Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG vil bara ekki hafa að þið séu að leika ykkur lengur með þessum gaurum . . . Málefni mannsins sem framseldur var til Finnlands Framsalið lagt fyrir Mannréttindanefnd TÓMAS Jónsson héraðsdómslög- maður er að athuga með hvaða hætti framsalsbeiðni Finna og framsal íslendinga á skjólstæðingi hans frá Sierra Leone verður lagt fyrir Mannréttindanefnd Evrópu. Finnskir lögfræðingar vinna að endurupptöku sakamáls á hendur manninum í Finnlandi. Maðurinn áfrýjaði dómi finnsks undirréttar fyrir nauðgun árið 1992. Áður en áfrýjunin var tekin fyrir var hann hins vegar þvingaður úr landi af finnskum lögregluyfir- völdum. Hann hélt til Sierra Leone og þaðan til ísafjarðar í janúar árið 1993. Hann hefur haft heimilisfestu á ísafírði síðan. Af því leiðir að maðurinn var ekki viðstaddur réttarhöld áfrýjun- ardómstóls í Finnlandi árið 1993. Með niðurstöðu dómstólsins var refsing hans lengd um 4 mánuði og gerð óskilorðsbundin. Undirrétt- ur hafði dæmt manninn til eins árs og sex mánaða skilorðsbundins fangelsis. Maðurinn var kærður fyrir kyn- ferðisafbrot á ísafirði í apríl sl. En með lögreglurannnsókn var hann hreinsaður af áburði. Við rannsókn- ina á ísafirði virðast finnsk lög- regluyfirvöld hafa orðið áskynja um dvöl hans hér. í framhaldi af því var krafist framsals mannsins á grundvelli framangreinds nauðgun- ardóms. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á framsalið og situr maðurinn nú í fangelsi í Finnlandi. Mannréttindi ótvírætt brotin Tómas Jónsson, héraðsdómslög- maður og verjandi mannsins, segir ótvírætt að brotin hafi verið mann- réttindi á manninum með því að gefa honum ekki tækfæri til að halda uppi vörnum við réttarhöld áfrýjunardómstólsins í Finnlandi. Ekki síst af því maðurinn áfrýjaði sjálfur málinu í þeim tilgangi að sanna sakleysi sitt. Frestur til að skjóta meintum mannréttindabrot- um Finna frá þessum árum til Mannréttindanefndarinnar sé hins vegar löngu liðinn. Því snúist mála- tilbúnaðurinn nú um með hvaða hætti brotin hafi verið mannréttindi á manninum með framsalinu. „Við teljum að mannréttindabrot geti falist í því að fara fram á framsal á grundvelli dóms áfrýjunarréttar- ins enda hafi skjólstæðingi mínum ekki verið gefinn kostur á að vera viðstaddur og veija sig. í framhaldi af því hafi íslendingar með framsal- inu tekið skuldbindingar við Finna fram yfír mannréttindagæslu,“ sagði Tómas. Hann sagði að málið væri laga- lega mjög flókið en fljótlega yrði Ijóst hvernig með það yrði farið. Að ósk skjólstæðings hans yrði allra leiða leitað. Finnskir lögfræðingar vinna að endurupptöku máls mannsins í Finnlandi. Óvenju smátt geitungabú FJÖLSKYLDA á Bakkaflöt 7 í Garðabæ uppgötvaði á dögunum þetta óvenjulega litla geitungabú sem komið hafði verið fyrir í sí- berísku baunatré við innganginn á íbúðarhúsinu. Geitungabúið er aðeins ein tomma að þvermáli. „Eg hef aldrei séð svona lítið geitungabú. Það er alveg við inn- ganginn en við höfum þó aldrei orðið vör við geitunga þar. Það hefur hins vegar verið mikið um geitunga hér eins og annars stað- ar, sérstaklega í ágústmánuði, “ sagði Karl Guðmundsson, íbúi á Bakkaflöt. Morgunblaðið/Ásdís Vímulaus æska 10 ára Vakning hef- ur orðið hjá foreldrum NIUTIU foreldrar komu saman í húsakynnum SÁÁ fyrir rúmlega tíu árum og ákváðu að stofna samtökin Vímulaus æska í þeim tilgangi að styðja foreldra við forvarnir. Aðdragandinn var sá að fernt fór til Bandaríkj- anna til að kynna sér Pride, foreldrasamtök þar í landi, og eftir að heim kom kynntu ijórmenning- arnar á umræddum fundi hvers þeir urðu vísari vestanhafs. „Þetta voru Bogi Arnar Finnbogason, formaður Samfoks, Ragnheiður Guðnadóttir og _Ómar Ægisson frá SÁÁ og séra Birgir Ás- geirsson. Þarna var ákveðið að stofna félag- ið,“ segir Elísa Wíum, fram- kvæmdastjóri samtakanna. Hvernig stóð á því að foreldr- ar ákváðu að stofna þessi sam- tök? „Fólk fór að hugsa sem svo að vímugjafar, sem flæddu yfír heiminn, hlytu fyrr eða síðar að koma hingað til lands. Að við myndum ekki sleppa. Samtökin voru formlega stofnuð 20. sept- ember og fljótlega kom í ljós að þörfin var fyrir hendi. Til voru foreldrar sem áttu í vandræðum og fyrstu árin tengdust vanda- málin sem við unnum með fyrst og fremst áfengisneyslu ungl- inga. Það hefur breyst, því mið- ur. Nú hafa önnur vímuefni bæst við.“ Hvernig starfa samtökin? „Vímulaus æska er foreldra- samtök sem stofnuð voru til að styrkja foreldra í fyrirbyggjandi uppeldisstarfi. Það skiptir miklu máli að byija á forvörnum nógu snemma og samtökin hófu strax útgáfu á blöðum og bæklingum með upplýsingum til foreldra. Vímulaus æska hefur frá byij- un verið í ágætu samstarfi við Lions-hreyfinguna á íslandi en hún hefur með ýmsum hætti styrkt starf samtakanna í vímu- vörnum. Þegar farið var að kenna náms- efnið Lions-Quest í grunnskólum árið 1988 tóku samtökin að sér að gefa út for- eldrabókina Árin sem koma á óvart, en henni er dreift til allra foreldra í Quest-náminu. Námsefnið Li- ons-Quest er ætlað sjöunda og áttunda bekk grunnskóla, tólf og þrettán ára krökkum. Hefur starfsemin eitthvað breyst; hafa forvarnir e.t.v. vikið fyrir til dæmis meðferð? „Við höfum frá byijun ein- göngu unnið forvarnastarf. Við erum að skerpa á foreldraþættin- um og alltaf er að koma betur og betur í ljós hve þáttur foreldr- anna er mikilvægur. Illa getur farið ef þeir eru ekki með; bæði sem fyrirmyndir og líka skiptir miklu hvernig þeir taka á þessum málum heima, að byijað sé að ræða þau nógu snemma og að þeir haldi góðum aga, til dæmis í sambandi við útivistartíma. Að settar séu reglur og þær haldnar. Við erum líka alltaf með nám- skeið, sálfræðingarnir Sæmund- ur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Gunnarsson settu saman nám- Elísa Wíum ► ELÍSA Wíum er fram- kvæmdastjóri samtakanna Vímulaus æska sem stofnuð voru 20. september 1986 og verða því tíu ára á morgun. Elísa var kosin í undirbúnings- stjórn 1986 þegar foreldrar fóru að huga að stofnun sam- takanna og hefur verið fram- kvæmdastjóri síðustu sex ár. Foreldrar standa sig betur en fyrir tíu árum skeiðið Agi og uppeldi fyrir okk- ur og við höfum farið víða með það. Við höldum foreldrafundi og aðra hópfundi og erum á ýmsan hátt í sambandi við for- eldra. Svo stofnuðum við Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörn- um ásamt ÍÚT æskulýðssam- tökunum og hún hefur komið mjög vel út. Þar fara fram rann- sóknir og ýmiss konar fagvinna, sem er nauðsynleg samhliða okk- ar starfi." Þið eruð með svokallaðan for- eldrasíma opinn allan sólarhring- inn. Er mikið hringt í hann? „Já. Við höfum haft hann op- inn allan sólarhringinn í tæp tíu ár og hann er mikið notaður. Foreldrar hringja út af vanda- málum sem tengjast vímuefnum og við reynum að hjálpa; bendum á hvað sé til ráða og aðstoðum þá sem þurfa á frekari ráðgjöf að halda. Við erum með sáifræðing og ráðgjafa á okkar veg- ■ ■ um, leiðbeinum og veitum aðstoð við greiningu en erum ekki sjálf með meðferð." Verðið þið með einhver sér- stök verkefni í tilefni afmælisins? „Já, við höldum afmælisfund í október og verðum einnig með morgunverðarfundi um vímu- efnamál og sérstakt afmælisrit verður gefið út í október.“ Finnst þér æskan í dag nær því að vera vímulaus en hún var fyrir tíu árum? „Mér finnst staðan í vímu- efnamálum ekki mög góð en við megum ekki gleyma því að það eru miklu fleiri krakkar sem eru til fyrirmyndar. Hinir eru bara meira áberandi. Foreldrar velta því líka miklu meira fyrir sér nú en fyrir tíu árum hvernig þeir geti staðið sig í þessum þætti uppeldisins. Það hefur orðið vakning hjá foreldrum sem er mjög ánægjulegt því það skiptir mestu máli í forvörnum að þeir standi sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.