Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Arnór G. Ragnarsson Guðlaugur Sveinsson stigakóngur í Sumarbrids GUÐLAUGUR Sveinsson stiga- 'kóngur vann sér inn flest bronsstig allra spilara í Sumarbrids 1996. Hann og Gylfi Baldursson háðu hatramma baráttu um konung- stignina og náði Guðlaugur að 'tryggja sig í sætinu með því að 'skora 22 bronsstig fimmtudaginn 12. september. Hann vann sér inn 536 bronsstig í sumar. Lokastaðan í stigakepninni varð: Guðlaugur Sveinsson 536, Gylfi Baldursson 531, Þórður Björnsson 501, Guðmundur Baldursson 466, Þröstur Ingimarsson 411, ísak Örn 'Sigurðsson 346, Þórður Sigfússon 337, Sigurður B. Þorsteinsson 337, Jón Stefánsson 295, Guðbjörn Þórðarson 293. Sumarbrids 1996 stóð fyrir silf- urstiga sveitakeppni 14. og 15. september. 13 sveitir spiluðu Monrad-sveitakeppni með 7 um- ferðum. íslandsbanki I og Tvær grímur háðu mikla baráttu um 1. sætið í lokaumferðunum eftir að sú síðarnefnda hafði náð töluverðu forskoti um mitt mót. Islandsbanki I seig fram úr í síðustu umferð og vann mótið með 137 vinningsstig- um. í sveitinni spiluðu: Jón Bald- ursson, Sævar Þorbjörnsson, Aðal- v^teinn Jörgensen og Matthías G. Þorvaldsson. Tvær grímur urðu í öðru sæti með 128 stig og í sveit- inni spiluðu: Jakob Kristinsson, Steingrímur Gautur Pétursson, Svavar Bjömsson, Einar Jónsson og Eiríkur Hjaltason. Lokastaðan í mótinu varð þessi: íslandsbanki I 138 Tværgrímur 128 ísak Örn Sigurðsson 119 Brynjólfur Gestsson 113 Þórður Sigfússon 110 Sumarbrids 1996 hefur lokið starfi sínu og vilja umsjónarmenn þakka öllum spilurum sem sáu sér fært að mæta í sumar sínar bestu þakkir fyrir keppnirnar í sumar. Þess má geta að 309 spilarar unnu sér inn bronsstig í Sumarbrids 1996 og þegar búið var að leggja þau öll saman urðu þau samtals 22.640. Urslit í einmenningsmóti Bridssambands Austurlands Laugardaginn 14. sept. sl. var haldið í Hótel Bjargi, Fáskrúðs- fírði, einmenningsmót BSA 1996. Til leiks mættu 24 keppendur og voru spiluð 46 tölvugefin spil. Miðl- ungur var 230. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Jónas E. Ólafs- son. Sex efstu fá silfurstig og varð röð þeirar sem hér segir: Pálmi Kristmannsson, BF 281 Böðvar Þórisson, BRE 265 GuðmundurMagnússon.BRE 261 Sigurlaug Bergvinsdóttir, BF 250 Helgi Hlynur Asgrímsson, BBc 249 SverrirGuðmundsson.BH 247 LÆKNASTOFA Hef opnað læknastofu á læknastofunni Síðumúla 37. Tímapantanir í síma 568 6200. Axel Sigurðsson Sérgrein: Lyflækningar og hjartasjúkdómar. HAUSTVERÐLISTINN ER KOMINN UM GRAM GÆÐIN ÞARF ENGINN AÐ EFAST OG VERÐIÐ HEFUR ALDREI VERIÐ HAGSTÆÐARA. ALLT AÐ 10.000 kr. VERÐLÆKKUN Á EINSTÖKUM GERÐUM GRAM KÆLISKÁPA. CRAM KF-355E Áður 79.990 Nú > > 69.990 GRAM ES-250E Áður 65.930 Nú > > 59.990 CRAM HF-462 Áóur 60.990 Nú > > 56.980 1 GRAM Ytri mál mm: Rými lítr. Staðgr. I gerð: B x D x H kæl.+fr. kr. i Kæliskápar án frystis: K-130 550x601x 715 116 39.990 I K-155TU 550x601x 843 155 47.490 i KS-200 550x601x1065 195 48.440 1 KS-240 550x601x1265 240 53.980 I KS-180TU 595 x601x 843 168 49.990 I KS-300E 595x601x1342 271 56.990 I KS-350E 595x601x1542 323 63.980 I KS-400E 595x601x1742 377 71.970 Kæliskápar með frysti: | KF-120 550x601x 715 94 + 14 41.990 1 KF-135TU 550 x601x 843 109 + 27 48.980 9 KF-184 550x601x1065 139 + 33 48.980 KF-232GT 550x601x1285 186 + 33 56.940 1 KF-263 550x601x1465 197 + 55 54.990 | KF-245EG 595x601x1342 168 + 62 62.990 S KF-355E 595 x601 X1742 272 + 62 69.990 KF-345E 595x601x1742 190 +133 79.990 Frystiskápar: 1 FS-100 550 x601x 715 77 39.990 1 FS-133 550x601x 865 119 46.990 f FS-175 550x6O1x1065 160 52.990 ' FS-150 595 x601x 900 131 48.970 FS-250E 595x601x1342 224 59.990 j FS-290E 595x601x1542 269 69.990 j FS-340E 595 x601 x1 742 314 78.990 s Frystikistur: a HF-234 800 x695x 850 234 42.980 | HF-348 1100 x695x 850 348 48.980 1 HF-462 1400 x695x 850 462 56.980 | HF-576 1700x695x 850 576 72.980 1 FB-203 800 x695x 850 202 45.980 1 FB-308 1100 x695x 850 307 52.990 f 1 (FB-gerðir hafa 75mm einangrun - orkusparandi) | EURO og VISA raðgreiðslur án útborgunar. FRÍ HEIMSENDING - og við fjarlægjum gamla tækið án aukakosnaðar. /FQnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420 I DAG BRIDS Umsjón Guömundur Páll Arnarson SLÆM tromplega er það eina sem ógnar fjórum hjörtum suðurs. Vestur gefur; allir á hættu. “ Norður ♦ D8 V Á1053 ♦ ÁK954 ♦ ÁK Suður ♦ G94 V K8762 ♦ D62 ♦ 94 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Dobl Pass 1 hjarta Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Spaðaás. Vestur tekur fyrstu tvo slagina á ÁK í spaða og spilar þeim þriðja. Sagnhafi hendir tígli úr borði og fær slaginn heima á gosa. Hvernig á að vinna úr tromplitnum? Engin úrræði duga ef austur á öll trompin fjögur. En hjartatían í blindum gerir kleift að ráða við fjór- litinn í vestur. Þess vegna virðist blasa við að spila hjartakóng fyrst og síðan smáu að blindum: Norður ♦ D8 V Á1053 ♦ ÁK954 + ÁK Austur ♦ 10532 111111 ♦ G10873 ♦ 10653 Suður ♦ G94 V K8762 ♦ D62 ♦ 94 I grundvallaratriðum rétt, en þó er einn hængur á. Vestur stingur hjarta- gosa á milli og spilar sig út á laufi ef sagnhafi dúkk- ar. Þegar sagnhafi hyggst svo fara heim á tígul til að svína hjartatíu, gerist hið óvænta - vestur tromp- ar! Auðvitað er legan hræðileg, en það er engin afsökun fyrir því að spila ónákvæmt. Sagnhafi gat brugðist við þessari legu með því að taka fyrst AK í laufi áður en hann fór í hjartað. Þannig kemur hann í veg fyrir að vestur geti læst blindan inni. Vestur ♦ ÁK76 V DG94 ♦ - ♦ DG872 VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ódýrari íbúðir á Akureyri ÍBÚI VIÐ Sléttuveg hringdi og furðaði sig á verðlagningu á leiguíbúð- um á vegum Oryrkja- bandalagsins í Reykjavík. Hann hafði heyrt í fréttum að einstaklings- íbúðir á vegum félagsins á Akureyri væru leigðar á um 18 þúsund, og er það töluvert lægra en í Reykjavík. Sagði hann að leiga á einstaklingsíbúð- um í Reykjavík væri um 26 þúsund krónur, tveggja herbergja á 31-32 þúsund, þriggja herbergja á 38-39 þúsund og fjögurra her- bergja íbúðir séu leigðar á 45-46. Mikil hreyfmg væri á þessum íbúðum í Reylq'a- vík vegna þess hversu há leigan á þeim er. Tapað/fundið Velúrsloppur tapaðst SVARTUR plastpoki með gylltu munstri gleymdist í kvikmyndahúsinu Regn- boganum fimmtudaginn 12. september milli kl. 7 og 9. I pokanum var nýr, blár velúrsloppur, Finn- wear, stærð medium. Ef einhver getur gefið upp- lýsingar um pokann er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 553-4107. Jakki og húfa töpuðust GRÆNN Amigo-jakki og svört Russel-prjónahúfa töpuðust í Hafnarfirði, jakkinn í sumar en húfan nýlega. Hvort tveggja var merkt með símanúmeri. Finnandi vinsamlega hringi í síma 565-6613. Hjól tapaðist FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 30. ágúst var fjallahjólinu mínu stolið fyrir utan Olís í Álfheimum. Það er svart Wheeler Pro Line hjól, 2880, með krómstýri og demparagafli. Dekkin á hjólinu eru blá/gráleit. Mér þætti vænt um ef ein- hver gæti bent mér á hvar hjólið er að finna. Fundar- laun. Ef einhver sem veit um hjólið vill hafa sam- band við mig þá er hægt að nálgast mig í síma 5612212, eftir klukkan 19 virka daga, eða þá á tölvu- pósti, tosrhi.hi.is. Airway hlífðargalli og hlíf á barnavagn FJÓLUBLÁR Airway hlífðargalli og hlífðarslá á barnavagn töpuðust í Hafnarfirði sl. föstudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 565-3730. Gæludýr Hundur í óskilum LÍTILL brúnn, hvítur og svartur blendingshundur er í óskilum í Nesbúð á Nesjavöllum. Hann er bú- inn að vera þar í heimsókn í tæpa viku. Upplýsingar í síma 482-3415. Týndur páfagaukur GERPLA, er lítill biár kvenpáfagaukur sem flaug út um glugga á Nönnugötu 14 sl. þriðju- dag og fauk í rokinu niður í Þingholtin. Hilmar, 11 ára eigandi páfagauksins, biður þá sem kynnu að hafa orðið hans varir að hringja í síma 561-2401. Með morgunkaffinu Farsi „’þetta. erre-tthjá. þet'm —uiðvtr&um ai> jefas þeim -tveggja. uifcna. frest." UPS, tengdamamma. Ertu komin? EINS og þú veist, Jónas minn, eru dyrnar hjá mér alltaf opnar. Víkverji skrifar... AÐ eru ekki ný sannindi að hirðuleysi getur auðveldiega valdið slysum. Þetta kom í huga Víkveija nýlega er hann stóð á bakka lítiliar ársprænu og renndi fyrir silung. Tvær girnisflækjur blöstu við augum og í miðju annarr- ar þeirra var ryðgaður öngull. Krókurinn var að sjálfsögðu stór- hættulegur mönnum og skepnum og ekki aðeins öngullinn heldur tvinninn líka. Skrifari hélt satt að segja að veiðimenn hefðu tekið sig á í umgengni á árbökkum og hefur ekki heyrt taiað um svona sóðaskap lengi, en eins og alltaf er misjafn sauður í mörgu fé. Snærisflækjur geta víðar valdið slysum og í liðinni viku flæktist benda af nælontvinna í keðju og gírum á hjóli lítillar vinkonu Vík- verja. Stúlkan steyptist á hausinn og þakkar hjálminum sem hún hafði á höfðinu að hún hlaut ekki meiðsli af byltunni. Hjálmurinn er reyndar brotinn eftir. LÍTIL saga af ræðurum og stýri- mönnum á árabáti, sem birt- ist í Víkverja í síðustu viku, vakti athygli. Hún vekur ýmsar spurn- ingar um hagræðingu, skipulagn- ingu, ráðgjöf, verkstjórn, verklag og fleira þessu tengt - allt í léttum dúr að sjálfsögðu. Lesandi sendi Víkveija sögu af ónefndum brúar- verði og þó hún sé ekki ný af nál- inni frekar en ræðarasagan fer hún hér á eftir. „Fyrir eigi allmörgum árum í Danmörku hugðist bæjarstjórn ein byggja brú fyrir síki eitt þar í grenndinni. Brú þessi var byggð og var þeim eiginleikum búin að hægt var að lyfta henni í annan endann, þannig að skip komust undir hana. Ráðinn var maður til þess að sjá um það eitt að taka í handfangið sem lyfti brúnni. Gekk svo lengi og áfallalaust. Af því tilefni var ákveðið að ráða verkstjóra yfir þessum eina manni. Og af því að þeir voru nú orðnir tveir var talið ráðlegast að ráða flokkstjóra, þannig að nú voru starfsmenn orðnir þrír en ekki hafði handfangið breyst. Nú var þetta orðinn umsvifamikill vinnu- staður og því þurfti að ráða nýtút- skrifaðan verkfræðing til þess að vera framkvæmdastjóri yfir hand- fanginu. Jú, hann var ráðinn og var þá orðinn allvel mannaður brú- arsporðurinn. En þá kom babb í bátinn, kostn- aðurinn var orðinn alltof mikill, sem vonlegt var. Fjórir starfsmenn og eitt handfang. Hvað átti að gera? Skotið var á skyndifundi og var fyrsta starfsmanninum ekki boðið að leggja neitt til máianna, honum var ekki einu sinni boðið á fundinn. Niðurstaðan varð líka sú, sem vænta mátti. Brúarvörðurinn var rekinn! Og þar með leystist úr vandræð- um bæjarfélagsins, að sinni að minnsta kosti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.