Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn NÁGRANNAR Þórðar gáfu honum mynd af Skorradal, en á henni sést heim að Haga og Hálsum þar sem hann ólst upp. Hún var hengd upp i Skátaskálanum þar sem afmælisveisian var haldin og sagði Þórður að best væri að leyfa henni að hanga þar áfram. Þórður í Haga hundrað ára Það er erfitt að búa í Haga „ÉG FER nú ekki að safna blóm- um, kominn á þennan aldur,“ varð Þórði Runólfssyni, bónda í Haga í Skorradal, að orði þegar blaðamaður Morgunblaðsins færði honum blóm í tilefni hund- rað ára afmælis hans. Ættingjar, vinir og nágrannar Þórðar fögn- uðu aldarafmælinu með honum í gær. Það lá vel á Þórði í afmælinu. Hann spjallaði við gesti sína, sagði sögur og gerði að gamni sínu. Hann spurði menn frétta og lýsti skoðunum á mönnum og málefnum, en Þórður fylgist vel með atburðum líðandi stundar, jafnt þeim sem gerast í öðrum löndum sem þeim er gerast í Skorradal. Þórður hefur verið bóndi í Haga i 74 ár. Jörðin er frekar lítil og þegar hann hóf búskap var ræktað land þar ekkert og húsakostur lítill. Þórður viður- kennir að það sé erfitt að búa í Haga. „Það er erfitt að búa í Haga. Ég er ekki viss um að það hefðu allir getað búið þar. Mér hefur hins vegar liðið vel í Haga og hef átt þar góða ævi.“ Þórður sagðist vera þakldátur fyrir að hafa haldið góðri heilsu alla ævina. „Það er dýrmætt að vera laus við allar pestir. Það eina sem er að mér er höfuðið; það hefur svikið mig. Ég er alltaf með svima og honum fylgir mátt- leysi.“ Þórður var aldrei með mjög stórt bú. Þegar flest var átti hann um 100 kindur, 5-6 kýr og 5 hesta. Hann á enn um 20 ær, en þær verða felldar í haust og þar með er búskap Þórðar í Haga lokið. Maður þriggja alda Bjarni Viimundarson, bóndi á Mófellsstöðum, flutti Þórði kveðju í veislunni frá sveitungum hans. Hann sagði að það hefði verið gott að eiga Þórð að sem nágranna. Það sem einkenndi öldunginn væri öðru fremur þrautseigja og dugnaður. Bragi Þórðarson bókaútgef- andi benti á það í afmælinu að Þórður væri fæddur á 19. öld, Hundahald leyft við Neðstaleiti UNGIR og gamlir heimsóttu Þórð á afmælinu. Hér heilsar Jón Gíslason, bóndi á Skeljabrekku, Þórði, en þeir eiga sama afmæl- isdag. Jón varð 74 ára í gær og var Þórður því 26 ára þegar Jón fæddist. Með þeim á myndinni er Oddbjörg Leifsdóttir, húsfreyja á Miðfossum, og barnabarn hennar, Agnar Daði Krístinsson. hefði nú lifað 20. öldina nær alla og ætti góða möguleika á að lifa fram á 21. öldina. Hann værí því maður þriggja alda. Margir sendu Þórði kveðjur á afmælisdaginn og voru þær lesn- ar upp í afmælisveislunni. Þórður hlustaði með athygli á upplest- urinn og var umhugað um að átta sig á hveijir sendu kveðjuna. Honum varð að orði þegar hann heyrði nafn gamals vinar sins undir einni kveðjunni „Já, hann er lifandi enn.“ Þórður sagðist vera alveg hissa á hvað margir hefðu komið í af- mælið. Sumir hefðu lagt á sig langt ferðalag. Hann sagði að það hefði verið gaman að hitta allt þetta fólk og hann væri því þakk- látur. Það verður mikið um að vera hjá Þórði um heigina, en þá verð- ur smalað i Haga. Auk þess hef- ur hreppsnefnd Skorradals- hrepps farið þess á leit við Þórð að hann opnaði hitaveitu Skorra- dals með formlegum hætti, en framkvæmdum við hana er að Ijúka. MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt að heimila Kristínu 01- sen að halda hund á heimili sínu við Neðstaleiti 1, en húsfélagið hafði lagt fram kröfu um að leyfi til hundahalds yrði afturkallað. Þar sem ágreiningur varð í borgar- ráði var málinu vísað til endanlegr- ar afgreiðslu borgarstjórnar. Rangar forsendur í tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram á fundinum, var lagt til að þar sem borgarráð hafi á sínum tíma tekið ákvörðun um að veita undanþágu frá banni við hunda- haldi, þrátt fyrir að ekki lægi fyr- ir samþykki allra íbúðareigenda í Neðstaleiti 1, verði leyfi Kristínar til hundahalds afturkallað. Ljóst sé að samþykki borgarráðs fyrir undanþágu frá banni við hunda- haldi hafi verið byggt á röngum forsendum, þar sem ekki hafi leg- ið fyrir samþykki tveggja þing- lýstra íbúðareigenda í húsinu. Bent er á að samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík frá 1. júní 1989, sé algerlega óheimilt að veita undanþágu frá banni við hundahaldi í fjölbýlishúsi nema allir íbúðareigendur séu því sam- þykkir. Frávísunartillaga samþykkt I frávísunartillögu borgarstjóra var vísað til greinargerðar skrif- stofustjóra heilbrigðiseftirlitsins en ákvörðun um að heimila hunda- hald byggði á henni og lagði borg- arstjóri til að tillögu sjálfstæðis- manna yrði vísa frá. Frávísunartil- lagan var samþykkt með þremur atkvæðum meirihluta gegn tveim- ur atkvæðum minnihluta. Tillagan um að hafna afturköll- un leyfis var síðan samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson greiddi atkvæði á móti. FÍB-Trygging hefur sölu bílatrygginga á vegum Ibex Motor Policies hjá Lloyd’s Býður FÍB-félög- um þriðjungs lækkun iðgjalda FIB-Trygging, sem starfar á vegum breska vátryggjandans Ibex Motor Policies hjá Lloyd’s, hóf í gær starf- semi á íslenska vátryggingamark- aðnum og tilkynnti um leið hvaða iðgjöld bílatrygginga yrðu í boði. Félagið býður um 30-35% lækkun iðgjalda frá iðgjöldum íslensku tryggingafélaganna fyrir um 96-97% félagsmanna. Tryggingamar eru bundnar við félaga í FIB. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur um eins árs skeið leitað leiða til að lækka iðgjöld félagsmanna sinna af bílatiyggingum. Hefur fé- lagið haldið því fram að íslensku vátryggingafélögin áætli kostnað við umferðarslys mun meiri en hann sé í raun og veru. Mismuninn á áætlun og raunverulegum tjónagreiðslum hafi félögin lagt í svokallaða bóta- sjóði og hafi þessir sjóðir verið að stækka um 2 milljarða króna á ári. FÍB ákvað að efna til útboðs á tryggingum fyrir félagsmenn sína í desember sl. og tókust samningar við alþjóðlega miðlun um að annast bílatryggingamar, en þær eru vá- tryggðar hjá Ibex Motor Policies á Lloyd’s tryggingamarkaðnum. Ekki lækkun hjá þeim yngstu Iðgjöld FÍB-tryggingar eru í sam- ræmi við áhættu vegna viðkomandi ökumanns. Yngstu ökumennimir fá ekki lækkun iðgjalda frá því sem áður hefur tíðkast og í sumum tilvik- um eru iðgjöld þeirra jafnvel hærri en hjá öðrum. Strax við 25 ára aldur fá bíleigendur lækkun iðgjalda og greiða að jafnaði 25-30% lægri ið- gjöld en hjá öðrum tryggingafélög- um, að því er fram kemur í greinar- gerð FÍB. Þetta sést nánar af með- fylgjandi dæmum sem FÍB-Trygging hefur tekið saman. Þá var í gær skýrt frá því að FIB- Tiygging og Bifreiðaskoðun íslands hefðu gert samkomulag um að fyrir- tækið annaðist tjónaskoðun fyrir FÍB-Tiyggingu. Þá mun sérstakur tjónauppgjörsfulltrúi, Smári Rík- harðsson, starfa beint fyrir útgef- anda tryggingaskírteinanna.. Dæmi um iðgjöld í eftirfarandi dæmum er lækkun iðgjalda frá 26-37%. Aldur bíleiganda og stærð ökutækis ræður mestu um iðgjaldið. Ennfremur er lægra iðgjatd utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar. Dæmin eru tekin uÍTFabyrgðartryggingu ökutæk- iáns með framrúðutryggingu og mjðað er við að bfleigandínn Kafi fullan bógus (70%). Hægt erað fá 10% viðbótar afslátt af ábyrgðartryggingunni með því að taka 29.000 kr. sjálfsábyrgð. | DÆM111 | DÆMI41 |DÆMI7| Aldur bíleiganda: 29 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Toyota Corolla GL Argerð bifreiðar: 1992 Tryggingafélög: Vátryggingafélag ísl. - 35.258 kr. FIB Trygging - 26.183 kr. Verðmunur: 26% j | DÆMI81 Aldur bíleiganda: 25 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Subaru Justy GL 4WS Árgerð bifreiðar: 1992 Tryggingafélög: Tryggingamiðstöðin - 32.953 kr. FIB Trygging - 23.206 kr. Verðmunur: 33% Aldur bfleiganda: 35 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Nissan Micra GS Árgerð bifreiðar: 1992 Tryggingafélög: Sjóvá-Almennar - 31.546 kr. FÍB Trygging - 20.638 kr. Verðmunur: 35% Aldur bfleiganda: 69 ára Búseta: Egilsstaðir Bifreið: Jeep Cherokee Árgerð bifreiðar: 1990 Tryggingafélög: VIS - 29.923 kr. FÍB Trygging -19.113 kr. Verðmunur: 36% DÆMI21 DÆMI5 DÆMI9 Aldur bfleiganda: 45 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Honda Accord EX Árgerð bifreiðar: 1989 Tryggingafélög: Trygging hf. - 32.635 kr. FIB Trygging - 24.567 kr. Verðmunur: 33% Aldur bíleiganda: 55 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Subaru Legacy Árgerð bifreiðar: 1994 Tryggingafélög: Tryggingamiðstöðin - 39.140 kr. FIB Trygging - 24.567 kr. Verðmunur: 37% Aldur bfleiganda: 40 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Volvo 760 Árgerð bifreiðar: 1990 Tryggingafélög: Vátryggingafélag isl. - 38.432 kr. FIB Trygging - 24.567 kr. Verðmunur: 36% | DÆMI31 | DÆMI61 DÆM110 Aldur bfleiganda: 25 ára Búseta: Egilsstaðir Bifreið: Nissan Micra GS Árgerð bifreiðan 1992 Tryggingafélög: Skandia - 28.578 kr. FÍB Trygging -18.656 kr. Verðmunur: 35% Aldur bfleiganda: 35 ára Búseta: Húsavik Bifreið: Subaru 1800 Turbo Árgerð bifreiðan 1989 Tryggingafélög: VIS - 27.397 kr. FÍB Trygging -19.164 kr. Verðmunur: 30% Aldur bfleiganda: 56 ára Búseta: Höfuðb.sv. eða Akureyri Bifreið: Toyota Corolla Árgerð bifreiðar: 1996 Tryggingafélög: Sjóvá-Almennar - 35.592 kr. FÍB Trygging - 24.406 kr. Verðmunur: 37% i \ l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.