Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 38
38 E MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 FRETTIR 4 4 i Marel hf. kynnir nýja og ódýrari „landvog" UMSVIF MARELS hf. hafa aukist veru- Onníll* lfÚrU** íi 'e£a a íslandi á síðasta ári. Fyrirtækið ' '• s: x' £ iL u l <* hefur sett upp fjölda vinnslukerfa bæði í skip og fiskvinnslur og mun á sjávarút- vegssýningunni í Laugardalshöll kynna helstu nýjungar. Má þar nefna nýja landvog, M1000, sem er ætlað að mæta þörf minni fyrirtækja og opna leiðir inn á nýja markaði. >nar leiðir á nýja markaði M1000 vogin markar upphaf að sókn fyrirtækisins á markað fyrir smærri og ódýrari vogir en gert er ráð fyrir að hún muni kosta um 120 þúsund krónur sem er um helmingur af verði ódýrustu gerða af M2000 voginni. Þróun M1000 vogarinnar hefur tekið um tvö ár og er með henni reynt að mæta þörfum minni fyrirtækja, sem ekki hafa þörf fyrir háþróaðar sjóvogir eða vigtarkerfi sem tengd eru vinnslulínum, en þurfa engu að síður nákvæmar raf- eindavogir til pökkunar, flokkunar eða eftirlits. Markmiðið við hönnun vogarinnar var að hún yrði auðveld til fjöldaframleiðslu og hægt yrði að halda framleiðslukostnaði í lág- marki með því að framleiða þúsund- ir voga á ári án þess að fórna þeim gæðum og endingu sem Marel er þekkt fyrir. Brýnsluvélar. hnífar og stál © Valdimar Gíslason hf. SKEIFAN 3C • 108 REYKJAVlK SlMI 588-9785 • FAX 568-0663 -* 11 Tl Q * s^Pasa^a ^-I-Ak3 • fjármálaþjónusta universal . viðskiptaráðgjöf Alþjóðlegt fyrirtæki í þjónustu við sjávarútveg og fiskiðnað í 10 gæfurík ár, erum ávallt til þjónustu reiðubúin. Við höfum milligöngu um sölu, kaup, leigu og leigukaup á skipum á íslandi ogum allan heim. Við höfum milligönguum fjármögnun, önnumst fjárhagslega endurskipulagningu og alla almenna fjármála- og viðskiptaráðgjöf. Greinum og metum fjárfestingar, metum fyrirtæki og hlutabréf, gerum áætlanir, aðstoðum við stofnun nýrra fyrirtækja, samruna fyrirtækja, þáttasölu fyrirtækja og höfum milligöngu um sölu á fyrirtækjum og hlutabréfum. Starfsfólk okkar eru vel menntaðir sérfræðingar með góða reynslu. "A global company, servicing the fishing industry world wide for ten sucessful years, atyour service anytime". Sudurlandsbraut 50-108 Reykjavík-Iceland tel: (354) 588 2266 - fax : (354) 588 2260 Ymsar tækninýjungar Þ6 að M1000 vogin standist ekki dýrari vogum snúning að öllu leyti er hún búin ýmsum tækninýjungum, er t.d. vatnsþolnari en eldri vogir Marels. Þá verður einnig hægt að fá vogina með rafhlöðu, þannig að hægt verði að nota hana við aðstæð- ur þar sem rafmagn er ekki til- tækt. Vogin er, eins og aðrar vogir Marels, úr ryðfríu stáli og við hönn- un hennar var gengið út frá að auðvelt yrði að þrífa hana í sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar eru í matvælaiðnaði. Hún getur sýnt þunga í fjórum mismunnadi mæli- einignum; kílóum, grömmum, pund- um og únsum og þolir ennfremur miklar hitabreytingar og getur virk- að við hitastig allt frá 10 gráðu frosti til 40 gráðu hita. M1000 vogin hefur það einnig fram yfir eldri vogir að hún er seld samsett og tilbúin til notkunar, þannig að kaupandinn þarf aðeins að taka hana upp úr kassanum og setja hana í samband og er gert ráð fyrir að vogin verði ávallt til á lager þannig að hægt verði að afgreiða hana með stuttum fyrirvara. Hugbúnaður fyrir vinnslu sjávarafurða Auk þessa kynnir Marel ýmsan hugbúnað í vinnslu sjávarafurða. MP/Win hugbúnaðurinn gerir kleift að fylgjast með nýtingu í vinnslunni og magni af fullunnum afurðum og verður einnig tengt við límmiða- INGÓLFUR Orn Guðmundsson og vanda af M1000 prentara. ProPlan er heitið á ráð- gjafarhugbúnaði fyrir vinnslustjóra og gerir þeim kleift að að setja upp líkan af bitaniðurskurði á fiskflök- um. Þannig geta vinnslustjórar svarar spurningum um nýtingu og verðmæti fyrir tiltekið hráefni. Á sýningunni kynnir Marel enn- fremur skurðarvél með nýju not- endaviðmóti og mjög hraðvirkri frá- töku. Ný gerð flæðilínu verður tengd við vélina, en það á að tryggja betri A TVINNUAUGL YSINGAR AtvinnurekendurU 25 ára iðnrekstrarfræðingur af útvegssviði óskar eftir vinnu strax. Megin starfsreynsla fram að þessu er sjó- mennska. Ýmis störf koma til greina, en æskilegt er að þau tengist menntun minni á einhvern hátt. Nánari upplýsingar í síma 896-1086. Atvinna Bakki, Bolungarvík hf., óskar eftir að ráða starfsfólk í snyrtingu og pökkun. í Bolungar- vík er blómlegt mannlíf og góð verslun og þjónusta. Þar er sundlaug, ípróttahús, golfvöllur, skíða- lyfta, heilsugæslustöð, leikskóli og einsetinn grunnskóli svo fátt eitt sé nefnt. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 456-7500. Bakki Bolungarvík hf. Morgunblaðið/Árni Sæberg iðnhönnuður á hvað mestan veg voginni frá Marel hf. hráefnismeðhöndlun. Þá verður kynnt Marel flokkarakerfi með inn- mötun og frátöku, en hann verður tengdur nýju notendaviðmóti. Hannað fjölda vinnslukerfa Á síðasta ári hefur Marel hf. m.a. hannað fullkomið flæðilínu- kerfi fyrir Bakka hf. á Bolungarvík, vinnslukerfi um borð í Venus HF 519, flokkunarkerfið um borð í Örv- ar HU og innvigtunarkerfi í nýtt vinnsluhús Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað. Þá hefur fyrirtækið sett fjölda flokkara í fjölbreytta vinnslu, allt frá flokkun á humarhöl- um til pökkunar á lausfrystum af- urðum. M1000 vogin er ódýrari en aðrar vogir frá Marel en hvergi er slegið af kröfum um gæði. TIL SOLU Togskip til sölu Til sölu er 36 metra togskip smíðað í Eng- landi, 300 Br.rúmlestir. Aðalvél 990 BHP Bergen Diesel frá 1985. Flokkun: Lloyd's Register +100 Al Stern Trawler, LCM. Skipið er með veiðirétt innan íslenskrar lög- sögu, en selst án aflaheimilda. B.P. Skip ehf. Borgartúni 18, Reykjavík. Sfmi 551 4160/fax 551 4180. Sigurberg Guðjónsson, lögg. skipasali. GM bátavélar 160-300 Hö. Verð frá kr. 895.000 án vsk. með utanborðsdrifi frákr. 1.495.000 ánvsk. Bendix ehf. Sími 562-8081 og 897-4366. VORUBRETTI Eigum ávallt á lager bretti. Gerið verðsamanburð. Vórubretti ehf. Flatahrauni 1, Hafnarfirði. Sími: 555-3859, fax 565-0994. 4 4 í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.