Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jónas Björgvin Jónsson fæddist á Hrauni í Vopna- firði 29. júní 1907. Hann lést i Land- spítalanum 10. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Einar Jónasson, f. 3.5. 1883, d. 27.7. 1976, og Halldóra Guðjónsdóttir, f. 11.06. 1881, d. 12.4. 1972. Jónas var elst- ur sex systkina en þau eru: Baldur, f. 19.6. 1910, d. 21.3. 1967, Svavar, f. 1912, d. 1919, Bragi, f. 26.1. 1914, d. 26.11. 1994, Hermann, f. 6.6. 1917, d. 1937, óskírður drengur f. 1918, d. 1918, og Ragnhildur, f. 26.2. 1930. Jónas ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgu Davíðsdóttur og Jónasi Jónssyni, og hjá vandalausum eftir fráfall þeirra. Eiginkona Jónasar var Guð- björg Hallgrímsdóttir frá Jörva á Húsavíki, f. 24.6. 1906, d. 1.5. 1980. Börn þeirra eru: 1) Her- vör, f. 18.9. 1943, gift Helga Ágústssyni. Börn þeirra eru Jónas Ragnar, Guðmundur Það er ósegjanlega erfitt að setj- ast niður og kveðja þann besta tengdaföður sem hægt er að hugsa sér. Það hrannast að óteljandi minn- ingar um yndislegar og ómetanlegar stundir með þér, elsku Jónas minn. Ég lít á það sem einstök forréttindi að hafa fengið að búa í sama húsi og þú í 14 ár. Við á efri hæðinni og þú í litlu íbúðinni þinni í kjallaranum ■sem var full af bókum. Hver einasti veggur þakinn bókum. Þú áttir mik- ið og dýrmætt bókasafn og þótti þér ákaflega vænt um bækumar þínar. Enda eru teljandi þau skiptin sem ég skrapp niður til þín og að þú værir ekki að lesa. í þessi 14 ár sem við höfum búið í sama húsi hefur þú umvafið mig, son þinn og stóru og litlu afatelpuna þvílíkri umhyggju og ást að ekki eru til nein orð sem geta í raun tjáð þessa umvefjandi og gefandi elsku. Þú barst svo stórkostlega umhyggju fyrir fjölskyldu þinni _að það hlýtur að teljast einstakt. Áhugi þinn á hestamennskunni hjá okkur var mik- ill og einlægur og alltaf lumaðir þú á fróðleiksmolum um hesta og hesta- mennsku sem þú miðlaðir okkur af þínu einstaka næmi og kunnáttu. Elska þín á íslenska hestinum var mikil og kunnáttan var slík að alltaf gátum við leitað í smiðju til þín og fórum aldrei erindisleysu. Enda var gleði þín einlæg og mikil þegar afa- telpunum þínum gekk vel í keppni. Og aldrei efaðist þú um hæfileika þeirra sem knapa. Ef ekki gekk nógu vel þá hlaut það að vera hesturinn sem ekki sýndi það sem í honum bjó, annað kom ekki til greina. Þú skildir mjög vel aðdráttaraflið sem sumarbústaðurinn okkar hafði, þó að erfiðlega gengi fyrir okkur að fá þig með okkur þangað. Þó áttum við nokkrar dýrmætar stundir uppi v í bústað með þér og sú síðasta var þegar þú áttir afmæli 29. júní sl. Áttum við yndislegan fjölskyldudag saman. Daginn eftir sýndum við þér folaldið okkar og hafðir þú aidrei kynnst þvílíku folaldi. Folaldið leyfði þér að klappa sér og kjassa en það er bara mælikvarði á hvernig þú lað- aðir allar verur að þér. Útgeislunin frá þér var slík að þú laðaðir alla að þér, hvort sem það voru menn eða málleysingjar. Greind þín og minni var með ólík- indum. Það var sama hvar drepið var niður. Alls staðar vissir þú allt um málefnið. Hvort sem það var um landið okkar, heimsmál, ættfræði, bókmenntir, skáld og ijóð. Þar varstu alls staðar heima. Þegar þú varst búinn að lesa bók þá kunnir þú hana. Það var eins og þú værir með inn- byggða tölvu í höfðinu. Þú miðlaðir þvílíkum fróðleik að maður gat ekki meðtekið nema sáralítinn hluta. Öll Ijóð, kvæði og sálma kunnir þú og Björgvin, Helgi Gunnar og Oddfríð- ur Steinunn. 2) Hall- grímur, f. 9.7. 1945, kvæntur Ágústu Friðriksdóttur. Börn þeirra eru Pála og fósturdóttir Hallgríms, Iris Björk. Börn Hall- gríms af fyrra hjónabandi eru: Björgvin Pétur og Sigríður. Jónas starfaði ungur sem sjómaður og við landbúnaðar- störf en að loknu búfræðiprófi frá Hólum í Hjaltadal 1939 fluttist hann til Akureyrarog hóf störf hjá verk- smiðjum SIS þar. Hann starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Dagverðareyri og síðan Krossanesi í fjölda ára. Árið 1966 fluttist hann til Reykjavík- ur og hóf störf, fyrst hjá Ála- fossi en síðan starfaði hann hjá Áburðarverksmiðju ríkisins uns hann komst á eftirlaunaaldur. Útför Jónasar verður gerð í dag frá Digraneskirkju í Kópa- vogi og hefst athöfnin klukkan 13.30. alltaf öll erindin. Þú varst einnig mjög hagyrtur og eru til margar bænir og vísur sem þú hefur ort. Þú varst ekki lengi að koma með eina í tilefni af 89 ára afmælinu þínu í sumar. Þú bjóst hana til á ör- skammri stund og eigum við hana í gestabókinni okkur í sumarbústaðn- um. Fyrir nokkrum árum var þekkt- ur sagnfræðingur í matarboði hjá okkur. Það geislaði af ykkur báðum, svo gaman höfðuð þið af að spjalla saman og átti hann ekki orð yfir allan þann fróðleik sem þú bjóst yfir. Þau eru líka óteljandi skiptin sem íris Björk leitaði til þín eftir að hún var byijuð í menntaskóla og ævinlega vissirþú svarið við öllum spurningun- um hjá henni. Hún sagði oft: Afi veit meira um málefnið heldur en kennaramir. Pála var ekki há í loftinu þegar hún lagði af stað skríðandi niður stigann til afa. Hún stakk sér bara þegjandi niður og svo lamdi hún og kallaði við hurðina hjá þér því hún náði ekki upp í hurðarhúninn. Þar vildi hún alltaf vera. Hún var ósátt hjá öllum dagmömmum og þú spurð- ir hvers vegria barnið gæti ekki bara verið hjá þér. Eftir það var Pála al- sæl og þá skipti ekki máii hversu lengi mamma var í burtu þegar hún var hjá afa. Besta afa í heimi, eins og hún sagði. Stúlkurnar mínar hafa fengið að búa við ómetanleg forrétt- indi að fá að alast upp með afa í sama húsi. Þar varð enginn var við kynslóðabil. Ég gleymdi því alltaf hversu full- orðinn þú varst orðinn því kollurinn á þér var svo heiðskýr að margir helmingi yngri menn hefðu mátt vera stoltir af. Þó að Iíkaminn væri orðinn slitinn (sem pirraði þig heil- mikið) þá var svo sannarlega topp- stykkið í frábæru lagi. Þú skildir ekkert í því að ég skyldi hafa tossa- lista méð mér þegar við fórum saman í Kringiuna að versla. Hvað er þetta eiginlega með þig, sagðir þú. Ertu virkilega svona gleymin, ung mann- eskjan? Ég held að þér hafi ekkert litist á minnið hjá tengdadótturinni. En henni var samt fyrirgefið því þér þótti svo mikið vænt um hana. Eins og þér þótti um alia fjölskylduna þína. Því þú barst alveg einstaka umhyggju fyrir allri fjölskyldunni þinni, ekki síst öllum barnabörnunum sem þú reyndir að fylgjast með og viidir vita sem mest um. Þegar Sirrý kom heim frá Saudi Arabíu og færði þér Kóraninn á arabísku í forkunnar- fögru bandi fannst þér verst að geta ekki lesið hann á móðurmálinu og ánægja þín þegar Björgvin lauk há- skólaprófí var mikil. Vandaða hagia- byssan sem þú færðir Björgvin á nýliðnum afmælisdegi hans er dæmi- gert fyrir væntumþykju þína fyrir barnabörnunum þínum. Þú miðlaðir svo mikilli visku og kærleika, einlæg- lega trúaður og talaðir tæpitungu- laust. Það brást varla að á sunnudags- kvöldi þegar við komum heim úr sumarbústaðnum þá beið okkar alltaf ilmandi heit máltíð. Þú varst alltaf tilbúinn með stórkostlega veislu fyrir okkur þegar okkur þóknaðist að koma heim úr öræfunum, eins og þú orðaðir það. Okkur veitti víst ekki af að fá eitthvað ætilegt að borða! Elsku hjartans Jónas minn. Ég þakka þér fyrir alla umhyggjuna og elskuna. Ég kveð þig með þínum eig- in orðum til okkar tveimur tímum áður en þú lést: „Guð veri með þér alla tíð.“ Minning þín mun alltaf lifa með okkur. Þín tengdadóttir, Ágústa. Þó að fomu björgin brotni, bili himinn og þorni upp mar, allar sortni sólimar, aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminningin þess, sem var. Þannig lauk Jónas tengdafaðir minn að mæla af munni fram ljóðið Ásareiðin eftir skáldið á Bessastöð- um, Grím Thomsen laugardaginn 7. september sl. Ég ætla að hann hafí haft Grím í mestum metum af öllum ljóðskáldum, fyrir sakir orðkynngi hans og fjölbreytni í skáldskap, þótt ekki hafi hann fundið hann gallalaus- an um bragarlist alla. í kveðskap Gríms Thomsen hygg ég líka að hann hafi fundið samhljóm við eigin lífsskoðanir um íslenska menningu og alþjóðlega menningarsögu. Fróðleiksþrá Jónasar um þjóðlega og alþjóðlega menningu var við- brugðið'. Allt lífshlaup hans varð að samfelldu námi enda hafði maðurinn til að bera einstaklega góða greind, skarpa hugsun og minni. Jónas var fæddur á Vopnafirði 29. júní árið 1907 og var því á 90. aldurs- ári er hann lést 10. september sl. Hann var elstur sex sona hjónanna Jóns Einars Jónassonar og Halldóru Katrínar Guðjónsdóttur búandi að Hrauni í Vopnafirði. Eftirlifandi hálf- systir Jónasar er Ragnhiidur Jóns- dóttir. Æskuár Jónasar voru honum með ýmsum hætti erfið en það mótlæti sem hann mætt herti eingöngu skap- festu hans og viljastyrk. Hann lagði hart að sér til að komast til mennta og lauk hann búfræðinámi frá Hólum árið 1939. Hugur hans stefndi til áframhaldandi náms í Noregi, en stríðið og lítil efni bundu enda á þann draum. Hann vann sem ungur maður að störfum til sjávar og sveita löngum í Skagafirði sem alla ævi varð honum hugleikinn og kær. Jónas fluttist þaðan tii Akureyrar árið 1940 þar sem hann bjó sér og fjölskyldu sinni heimili í Litlu Hlíð í Glerárþorpi. Kona hans var Guðbjörg Hallgríms- dóttir sem ættuð var frá Húsavík en hún lést árið 1980. Börn þeirra eru: Hervör, eiginkona mín, fædd 18. september 1943 og Hallgrímur, fæddur 9. júlí 1945, áður flugstjóri og nú framkvæmdastjóri, kvæntur Ágústu Friðriksdóttur. Á Akureyri vann Jónas við störf í Krossanesverksmiðjunni og verk- smiðjum KEA. Hann gegndi forystu- hlutverki innan raða Alþýðuflokksins á Akureyri þar sem hann lét mjög til sín taka um réttinda- og félags- mál íslenskrar alþýðu. Ég veit að það sópaði hraustlega að Jónasi á þeim árum. Jónas tók virkan þátt í ýmsu félagslífi á Akureyri, m.a. leiklist, og þótti hann með afbrigðum góður uppiesari. Hann var um árabil kórfé- lagi í kantötukórnum og karlakórn- um Geysi og minntist á stundum með ánægju þeirra ára er þeir stóðu saman við söng vinirnir Jóhann Konráðsson og Jónas í Litiu Hlíð. Jónas var sprottinn úr grasi ís- lenskrar sveitamenningar og kunni utanbókar langa ljóðabálka höfuð- skálda íslendinga. Sjálfur var hann skáldmæltur. Norræn goðafræði, fornaldarsögur Norðurlanda, íslend- ingasögurnar og Eddurnar voru hon- um hugleiknastar bókmenntir og kunni þar á öllu skil og setti fram eigin skoðanir og kenningar. Nátt- úruvísindi voru honum ekki síður hugleikin og þekking hans á jarð- fræði og öllu úr juita- og dýraríkinu var mér sífellt undrunarefni. Hann las sér jafnframt stöðugt til fróðleiks um klassískar bókmenntir og menn- ingarsögu annarra þjóða og kom sér upp góðu safni bóka sem hann var umkringdur af á efri árum. Skaphöfn hans var slík að hann gaf ríkulega og viðmót hans við fólk með þeim hætti, að það gekk ríkara af hans fundi. Sterkur rómur hans og fas dró gjarnan athygli manna að honum og þeir sem kynntust manninum þótti hann einstakur og gleymdu honum ekki. Arið 1966 fluttist Jónas til Reykja- víkur og bjó þar í nokkur ár, en flutti síðan í Kópavog þar sem hann bjó í sambýli við son sinn og fjölskyldu hans til æviloka.. Á efri árum lærði Jónas bókband og liggja eftir hann afar fallega inn- bundnar bækur sem bera merki um þá vandvirkni hans og alúð sem hann lagði í allt það sem hann kom ná- lægt á lífsleiðinni. Jónas naut sín vel í faðmi fjöl- skyldunnar og voru síðustu mánuð- irnir honum gjöfulir að því leyti. Hann gladdist ósegjanlega að sjá ástkæra sonardóttur sína fermast síðastliðið vor og dótturdóttur giftast í júlí og barn hennar skírt. Okkur hjónum verður ógleymaniegt ferða- lag með honum norður í Skagaflörð í júlí þar sem við riíjuðum upp gaml- ar minningar með heimsókn heim að Hólum í boði Jóns Bjarnasonar skólastjóra. Sýndi Jón Jónasi allan Hóiastað, m.a. hans gamla herbergi Bergþórshvol. Báru þeir saman bæk- ur sínar um þær breytingar sem orð- ið hafa í tímans rás. Heimsóknin í Vesturfarasafnið á Hofsósi var annar hápunktur ferðarinnar. I Kópavogi tók Jónas virkan þátt í starfi aldraðra sem hann ávallt nefndi „ungmennafélagið“, sem mér finnst sýna glögglega lífsþrótt hans og að hann þekkti ekki kynslóðabil. Síðustu árin dvaldi Jónas þijá daga í viku í Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar undi hann sér vel við ýmis handverk og eignaðist þar margan góðan vin. Fjöiskyldan þakkar starfsfólki Sunnuhlíðar fyrir þá alúð og hlýju sem ávallt mætti honum þar. I þijátíu og fimm ár bar aldrei skugga á þá góðu vináttu sem tókst strax með okkur. Hann bar hag okk- ar ætíð fyrir bijósti og var börnum okkar elskuríkur og góður afi. Barnabörnin sakna nú sárt hans hlýja handtaks og handleiðslu. Hann miðlaði þeim ríkulega af þekkingu sinni og reynslu. Hlaut því græna og góða elli glaður fram í dauðans nótt; nú er hann lagður loks að velli, lifir enn, þótt stofninn félli, safaríkra greina pótt. (G. Th.) Með þessum orðum er kær tengda- faðir kvaddur. Hann skilur eftir sig djúp spor sem minningin lætur ekki fenna í. Vertu Guði falinn. Helgi Ágústsson. Það er erfítt að trúa því að við séum nú að kveðja þig í hinsta sinn, elsku besti afi. Mikið óskaplega mun- um við sakna þín og allra góðu stund- anna sem við áttum með þér. Við erum svo iánsamar að hafa alist upp í sama húsi og besti afinn í öllum heiminum. Af þér lærðum við ótal- margt og vorum ætíð umvafðar hlýju og kærleik hjá þér. Við áttum mikið af góðum stundum saman, t.d. þegar við komum niður til þín að spjaila eftir að við komum heim úr skólanum og fá hjá þér köku og mjólk eða Coke. Alltaf áttir þú dýrindis kökur og kalda mjólk handa okkur til að maula á meðan var rabbað. Þá var oft talað um það sem við höfðum verið að læra yfir daginn og aldrei brást það að þú gast bætt við það sem kennarinn hafði verið að tala um. Alltaf var hægt að leita til þín með verkefni fyrir skólann ef okkur vantaði heimildir um eitthvað og fróðleik og ávailt varstu tiibúinn til að spjalla og segja okkur sögur. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Það var svo notalegt að sitja hjá þér og spjalla um daginn og veginn. Þú sýndir okkur nýjustu bækurnar þínar og sagðir okkur frá þeim. Minnið og fróðleikurinn hjá þér var óendanlegur og aldrei var langt í háð og grín, meira að segja þegar þú varst orðinn JÓNAS B. JÓNSSON mikið veikur. Það pirraði þig nú mik- ið hversu líkaminn var orðinn slappur því hugurinn var alltaf jafn ungur og sterkur. Lífsviljinn var svo mikill og ástin á lífinu að það hélt slappa líkamanum gangandi. Þú áttir óskaplega mikið af bókum og voru þær gimsteinarnir þínir. Það eina sem vantaði var bara meira pláss í íbúðinni þinni til að geyma allar fínu bækurnar. Alltaf gátum við verið vissar um að við fengjum að minnsta kosti eina bók um hver jól og hún var frá þér, elsku afi. Það þótti okkur mikið vænt um og þú vissir hversu gaman okkur fannst að fá bækur um jólin til að lesa. Mikið óskapiega var oft fróðlegt og gaman að hlusta á þig segja okkur frá bókunum þínum og þú mundir ailt sem þú hafðir nokkurn tímann iesið eða heyrt. Ef við sátum saman og horfðum á spurningakeppni í sjón- varpinu eða í útvarpinu vissir þú allt- af öll svörin, sama hvað var spurt um. Þvílíkur hafsjór af fróðleik er mjög sérstakur og við trúum því að ef þú hefðir tekið þátt í slíkri keppni hefðir þú orðið þekktur maður um allt land. Ekki var það bara fróðleikurinn og viskan sem gerði þig sérstakan heldur líka hin mikla góðmennska sem bjó í bijósti þínu. Alltaf varstu reiðubúinn að hjálpa til, ef þú mögu- lega gast, og umvafðir okkur ávallt mikilli hlýju og kærleika. Þú hafðir mikið gaman af hestum og varst mjög fróður um íslenska hestinn, hafðir gaman af því að koma og heilsa upp á kobbana og gefa þeim smábrauð í flipann. Þú varst nú hættur að fara á hestbak en á yngri árum hafðirðu verið iðinn við það og góður reiðmaður. Þú áttir líka ungan fola með annarri okkar sem þú kallaðir Stjörnufákinn þinn og þú hafðir ávallt mikla trú á honum. Við vildum bara óska þess að þú hefðir lifað til að sjá Stjörnufákinn þinn verða að stjörnu á keppnisbrautinni. Við vitum nú samt að þú munt fylgj- ast með okkur systrunum í framtíð- inni eins og þú gerðir alla daga í lif- anda lífí. Hlýjan og ástin sem þú sýndir okkur, litlu og stóru afastelpunum þinum, var óendanleg. Þér þótti svo óskaplega vænt um okkur og okkur um þig. Þú gladdist alltaf svo með okkur ef vel gekk og hughreystir okkur ef illa gekk. Við erum svo óskaplega þakklátar fyrir þann tíma og þær stundir sem við áttum með þér. Við munum sakna þín svo óskap- lega mikið. Minningarnar og vænt- umþykjuna munum við varðveita með okkur svo lengi sem við iifum. Það er svo sárt að kveðja þig því söknuðurinn er svo mikill. Við viljum kveðja þig með kveðjunni sem þú kvaddir okkur með. „Guð veri með þér alla tíð“ elsku afi. Þínar afastelpur, Iris Björk og Pála. Elsku afí minn. Aldrei datt mér í hug þegar ég kvaddi þig í sumar að ég væri að kveðja þig að eilífu. Þú varst búinn að vera svo hress og kátur og alitaf jafn skarpur — það var svo gaman að sjá þig í sumar (eins og það hef- ur reyndar alltaf verið gaman að sjá þig!) Þegar ég varð ófrísk og eignað- ist barn fimmtán ára gömul varst þú stuðningsríkastur í fjölskyldunni og leiddir aðra í sömu átt. Svo kom litli Rússinn eins og þú kallaðir hana Katrínu Tönju alltaf, því að þú hafð- ir svo gaman að nöfnum og hún er með frekar rússneskt nafn. Síðan fæddist „litli pjakkur" hann Jack Guðmundur og enn veittir þú mér mikinn stuðning. Það var sama hversu mikill hávaði og vesen var í kringum okkur þegar við komum í heimsókn, við vorum alltaf velkomin og alltaf var til kaffi og kökur. Þó að þér hafi ekki líkað það var alltaf til gos einungis fyrir gesti og þá aðallega barnabörnin og barnabarna- börnin. Mér fannst þú svo duglegur að vera ennþá að gera allt fyrir sjálf- an þig, sérstaklega í eldhúsinu, og þú varst alveg frábærlega dugiegur í höndunum. Ég á ennþá dúkkurúm- ið sem þú smíðaðir og teppið sem þú bjóst til í vor verður yndislegt í nýja húsinu okkar Dave. Ég er þér sérstaklega þakklát fyrir að taka Dave hlýlega eins og þú gerðir, þið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.