Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 27 Hvað skal nú tíl varnar vorum sóma? ÞESSI fleygu orð hafa oft hvarflað að mér undanfarin ár þegar umræða og ástand í landbúnaði er rætt á fundum og í fjölmiðlum. í þessum umræðum hefur skuld gjarnan verið skellt á einhvern sem síst skyldi. Undirritaður var sveitarstrákur á sumrin eins og al- gengt var á áratugn- um frá 1950 til 1960 og kynntist því land- búnaði á tímamótum. Við ísafjarðardjúp var Iandbúnaði sinnt á fornan máta þar sem mest allt hey var bundið í bagga og á stundum var malað tað í kvörn og vatn borið á grind- um. Gjarnan voru þrír til fjórir karlmenn í þrælaslætti og hrífur voru allt frá trétindahrífu til ál- hrífna sem þótti lúxus. Heyvinna stóð frá_ lokum júni til loka ágúst a.m.k. Á fjalli voru allt að 1200 ijár, þar af 100 sauðir. Gelding var framkvæmd á hrútlömbum með vasahníf og tókst án þess að skepnur sýktust eða yrðu veikar. Afkoma var góð og störfin unnin með gleði, hvort sem um var að ræða að rifja hey, hirða, byggja upp lanir eða setja í galta. Hirðing í hlöðu var svo sérstök athöfn sem allir voru með í og lauk degi gjarna með kakói, heitum flatkökum og nýstrokkuðu smjöri. Frekar upp- talningu tel ég ekki þurfa til að riija upp liðna tíð; en allir þeir sem unnu þessi störf töldu sig vinna landi og þjóð mikið gagn og vera nýtir þegnar. Tækni og tímamót! Á þessum áratug breyttist tæknin úr handafli í hestavélar og smám saman í það að allur heyskapur var unninn með traktor og vélum sem traktor var beitt fyrir. Enn var gleði við lýði og fólk vann með ánægju þó færri væru við störfin og kröfur til lífsgæða hefðu aukist að mun. Breyttir tímar og nýj- ar kröfur hafa leitt landsmenn á nýjar brautir; menning er önnur, miðlun efnis nærri takmarkalaus með Interneti, sjón- varpi og hverskyns annarri miðlunar- tækni. Kvótasetning og höft kerfis hafa innleitt nýja tíma. Frelsi til framleiðslu er mjög takmarkað, endurnýjun verður ekki nema með því að barn tekur við af foreldri á betri búum, mjög víða leggst búskapur af og sveitir gliðna vegna þess að afkoman er engin og enginn getur keypt þessvegna. Kunna kratar ráð? Það verða örugglega einhveij- ir sem spyija slíkra spurninga ef þeir lesa það sem hér er sett á blað. Undirritaður hefur átt mikil samskipti við bændur víða um land á liðnum 3 - 4 árum. Bændur sem einhvers máttu sín fyrir nokkrum árum eru annað hvort að ganga á eignir sínar og/eða að safna skuld- um. Hefðbundinn búskapur gengur ekki upp, markaður er ekki nægur fyrir það magn framleiðsluvara sem þarf til að bændur almennt hafi góða afkomu. Gleðin sem nefnd var í upphafi er ekki lengur til staðar. Menn fá ekki að fram- leiða það sem þeir geta, ekki heyja eins og þeir vilja, ekki bijótast fram til nýrra búgreina, því allt er háð leyfi kerfisins eða takmark- að á einhvern hátt. Það sem er mest sláandi er að frumkvæði og framtak er í viðjum þess kerfis sem menn hafa sett utan um íslenskan iandbúnað. Það hvílir þung ábyrgð á þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við kjötkatla stjórnarráðsins og bera þeir mikla _sök, þó allir stjórnmálaflokkar íslands séu Kvótasetning og höft kerfis, segir Gísli S. Einarsson, hafa innleitt nýjatíma. einnig ábyrgir. Þau úrræði sem ég tel að verði að nota til að veita bændafólki von eru fólgin í breytt- um vinnuaðferðum og bættum vinnubrögðum. Ekki aðeins í ræktun og meðferð bústofns, held- ur sérstaklega í markaðssetningu, meðferð matvæla, og með nýjum hugsunarhætti. í mínum huga er ljóst að ef tekin verður upp rækt- un og markaðssetning lífrænna og vistvænna vara - kjöts, græn- metis, mjólkurvara, korns og fisks - er unnt að gera sér von um betri tíð og uppreisn frá þeim kjör- um sem alltof margir búa við í landbúnaði dagsins í dag. Þessi eru ráðin: 1) Heíjum nýja sókn í markaðssetningu. Nýtum 1300 tonna kjötkvóta á Evrópu með því að flytja út unnið beinlaust kjöt, vottað sem hágæðaframleiðslu, unnið eins og viðskiptavinir vilja vöruna en ekki eins og við teljum að þeir eigi að gera sér hana að góðu. 2) Bætum verkmenntun við úrvinnslu og meðferð matvæla. 3) Notum reynslu fisksölufyrirtækja við vöruvöndun og markaðssetn- ingu. Það er skortur á hágæðavöru í heiminum, við verðum að snúa okkur að kröfuhörðum neytendum sem vilja greiða hátt verð á sér- hæfðum mörkuðum. 4) Setjum okkur það markmið að 20 prósent íslensks landbúnaðar verði lífræn árið 2004 og annar landbúnaður nánast vistvænn; seljum úrvals- vöru frá úrvalslandi. 5) Gefum orðunum „Bóndi er bústólpi - bú er landstólpi" gildi á nýjan leik. Höfundur er þingmaður Alþýðuflokksins á Vesturlandi. Gísli S. Einarsson NEFND sem hefur það hlutverk að skoða frumvarp til laga um fæðingarorlof sem samið var árið 1990, var skipuð 14. nóvem- ber 1995. Nefndin hefur nú starfað í tæpt ár og búast má við að frumvarp til laga um fæðingaror- lof eða frumvarp til laga um greiðslur vegna fæðingar verði lagt fram á næsta þingi. Þau lög sem nú eru í gildi þarf að endur- skoða með það að markmiði að jafna fyrst stöðu kynjanna og byggja síðan ofan á það. Greiðslur til mæðra í fæðingarorlofi hafa verið mismunandi eftir því í hvaða stéttarfélagi viðkomandi er og einnig hvort viðkomandi er heima- vinnandi. Það á að vera megin- markmið þessarar nefndar að jafna fyrst þessa stöðu. Allar kon- ur sem eru útivinnandi ættu við töku fæðingarorlofs að fá ákveðna prósentu af reiknuðu meðaltali heildarlauna. Núverandi fyrir- komulag felur í sér misrétti sem hefur viðgengist alltof lengi. Til að jafna stöðu kynjanna verðum við að ná þessu fram fyrst. Þegar búið er að jafna þá stöðu sem nú er, verður vonandi tekið tillit til neðangreindra markmiða sem margir hafa lagt áherslu á á undan- förnum árum; Að tryggja feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Að tryggja ung- börnum umönnun beggja foreldra á fyrsta æviárinu. Að gera foreldrum kleift að taka fæðing- arorlofið á lengri tíma, með sveigjanlegum vinnutíma. Að fæðingarorlof ættleiðandi foreldra, uppeldis- eða fóstur- foreldra lengist. Að tryggja feðrum sérstakt fæðingarorlof strax eftir fæð- ingu t.d. 2 vikur. Að tryggja ungbörnum umönn- un beggja foreldra á fyrsta æviár- inu hlýtur að vera markmið þess- arar nefndar, á þann hátt að for- eldrar beri ekki skarðan hlut frá borði við töku orlofsins. Endur- skoða þarf fjármögnun fæðingar- orlofsins, t.d. gæti kostnaður at- vinnurekanda greiðst sem ákveð- inn hluti af tryggingagjaldi. Nán- ari útfærsla á tekjustofni sjúkra- tryggingadeildar vegna orlofsins verður ekki rakin hér, enda verk- efni nefndarinnar að leggja fram. Væntanlegt frumvarp getur leiðrétt stöðu kvenna í fyrirtækj- um og stofnunum. Þátttaka Fæðingarorlof sem gef- ur báðum foreldrum kost á að vera með börnum sínum á fyrsta æviárinu mun, að mati --■»------------------- Asgerðar Halldórs- dóttur, styrkja þá ein- ingu sem fjölskyldan er. kvenna í allri opinberri stefnumót- un er ein forsenda þess að breyt- ing geti orðið á úreltum viðhorfum og gamaldags fyrirkomulagi. For- eldrar ættu að vinna ötullega að því að tryggja jafnan rétt drengja og stúlkna, fræða börnin sín um stöðu kynjanna og vinna gegn því að börnin festist um of í farvegi hefðbundinnar verkaskiptingar kynjanna. Samkvæmt framkvæmdaáætl- un ríkisstjórnarinnar til fjögurra ára 1993-1997 stendur: „Ráðu- neyti og ráðherrar eiga samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar- innar að vinna að jafnrétti kvenna og karla.“ Nú lög um fæðingarorlof hljóta að hafa það sem aðalmarkmið að gera fjölskylduna sterkari ogjafna misrétti milli kvenna og karla. Höfumlur cr viðskipUifræðingur og situr jafnréttisnefnd Seltjarnarncss. Fæðingarorlof Ásgerður Halldórsdóttir Stefna heilbrigðis- ráðherra og auka- aðalfundur LI AÐ undanförnu hafa sviðsljósin beinst að aukaaðalfundi Læknafélags íslands, sem haldinn var í bytj- un september og nið- urstöður hans túlkað- ar. Sýnist þar sitt hveijum. Til fundar þessa var boðað að ósk 108 lækna vegna stefnu heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að efla heilsugæsluna og móta verkaskiptingu í læknisþjónustu utan sjúkrahúsa. Stefnu þessa setti ráðherrann fram í byij- un júlí í kjölfar viðræðna við heil- sugæslulækna en á eigin ábyrgð. í stefnuyfirlýsingunni er meðal annars getið stýrikerfis, sem al- menningur getur tekið þátt í að eigin vali, frekari uppbyggingar heilsugæslu á höfuðborgarsvæð- inu og héraðsbundinna fjárveit- inga til kaupa á heilbrigðisþjón- ustu. Hið síðastnefnda er í raun há- pólitískt mál og til samræmis við stefnu beggja stjórnarflokkanna og ekkert sérstakt baráttumál heilsugæslulækna. Það er þó ein leið til skipulags og fellur vel að hugmyndum þeirra um samræm- ingu í læknisþjónustu. Fjölmargt annað er að finna í stefnu ráðherrans svo sem um vaktir í heilsugæslunni og um málefni yfirlækna á heilsugæslu- stöðvum og héraðslækna. Eru þetta allt mál, sem of lengi hafa beðið eftir mótun af hálfu heil- brigðisstjórnarinnar, en Ingibjörg Pálmadóttir ætlar nú að taka á. Er það vel. Fundurinn var haldinn í skugga uppsagna heilsugæslulækna og til hans boðað um það leyti, sem þeir yfirgáfu stöður sínar á heilsu- gæslustöðvunum. Var það eitt af undrunarefnunum við fundarboð- unina, að þessi umræða yrði gerð opinber undir þessum kringum- stæðum. Augljóst var, að þær gerðu fulltrúum andstæðra sjón- armiða í læknafélaginu erfitt fyr- ir og útilokað að leiða deilur til lykta. Heilsugæslulæknar voru í önnum við að ná kjarasamningi við ríkið og komast til starfa sinna að nýju og lilaut það að hafa for- gang við þessar aðstæður. Þeir hlutu að eiga undir högg að sækja sem minnihluti í læknafélaginu og myndu því af augljósum ástæðum haga seglum eftir vindi til þess að niðurstaða fundarins yrði þeim ekki óbærileg. Tvennt annað gerði fundahöld af þessu tagi á þessum tíma vafa- söm. í fyrsta lagi var aðalfundur Læknafélags Islands skammt undan. í öðru lagi var það yfirlýst- ur ásetningur ráðherrans að hafa samráð við heildarsamtök lækna um tæknilega útfærslu stefnu sinnar og voru þær viðræður ekki hafnar. í stuttu máli þá hafnaði fundur- inn stefnu ráðherrans í óbreyttri mynd og gagnrýndi þau vinnu- brögð, sem við voru höfð við mótun henn- ar. Að þessari niður- stöðu komst fundur- inn með atkvæðum skoðanabræðra fund- arboðenda og var hún að sínu leyti lýðræðis- lega fengin. Skiptir þá ekki máli, hvort þeir, sem á öðru máli voru, sátu hjá eða greiddu atkvæði gegn. Ljóst var hver framvindan yrði og ekkert við því að gera nema að draga úr skaðanum eins og kostur var. Það er gömul saga og ný, að slíka niðurstöðu túlkar hver með sínum hætti. Andstæðingar ráð- Atökin eru sársaukafull innan vébanda lækna, segir Signrbjörn Sveinsson, og læknar virðast ófærir um að ná sáttum. herrans í læknastétt hafa verið ósparir á yfirlýsingar um, að ekki standi steinn yfir steini í plagginu frá í júlí og gengið lengra en góðu hófi gegnir í að gera greinargerð- ir með. tillögum að yfirlýstri stefnu Læknafélags íslands. Skoðana- systkin ráðherrans hafa aftur á móti staðið fast við hlið Ingibjarg- ar og talið ályktunina aðeins at- hugasemd við einstök efnisatriði stefnunnar og hvatningu til breyt- inga. Það er deginum ljósara, að mál þessi eru hvergi nærri til lykta leidd og umræðan um sumt á byrj- unarreit í hópi lækna. Á ég þar t.d. við þá spurningu, hveijir skuli sinna frumþjónustu í heilsugæsl- unni, en hún gerist æ áleitnari eftir því sem læknum fjölgar á markaðinum. Átökin eru vissulega sársauka- full innan vébanda lækna og um- ræðan hefur í raun ekki leitt til neins. Læknar hafa verið ófærir um að ná sáttum. Það er mín skoðun, að stefnu- yfirlýsingin um heilsugæsluna, gefi heilbrigðisráðherranum visst svigrúm til að taka að sér nokkurs konar fundarstjórn við úrlausn þeirra verkefna, sem framundan eru. Er það von mín, að hún beri gæfu til þess. Allt orkar tvímælis þá gert er og verða stjórnmálamenn að una því öðrum fremur. Þeir verða líka að hafa pólitískt þrek og hugrekki til að fylgja því, sem þeir telja rétt og til almannaheilla horfa. Stjórnvaldið er ráðherrans en ekki okkar, sem sitjum að reiptogi hagsmunanna án nokkurrar sýni- legrar niðurstöðu. Höfundur er læknir. Sigurbjörn Sveinsson /.'■vÁ'\V\ Brúðhjón Allur boiöbiínaöui Glæsilcg gjafavara \4 Bníöaihjóna listai ^cy^yV\\\wV VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.