Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 23 Tímarit • TÍMARIT Máls og menningar, þriðja hefti 1996 er komið út. Skáldskapur og greinar um bók- menntir eru uppistaðan í tímarit- inu, en einnig eru þar greinar um myndlist og fagurfræði. Viðamesti einstaki efnisþáttur TMM að þessu sinni er ítarlegt viðtal Silju Aðalsteinsdóttur við Matthías Johannessen skáld og ritstjóra, en það spannar skáldferil hans frá upphafi til þessa dags. Skáldskapurinn í TMM nú saman- stendur af Ijóðum eftir Matthías Johannessen, BaldurA. Krist- insson, Jónas Þorbjarnarson og Súsönnu Svavarsdóttur og smá- sögum eftir þá Helga Ingólfsson og Eystein Björnsson. Af bókmenntagreinum má nefna grein Páls Valssonar um trúar- og heimspekilegan bakgrunn ljóðs- ins „ Grátittlingurinn “ eftir Jónas Hallgrímsson og grein Halldórs Guðmundssonarþar sem hann ber saman skáldsögurnar Gróður jarðar eftir Knut Hamsun og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax- ness. Nú eru hundrað og fimmtíu ár liðin frá fæðingu Benedikts frá Auðnum og af því tilefni birtir Sveinn Skorri Höskuldsson erindi um Bene- dikt sem hann nefnir „Boðberi mannlegrar samábyrgðar“. Tvær greinar í tímaritinu tengjast myndlist meira og minna. Annars vegar skrifar Guðbergur Bergsson grein sem hann nefnir „Hugmyndir um fegurðina". Hins vegar er spánný grein eftir skáldsagnahöfundinn Milan Kundera um breska listmálarann Francis Bacon, „Fantatök list- málarans", en málverkið sem prýðir ritið er eftir Bacon. Tímarit Máls og menningar kemur út f/órum sinnum á ári og kostar ársáskrift 3.300 kr. Það er 136 bls., unnið íPrentsmiðjunni Odda hf. Ritstjóri TMM erFriðrik Rafnsson, aðstoðarritstjóri Ingi- björg Haraldsdóttir en ritnefnd skipa þau Árni Bergmann, Kristján Árnason, Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir. Blandaðir bókaávextir frá Fróða Sly savarnafélag- ið o g Timbúktú Lou felligardína 80x160 cm Úrval efna hefur oft verið gott en aldrei sem nú. Ásdís Jóelsdóttir textíl- hönnuður verður til ráðgjafar um efniskaup, hugmyndir og saumaskap á gardínum, himna- sængum, dúkum, púðum o.fl. á morgun, föstudag kl. 13 til 18 og 13 til 17 laugardag. fyrir nlla snjalla Holtagöröum viö Holtaveg / Póstkröfusími 800 6850 FRÓÐI sendir frá sér fyrir jólin ævisögu, þjóðlega þætti, barnabók og eina ljóðabók svo eitthvað sé talið, einnig þýdd- ar spennubækur og næringarfræði. Ekki hefur enn verið fundið nafn á ævisögu Hannesar Þ. Hafstein sem Steinar J. Lúðvíks- son skráir. í bókinni segir Hannes frá uppvaxtarárum sín- um á sýslumanns- heimilinu á Húsavík, frá ævintýrum í starfi sínu hjá bandarísku strand- gæslunni, frá farmennskuárum hjá Eimskipafélaginu og rekur einnig starf sitt og starfslok hjá Slysavarnafélaginu þar sem hann var erindreki, síðan framkvæmda- stjóri og loks forstjóri. í nýrri bók segir Ómar Þ. Ragn- arsson frá eftirminnilegum per- sónum sem hann hefur kynnst. Prakkarakrakkar nefnist barnabók eftir Helgu Möller. Þetta er þriðja barnabók Helgu, en hin- um fyrri var vel tekið. Teikningar í bókinni eru eftir Ólaf Pétursson. Fyrsta ljóðabók Jóhönnu Kris- tjónsdóttur rithöfundar og blaða- manns nefnist Á leið til Timbúktú. í henni eru ferðaljóð frá fjarlægum löndum. „Ljóðin eru myndræn og skáldið nær fram sterkum áhrif- um, bæði af umhverfi og mann- fólkinu“, segir í kynningu Fróða. Ur álögum er eftir bandaríska spennusagnahöfundinn Stephen King og segir í kynningu forlagsins að hún þyki með betri bókum höf- undarins. Efnið er ofbeldi á heimili og tilraun konu illskeytts lögreglu- manns til að stijúka að heiman. Örlagasaga tveggja Ijölskyldna í borginni Whittingbourne er efni Milli vina eftir breska metsöluhöf- undinn Joanna Trollope. Jólaaskjan eftir Bandaríkjamanninn Richard Paul Evans er lítil og að sögn sér- stæð jólasaga. Hin myrku spor er safn sextán sannra sakamálafrá- sagna, m. a. greinir frá Ruth Ellis, síðustu konunni sem var líflátin í Bretlandi. Að lokum skal nefna Ég borða - en grennist samt eftir franska næringarfræðinginn Michel Mon- tignac í þýðingu Guðrúnar Finn- bogadóttur. Montignac telur stranga megrunarkúra lítils virði og setur fram nýjar kenningar um baráttu við aukakíló og um kjör- þyngd. Myndlist á alnetinu FYRSTA Myndlistar-akademían á alnetinu verður formlega opnuð l.október. Nú þegar hafa nokkrir myndlistar- menn verið ráðnir sem kennarar, en kennarar verða frá ýmsum löndum. Hægt er að sækja um aðgang að akademíunni og fyrst um sinn verður það nemendum að kostnaðarlausu. Einnig geta þeir sem hug hafa á kennslu sótt sérstaklega um. Heimaslóðin nú er: http://www.is- landia.is/gummi/academie.htm TRAUSTAR VÖRUR OG ÞJÓNUSTA , VIÐ ÍSLENSKAN I FISKIÐNAÐ 1 OG SJÁVARÚTVEG = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 ■Já nú ergaman því allar haustvörurnar streyma inn. Sjáid til dæmis þennan frábæra sænska sófa sem allir myndu vilja hafa í stofunni hjá sér. Hvernig væri nú ad líta til okkar og prófa þennan þægilega sófa ? Joker2ja sæta sófi kr. 56.660,- 3ja sæta sófi kr. 71.860,- Joker sófasett 3-1-1 kr. 154.780,- sófasett 3-2-1 kr. 169.980,- Joker 6 sæta hornsófi kr, 159.980,- Vid bjódum upp á húsgögn fyrir öll herbergi heimilisins. Sparaöu þér sporin og komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins. Stgr.afsjáttur eða goð greiðS|Uk]or Verið velkomin V/SA Við opnum kl.9 Mánud.-Laugard. HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20 -112 Rvík - S:587 1199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.