Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 43 VINNINGSHAFAR í ferðahappdrætti Úrvals-Útsýnar. Morgunbiaðið/Þorkeii Hlutu ferðavinninga FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn kynnti fjölbreyttan vetr- arbækling sinn með „opnu húsi“ og veglegu ferðahappdrætti á öll- um söluskrifstofum sínum 8. sept- ember sl. Rúmlega 3.000 gestir komu og kynntu sér fjölbreytt úrval borg- ar- og sólarferða hjá ferðaskrif- stofunni en vetrarbæklingur Úr- vals-Útsýnar er nú orðinn jafnstór í sniðum og sumarbæklingur fyr- irtækisins. í ferðahappdrætti Úrvals- Útsýnar voru í boði fjölmargir ferðavinningar, m.a. flug og bíll til Flórída, Kanaríeyjaferðir, borgarferðir til Newcastle og Edinborgar auk flugfarseðla til Halifax. Dregið var í happdrættinu 9. september sl. og vinningar af- hentir vinningshöfum í aðalstöðv- um Úrvals-Útsýnar í Lágmúla 4 föstudaginn 13. september. Vinninga hlutu: Rafn Sveins- son, Þórður Jónsson, Hjörtur K. Hjartarson, Guðmundur H. Þórð- arson, Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Unnur Margrét Unnarsdóttir, Þórunn Hildur Þórisdóttir og Hafliði Þórðarson. ATRIÐI úr kvikmyndinni „Das Boot. Hreyfimyndafélagið sýnir Kafbátinn HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ hefur starfsemi sína þetta haust með sýn- ingu á kvikmyndinni Kafbáturinn eða „Das Boot“ í kvöld, fimmtudag- inn 19. september. Myndin er í leik- stjórn Wolfgang Petersen. Myndin er sýnd í Háskólabíói. Haustið 1941 er mikið fjör í Bar Royaie í La Rochelle í Frakklandi, einni helstu kafbátastöð Þjóðveija í Ísíðari heimsstytjöldinni. Menn skemmta sér eins og nóttin verði þeirra síðasta enda gæti svo farið | því af 40.000 manns sem Þjóðveijar ■ NÝLEGA veitti Garnbúðin { Tinna garndeild KASK á Höfn í í Hornafirði viðurkenninguna J Garnverslun ársins 1996. Á þeim I 8 árum sem KASK á Höfn hefur boðið garn frá Garnbúðinni Tinnu tefla fram á kafbátum sínum eiga aðeins 10.000 afturkvæmt. Morguninn eftir lætur U-96 í haf með 43 manna áhöfn. Skipstjórinn, sem er hertur í margri_ raun, er elst- ur um borð, 30 ára. Áhöfnin lendir í ýmsum raunum og er oft teflt á tæpasta vað og er það fordæmi skip- stjórans sem stappar stálinu í menn. Við illan leik kemst áhöfnin aftur til La Rochelle þar sem þeim er fagn- að sem hetjum en þá er gerð loft- árás á höfnina. hefur alltaf verið jöfn og stöðug aukning. Á myndinni sést Auður Kristinsdóttir frá Garnbúðinni Tinnu í Hafnarfirði afhenda Guð- björgu Sigurðardóttur hjá KASK á Höfn viðurkenninguna. Rúmlega 2000 Islendingar flogaveikir LAUF, landsamtök áhugafólks um flogaveiki hafa sent frá sér ábending- ar, í tilefni þess að á morgun, þann 20. september, er norræni flogaveiki- dagurinn. Þar kemur m.a. fram að um það bil 1% þjóðarinnar,_ eða rúm- lega tvöþúsund manns á íslandi, er með flogaveiki. Þar er jafnframt greint frá því að flogaveiki getur byijað á hvað aldri sem er. Þar er jafnframt greint frá því að börn geta fæðst með flogaveiki; að fólk getur læknast af flogaveiki; að 80% flogaveikra lifa eðlilegu lífi á heimili og í starfi; að krampar eru ekki alltaf merki um flogaveiki og að það má aldrei stinga neinu upp í fólk í krampaflogi. ------» ♦ ♦------ LEIÐRÉTT Gætum tungunnar Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi frá Hinu íslenska bók- menntafélagi: „I Morgunblaðinu sunnudaginn 1. september er þess getið, að hið íslenska bókmenntafélag hafi gefið út lítið kver að tilstuðlan Áhuga- samtaka um íslenskt mál, og sé það löngu uppselt. Því miður er það nú svo að þetta litla kver, Gætum tungunnar, er alls ekki uppselt enn; ekki frekar en ýmis önnur vönduð menningar- rit félagsins. Gætum tungunnar kostar aðeins kr. 350,- og fæst nú eingöngu í afgreiðslu Bókmenntafélagsins í Síðumúla 21. Félagið fagnar því að nú skuli enn og aftur tekið til við fyrri iðju á síðum Morgunblaðsins. Rangur fæðingar- og dánardagur Rangt var farið með fæðingar- og dánardag Gests Guðmundssonar í minningargrein um Svavar Gests í Morgunblaðinu hinn 11. febrúar síðastliðinn á þann veg að upplýs- ingar um annan einstakling birtust. Gestur, faðir Svavars fæddist á Staðarbakka í Mýrasýslu 7.1. 1884 og lést 2.12. 1952. Aðstandendur biðja hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. Yfirlýsing frá Fiskifé- lagi Islands MORUGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Fiskifé- lagi Islands: „Vegna fréttar í Morgunbiaðinu 18. september um útgáfu íslensks sjómannaalmanaks óskar Fiskifé- lag íslands að koma eftirfarandi á framfæri: Fiskifélag íslands hefur undan- farin 70 ár gefið út Sjómannaalm- anakið, sem samkvæmt reglugerð á að vera um borð í öllum íslenskum skipum yfir 12 metrum að lengd. Fiskifélagið mun halda áfram að gefa út Sjómannaahnanakið og sinna þannig einni að höfuðskyldum sínum við íslenska sjómenn. Undanfarin þijú ár hefur fyrir- tækið Skerpla í Reykjavík annast ýmsa verkþætti útgáfumála Fiski- félagsins í verktöku, m.a. öflun auglýsinga í Sjómannaalmanakið og umsjón með umbroti og prentun þess, ritstjórn Ægis, tímarits Fiski- félagsins og utgáfu Kvótabókarinn- ar, fylgiriti Ægis. Nú hefur komið í ljós að sam- hliða því sem Skerpla hefur unnið í verktöku fyrir Fiskifélag íslands, m.a. við sölu auglýsinga í Sjó- mannaalmanak félagsins, hefur fyr- irtækið séð sóma sinn í því að und- irbúa útgáfu nýs sjómannaalman- aks sem sagt er eiga að koma út í samkeppni við Sjómannaalmanak- ið. Fiskifélag íslands lýsir furðu sinni á því siðferði sem vinnubrögð Skerplu bera vott um. Samstarf við Skerplu um útgáfu Sjómannaal- manaksins hefur að sjálfsögðu verið slitið og hefur lögmanni Fiskifélags Islands verið fengið þetta mál til meðferðar. Fiskifélag Islands harmar þá óvissu sem framangreint kann að hafa valdið viðskiptavinum Sjó- mannaalmanaksins." Franskur skóli fyrir þrig-gja til tólf ára ALLIANCE Francaise hefur stofnað franskan skóla til þess að kenna börnum á aldrinum þriggja ára til tólf ára frönsku. Er skólanum eink- um ætlað að mæta þörfum ungra barna sem búa hér á landi og eiga franskt og íslenskt foreldri. „Hér á landi eru þó nokkuð marg- ar fjölskyldur þar sem annað foreldri er franskt og hitt íslenskt og eins og gjarnan vill verða í þessum tilfell- um eru börnin tvítyngd en í því eru fólgin bæði forréttindi og vand- kvæði,“ segir í frétt frá AUiance ~ Francaise. Jafnframt segir: „í hérlendum skólum geta þessi börn fengið að- gang að íslensku' máli og menningu en til þess að veita þeim tækifæri til að viðhalda og rækta þeirra frönsku hlið hefur Alliance Francaise stofnað franskan skóla sem mun taka á móti krökkunum þremur aldurs- hópum, frá 3-4ja ára til 12 ára. Franskir kennarar munu annast kennsluna sem höfðar líka til þeirra sem hafa dvalið lengi í Frakklandi og vilja halda málinu og menningar- tengslum við. Gert er ráð fyrir 10-12 í hveijum h óp og franski skólinn hefur fengið sterkan og óvæntan stuðning frá „Fondation Hachette" (styrktaraðili innan Matra-Hachette bókaútgáfu) sem mun gefa allar bækur og kennslugögn. Alliance Francaise getur þar með boðið upp á ijölbreytt úrval af bókum, tímarit- um og myndböndum." Innritun stendur nú yfir í Alliance Francaise. ------*—♦—»----- Kaffihúsa- kvöld AFS FYRRUM skiptinemar AFS sam- takanna, ásamt erlendum nemum sem hér dvelja, ætla að koma sam- an á veitingahúsinu Ara í Ögri fimmtudagskvöldið 19. september kl. 20.30. Allir velkomnir. heimilistæki á ÚARDO gáma frá einum stærsta heimilistækjaframleiðanda í Evrópu. Þú gerír vart betrí kaup! Margar aðrar gerðir fáanlegar. Kynntu þér ARDO gæðatækin, þú gerir vart betri kaup! Hér og nú innréttingar, Borgartúni 29, sími 562 7666. Króm og hvítt, Höfn. Rafalda, Neskaupstað. Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum. KEA, Akureyri. Stapafell, Keilavík. Rafbúðin, Álfaskeiði, Hafnarftrði. Laufið, Bolungarvfk. Húsgagnal., Isafirði. Rafbær, Siglufirði. Versl. Blómsturvellir, Hellisandi Kaupfélag Skagfirðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.