna Ægi og Kvótabókina. Fyrirtækið hyggst nu auka við utgáfu sína með sjó- mannaalmanakinu, sem stefnt er að að verði hið vandaðasta í Norðurálfu. Skerpla mun tryggja að íslenskt SJómannaalmanak Skerplu verði komið um borð í öll íslensk f'iskiskip yfir 12 metrum að lengd fyrír næstu jól, en það er læykilatriði að notendur bókarinnar hafi fengið hana fyrír áramót. Rafmagnslyftarinn er líka með evrópsku ívafi. Stýrisgangur og möstur eru frá Þýskalandi. Einn miðju stýristjakkur með miklum beygjuradíus. Rafkerfið er ofan á afturballest í lokuðu vatnsþéttu umhverfi, CRC. Stjórnkassinn er með 3ja ára ábyrgð, allir eru lyftararnir með aukaúttaki fyrir hliðar- færslu, eða snúning. NOV€LT€K

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.