Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 45 BREF TIL BLAÐSIIMS Hvers vegna á að loka Útideildinni? Til yfirvalda Félagsmálastofnunar Reykjavíkur Frá Önnu Guðlaugsdóttur: HÁTTVIRTU yfirvöld. í kjölfar skipu- lagsbreytinga Félagsmálastofnunar verður Útideild unglinga við Tryggva- götu lögð niður 1. febrúar næstkom- andi. Sem sagt, starfsemi í miðbæn- um verður hætt og unglingar eiga í engin hús að venda. Þessi ákvörðun þykir vægast sagt fáránleg, því hver eru rökin fyrir því að leggja niður svo góða og virka starfsemi á sviði for- varna og manngæsku? Unglingar eru ataðir auri í fjölmiðl- um. Skemmst er að minnats hátíðar- innar Halló Akureyri, þar sem við vorum gerð að algerum blórabögglum fyrir ástandinu. Okkur er einnig kennt um hið svokallaða „miðbæjarvanda- mál“, þrátt fyrir að við séum í minni- hluta í miðbænum um helgar. Fæst ungmenni eru með háreysti og drykkjulæti, en nokkrir svartir sauðir lita hópinn. Yfirvöldum fínnst lausnin greinilega bara liggja í því að leggja niður alla starfsemi og loka augunum fyrir vandanum. Og er það ekki bara réttast? Til hvers að eyða tíma og peningum í einhveijar krakkakrump- ur sem aldrei geta neitt nema að bijóta rúður og drekka sig fulla? Er ekki best að útiloka þessa réttinda- lausu þegna vegna aldursins eins og saman, og láta þá lönd og leið? Nei! Unglingar eru fólk og við viljum láta koma fram við okkur eins og fólk með viti og skoðunum. Í allri þessari umræðu um hið svokallaða „unglinga- vandamál" höfum við ekki verið spurð álits. Annars væri ágætt að benda á það, að rót vandans liggur hjá foreldr- unum. íslenskir foreldrar vinna svo mikið að þeir gefa sér engan tíma fyrir börn sín. Flest íslensk börn al- ast upp sem lyklabörn og samt sem áður er okkur ætlað að læra að fóta okkur í lífinu og alast upp sem ábyrg- ir einstaklingar. Enginn nær rótfestu í lífinu án virðingar og ástúðar og hvar eigum við að fá hana ef ekki hjá fullorðnu fólki? Ef foreldrar hafa ekki tíma og öllum dyrum lokað, eig- um við þá að leita til ókunnugs fólks á Félagsmálastofnun? Jú, vissulega myndum við gera að ef alvarleg vand- ræði væru á ferðinni. En daglegu lífi og þeim vandamálum sem því fylgir (t.d. meðvirkni, einmanaleiki, ástar- vandamál og vímuefnaneysla) verðum við að glíma við með auðfengnari hjálp, eins og t.d. hjá Útideildinni. Yfii-völd, ég skora á ykkur að íhuga gjörðir ykkar vandlega áður en þið lokið Útideildinni, hún er orðin mikil- vægur hluti í lífi margra, og það er ansi hart að vera sviptur hluta úr lífi sínu bara sisvona. ANNA GUÐLAUGSDÓTTIR, Álfatúni 27, Kópavogi. Haustvörurnar streyma inn Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 KVÖiDlKÓil M KOPAVOGS Tungumálanámskeii: Kennt er í byrjenda-, framhalds- og talæfingaflokkum. ENSKA - DANSKA - NORSKA SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALONSKA ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA BÓKHALD - ÍSLENSKAI - VÉLRITUN -ANDLITSTEIKNUN - TÖLVUNÁMSKEIÐ - LEIRMÓTUN - LJÓSMYNDUN SILKIMÁLUN - BUTASAUMUR - FATASAUMUR og fjöldi annarra námskeiða Leikarar: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guöjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarsson, Jón Hjartarson, María Ellingsen, Ragnheióur Arnardóttir, Theodór Júlíusson, Valgeróur Dan og Þorsteinn Gunnarsson íslensk þýðing: Baldur Sigurðsson, Olga María Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Fransdóttir og Brynja Benediktsdóttir Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir Sýningarstjóri: Jón Þórðarson Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir Frumsýning ú Litla sviðinu 20. september kl. 20:00, uppselt. Sýning sunnnud. 22/9. Leikfélag Reykjavíkur 'LEIKFELAGl REYKJAVÍKUR' 1897-1997 sími 568 8000 Borgarleikhús VERKSNWJUUTSALAN HEFST í DAG! Opið frá kl. 9-18, laugardag kl. 10-14. Jakkaföt Skyrtur, bindi, frá kr. 7.800 dömublússur, kjólar, Stakir jakkar, dömu og herra bolir, toppar, peysur, efnisbútar og margt fráSkr. 4?900 «eira á hlægilegu verði. Stakar buxur, dömu og herra frá kr. 2.900 Flauelsbuxur, dömu og herra frá kr. 2.900 Pils frá kr. 1.900 Qr NYBÝLAVEGUR Jöfur DALBREKKA AUÐBREKKA Toyot a 1 SÓLIN SAUMASTOFA NÝBÝLAVEG 4 DALBREKKUMEGIN KÓPAVOGI SÍMI 554 5800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.