Morgunblaðið - 19.09.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.09.1996, Qupperneq 1
84 SÍÐUR B/C/D 213. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter * Atök um eyjar REIÐI Kínverja vegna tilkalls Japana til eyjaklasa í Austur- Kínahafi braust út í mótmælaað- gerðum á Tævan, Hong Kong og Macau í gær en þá voru liðin rétt 65 ár frá innrás Japana í norðurhéruð Kína. Sljórnvöld á meginlandinu hafa hingað til komið i veg fyrir bein mótmæli en í gær fór Kínverska dagblað- ið, málgagn kommúnistastjórn- arinnar, mjög hörðum um þann minnihluta Japana, sem það sagði ennþá vera haldinn hernað- arhyggju. Eyjarnar umdeildu tilheyrðu Kínveijum um aldir en Japanir neyddu þá til að láta þær af hendi ásamt Tævan árið 1895. A þvi byggja Japanir tilkall sitt en tal- ið er hugsanlegt, að olíu sé að finna við eyjarnar. Fundur Kúrdaleiðtogans Barzanis og Bandaríkjamanna í Tyrklandi Leití S-Kóreu ÞÚSUNDIR hermanna í Suður- Kóreu tóku þátt í viðamikilli leit að átta eða níu Norður-Kóreu- mönnum, sem gengu enn lausir eftir að norður-kóreskur kafbát- ur strandaði í gær. Lík ellefu Norður-Kóreumanna höfðu fund- ist nálægt strandstaðnum. Þyrlur, herbátar og sporhund- ar voru notaðir við leitina og bíl- ar á öllum vegum í nágrenninu voru stöðvaðir. Eftir að útgöngu- bann var sett réðust tveir N- Kóreumenn, vopnaðir byssum, inn í íbúðarhús til að stela mat- vælum og lögreglan lenti í skot- bardaga við tvo aðra, en þeir komust undan. Reuter Ellefu látnir/20 Tengslin við Saddam slitin? Ankara, Kúveit. Reuter. MASSOUD Barzani, öflugasti leið- togi Kúrda í írak, átti í gærkvöldi fund með bandarískum embættis- mönnum í Ankara í Tyrklandi. Lögðu þeir hart að honum að slíta öll tengsl við Saddam Hussein, for- seta íraks. Barzani átti fyrr um daginn fund með Tansu Ciller, utanríkisráðherra Tyrklands, en hitti síðan Robert Pelletreau, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda. Viðræðurnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir á leyni- legum stað og sagði heimildarmaður að þær hefðu gengið „mjög vel“ en skýrði mál sitt ekki nánar. Barzani hefur notfært sér aðstoð írakshers til að hetja á aðalkeppi- naut sinn meðal Kúrda, Jalal Tala- bani, og ræður hinn fyrrnefndi nú lögum og lofum á Kúrdasvæðum íraks. Talsmaður Barzanis í London, Dilshad Miran, sagði fyrir fundinn með Pelletreau að leiðtoginn myndi tjá Bandaríkjamönnum að hann hefði ekki hug á að gera frekari samninga við Saddam; samstarfið síðustu vikurnar hefði aðeins verið tímabundið. Jafnframt að Barzani vildi að Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra héldu áfram að veita Kúrdum í írak vernd fyrir herjum Saddams með herflugvélum sem Reuter BARZANI í bíl sínum í Ankara. Bílstjóra hans tókst með hrað- akstri að hrista fréttamenn af sér fyrir fundinn með Pelletreau. hafa bækistöðvar í Tyrklandi. Hlutlausa beltið ekki virt Gian Santillo, hershöfðingi og yf- irmaður Sameinuðu þjóðanna með eftirliti á hlutlausa beltinu á landa- mærum íraks og Kúveits, sagði í gær, að Bandaríkjastjórn hefði brot- ið gegn ákvæðum um svæðið með því að senda stýriflaugar yfir það á leið til skotmarka í Irak. Þá hefði einnig sést til flugvéla, sem flogið hefðu yfir svæðið á leið til Kúveits. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar vísaði þessum ásökunum á bug í gær, sagði að um „fjarstæðu" væri að ræða. Izetbegovic sigraði naumlega í forsetakjöri sambandsríkisins Ovissa um fækkun í fríðargæsluliði NATO Rpnccnl Wachinn4nn Pnntni* Sar^jevo, Brussel, Washington. Reuter. EINING ríkisins og „réttlæti fyrir alla“ eru markmið múslimans Alija Izetbegovic sem verður forseti væntanlegs forsætisráðs sam- bandsríkis Bosníu en lokatölur kosninganna voru birtar í gær. Talsmaður Atlantshafsbandalags- ins (NATO) í Brussel taldi í gær að ekki yrði fækkað að ráði í friðar- gæsluliðinu fyrr en að loknum sveit- arstjórnarkosningum. Gert er ráð fyrir að þær verði annaðhvort í desember eða janúar, að sögn Javi- ers Solana, framkvæmdastjóra NATO, í gær. Umboð friðargæsluliðsins rennur út 24. desember og vitað er að miklu skiptir fyrir Bill Clinton Bandaríkjaforseta, sem leitar end- urkjörs í nóvember, að hann geti staðið við loforð um að bytjað verði að kalla bandaríska liðsmenn gæsluliðsins heim fyrir jól. Sveitarstjórnarkosningunum í Bosníu, sem áttu að fara fram sam- tímis kjöri í forsætisráðið og kosn- ingum til þinga þjóðarbrotanna, var frestað af ótta við átök í tengslum við þær. Klaus Naumann hershöfð- ingi, yfirmaður hermálanefndar NATO, sagði að þótt ekki hefði komið til átaka um síðustu helgi væri ekki ástæða til bjartsýni vegna sveitarstjórnarkjörsins, það yrði mun verra viðureignar. „Við gerum ráð fyrir vandræðum," sagði hann. George Joulwan hershöfðingi, bandarískur yfirmaður herafla NATO, sagði að hann myndi krefj- ast þess að ekki yrði fækkað meira í gæsluliðinu en svo að eftir yrði herafli sem tryggt gæti að sveitar- stjórnarkjörið færi vel fram. Niðurstöðu fagnað Fulltrúar Vesturveldanna fögn- uðu í gær sigri Izetbegovie og sagði Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, að kosning- arnar í Bosníu hefðu tekist með ágætum miðað við aðstæður. lzetbegovic hlaut um 724.000 atkvæði í kosningunum um helgina, Serbinn Momcilo Krajisnik um 690.000 og Króatinn Kresimir Zu- bak um 294.000 atkvæði. Allir eru þessir menn fulltrúar ákafra þjóðernissinna og virðast flokkar þeirra öruggir um sigur á þingum landsvæða sinna. Á óvart kom að á svæðum Serba fékk hófsamur frambjóðandi, Mlad- en Ivanic, nær þriðjung atkvæða í kjöri til forsætisráðsins. lvanic hef- ur hvatt til samstarfs og málamiðl- unar í viðræðum við múslima og Króata. Frakkar vilja næturró París. Reuter. YFIRVÖLD í Strassborg í Frakklandi ákváðu í vikunni að hætta við að taka boði flutn- ingafyrirtækisins DHL um að opna svæðismiðstöð við flugvöll borgarinnar. Ástæðan er ótti við hávaða frá flugvélum fé- lagsins að næturlagi. DHL hugðist fljúga sjö sinn- um á hverri nóttu til og frá vellinum sem er skammt frá íbúðarbyggð. Starfsemin hefði veitt um 1.000 manns vinnu á næstu tíu árum en um 12.000 manns tóku þátt í mótmælagöngu um síð- ustu helgi og kröfðust þess að völlurinn yrði áfram lokaður frá klukkan 11 á kvöldin til 6 á morgnana. „í þessu tilviki er ekki hægt að komast hjá árekstri milli hagsmuna efna- hagsþróunar og heilsu almenn- ings,“ sagði Catherine Traut- mann borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.