Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SÆMUNDUR BJARNASON SKÁK Umdeildur forseti FIDE berst fyrir endurkjöri Mjög horaður en situr í þremur stólum Morgunblaðið/Einar S. Einarsson KIRSAN Iljumsjinov (t.h.) ásamt fyrirrennara sínum á forseta- stóli FIDE, Filippseyingnum Florencio Campomanes. minnisstæð sú góða stund sem við öll áttum saman. Erfitt er að hugsa til að það hafi verið síðasta sinn sem við hittumst. Vertu sæll, elsku Sæmundur minn, frænka mun aldrei gleyma þér. Þín frænka, Sigrún Jóna. Við vorum fjögur, nú erum við þijú, af því að eitt okkar fór til himna. Hann sem var bestur í þessum i heimi, þess vegna finnst okkur það svo óréttlátt. Það er Guð sem stjórnar, og veit hvað hann gerir. Ef honum finnst það rétt, þá verðum við að skilja það. Við erum aðeins lánuð hingað. Það er ekki auðvelt að skilja, að Guð taki þá sem okkur þykir vænst um. En við verðum að sætta okkur við það. Hann var svo góður, vingjarnleg- ur og elskulegur. Guði finnst vænst um þannig fólk. Hann reyndi að beijast fyrir líf- * inu, en hann gat það ekki (tapaði). Svo er annað fólk, ungt og full- orðið, sem eyðileggur líf sitt með eiturlyfjaneyslu og óreglu. Kveðja frá litlu frænku á Kanarí, Auður Lorenzo. Við eigum aldrei eftir að gleyma hugrekkinu, þolinmæðinni og dugn- aðinum sem Sæmi frændi okkar sýndi allt frá því hann veiktist fyrir sex árum, þá aðeins ellefu ára gam- all. Ekki heldur æðruleysi foreldra hans sem í þessi ár börðust við hlið hans og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð svo hann mætti njóta unglingsáranna sem best. Þau lögðu allt undir og beittu sér meðal annars fyrir stofnum samtaka til að aðstoða aðra sem eiga í erfiðleik- um vegna veikinda barna sinna. Samtaka sem síðan hefur sýnt sig að mikil þörf var á. Ekki aðeins til að aðstoða fólk fjárhagslega heldur líka og ekki síður til að sýna fjöl- skyldum alvarlega veikra barna samstöðu og skilning. Auðvitað finnst okkur það órétt- látt að Sæmi skyldi þurfa að yfir- gefa okkur. Og það dregur ekki úr sársaukanum að vegna mistaka fæst aldrei úr því skorið hvort hann hefði lifað af aðgerðina sem hann gekkst undir í vor, við svo óbærileg- ar aðstæður mega fátækleg orð sín lítils. Hvorki gagnvart honum né ástvinum hans. Minningamar lifa hins vegar áfram og þær geta oft hjálpað. Minningar um góðan dreng og hamingjustundir með honum. Minningar um allt það góða fólk sem vildi hjálpa. Um séra Jón A. Baldvinsson sendiráðsprest í Lund- únum. Hann var, að öðrum ólöstuð- um, foreldrum Sæma ómetanlegur styrkur allt þar til yftr lauk og hon- um sjálfum einstakur félagi og vin- ur síðustu mánuðina sem hann lifði. Vonandi eiga slíkar minningar þrátt fyrir allt eftir að gera mömmu hans, pabba hans, bræðrum hans og öðr- um sem syrgja hann, lífið framund- an bærilegt. Við vonum að svo verði. Að minn- ingar tengdar Sæmundi og hug- rekki hans eigi eftir að verða þeim styrkur og hann megi því hvíla í friði. Þess biðjum við í dag þegar við kveðjum Sæma frænda í hinsta sinn. Ingimar, Fríða og fjölskylda. Okkur langar til þess að kveðja frænda okkar, hann Sæmund. Þó að árin hans hér yrðu ekki mörg skilur hann aðeins eftir sig góðar minningar. Styrkur hans í erfiðri baráttu gleymist ekki og fær mann til þess að líta í eigin barm. Því að oft vill það verða svo að maður gleymir að þakka fyrir svo margt og tekur öllu sínu láni sem sjálf- sögðum hlut. Minningin um góðan og fallegan dreng mun lifa með okkur og hlýja, fallega brosið hans gleymist aldrei. Elsku Haddý og Bjarni. Við, sem þykir svo vænt um ykkur, stöndum í dag ráðþrota en biðjum þess og trúum að minningin um blessaðan drenginn ykkar muni hjálpa ykkur og styrkja. Við vottum ykkur, Sig- urgísla, Óskari Birni og öllum ást- vinum Sæmundar okkar innilegustu samúð. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir jjér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfír, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tipu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Hjartans Sæmundur, hvíl þú í friði. Frænkur þínar, Hólmfríður og Kristín. Elsku Sæmi, ég hef aldrei gert neitt eins erfitt og að skrifa þessi minningarorð til þín. Mig langar að segja eitthvað frumlegt, eitthvað alveg sérstakt. Eitthvað sem fær þann sem les til að skilja hversu frábær öðlingur þú varst og að hugsa með sér: „Já, þarna fer ein- stakt ljúfmenni." Mig langar að allur heimur viti hve hetju- og djarf- lega þú barðist fyrir lífínu, svo fólk skilji að það er ekki öllum sjálfgef- ið. En umfram allt langar mig að sjá nýjan flöt á málinu, svo við getum huggast og með einhveijum mögulegum ráðum réttlætt aðstæð- umar. Við sem erum svo heppin að hafa þekkt þig, vitum hve ljúfur þú varst. Ég held ég taki ekki of stórt upp í mig þegar ég fullyrði að enginn maður sem ég hef hitt, taki þér fram í þeim efnum. Hitt er ég alveg sannfærð um, að ég er betri manneskja fyrir að hafa kynnst þér. Hvað varðar huggun og sátt er flóknara. Það veitir mér að minnsta kosti talsverða huggun að vita að ég á eftir að hitta þig seinna. Og þá leiðir þú Mænu þína um nýjar slóðir og sýnir henni hvernig allt gengur fyrir sig. Alveg eins og hún leiddi Mæna sinn um, þegar þið voruð böm, og passaði að þú færir þér ekki að voða. Fleira er ekki hægt að segja. Þegar allt kemur til alls þá em orð lítils megn- ug- Elsku frændi, stattu þig jafn vel í nýjum heimkynnum og þú gerðir hérna og ef þú átt einhveija orku umfram, sendu okkur af henni. Birta, mamma þín og pabbi og elskulegir bræður, Sigurgísli og Óskar Björn, þurfa á henni að halda. Ljóðið sem fer hér á eftir var skrif- að í minningu um mann sem dó líka ungur. Gangi þér vel þangað til við hitt- umst aftur og þá, Sæmi, þá förum við í ferðalag. Við spyijum drottin særð, hvers vegna hann hafi það dularfulla verkalag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag Og þó, með trega og sorg skal á það sæst, að sá með rétti snemma hvílast megi í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst fundið svo til, að nægði löngum degi. (Jóhann S. Hannesson) Þín elskandi frænka María Heba Þorkelsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Sæmund Bjarnason biða birtingar ogmunu birlast í blaðinu næstu daga. Kirsan Iljumsjinov berst fyrir endurkjöri sínu sem forseti Alþjóða skáksambandsins, FIDE. Dlugi Jökulsson hitti hann að máli í Jere- van þar sem Ólympíu- skákmótið fer nú fram, „Ég er mjög horaður maður en þó sit ég í þremur stólum," sagði Kirsan Iljumsjinov á fundi sem hann boðaði með íslensku sendi- nefndinni á Ólympíuskákmótinu í Jerevan. Með hinum þremur stólum sín- um átti Iljumsjinov við þau þijú veraldlegu störf sem hann gegnir, en auk þess að vera forseti FIDE er hann forseti sjálfstjórnarsvæðis- ins Kalmykiu í Rússlandi og þing- maður á rússneska þinginu. Fund- inn með íslendingunum boðaði Ilj- umsjinov til þess að kynna framboð sitt til endurkjörs á aðalþingi FIDE sem hefst innan skamms hér í Jere- van. Framboðsmál innan FIDE og raunar öll sú pólitík sem þar við- gengst er svo flókin að það er meira en lítið verk að henda reiður á öllu sem þar fer fram. Iljumsj- inov var kosinn forseti FIDÉ fyrir tæpu ári þegar Florencio Campo- manes hrökklaðist hálfnauðugur úr embætti og átti Iljumsjinov til að byija með einungis að vera for- seti í eitt ár. Hann hafði enda ekki boðað framboð til endurkjörs þegar framboðsfrestur rann út og búist hafði verið við að tveir stórmeistar- ar myndu bítast um embættið, þeir Bachar Kouatly frá Frakk- landi og Jamie Sunye Neto frá Brasilíu. Varaforsetaefni Kouatlys er enginn annar er Anatólí Karpov, heimsmeistari FIDE, en varafor- setaefni Sunye Netos er sem kunn- ugt er Einar S. Einarsson, svæðis- stjóri FIDE á Norðurlöndunum. Margir frammámenn í skáklífí Vesturlanda höfðu skorað á Einar að bjóða sig fram til forseta en hann hafnaði því og féllst í staðinn á að gefa kost á sér í embætti varaforseta. Mörg stærstu og öflugustu skáksamböndin á Vest- urlöndum standa að framboði Sunyes Netos og Einars og er helsta markmið framboðs þeirra að hreinsa til í skákheiminum en undanfarin ár hefur þar orðið hvert hneykslið af öðru og stjórnarhætt- ir ekki upp á marga fiska. Fjöl- mörg vandamál bíða úrlausnar og nægir þar að nefna spillingu og verslun með vinninga en ýmsir skákmenn iðka slíka verslun nán- ast fyrir opnum tjöldum án þess að hljóta nokkra refsingu fyrir. Asmaeparasvili flytur út skákstig Til dæmis er vitað að einn skæð- asti kaupsýslumaðurinn, Sjurab Asmaeparasvili frá Georgíu, hefur bæði unnið með miklum yfírburð- um mót sem alls ekki fór fram og einnig stundar hann umfangsmik- inn útflutning á skákstigum. Það fer þannig fram að Asmaeparasv- ili kaupir sér vinninga á skákmót- um sem haldin eru í gömlu Sovét- ríkjunum og hækkar því mjög á stigum. Þá heldur Asmaeparsavili í vesturvíking og tapar viljandi fyrir þeim skákmönnum sem hann rekst á og vilja stunda svo óheiðar- leg „viðskipti". Þar sem þessir skákmenn vinna svo stigaháan stórmeistara sem Asmaeparasvili hækka þeir sjálfír tiltölulega mikið á stigum en hann fer aftur austur í borgina og kaupir sér fleiri vinn- inga. Segir sig sjálft að hann selur vinningana á hærra verði en hann kaupir þá. Þrátt fyrir að þessi verslun Asmaeparasvilis sé á allra vitorði hefur FIDE ekkert aðhafst til að refsa honum og hann situr hér í Jerevan og teflir eins og fínn mað- ur á efsta borði Georgíu. Þá er Florencio Campomanes staddur hér og gengur milli manna með gleðilátum og er alls staðar aufúsu- gestur enda þótt vitað sé að hann hafi dregið sér stórfé úr sjóðum FIDE um það leyti sem hann lét af embætti. Það er því ekki vandþörf á að hreinsa til en ljóst er að Sunye Neto og Einar S. Einarsson fá nú öflugri andstæðing en Bachar Kou- atly og Karpov, sem tengdir eru fyrri stjórnarháttum því Kirsan Ilj- umsjinov hefur sem fyrr segir boð- að að hann hyggist sækjast eftir endurkjöri. Til þess að komast í framboð verður hann að leggja fyrir FIDE-þingið tillögu um af- brigði frá lögum og nú rær hann að því öllum árum að afla þeirri tillögu stuðnings. Ungur forseti Það er til marks um sjálfsöryggi Iljumsjinovs, sem jaðrar við ófyrir- leitni en er ævinlega fylgt með breiðu brosi, að hann skyldi boða íslendingana hér til fundar við sig því vart getur hann búist við að hljóta atkvæði Skáksambands ís- lands. Á fundinum byrjaði Iljumsj- inov á því að taka við kvörtunum íslensku liðsstjóranna vegna smá- vægilegra vandræða sem upp hafa komið við framkvæmd mótsins en kynnti síðan sig, land sitt og stefnu sína. Hann er aðeins 34ja ára að aldri en hefur auðgast gífurlega með aðferðum sem sumir telja vafasamar og var nýlega endur- kjörinn forseti Kalmykiu fram til ársins 2002. Tjáði hann okkur íslendingunum að næsta Ólympíuskákmót yrði haldið í Elista, höfuðborg Kalmyk- iu, og yrði það glæsilegasta Ólymp- íumótið til þessa. Til dæmis væri hafin bygging sérstaks Ólympíu- þorps, að fyrirmynd Ólympíuleik- anna sjálfra, og yrði það í fyrsta sinn sem sérstakar vistarverur yrðu byggðar yfir þátttakendur á Ólympíuskákmóti. Auk Ólympíu- skákmótsins í Kalmykiu er eitt helsta kosningaloforð Iljumsjinovs að umbylta heimsmeistarakeppn- inni í skák þannig að keppt verði á hveiju ári og um það bil hundrað stórmeistarar keppi þá með út- sláttafyrirkomulagi um heims- meistaratitilinn og verði veitt geysihá verðlaun en peningar eru náttúrlega það sem Iljumsjinov treystir á að muni færa honum forsetastólinn áfram og sagði hann okkur margoft og glaðlega hversu ríkur hann væri. Þá sagði hann okkur nokkuð af landi og þjóð Kalmykiu en það svæði er þar sem áin Volga fellur í Kaspíahaf. íbúamir em Mongólar sem komu á 16. öld austan úr Mongólíu og eru þeir einu íbúar Evrópu sem eru Búddatrúar. Ilj- umsjinov kvað trúfrelsi hins vegar með miklum ágætum í landi sínu og hefði hann byggt fjölmargar kirkjur fyrir þá íbúa sem teljast til rússnesku réttrúnaðarkirkjunn- ar. Þá hefði hann á einum af mörg- um fundum sínum með páfanum í Róm gefíð kaþólsku kirkjunni land undir dómkirkju og yrði hún byggð fljótlega fýrir þann eina Kalmykiu-mann sem telst vera kaþólikki. Alls eru íbúar Kalmykiu um 500.000 og vakti nokkra at- hygli í rússnesku kosningunum nýlega þegar Iljumsjinov skilaði vini sínum Borís Jeltsín nákvæm- lega 100% fylgi í Kalmykiu. Góðar gjafir í lok fundar Fundurinn með Kirsan Iljumsj- inov var ákaflega vinsamlegur enda er maðurinn brosmildur og vingjarnlegur í framkomu. Hann leysti okkur út með góðum gjöfum, til minningar um þennan ágæta fund, og fékk hver íslendingur stóran poka fullan af pökkum. Þar voru tvær bækur um ævi og störf Kirsans Iljumsjinovs og er önnur þeirra teiknimyndasaga þar sem ekki er verið að skafa utan af lof- inu um þennan mæta mann. Jafn- framt fengum við flösku af Kirsan- vodka sem framleitt er í Kalmykiu, Kirsan-kavíar sem mun vera fín- asta kavíartegundin í öllu Rúss- landi um þessar mundir, Kir-SUN sólgleraugu og loks forláta arm- bandsúr sem við sjáum ekki betur en séu bæði úr gulli og sett dem- öntum. Þau eru hins vegar af teg- und sem enginn þekkti fyrir og heita einfaldlega Kirsan. Gefí Ilj- umsjinov öllum skáksveitunum hér slíkar gjafír er hætt við að erfitt verði að sigrast á honum í kosning- unum sunnudaginn 29. september nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.