Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 35 skilduð ekki hvorn annan en þið vor- uð góðir vinir samt. Ein helsta minn- ingin mín um þig verður úr brúð- kaupinu mínu í júlí sl., því að þú tryggðir að þú yrðir fyrsti gesturinn til að óska okkur til hamingju. Eg er þér að eilífu þakkiát fyrir að geta eytt þessum degi og öllum þeirn dög- um á undan honum með þér. Ég vildi bara að ég hefði vitað með aðeins meiri fyrirvara að nú yrðu dagarnir ekki fleiri. Mamma hringdi á þriðju- dagsmorgun í mig og sagði að þú værir hress og hamingjusamur, en svo varstu dáinn um kvöldið. En ég er ánægð og þakklát að þú skulir aldrei hafa haft kvalir og að þú haf- ir verið hamingjusamur og ánægður með lífið daginn sem þú lést. Guð veit að þú áttir það skilið. Ég verð hjá þér í huga og anda. Þín, Odda, Dave, Katrín Tanja og Jack Nú er gamall og kær vinur minn horfinn á braut, vonandi þangað sem hann fær að njóta sín og veita eins mikla gleði og hann gerði hér fram á síðasta dag. Aldrei mun ég gleyma þeim stund- um er ég og Iris sátum niðri hjá Jónasi alltaf eftir skóla og borðuðum kökur og drukkum ískalda mjólk. Við þessi tækifæri sagði hann okkur gjarnan margar og merkilegar sögur og hann kunni þær margar því að Jónas var víðlesinn og mjög svo fróð- ur maður. Alltaf leið mér vel í kringum hann, og gat ég alltaf verið ég sjálf. Eftir að ég flutti úr Fífuhvamminum sá ég hann sjaldnar en það var alltaf eins og ég hefði hitt hann deginum áður. Ég vil þakka Guði fyrir þessi fjór- tán ár sem að ég fékk að eiga sér- stakar stundir með alveg yndislega góðum manni. Ættingjum hans og ástvinum vil ég og fjölskylda mín senda samúð- arkveðjur. Vitum við að minning hans mun ylja mörgum um hjarta- rætur um ókomin ár. Hvíl í friði, kæri vinur. Laufey Ósk og fjölskylda. Kæri frændi. Fyrirvaralítið kvaddir þú þennan heim. Og þrátt fyrir háan aldur kom það okkur eftirlifandi ættingjum þín- um á óvart eins og svo margt annað sem þú aðhafðist í lifanda lífi. Þú varst svo hress til líkama og sálar með öll 89 árin að baki. Þú fórst ekki alltaf troðnar slóðir á ævigöngu þinni. Það var ekki þinn háttur. Mikill áhugi þinn á bókum var ekki bara bundinn lestri þeirra heldur bast þú margar bóka þinna inn sjálfur. Og hvílíkur brunnur þekkingar sem þú gast miðlað úr. Hátt á áttræðisaldri gerðist þú barnfóstra, þegar hún Pála litla son- ardóttir þín fæddist. Þú gættir henn- ar eins og sjáaldurs augna þinna, fræddir hana og upplýstir. í ykkar samskiptum skipti 75 ára aldursmun- ur engu. Þið voruð svo lánsöm að fá að búa undir sama þaki alla hennar ævi í í Fífuhvamminum og þar naust þú líka ástríkis og umhyggju Hall- gríms sonar þíns, Ágústu tengda- dóttur þinnar og Irisar dóttur henn- ar. Það var og mikils virði fyrir Hebu dóttur þína og hennar fjölskyldu, sem til margra ára bjó erlendis, að vita af þér í öruggu skjóli þeirra. A einum fallegasta degi nýliðins sumars í brúðkaupi Oddu dótturdótt- ur þinnar naust þú nærveru allra afkomenda þinna og nánustu ætt- ingja í einstöku umhverfi austur á Iðu. Þessir síðustu endurfundir okkar verða mér minnisstæðir. Þar sast þú á friðarstóli, virðulegur og mikilfeng- legur með þitt gráa hár, meitlaða andlitsdrætti og magnaðan taland- ann, umvafmn kærleika og miðlaðir til afkomenda þinna reynslu liðinna tíma, en um leið afdráttarlausum viðhorfum þínum til viðfangsefna samtímans. Að leiðarlokum biður móðir mín fyrir hinstu kveðju til kærs bróður. Fyrir hönd Guðrhundar Árna, barna okkar og foreldra minna sendi ég samúðarkveðjur til Hallgríms og Hebu og fjölskyldna þeirra. Hafðu þökk fyrir allt kæri frændi. Jóna Dóra. LISBETH ZIMSEN + Lisbeth Zimsen fæddist í Reykjavík 8. mars 1907. Hún lést 6. september síðast- Iiðinn. Foreldrar hennar voru Jes Zimsen kaupmaður og kona hans Ragn- heiður Björnsdóttir Zimsen. Eldri systir Lisbethar er Flora. Maður hennar var Tage Gerström, danskur arkitekt. Hún er búsett í Danmörku. Lisbeth átti heima í Reykja- vík þar til hún giftist 1. júlí 1930 Kristófer Ólafssyni, f. 29. 5. 1898, d. 5. 10. 1984, bónda í Kalmanstungu. Þau bjuggu í Kalmanstungu til 1972 að þau fluttu til Reykjavikur. Börn Það er með trega, sem ég minn- ist æskuvinkonu minnar, Lisbethar Zimsen. Við höfum sl. 10-11 ár verið einar lifandi af vinkvenna- hópnum, en við vorum átta í upp- hafi, sem bundumst sterkum vin- áttuböndum, sem héldust gegnum lífið. Þó að við höfum síðar tvístr- ast um allt landið, þá hittumst við allar aftur í Reykjavík um sjötugs- aldurinn. Síðan féllu þær frá ein af annarri, langt um aldur fram, þangað til við Lisbeth urðum tvær eftir og varð á milli okkar mjög náið samband. Við töluðum saman í símann daglega og gengum oft um miðbæinn, þar sem við vorum báðar aldar upp. Lisbeth var með afbrigðum hjartagóð manneskja, að mínum dómi næstum því of góð. Til dæmis reyndist hún meðstúdent sínum, Hrefnu Benediktsson, með afbrigð- um vel, það vel að sérstakt verður að teljast, enda getur Hrefna sjálf um það í ævisögu sinni. Svo var einnig þegar ein vinkona okkar var að beijast við mjög erfiðan sjúkdóm í langan tíma, þá stóð Lisbeth við hlið hennar til síðasta dags. Við Lisbeth kynntumst fyrst þeg- ar við vorum að taka inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík, fjórt- án ára gamlar. Við þekktum að vísu hvor aðra í sjón, því í Reykja- vík í þá daga þekktu allir alla, en við höfðum aldrei talast við fyrr. Við vorum svo heppnar að lenda saman í bekk ásamt Margréti Helgadóttur og vorum því aðeins þijár í bekknum. í þá daga voru fáar stúlkur í Menntaskólanum. Lisbeth var alin upp á glæsilegu heimili foreldra sinna, sem stóð við endann á Hafnarstræti og út á Lækjartorg með fögrum blóma- garði. Lisbeth var ákaflega glað- lynd og glæsileg stúlka, varð strax vel til vina meðal allra þeirra, sem hún kynntist í skólanum. Hún hafði sig lítið í frammi, en tók alltaf þátt í gleði annarra. Þegar við lukum gagnfræðaprófi skildust leiðir, því Lisbeth hélt áfram í stúdentsprófið, en við Mar- grét hættum. Hefði ég verið spurð að því, hvort Lisbeth hefði verið til í að taka þátt í Herranótt Mennta- þeirra eru þrjú: 1) Ragnheiður, gift Magnúsi Sigurðs- syni bónda á Gils- bakka, börn þeirra eru fimm og barna- börnin tólf. 2) Ólöf Sesselja, kennari, ekkja Jean de Font- enay bústjóra, Stórólfsvelli. Hún býr að Utgörðum, Hvolhreppi. Börn þeirra eru fjögur og barnabörnin fimm. 3) Ólafur Jes bóndi í Kalmanst- ungu. Sambýliskona hans er Ástríður Sigurðardóttir, þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn. Útför Lisbethar fer fram frá Gilsbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. skólans, hefði ég hiklaust svarið fyrir, að það myndi hún aldrei gera. Én þar kom hún mér á óvart, því hún tók þátt í Herranótt og það sem meira var, að í Menntaskólabókinni segir, að hún hafi leikið langbest. Þegar Lisbeth varð stúdent vildi svo skemmtilega til, að Alfreð, eig- inmaður minn, varð stúdent um leið og hún. Þannig hittumst við alltaf á fímm ára fresti, en þau létu sig aldrei vanta á stúdentafagnaðina, þegar árgangur þeirra kom saman. Að loknu stúdentsprófi fór Lisbeth í lyfjafræðinám í Reykjavíkurapóteki og lauk þar námi og átti aðeins eft- ir að taka prófið þegar hún hætti. Þá sagði hún mér tíðindi, sem gerðu mig svo hissa að ég man ennþá hvar við vorum staddar í Banka- strætinu, þegar hún sagði mér þetta. Hún trúði mér fyrir því, að hún ætlaði ekki að taka prófið, þar sem hún byggist ekki við að hafa nein not af því í framtíðinni, vegna þess að hún ætlaði að giftast manni, sem ég hafði aldrei heyrt getið, nefni- lega Kristófer Ólafssyni, bónda í Kalmanstungu. Þá spurði ég hana, hvernig í ósköpunum hún hefði getað kynnst þessum manni án þess að ég vissi um það, því við vorum jú alltaf saman og játaði hún þá, að kynnin hefðu ekki verið löng. Hún sagði að þetta væri ást við fyrstu sýn og hún hefði strax vitað að þetta væri rétti maðurinn fyrir sig. Það gekk eftir, því þau lifðu í 50 ára farsælu hjónabandi og eign- uðust þijú glæsileg börn. Þó að ég byggi í Keflavík og Lisbeth í Kalmanstungu, þá höfðum við alltaf samband. Það má geta nærri, að það voru viðbrigði fyrir hana að flytja í Kalmanstungu, því sveitalíf í þá daga var ekki svipað Gail flísar : : t- T| f 1 - L\' X lS íf 1 Stórhöfða 17, vlð GuUlnbró, slml 567 4844 Grænt numer ► / Símtal í grœnt númer er ókcypis fyrir þann sem hringir* *Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SÍMl því, sem það er í dag. En Lisbeth, sem aldrei hafði difið hendi í kalt vatn um dagana og ekki gert annað en að læra, var ekki lengi að aðlaga sig búskapnum og tileinka sér sveitastörfin, sem voru bæði mörg og erfið og var fljót að læra að mjólka kýrnar og baka brauð. Fyrstu tvo áratugina, sem hún bjó í Kalmanstungu, voru engir bíl- vegir þangað, allt varð að fara á hestum og yfir tvö stórfljót að fara, sem oft voru ófær svo vikum skipti og því kom Lisbeth sjaldnar til Reykjavíkur á þessum árum. Við Alfreð komum oft í Kal- manstungu og fleiri vinir þeirra. Þangað var gaman að koma og okkur ævinlega tekið með kostum og kynjum. Kristófer var sérstak- lega skemmtilegur maður og sagði vel frá. Sonur okkar, Gísli, var í sveit hjá þeim í Kalmanstungu tvö sumur og líkaði vel. Það er margs að minnast eftir svona langa viðkynningu og ég sakna hennar nú sárt og finn til einmanaleika, þegar allar mínar yndislegu vinkonur eru nú farnar. En það verður bjart yfir minning- unni um Lisbeth. Ég og fjölskylda mín sendum börnum hennar og öllum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Vigdís Jakobsdóttir. Nú er látin ein af fáum skóla- systrum mínum úr menntaskóla, frú Lisbeth Zimsen, húsfreyja frá Kal- manstungu í Borgarfirði. Hún var dóttir Ragnheiðar og Jes Zimsen kaupmanns í Reykjavík, en hann var bróðir Knud Zimsen, borgar- stjóra. Zimsen kaupmaður rak m.a. sláturhús og hafði Nordalsíshús til afnota. Hann tók við afurðum bænda svo sem sauðfé til slátrun- ar. Því var það að einn bóndason- ur, sá myndarlegasti þeirra, tók kaupmannsdótturina með sér og hún varð bóndakona í sveit. Um þetta leyti hafði Lisbeth hafið nám í lyfjafræði en örlögin höguðu því þannig að ekki átti það starf fyrir henni að liggja. Lisbeth var lítil vexti en laglega vaxin og hún stóð sig ágætlega sem húsmóðirin í Kalmanstungu. Kristófer Ólafsson, maður hennar, var mikill myndar- maður og góður bóndi. Þeim varð þriggja barna auðið, þau eru Ólöf, Ragnheiður og Ólafur. Fyrstu kynni okkar Lisbethar voru við inntökuprófið í Mennta- skólann í Reykjavík. Þá varð sú stutta langefst, fékk 55 stig, enda kom hún úr Landakotsskólanum, en ég varð annar með 51 stig úr Miðbæjarbarnaskólanum. Við urð- um stúdentar árið 1927 en það var síðasta árið sem Menntaskólinn í Reykjavik útskrifaði stúdenta, einn skóla hér á landi. Árið eftir hóf Menntaskólinn á Akureyri útskrift stúdenta. Við erum nú fjórir skólabræðurn- ir eftir að þeim 54 skólasystkinum sem luku prófi vorið 1927. Bárður ísleifsson, Lárus H. Blöndal, Victor J. Gestsson og undirritaður. Við- biðjum þessari systur okkar blíðrar ferðar yfir til nýrra heimkynna og þökkum henni daglega jarðvist saman. Ásgeir Ó. Einarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Skrifstofutækni | .. ................... Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeppnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Heistu námsgreinar eru: „ Handfært bókhald S Tölvugrunnur Ritvinnsla m Töflureiknir il Verslunarreikningur Gagnagrunnur H Mannleg samskipti s< Tölvubókhald Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfestíng tíl framtíBar „Ég hafði samband við Tölvuskóla íslands og ætlaði að fá undirstöðu íbókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftir aö hafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi. “ Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. Öll nómsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.