Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 B 3 HAIMDKNATTLEIKUR IR-ingar blása á allar spár ÍR-ingar blésu á spá 1. deildar fé- laganna með því að sigra Stjörn- una óvænt, 26:24, í Garðabæ í gær- kvöldi. „Við tökum Vatur B. ekki mark á spá sem lónatansson fram fer í kaffiboði skrifar úti ; þæ yið greiðum okkar atkvæði inni á vellinum," sagði Matthías Matthías- son, þjálfari ÍR-inga, kampakátur eftir sigurinn. „Ég var ánægður með baráttuna í liðinu og ef hún verður eins í næstu leikjum á hún eftir að fleyta okkur langt.“ ÍR-ingar sýndu mikla baráttu og leikgleði og það var það sem þeir höfðu umfram Stjörnuna í leik sem var ekki mikið fyrir augað. Hann var þó spennandi lengst af. Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir jafn- aði Valdimar, 24:24, en Hans Guð- mundsson, sem nýlega gekk til liðs við ÍR-inga, skoraði tvö síðustu mörkin og gulltryggði sigurinn. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir braráttuna og það skal enginn af- skrifa þá fyrir fram. Þessi sigur er skilaboð um það. Ragnar Óskarsson, sem er 18 ára, lék mjög vel. Hann er efnilegur leikstjórnandi og hefur ijölbreyttan skotstíl og næmt auga fyrir línunni. Hrafn Margeirsson stóð sig vel í markinu og eins var Magnús Þórðarson dijúgur á lín- unni, gerði fjögur mörk og fiskaði þtjú vítaköst. Stjörnustrákar virkuðu þungir að undanskildum þjálfaranum, Valdi- mari Grímssyni, sem var í miklu stuði. Hann skoraði 13 mörk og var allt í öllu og var sá eini sem þorði að taka af skarið í sókninni. Ingvar Ragnarsson var góður í markinu í síðari hálfleik, en Axel Stefánsson stóð vaktina allan fyrri hálfieikinn og varði aðeins þijú skot og hefði því mátt gefa Ingvari tækifæri fyrr. Alsírbúinn Mihoohi Aziz kom aðeins inn á hjá Stjörnunni til að leysa Valdimar af en sýndi ekki mikla hæfileika í stöðu skyttu hægra meg- in. „Þetta var ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Valdimar Grímsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar. „Það vantaði aga og meiri ógnun í leik okkar. Við erum með marga nýja leikmenn og okkur skortir meiri samæfingu. Ég hélt satt að segja að þetta yrði betra miðað við leiki okkar í Reykjavíkurmótinu. Þetta tap kemur til með að þjappa okkur enn frekar saman. Nú þurfum við að stilla saman strengina og ég er bjartsýnn á að það takist." ÍÞR&mR FOLX ■ SIGURPÁLL Árni Aðalsteins- son lék ekki með Fram, hinu nýja liði sínu, því hann tók út leikbann síðan í fyrra. ■ FRAM hefur fengið níu nýja leik- menn í sínar raðir. Þeir eru Sig- urpáll Árni og Páll Beck úr KR, Njörður Árnason og Daði Haf- þórsson úr ÍR, Reynir Þór Reynis- son og Guðmundur H. Pálsson úr Víkingi, Óli Björn Ólafsson úr KA, Halldór Magnússon frá Akranesi og Gylfi Birgisson frá Stjörnunni. ■ LEIKUR Stjörnunnar og ÍR í gærkvöldi hófst ekki fyrr en fimm mínútur yfir átta. Ástæðan fyrir því var að beðið var eftir að leikmenn Stjörnunnar kæmu inn í íþróttasal- inn. IR-ingar voru hins vegar mætt- ir vel fyrir klukkan átta og biðu eft- ir Stjörnunni eins og áhorfendur. ■ EINAR Einarsson, sem lék með ÍR í fyrra, skoraði fyrsta markið í leiknum þegar 1,45 mín. voru liðnar af leiknum. ■ FJÓRIR leikmenn úr Stjörn- unni hafa leikið með KR. Þeir eru Hilmar Þórlindsson og Einar Baldvin Árnason, sem léku fyrsta 1. deildar leik sinn með Stjörnunni í gær, og þeir Magnús A. Magnús- son og Konráð Olavson. ■ RAGNAR Óskarsson og Hans Guðmundsson voru markahæstir í liði ÍR með samtals 14 mörk. Aldurs- munurinn á þeim félögum er hins vegar 17 ár. ■ JULIAN Róbert Duranona, leikmaður KA, skoraði fyrsta mark íslandsmótsins. Það gerði hann eftir 23 sekúndna leik gegn Haukum í gærkvöldi með uppstökki. ■ VALUR Arnarson, leikmaður FH, skoraði annað markið að vörmu spori er hann opnaði markareikning leiks Vals og FH eftir 25 sekúndur. ■ HÖRÐUR Flóki Ólafsson, vara- markvörður KA, lék í fyrsta skipti með meistaraflokki 1. deild karla í gærkvöldi gegn Haukum. Það sama gerði félagi hans Halldór Sigfús- son. Báðir komu þeir inn á um miðj- an fyrri hálfleik en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. ■ ERLINGUR Kristjánsson, hinn sígildi varnaijaxl KA, gaf ekkert eftir í vörninni að vanda. En það kostaði fórnir. Þegar 1,22 mín. voru eftir af leiknum var hann rekinn út af í þriðja sinn og varð að yfirgefa leikvöllinn. I stað þess að fara ra- kleitt í bað fékk hann sér sæti á meðal stuðningsmanna KA-liðsins í áhorfendastúkunni. Þaðan hvatti hann samheija sína óspart til leiks- loka. ■ MIKILL hávaði var í íþróttasaln- um í Strandgötu og rokktóniist glumdi í eyrum þeirra sem kusu að dveljast í sætum sínum í leikhléi. Var hávaðinn svo mikill að erfitt var að tala saman nema að brýna raust- ina. Loks þegar rokkið var tekið af dagsrká og fallegt lag með Vil- hjálmi Vilhjálmssyni, „Einni ég ann þér“ fékk að hljóma heyrðust ekki nema fáeinir tónar því hléið var úti. Sautján frá Sigurði dugðu ekki Morgunblaðið/Hilmar Þór Sautján mörk! SIGURÐUR Valur Sveinsson, sem hér er um það bil að brjót- ast í gegnum vörn Fram í gærkvöldi, gerði sér lítið fyrlr og skoraði sautján mörk í leiknum. Það dugði þó ekki til sigurs. Magnús fékk ekki heimild MAGNÚS Sigmundsson mark- vörður, sem gekk til liðs við Hauka frá IR í sumar, hefur enn ekki fengið leikheimild með Hafnarfjarðarliðinu. Ástæðan er sú að félagsskiptanefnd HSÍ hef- ur enn ekki úrskurðað hvort samningur, sem ÍR og FH gerðu sín á milli er Magnús yfirgaf FH fyrir fjórum árum, skuli tekinn til greina. Þar segir að hætti Magnús að leika með ÍR skuli hann fara yfir í jierbúðir FH á | ný. Þetta sætta IR-ingar sig illa við og vilja fá greiðslu til sín frá Haukum fyrir félagsskiptin enda telja þeir honum hafa farið mik- ið fram sem markverði á árunum fjórum. I tilkynningu, sem Handknatt- leiksdeild Hauka sendi frá sér í gær, kemur fram að hún er mjög óánægð með þá ákvörðun félags- skiptanefndar að fresta því að taka afstöðu til málsins í gær þar til í dag sem gerði að verkum að Haukar gátu ekki ekki teflt Magnúsi fram gegn KA. NÝLIÐARNIR í 1. deild karla, Fram og HK, háðu harða rimmu í Safamýrinni f gær- kvöldi og unnu heimamenn 25:23 eftir æsispennandi loka- mínútur, sem lofa góðu fyrir veturinn. Fram tefldi fram svo til nýju tiði og hafði snerpuna gegn meiri líkamsburðum pilt- anna úr Kópavoginum, sem tefldu fram kempunni Sigurði Vali Sveinssyni, sem gerði 17 mörk. Gestirnir voru öflugari til að byija með og nýttu meiri lík- amsburði sína til hins ítrasta með ___________ flata vörn auk þess að lesa sóknarleik Stefán Fram auðveldlega. Stejansson Sigurður fór á kost. um en er leið á leik- inn komu leikmenn Fram til. Strax eftir hlé varði Reynir Þór Reynisson í marki Fram vítakast frá Sigurði. Við það dofnaði yfir Sigurði um tíma á meðan Framliðið komst yfir í fyrsta sinn, 15:13. Sigurður vakn- aði við það og gerði tvö mörk en Framliðið var komið á skrið og búið að slípa stílinn auk þess að vera mun áræðnara við mark HK, skoraði til dæmis 5 mörk á 5 mínút- um og staðan 21:17. Hófst þó loka- spretturinn þar sem liðin gerðu hvort um sig fjölmörg mistök en Fram hafði alltaf forskot og staðan 24:23 þegar tvær mínútur voru eft- ir. HK fékk tvö tækifæri til að jafna leikinn undir lokin en án árangurs. Nýtt lið Fram þarf að slípast fyrir baráttuna í vetur. Leikmenn eru ekki hávaxnir en hafa snerpunu og tæknina. í þessum leik voru þeir lengi í gang en oft mátti sjá skemmtilega tilburði, til dæmis hjá Sigurði Guðjónssyni, Magnúsi Arn- ari Arngrímssyni, Daða Hafþórs- syni og Guðmundi Pálssyni. Oleg Titov var sterkur á línunni og vann vel í vörn og sókn. „Ég er óánægður því jafntefli hefði verið sanngjarnt. Við gerðum alltaf sömu mistökin því fyrir mis- tök í sókninni var okkur refsað strax með hraðaupphlaupum. Ann- ars erum við í góðu leik- og líkams- formi en skortir breiddina," sagði Sigurður þjálfari og leikmaður HK eftir leikinn en sem fyrr sagði gerði hann sautján mörk, flest úr vítum en hin með gömlu góðu aðferð- inni; óð að vörninni, þóttist skjóta en smeygði sér síðan framhjá vörn- inni, sem stóð eftir stíf. Áhorfend- ur höfðu á orði að þetta væri tutt- ugu og tveggja ára galdur. Af öðrum voru Oskar Elvar Óskars- son og Gunnleifur Gunnleifsson áberandi. ÚRSLIT England Deildarbikarkeppnin, önnur umferð, fyrri leikir: Barnet - West Ham..................1:1 Blackpool - Chelsea................1:4 Bristol City - Bolton..............0:0 Coventry - Birmingham..............1:1 Everton-York.......................1:1 Leeds - Darlington.................2:2 Middlesbrough - Hereford ..........7:0 Nottingham Forest - Wycombe........1:0 Sheffield Wednesday - Oxford.......1:1 Southampton - Peterborough.........2:0 Stoke - Northampton................1:0 Swindon - QPR......................1:2 Wimbledon - Portsmouth.............1:0 Skotland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Rangers - Hibernian................4:0 ■Varamaðurinn Peter Van Vossen skoraði tvö mörk. Áður skoruðu þeir Ally McCoist og Gordon Durie skorað. Þýskaland Bikarkeppnin, önnur umferð: Arminia Bielefeld - Unterhaching...0:1 Ítalía Bikarkeppnin, önnur umferð: Genúa - Sampdoría .............2:2 HM-keppnin Sjötti riðill i Evrópu. Teplice, Tékklandi: Tékkland - Malta................6:0 Patrik Berger 2 (12., 62. - vítasp.), Pavel Nedved (24.), Lubos Kubik (77.), Vladimir Smicer (83.), Martin Frydek (87.). 11.000. Staðan: Júgóslavía..............2 2 0 0 9: 1 6 Tékkland ...............1 1 0 0 6: 0 3 Spánn...................1 1 0 0 6: 2 3 Slóvakíu .............. 1 1 0 0 2: 1 3 Færeyjar ..............3 0 0 3 4:11 0 Malta..................2 0 0 2 0:12 0 KÖRFUKNATTLEIKSÞJÁLFARAR íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík óskar eftir að ráða þjálfara í hjólastólakörfuknattleik. Umsóknum skal skila til íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, Hátúni 14, 105 Reykjavík, merktum: „Þjálfari“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.