Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 39
-< i MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1996 ? 39 í 4 FRETTIR Ný vökvakerfi vatn í stað olíu Á SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI í Laugardalshöll kynnir Héðinn, verslun, nýjung frá Danfoss sem á eftir að valda straumhvörfum, m.a. í matvælaiðnaði. Kröfur um hreinlæti og umhverf- isvæna framleiðslu í iðnaði verða sífellt_ strangari, sérstaklega í Evr- ópu. Ýmis spilliefni fara nú á bann- lista og reynt er að finna vistvænni efni í stað olíu. Til þessa hefur olía verið notuð á öll vökvakerfi sem knýja færibönd, krana, gíra, flutningatæki o.fl. Komi fram leki í vökvakerfi getur hann valdið umhverfisspjöllum, og eld- hætta er fyrir hendi. Eftir áralangar rannsóknir og þró- unarstarf hefur Danfoss tekist fyrst allra að nota venjulegt vatn á vökva- kerfi í stað olíu. Þróunarstarfið hef- ur einnig leitt af sér útvíkkun á notkun vökvakerfa og breytta hönn- un með nýjum hráefnum. Kostirnir við að nota vatnið sem þrýstimiðil í vökvakerfín eru margir, t.d. er vatnið vistvænt, engin eld- hætta er af því, það er ódýrt, hrein- legt, auðvelt er að nálgast það og losna við það. Jafnframt hefur vatn- ið í samanburði við olíuna mjög lága þjöppunareiginleika. Við- brögð/hreyfing kerfisins og raforku- tap minnkar. Einnig er allt viðhald og vinna við tækin þægilegri. Nessie vökvakerfið þolir að umhverfishitinn fari niður fyrir 30 mínusgráður á Celcius. Nessie hentar sérlega vel í öllum matvælaiðnaði, þar með talinn fisk- iðnaður, lyfjaframleiðsla, efnagerð og hreinsitækni. Héðinn hf. hefur átt samstarf við Danfoss allt frá 1947. Danfoss stýringar fyrir hitakerfi eru án efa þekktustu framleiðsluvörur þessa danska stórfyrirtækis hér á landi. Umfangsmiklar rannsóknir og þró- unarstarf hjá Danfoss leiða af sér stöðugar tækninýjungar. Til dæmis má nefna að Danfoss varð fyrst fyrirtækja til að framleiða kælitæki sem ekki byggðust á ósoneyðandi CFC-efnum. Enda er Danfoss í fararbroddi á sviði kælitækni í heiminum og framleiðir kælivél í fimmta hvern ísskáp sem seldur er í Evrópu. Grundvallarþemað í allri fram- leiðslu á Danfoss-vörum er að þær skapi heilsusamlegt umhverfi og hámarks öryggi. í sýningarstúku Héðinsverslunar eru auk Nessie sýnd ýmis önnur tæki frá Danfoss. Til dæmis gæslu- kerfi fyrir veitur, sem byggjast á nýjum tíðnibreytum, hraða- og hita- stýringum og kælitæki. Ný námskeið fyrir saltendur og sjómenn NÁMSKEIÐ sem uppselt var á á vorönn hjá RF verða haldin aftur nú í haust og einnig verða ný námskeið haldin fyrir salt- fiskverkendur og sjómenn. Auk þess sem námskeiðin verða öllum opin bjóðum við þau einstökum fyrirtækj- um þar sem námsefnið er sérstaklega lagað að þeirra þörfum. Haustnámskeið RF eru að hefjast Á námskeiði um þurrkun fiskaf- urða verður m.a. fjallað um eðliseig- inleika lofts, uppbyggingu þurrk- búnaðar, orku- og massavægi og gæða- og örverubreytingar við þurrkun á saltfiski, harðfiski, skreið og þorskhausum. Námskeiðið verð- ur haldið 18. september frá kl. 9.00-14.30, þátttökugjald er 11.500 með námsgögnum og veit- ingum. Á námskeiði í frystingu sjávaraf- urða verður m.a. fjallað um varma- fræði, þróun frystikerfa, frystibún- að, frystihraða, geymslu, flutninga og tvífrystingu. Auk þess fá þátt- takendur verkefni með sér heim í lok fyrri dags sem farið verður yfir í lok seinni dags. Námskeiðið verð- ur haldið 19.-20. september frá kl. 8.30-12.30 og 8.30-12.00. Þátt- tökugjald er 12.500 krónur með námsgögnum og veitingum. Á námskeiði um saltfiskverkun verður m.a. fjallað um vinnsluferli, aðbúnað, geymslu, verkunaraðferð- ir og flutninga. Námskeiðið verður haldið 10.-11. októberfrá kl. 8.30- 12.30 báða dagana, þátttökugjald er 12.500 kr. með námsgögnum og veitingum. Á námskeiði um meðferð á fiski um borð í veiðiskipum verður m.a. fjallað um náttúrulegan breytileika fisks, áhrif veiðarfæra, blóðgun og slægingu, þvott, flokkun, kælingu og ísun, geymslu og flutníng, þrif og gæðastýringu. Þátttakendum er sett fyrir heimaverkefni sem er síð- an skilað til RF. Eftir yfirferð eru þau send til baka ásamt skriflegri umsögn. Námskeiðið verður haldið 17.-18. október og á Hornafirði 8.-9. nóvember, þátttökugjald er 13.500 kr. með námsgognum og veitingum. l*fS** Auðlind .;.,„ Þáttur um sjávarútvegsmál á vegum ^\u\<0^ Fréttastofu Útvarpsins á Rás 1 alla virka ^ daga að loknum veðurfregnum í hádeginu. Fjallað er um: Veiðar, vinnslu, markaðsmál, tækninýjungar og ótalmargt fleira, sem tengist sjávar- útvegi. Látið umsjónarmenn á Fréttastofunni í Reykjavík vita af því sem fréttnæmt er í greininni, s: 5 1 5-3050, fax: 515-3650, eða hafið samband við svæðisstöðvar Útvarpsins á ísafirði, s: 456-4177, Akureyri, s: 461- 2305, eða Egilsstöðum, s: 471-2300. Auðlind - fréttaþáttur um sjávarútvegsmál á Rásl í Útvarpinu. Við mælum með „MÖrenÓt" Jiléol« <$> NETANAUST <$> kcojeíjml : Skútuvogi 13,104 Reykjavík, sími 568 9030, fax 568 0555 og farsími 852 3885

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.