Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 1
ptttgpt#W»í§> B 1996 FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER BLAÐ Birgir Leifur líklega áfram BIRGIR Leifur Hafþórsson úr Leyni lék ágætlega á fyrri degi Opna ítalska meistaramótsins í golfi í gær. Hann kom inn á 76 höggum, 7 höggum yfir pari, og var í kringum 40. sætið. Björgvin Þorsteinsson, sem hefur ekki keppt lengi erlendis, lék hringinn á 84 höggum og á litla möguleika á að komst áfram, en þeir 36 sem bestu skori ná eftir tvo hringi í högg- leik fara í þriggja hringja holukeppni. „Þetta verður betra á morgun," sagði Björgvin í gær. „Ég hitti fyrstu þijár brautirnar en þrípúttaði á þeim öllum. Á fjórðu braut kom smáslys. Eg hélt að ég ætti 110 metra eftir inn að holu en það voru víst bara 100 metrar. Ég yfirsló sem sagt flötina og lék holuna á átta höggum og var þar með kominn sjö yfir par eftir fjórar holur." Þeir félagar sögðu að völlurinn væri níðþröngur skógarvöllur, talsvert hefði rignt um nóttina og boltinn rúllað illa á brautunum en flatimar verið mjög harðar. Meistara- flokkar HK lagðir niður VEGNA mannekiu sendir blakdeild HK ekki meistara- flokka til keppni í íslandsmót- inu í vetur. HK varð íslands- meistari í karla- og kvenna- flokki fyrir tveimur árum og kvennaliðið var deiidarmeist- ari í fyrra. Það verða því að- eins fimm lið i 1. deiid karla í vetur; ÍS, Þróttur, Nes., Þróttur, Reykjavík, KA og Stjaman en í 1. deild kvenna verða aðeins þrjú lið; ÍS, Vík- ingur og Þróttur, Nes. Óskar Elvar Óskarsson, framkvæmdastjóri HK, sagði slæmt að þurfa að leggja elstu flokkana niður. „Við sáum ein- faidlega fram á að það var ekki hægt að manna liðin í vetur og því ekkert annað að gera. Þetta er auðvitað áfall fyrir biakíþróttina í landinu. Það hefur ekki tekist að mynda stjórn í blakdeildinni og leikmennirnir sjálfir viidu ekki taka þann þátt að sér. Leikmenn meistaraflokks voru að borga allt að 30 þúsund krónur í æfinga- og félags- gjöld á síðasta ári og er það liklega einsdæmi í meistara- flokki hér á landi.“ Óskar Elvar sagði að HK yrði áfram með yngri flokka og öldungaflokka. „Við ætlum að byggja upp yngri flokkana því þar er góður efniviður og vonandi náum við síðar að mæta aftur td leiks með lið í meistaraflokkunum." HANDKNATTLEIKUR RÚV og Stöð 3 kaupa einkarétl sameiginlega Ríkissjónvarpið og Stöð 3 hafa, skv. heimildum Morgunblaðs- ins, tryggt sér sameiginlegan einkarétt á útsendingum frá hand- knattleik allra íslenskra liða næstu fjögur ár, til vors árið 2000. Samningur stöðvanna við Hand- knattleikssambandið og Samtök 1. deildar félaga verður kynntur á blaðamannafundi i hádeginu í dag en um er að ræða útsendingar, beinar og óbeinar, frá leikjum landsliða, frá íslandsmóti, bikar- keppni og Evrópukeppni. Búið er að móta samstarf stöðv- anna i stórum dráttum og skv. heimildum blaðsins munu þær báð- ar hafa fullan aðgang að öllum leikjum. Stöð 2 var einnig í samningavið- ræðum við handknattleiksfoi-yst- una en RÚV og Stöð 3 höfðu bet- ur, með sameiginlegu tilboði, eftir harða baráttu, eins og forystumað- ur í handknattleikshreyfingunni orðaði það við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Hann sagði umræddan samning færa handknattleiksforystunni um- talsverða peninga. „Við í hreyfing- unni höfum aldrei séð svona mikla peninga fyrir ámóta samning.“ Morgunblaðið/Kristinn ÍSLAIMDSMEISTARAR Vals hófu titilvörninameð sigri á FH 26:17, er keppni hófst í 1. deild karla í gærkvöldi með fimm leikjum. Athygli vakti að aðeins einn hornamaður Vals skoraði í leiknum; Davíð Ólafsson með langskoti og er einmitt að því hér að ofan. ■ Allt um leikina / B2,B3 KNATTSPYRNA Getraunir biðjast velvirðingar ÍSLENSKAR getraunir sendu í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem sjónarmið fyt'iiiækisins í svokölluðu „Lengjumáli" er útskýrt. Forráðamenn Knattspyrnuráðs ÍBV urðu ævareiðir vegna lengju- seðils vikunnar eða öllu heldur út- skýringum fyrirtækisins á því hvers vegna leikur ÍBV og ÍA er ekki á seðlinum. Þar segir: „Þar sem heyrst hefur að leikmenn ÍBV hafa sagt „best væri að tapa fyrir ÍA til að komast í Evrópukeppni" - höf- um við ákveðið að hafa þennan leik ekki á Lengjunni. Við þurfum að vera 100% öruggir um að úrslit séu ekki ákveðin fyrirfram og að leikur á Lengjunni sé í alla staði heiðar- lega framkvæmdur." Tilkynning getrauna er svohljóð- andi: „1. Sú staðreynd liggur fyrir, að möguleikar ÍBV á að komast í Evrópukeppni felast í því að_ ÍA verði Islandsmeistari, þar sem ÍBV myndi þá öðlast þátttökurétt í Evr- ópukeppni bikarhafa. Þetta eru kringumstæður sem fyrirsvars- menn eða leikmenn IBV bera enga ábyrgð á. Oll knattspyrnulið keppa að því markmiði að fá þátttökurétt í Evrópukeppni. Þar koma auk ann- ars til verulegir íjárhagshagsmunir. 2. Fyrirsvarsmenn íslenskra get- rauna vita auðvitað ekkert um, hvort fyrrgreind aðstaða muni í reynd hafa þau áhrif að leikmenn ÍBV leggi sig ekki alla fram í leikn- um við IA. Vel má vera að þeir búi yfir nægilega sterkum íþróttaanda til að láta þetta ekki hafa áhrif á leik sinn. Aðstaðan er engu að síð- ur fyrir hendi og vegna hennar var ekki rétt að taka leikinn með á Lengjuna. 3. Hafa menn skilið skýringuna á bakhlið leikskrárinnar eð_a önnur ummæli fyrirsvarsmanna íslenskra getrauna um þetta mál þannig, að leikmenn ÍBV væru vændir um að ætla viljandi að tapa leiknum, skal það tekið fram að slíkt var ekki ætlunin. Er beðist velvirðingar á ummælum, ef einhver eru, sem þannig hefur mátt skilja.“ KIMATTSPYRIMA: ÍSLAIMD TAPAÐI 0:3 FYRIR EVRÓPUMEISTURUIMUM / B8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.