Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ C- Dýraglens BREF TIL BLAÐSINS Tommi og Jenni Smáfólk Kringlan 1 103 Reykjavík 0 Sími 569 1100 9 Símbréf 569 1329 0 Netfang: lauga@mbl.is Einkavegiir Frá Steinunni Theódórsdóttur: SÍÐUSTU daga í ágúst dvöldumst við tvö, ferðafélagar, eina viku í Skaftafellssýslu. Veðrið var eins fagurt og hugsast gat, logn, hiti og sumarblíða. Sem við ókum austur blöstu við jöklar og óendanleg grænka í Fljótshlíð, Mýrdal og á Síðu. Gras- ið var sem grænn flauelshjúpur um fjöll og hlíðar, sauðfé á beit fór vel í landslaginu. Við fengum bændagistingu í námunda við Kirkjubæjarklaustur. Atlæti gat ekki verið betra. Við spurðumst fyrir um það hjá hús- ráðendum hvað helst skyldi skoða í nágrenninu. Okkur var bent á Fjaðrárgljúfur og gilið vestantil í Holtsdal. Fjaðrárgljúfur er sérstæð nátt- úrusmíð; kolblá áin liðast um sí- breytilega bergstanda. Ungir list- nemar hvaðanæva úr Evrópu voru þarna á ferð. Sumir heilluðust svo af umhverfinu að þeir drógu skó og sokka af fótum sér og nutu náttúrunnar oní tær. Síðan var ekið áleiðis í Holts- dal. í dalsmynninu var hliðskilti sem á stóð einkavegur. Við stöldru-ðum við. Vegurinn innan hliðsins bar öll merki þess að vera venjulegur sveitavegur svo við lét- um slag standa, opnuðum hliðið og ókum inn dalinn. Er innfyrir fjallsöxlina kom austan megin í dalnum voru, á að giska tvo kíló- metra frá okkar vegi, tveir sumar- bústaðir, gróðursett höfðu verið tré umhverfis bústaðina. Þar fyrir innan, austan Seldalshnjúks, eru snotur gil með fossum. Til vesturs var Holtsgilið, vissu- lega heillandi, en það freistaði okkar meir að ganga á fellið Sel- höfuð. Það er algróið nema kletta- belti umgirðir kollinn. Þegar upp var komið ríkti fegurð og friður, þúfutittlingar tóku dýfur, stungu sér kollhnísa í loftinu og sungu af einskærri kæti. Steinklöppur skutust fyrir fótum okkar, hljóðl- átar að vanda. Þarna uppi voru breiður af beijalyngi og berin eins og bláir deplar á grænum möttli. Eldgulir, smáir sveppir með bólu á hattinum juku fjölbreytni litanna. Er við gengum norður eftir koll- inum rak okkur í rogastans, í kleif- unum innan við fellið var hinn fegursti skógur, reitur sem við ÚR Holtsdal. fréttum síðar að Skógræktarfélag Síðumanna hefði plantað fyrir fjörutíu árum. Heilluð af fegurð náttúrunnar fikruðum við okkur niður hamrana ofan í dalinn. Farið var að halla degi og við héldum áleiðis í næturstað. I góðri brekku fengum við okkur kaffi og nestis- bita, það tilheyrir á ferðalögum. Er komið var aftur að vegamót- um og ég sá skiltið einkavegur þyngdi mér fyrir brjósti og ég fékk óbragð í munninn. Það er óskemmtileg reynsla að vera óvel- kominn í eigin landi. Málið var rætt við nokkra innansveitarmenn og okkur tjáð að Seðlabanki Islands hefði keypt allan dalinn og girt hann af, reist tvo sumarbústaði og hyggði á skógrækt. Gott og vel, ég veit ekki gjörla hvert er hlutverk fyrrgreindrar bankastofnunar, en þá hefði ein- faldlega mátt standa á skiltinu: „Skógrækt, vinsamlega lokið hlið- inu.“ Einkavegur gæti talist heim- reiðin að sumarbústöðunum, hvort sem þörf er á að merkja hana sem slíka. Nú spyr ég: Leyfist opinberum stofnunum, fyrirtækjum okkar landsmanna, að kaupa upp heilu fjallasalina og loka þeim fyrir fólk- inu í landinu? í mínum huga er svarið nei og aftur nei. Komist Seðlabankinn upp með að loku Holtsdal hvar verður þá borið niðurnæst ... og þarnæst? STEINUNN THEÓDÓRSDÓTTIR, Eyrarhvammi, Mosfellsbæ. Hvað skal segja? 16 I kvöld færðu matinn þinn í Eða skál, eða hvað sem þú vilt „Tarína“ hljómar vel. glænýjum dalli. kalla það. Væri rétt að segja: Þú getur lent á tunglinu, ef þú beitir nútíma- tækni. Svar: Persónufomafnið þú er með öllu fráleitt að nota sem óákveðið fornafn á íslensku, þó að enska orðið you sé stundum notað á þann hátt. Rétt væri að segja: Menn geta lent á tungl- inu . .. eða: Hægt er að lenda á tunglinu, ef beitt er nútímatækni. Allt efni sem birtist ! Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hór að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.