Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR AÐSEIMDAR GREIIMAR Bóndadóttir og fleiri konur Morgunblaðið/Golli BÓNDADÓTTIR úr strjálli afdala/örlendisræmubyggð á möl- inni er ein að leita að rismeira lífi. Sigrún Sól Ólafsdóttir frum- flytur einleikinn Gefin fyrir drama þessi dama eftir Megas í Hafnarhúsinu í kvöld. Nýr einleikur Megasar, Gefín fyrir drama þessi dama, verður frumfluttur í Hafnarhús- inu í kvöld. Þröstur Helgason kynnti sér verkið, sem ffallar um íslenskar konur, sum- ar drykkfelldar og vímusjúkar, aðrar í heljar- greip leiðans eða með tilfínningaástríðu- hraunmassa vellandi um æðar. „GEFIN fyrir drama þessi dama er leikrit um hvunndagshetjuna sem, eins og Megas segir, þú færð ekki greint í gráum seigfljótandi massanum komna út úr meters radíus“, segir Sigrún Sól Ólafs- dóttir sem frumflytur einleik Meg- asar í Hafnarhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöld. „Þetta er venju- legt fólk, fólk sem öllum stendur á sama um en verður eitthvað svo áhugavert þegar maður tekur það út úr þvögunni og gefur því gaum.“ Sigrún Sól er upphafsmann- eskja þessarar sýningar. Hún fór fyrir tveimur árum í heimsókn til Megasar með nokkur stikkorð að leikriti: konur, einsemd kvenna, kona ein en jafnframt margar, samspil leikara og áhorfanda og íslenskur veruleiki. Megasi leist strax vel á hugmyndina og leið ekki á löngu þar til hann var bú- inn að skrifa langan einleik um íslenskar konur. „Eg valdi Meg- as“, segir Sigrún Sól, „vegna þess að hann hefur svo sérstaka sýn á íslenskan veruleika, auk þess sem hann hefur ekki verið frægur fyr- ir að fara mildum höndum um ís- lenskt kvenfólk í verkum sínum. Mér þótti það spennandi verkefni að fá hann til að skrifa verk um íslenskar konur sem konur myndu svo leika og leikstýra." Ólgandi tilfinninga- ástríðuhraunmassi „Þetta er ekki hefðbundið leik- rit að því leytinu til að það hefur ekki hina klassísku byggingu með upphafi, miðju og endi,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri. „Það byggir á lífi sex ólíkra ís- lenskra kvenna, þær eru á mis- munandi aldri og hafa mismun- andi bakgrunn. Aðalpersónan er Snót sem býr í löngu rifnu en aft- urgengnu og upprisnu gettói sem við köllum Höfðaborg. Hún er drykkfelld, vímusjúk kona á fram- færi Féló og lifir á því víni sem hollvinir hennar færa henni gegn eðlilegasta greiða. Hjá henni skúrar ung stúlka úr háskólanum sem er jafnframt eins konar miðill í verkinu, í gegnum hana líkamn- ast þær persónur sem við kynn- umst í verkinu; hún er daman sem getur sagt um allar hinar: Væruð ekki til ef ekki væri ég. Leikþátta- samkeppni STÚDENTALEIKHÚ SIÐ efnir nú til árlegrar sam- keppni um gerð frumsaminna leikþátta fyrir svið. Sam- keppnin er öllum opin, innan Háskóla íslands sem utan. Þó eru þeir undanskildir sem þegar hafa átt verk á fjölum atvinnuleikhúsanna. Vænt- anlegir verðlaunaþættir verða teknir til sýninga eftir ára- mót. Engar kvaðir eru lagðar á um efni eða efnistök. Innsend handrit skulu vera merkt dul- nefni í umslagi merktu Stúdentaleikhúsinu og með- fylgjandi skal vera umslag merkt dulnefninu sem inni- heldur rétt nafn höfundar og símanúmer hans. Handritum skal skila á skrifstofu Stúd- entaráðs fyrir 1. desember 1996. Svo er það Guðríður, kona á besta aldri á leið með leið 1 frá FIókagötu/Gunnarsbraut niður í miðbæ ásamt eiginmanni sínum Arnmundi að snæða úti til hátíðar- brigða. í heljargreip leiðans, hefur hún af algerri grimmdaralvöru gengið í gegnum minna en ekki neitt, jafnvel fluga á rúðu veldur straumhvörfum. Bóndadóttir úr stijálli afdala/örlendisræmubyggð á mölinni er að leita að rismeira lífi. Á yfirborðinu æðruleysi sem stefnir að fálæti en ólgandi tilfinn- ingaástríðuhraunmassi vellur um ótal æðar í djúpinu - virk eldstöð, bara ekki rugla henni saman við kýrnar. Síðan kynnumst við ungri stúlku, vel verseraðri í Iitprentuðu tímaritunum sem glóir á, trúuð á sjálfa sig, gæfu sína og góðan kropp; dvelur að haustlagi í þétt- býliskjarna sveitar sinnar svo hún missi ekki af uppgripunum í slát- urtíðinni. Vantar farareyri því hún hefur stillt kúrsinn á stórborgina. Þarna er líka glansritstýran Satína Tjarnan sem formar formála að forsíðuviðtali. Miðpunktur verksins er þannig þessi íbúð sem skúringakonan kemur í en leikurinn berst ansi víða. Við heimsækjum aðrar íbúðir hjá ættingjum Snótar, við förum inn á skrifstofu og í sláturhús, niður í miðbæ og upp í sveit. Og á þessum ferðum koma auðvitað fyrir miklu fleiri persónur en þess- ar sex konur, Sigrún bregður sér í líki alls konar kynlegra kvista sem verða á vegi kvennanna sex.“ Skapað með tungumálinu „Það sem gerir þetta leikrit að jafn miklu þungavigtarverki og raun ber vitni,“ segir Kolbrún, „er hæfileiki Megasar til að skapa með tungumálinu. Það hefur verið skemmtilegt að læra þennan texta og rýna í hann, fínna oft á tíðum dulbúna merkingu hans. Það er til dæmis algerlega einstakt hvernig Megas notar slangur, þar koma upp hlutir sem maður hefur aldrei heyrt áður og maður verður bara að venjast smámsaman. Þetta er tilbúið tungumál." „Maður er alltaf að fínna ein- hveija nýja og nýja gullmola þó að maður sé búinn að vera að vinna að þessu handriti í um tvö ár með Megasi,“ heldur Sigrún Sól áfram. „Textinn kemur svona hægt og hægt til manns, þetta er nánast eins og Shakespeare. Raunar vísar hann oft í Shakespeare og aðra klassíkera í verkinu, það er eins og völundarhús að vinna í. Og auðvitað hafa það verið for- réttindi fyrir mig sem leikara að fá að vinna sýninguna í svona mikilli samvinnu og nánd við höf- undinn og leikstjórann." Hvunndagshetjan ljósmynduð Samhliða sýningu leikritsins verður opnuð ljósmyndasýning eft- ir Spessa í hliðarsal í Hafnarhús- inu. Að sögn Spessa var sýningin unnin út frá verkinu og fjallar um hvunndagshetjuna eins og það. „Þetta eru tíu myndir af íslensku fólki, sjö konum og þremur körl- um. Ég setti mér þá reglu við vinnslu sýningarinnar að ég þekkti ekki fyrirsæturnar. Þær yrðu líka að vera svo venjulegar að maður myndi varla sjá þær mætti maður þeim á götu; þetta fólk hef ég fundið úti á götu, í bakaríi og kjör- búð eða á matsölustað. Niðurstaðan af þessu öllu sam- an er kannski sú að þetta fólk er svo venjulegt að það er áhuga- vert.“ Miðbærinn MÁLEFNI miðbæj- arins í Reykjavík hafa á undanförnum mán- uðum verið mikið til umfjöllunar og hefur umræðan einkum beinst að umferð- armálum, löggæslu og stefnu borgarinnar í bílastæðamálum. Upp- bygging og efling mið- bæjarins hefur verið sérstakt viðfangsefni borgaryfirvalda á uml- iðnum árum en það var fyrst árið 1986 sem heildstætt deiliskipu- lag af miðbænum var samþykkt í borgar- stjórn. Það var algjör forsenda fyr- ir markvissu uppbyggingarstarfí í miðbænum. hefur mótmælt þessari gjaldskyldu og fullyrðir að hún vinni gegn þeirri stefnu að efía þjónustu og verslun á þessu svæði og auka mannlíf í miðbænum um helgar. Ég tel að þessi gagnrýni eigi fullan rétt á sér og því verði að endurskoða reglur um bílastæða- gjöld hvað þessi atriði varðar. Hafnarstræti Deiliskipulag mið- bæjarins gerði ráð fyrir því að Hafnarstræti yrði lokað við Aðalstræti og jafn- framt við Lækjargötu þegar ný skiptistöð SVR yrði reist þar. Nú Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Forysta sjálfstæðismanna í framhaldi af samþykkt deili- skipulagsins 1986 hafa borgaryfir- völd staðið að ýmsum framkvæmd- um og samþykkt tillögur í þeim til- gangi að styrkja stöðu þessa mikil- væga bæjarhluta Reykjavíkur. Laugavegs- og Hverfisgötusvæði er að sjálfsögðu nátengt miðbænum og því brýnt að líta á þessi svæði sem eina heild þegar fram- kvæmdaáform eru undirbúin og samþykkt. Undir forystu sjálfstæðismanna í borgarstjórn hafa margar mikil- vægar framkvæmdir á miðbæjar- svæðinu átt sér stað, m.a. nýtt og glæsilegt torg í hjarta miðbæjarins, Ingólfstorg, endurgerð Tjarnar- bakka og Arnarhóls, lagning Geirs- götu og gerð nýs hafnarbakka, Miðbakka, m.a. fyrir skemmtiferða- skip, endurgerð og upphitun margra gatna og gangstétta í mið- bænum, bygging bílageymsluhúsa við Vesturgötu, Bergstaðastræti, Hverfisgötu og Lindargötu, endur- gerð Laugavegar frá Ingólfsstræti að Frakkastíg, kaupin á Iðnó auk lagfæringa á húsnæðinu og bygg- ing ráðhússins. Ennfremur hefur umhverfið víða verið fegrað og að- staða gangandi vegfarenda bætt. Þessar framkvæmdir hafa allar miðað að því að miðbær Reykjavík- ur geti verið vettvangur iðandi mannlífs í fallegu umhverfi og áfram gegnt hlutverki sínu sem miðstöð stjórnsýslu borgar og ríkis, menningarlífsins, verslunar og þjónustu. Umferðar- og bíla- stæðamál endurskoðuð Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á undanförnum árum í miðbænum og nálægum svæðum er enn margt ógert, m.a. endurgerð Austurstræt- is og Laugavegar frá Frakkastíg að Hlemmi. Þau málefni miðbæjar- ins sem nú eru efst á baugi eru umferðar- og bílastæðamál og lög- gæslumál. Fyrir vöxt og viðgang miðbæjarins eru þessi mál ekki síð- ur mikilvægari en þær framkvæmd- ir og aðgerðir í miðbænum sem fyrr eru nefndar. Að frumkvæði sjálfstæðismanna í borgarráði var nýlega skipuð nefnd til að fara yfir umferðar- skipulag og bílastæðamál miðbæj- arins með fulltrúum frá Þróunarfé- lagi Reykjavíkur, Miðbæjarfélaginu og eftir þörfum einnig frá Lauga- vegssamtökunum og íbúasamtök- um í nærliggjandi hverfum. Nefnd- in á að ljúka störfum fyrir 1. des. nk. Stöðumælagj öld Tíðar breytingar hafa átt sér stað á reglum um stöðumælagjöld í mið- bænum á undanförnum árum. Á síðasta ári voru framkvæmdar breytingar sem m.a. fólu í sér að gjaldskylda stöðumæla á virkum dögum var lengd frá kl. 16 til kl. 18 og jafnframt samþykkt að setja gjaldskyldu á bílastæði og stöðu- mæla á laugardögum. Mikill meiri- hluti hagsmunaaðila í miðbænum Mikilvægt er að koma í veg fyrir, segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálms- son, að miðbærinn verði varanlegt „hættusvæði". hafa skipulagsforsendur breytst og skiptistöðin staðsett með öðrum hætti en staðfest deiliskipulag sýn- ir. Ennfremur er Hafnarstræti áfram opið við Aðalstræti. Það er því fátt sem mælir gegn því að Hafnarstræti verði áfram opið fyrir bílaumferð frá Pósthússtræti og forgang strætisvagna inn á Hafnar- strætið má vel tryggja með umferð- arljósum sem vagnstjórar stjórna. Löggæslan Veitinga- og skemmtistöðum hefur ljölgað verulega í miðbænum og næsta nágrenni á undanförnum árum. Um helgar sækja þúsundir manna þessa staði og aðsóknin er einnig mikil á virkum dögum. Það er því enn mikilvægara en áður að haldið sé uppi góðri löggæslu á svæðinu, m.a. til að koma í veg fyrir ofbeldisafbrot og skemmdar- verk, sem hafa aukist. Lögreglan hefur lagt sitt af mörkum til að svo megi verða m.a. með sérstakri grenndariöggæslu og löggæslu- skipulagi miðbæjarins að kvöld- og næturlagi um helgar. Mikilvægast er þó að borgaryfirvöld og lögreglan í samvinnu leiti allra leiða til að koma í veg fyrir að miðbærinn verði varanlegt ,hættusvæði“ að kvöld- og næturlagi. Aðeins einn miðbær Miðbærinn gegnir þýðingarmiklu hlutverki í bæjarlífinu og enginn annar staður getur komið í staðinn fyrir miðbæinn. Verslanastöðvar í nýrri hverfum borgarinnar geta aldrei gegnt því hlutverki sem mið- bærinn hefur gert og mun gera. Þær hafa ekki bakgrunninn af sögu og lífi kynslóðanna eða nálægðina við stjórnsýslu borgar og ríkis. Höfundur er borgarfulltrúi. Óskalisti h rií/ih. //S ncinnci Kjjujufjjunusiu fyrir brúðkaupið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.