Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 33 MINNINGAR + Hulda Bergs- dóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1924. Hún lést á Landspítalanum 6. september síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Berg- ur Thorberg Þor- bergsson, f. í Reykjavík 30.9. 1894, d. 29.8. 1953 og Sumarlina Þur- iður Eiríksdóttir, f. á Reynivöllum í Kjós 20.4. 1898, d. 7.7. 1988. Eftirlif- andi af sex systkinum Huldu er Sigurður Bergsson, vélsljóri í Hafnarfirði. Látin eru Eiríkur Marinó, Guðríður, sem lést í frumbernsku, Guðríður sem lést sl. sumar, Aðalheiður og Bergur Thorberg. Hulda var ógift en á eina dóttur, Björgu Thorberg, f. í Reykjavík 2.9. 1946. Utför Huldu fór fram í kyrr- þey. Þessi fáu orð eru skrifuð til minn- ingar um hana ömmu mína elsku- legu, Huldu Bergsdóttur, sem nú er látin. Þessi yndislega kona stóð mér nær en nokkur önnur manneskja í heiminum, sennilega frá þeim degi sem ég kom í þennan heim. Eg gæti skrifað heila bók um þær fjöl- mörgu stundir sem við áttum saman, bæði þegar ég var lítil stelpa og eins þegar ég fór að vaxa úr grasi. Þegar ég var lítil var það allra skemmtileg- asta sem ég vissi að gista hjá ömmu. Þá áttum við okkar bestu stundir. Þá þvoði hún síða hárið mitt og naut þess svo að bursta það á eftir. Reyndar var hún sú eina sem fékk að greiða á mér hárið óáreitt eftir bað því hún var svo mjúkhent. Hún sagði mér margar sögur og ævintýri óumbeðin, en ef ég bað um sögp þá sagði hún alltaf: Á ég að segja þér sögu af kerlingunni Rögu, og síðan varð sagan aldrei lengri. Eftir að ég óx úr grasi urð- um við enn betri vinkonur og eydd- um miklum tíma saman. Hún var fegin en áhyggjufull þegar ég gekk í hjónaband í júní 1994 og hún var að springa úr stolti og hamingju þegar hún fékk fyrsta langömmubarnið sitt í fangið tveggja daga gamalt, son minn Thomas Sverri sem fæddist 15. maí 1995 og hefur verið prinsinn henn- ar alla tíð eftir það. En nú ætlar sólin þín (eins og þú kallaðir mig þegar ég var lítil) að kveðja þig, amma mín, og biðja góðan Guð að varðveita þig í eilífðinni. Ég mun lifa með visku þína og blíðu alla tíð. Elsku mamma, Perla, litla Björg og Bogga. Nú verðum við allar að vera sterkar og halda' áfram að standa saman okkar allra vegna því að amma hefði ekki tekið annað í mál. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og hjálpina og bið um styrk fyrir okkur allar. Guð blessi ykkur. Hulda Berglind Gunnarsdótt- ir, Francis Steinar Baker, Thomas Sverrir Baker. Mig langaði að rita nokkur fá- tækleg orð um elskulega vinkonu mína, föðursystur mannsins míns og frænku dætra okkar, en hún er látin eftir erfið veikindi. Þegar við Hulda hittumst tók hún alltaf svo vel á móti okkur og af einlægni og aldrei kveinkaði hún sér i sínum veikindum, sem við viss- um eins og hún að stefndu í þessa átt, þó að við höfum ekki gert okk- ur grein fyrir því að hún færi svona fljótt frá okkur, heldur brosti hún og hló og sá aðeins björtu hliðarnar í lífinu og þótti vænt um það sem lífið hafði gefið henni. En í júlí sl. Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 ÁRMÚLA 29, SÍMI 553 8640 tók dóttir hennar hana inn á sitt yndislega heimili og hreiðraði svo vel um hana sem best hún gat og létti henni lífið síðustu vikurnar. Þar sat hún í hægindastólnum sín- urn og gat skemmt sér yfir sjón- varpinu og heimsóknum gamalla vina og ættingja fram á síðustu stund og veit ég að það veitti henni ómælda gleði og ánægju. Margar góðar minningar sl. ára streyma í gegnum huga minn og í gegnum tárin minnist ég þessarar konu sem kveikti glaðværð og ham- ingju í sál minni við það eitt að vera í návist hennar og ég get heyrt dillandi dimma hláturinn hennar og séð kímnina í augum hennar. Mikið óskaplega þótti okkur vænt um hana og það var gagnkvæmt'og var hún óspör á að láta okkur vita af því. Því reynist mér svo erfitt að kveðja þessa yndislegu konu sem iét mér eftir svo fallega og dýr- mæta gjöf sem ég mun varðveita og bera ætíð til minningar um hana og móður hennar sem einnig var mér^svo kær. „Ég held að í vináttu felist skyndileg hughrif - eins konar ást. Þar nægir eitt orð af hendingu, hönd sem er snert. Þó er sárt að skilja, og broddur saknaðar fylgir okkur alla tíð.“ (H.M.E.) Elsku Björg Thorberg sem nú kveður móður sína og Hulda Berg- lind, Perla og litla Björg kveðja ömmu sína og Siggi niinn kveður systur sína og er þar með sá eini eftirlifandi úr sínum stóra systkina- hópi, elsku Soffía og börn og allir aðrir aðstandendur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og að iokum vil ég þakka elsku Huldu fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman og gleð- ina sem hún gaf mér. Guð blessi ykkur öll. Hildur, Bergur, Soffía Th. og Sonja Th. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. HULDA BERGSDÓTTIR ' huerj 14 ^JlewÍett j^JicLarcl meót beijpti pren tari í liei er Sterkustu rökin fyrir að kaupa HP DeskJet 820 Cxi prentara eimi Verð: færðu þegar þú berð hann saman við aðra prentara. Prentaðu í lit eða svart/hvitu á venjulegt Ijósritunarblað með HP 820 Cxi prentaranum - þú veist um leið að hann er rétti prentarinn! Prófaðu síðan að prenta sama skjalið á sambærilegan pappír með öðrum prentara. Þegar þú berð saman gæði, prenthraóa og rekstrarkostnaó verður þér Ijóst að HP 820 Cxi prentarinn á í reynd engan keppinaut. Gerðu kröfur -HP DeskJet 820 Cxi uppfyllir þær! Viðurkenndir sölu- og þjónustuaðilar HEWLETT packard 38.000 kr. m.vsk HP Desklet 820 Cxi Tæknilegar upplýsingar: Prenthraði: allt að 6,5 blaðsíður á mín. í sv/hv, allt að 4 blaðsíður á mín. í tit. Prentar undir Microsoft Windows (95, 3.1). 600x600 dpi í sv/hv. 600x300 dpi í tit. C-REt tækni og Cotor Smart sem hámarkar titagæðin. © ACO, Skipholti 17, s. 562 7333 rpsj Heimilistæki hf Heimilistæki, Sætúni 8, s. 569 1500 HP býður glæsilegt úrval af bleksprautuprenturum allt frá 20.000 kr. BGÐÉIND Boðeind, Mörkinni 6, s. 588 2061 ' i.U i Tseklíival Tæknivat, Skeifunni 17, s. 550 4000 Einar J. Skúlason, Grensásvegi 10, s. 563 3000 Upplyninunt.tolini Upptýsingatækni, Ármúla 7, s. 550 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.