Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 SKIPASMIÐAR GUÐBJÖRG ÍS í nýrri flotkví Slippstöðvarinnar. Ný flotkví bætir aðstöðuna mikið SLIPPSTOÐIN hf. á Akureyri á að baki ára- tuga reynslu í skipa- smíðum og skipavið- gerðum. Þar er boðið upp á alla þætti við- gerða, viðhalds- og endurbyggingar, jafnt fyrir fiskiskipaflotann sem kaupskipaflotann. kaupandans til þess að útgerðin Slippstöðin hf. með ára- tuga reynslu í skipa- smíðum og viðgerðum Aðstaða og tækjakostur Slipp- stöðvarinnar eru mjög góð og hefur stöðin meðal annars yfir að ráða tveimur dráttarbrautum, 300 metra viðlegukanti og sérhæfðu starfs- fólki. Ný flotkví hefur stórbætt aðstöðu fyrirtækisins til þess að veita alhliða þjónustu í skipaiðnaði, þar sem hægt er að taka upp flest skip íslenska flotans eða upp í 120 metra löng og er lyftigetan um 5000 þungatonn. Smíðað35stálskip Slippstöðin hf. hefur á undan- fömum árum framleitt mörg af fullkomnustu fiskiskipum íslend- inga. Við nýsmíðar er lögð áhersla á öryggi og góðan aðbúnað áhafn- ar, hagkvæmni í rekstri, orkunýtni og sjóhæfni. Frá árinu 1965, þegar stálskipasmíði hófst, hefur fyrir- tækið smíðað samtals 35 stálskip, allt að 68 metra löng. Þá hafa á undanförnum árum verið gerðar umfangsmiklar endurbyggingar á gömlum skipum til að auka líftíma þeirra og bæta rekstrarafkomu. M.a. hefur verið unnið við lenging- ar, skutbreytingar, stafnbreytingar, geymabreytingar, endurnýjun stýr- ishúsa, skrúfu- og stýrisbúnaðar- skipti, vélaskipti, vinnslubúnaðar- skipti, endurnýjun innréttinga í lest, endurnýjun íbúða, endurnýjun tog- spila og annars veiðibúnaðar á dekki og endurnýjun rörakerfa og rafkerfa. Fjölbreyttar vlnnslulínur Ennfremur hefur Slippstöðin hf. um árabil smíðað og sett upp fisk- vinnslubúnað fyrir rækju, karfa og bolfisk í innlend og erlend fiskiskip og smíðaði t.d. Örvar HU, fyrsta íslenska frystitogarann. I stöðinni eru smíðaðar og settar upp vinnslu- línur í skip, jafnt fyrir flakavinnslu, heilfrystingu og rækjuvinnslu. Auk þess smíðar Slippstöðin hf. hvers- konar hluti í fiskvinnslulínur, s.s. færibönd, kör, rennur, borð og rekka. Allur búnaður er hannaður og settur upp samkvæmt óskum geti fengið bestu hugsanlega afurð og þannig hæsta söluverð. Þá býður Slippstöðin hf. einnig upp á mjög öfluygan háþrýstiþvott, allt að 2000 börum, til hreinsunar og þvotta, auk málunar innanskips sem utan. Samkeppnisstaða að batna Áki Áskelsson, markaðsstjóri Slippstöðvarinnar hf, segir að á undanförnum árum hafi miklir erf- iðleikar steðjað að íslenskum skipa- smíðaiðnaði og nýsmíðar fiskiskipa hafi að stórum hluta flust úr landi vegna erfiðrar samkeppnisstöðu. „Það bendir nú margt til þess að samkeppnisstaða íslenskra fyrir- tækja sé að batna í þessum efnum og hefur Slippstöðin hf. fullan hug á að taka að sér nýsmíðaverkefni ef aðstæður skapast til þess á nýjan leik. Tl þess höfum við bæði að- stöðu og verkþekkingu," segir Áki. F.RDiesel vélavarahlutir í Caterpillar - Cumming - Detroit Diesel. Öruggir ábyrgðarskilmálar og mjög hagstætt verð Bendix ehf. Sími 562-8081 óg 897-4366. NASSAU IÐNAÐARHURÐIR HENTA HVAR SEM ER, einnig hjá þér. Nassau hurðir sérútbúnar fyrir iiskiðnaðinn: • Einingar úr áli • Ryðfríar lamir, hjól og vírar • Lakkaðar utan og innan. Nú þegar hefur verið settur upp fjöldi Nassau hurða hjá íslenskum fiskvinnslufyrirtækjum. Nassau hurðir eru sérstyrktar fyrir íslenskar aðstæður. Leitið nánari upplýsinga. Ide\ Sundaborg7-9 104 Reykjavík Sími 568-8104 Fax: 568-8672.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.