Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 1
SfÓNVARP m FYRIRTÆIiI Verslunargluggi ■ I Loóskinn nýtir framtíöarinnar/4 | ^^^^ J , góöæriö/6 VIÐSKIPn JOVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAG UR 19. SEPTEMBER 1996 BLAÐ ÚTFLUTNINCUR Þekking flutt út til Víetnam/8 Borgarplast Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð- herra mun á morgun gangsetja nýja hverfisteypuvél Borgar- plasts í nýju 900 fermetra verk- smiðjuhúsi fyrirtækisins. Vélin þrefaldar framleiðslugetu Bor- garplasts og gerir það að einu öflugasta hverfisteypufyrirtæki í Evrópu. Hlutabréf Þingvísitala hlutabréfa lækkaði um 0,02% í viðskiptum á Verð- bréfaþingi í gær. Aftur á móti hafði hún hækkað um 0,65% á þriðjudag. Rólegt var á hluta- bréfamarkaði í gær, en heildar- viðskipti dagsins námu rúmum 11 miiyónum króna að söluvirði. Ráðstefnur Ráðstefnuskrifstofa íslands hef- ur gefið út nýjan kynningarbækl- ing sem er hannaður með það _ fyrir augum að markaðssetja Is- land sem áfangastað fyrir fundi, ráðstefnur og hvatningarferðir. Þar er vakin athygli á því að aðstaða hér á Iandi fyrir minni ráðstefnur sé mjög góð, en hægt sé að halda allt að 1000 manna ráðstefnur. SÖLUGENGI DOLLARS Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa Sala áskrifta flutt til verðbréfamarkaða ? VON er breytingum hjá Þjónustu- miðstöð ríkisverðbréfa innan tíðar og þykir koma til greina að áskrift- arsala spariskírteina verði falin verðbréfafyrirtækjunum. Þetta kom fram á fundi Skandia hf. með fjárfestum á þriðjudag, þar sem Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra flutti ávarp. Þar var íjármálaráðherra spurður álits á þeirri skoðun að áskriftar- sala ríkissjóðs hefði truflandi áhrif á vaxtamyndun á markaði og hvort ríkissjóður gæti ekki aflað sér 80 milljóna króna á mánuði með öðrum hætti sem hefði ekki slík áhrif? „Það liggur fyrir álit um að Þjón- ustumiðstöð ríkisverðbréfa taki breytingum, en ég ætla ekki að segja mikið um það, allra síst í þenn- an hóp,“ sagði fjármálaráðherra. „Ég á von á því að það verði breyt- ingar á þessu innan tíðar af því ég tel að smám saman hafi það sann- ast að önnur fyrirtæki geta tekið yfir þetta verkefni. Það sé í sjálfu sér óþarfi að halda úti Þjónustumið- stöðinni öllu lengur, hvað sem svo verður gert við áskriftina. Ég hef ekkert á móti áskriftinni en það getur vel verið að hægt sé að koma henni fyrir hjá fyrirtækjum úti í bæ sem taka það að sér að annast þetta fyrirbæri fyrir okkur.“ GENGIN0KKURRA GJALDMIÐLA frá 6. september 1995 (sölugengi) DOLLARI +2,50% breyting frá áramótum Kr. - 80 75 67J370 65 60 55 1996 j'f'm'a'mVj'a's' 50 Japanskt YEN -2,88% breyting frá áramótum / ‘ Kr. 0,80 0,75 0,70 0,65 0,6095 0,60 1996 j'f'm'a'm' j'j 'A'S10,55 STEB +2,82% fráá ^L02r LINGSPUND rSÍTrS 115 110 104,43 1995 1996 S'O'N'D J F M A M J J A S Þýskt MARK Kr. Í5<L —46 .. 44,39^ -2,52% breyting frá á amótum 1995 1996 S'O'N'D JFMAMJJÁS Lán tryggingafélaga til ein- staklinga nxu um 1,7 milljarða ÚTLÁN tryggingafélaga til ein- staklinga jukust um 1,7 milljarða króna á fimmtán mánaða tímabili frá ársbyrjun 1995 fram til mars- loka í ár, sarnkvæmt upplýsingum Seðlabanka íslands. Nýrri upplýs- ingar en þetta liggja ekki fyrir en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur aukning þessara lána áfram verið með svipuðum hætti síðustu mánuði, en einkum er um að ræða lán vegna bifreiðakaupa. Samkvæmt upplýsingum Seðla- banka Islands námu útlán trygg- ingafélaga í marslok í ár 8,8 millj- örðum króna. Þar af voru lán til einstaklinga 4,4 milljarðar króna, lán til fyrirtækja 4,3 milljarðar króna og lán til sveitarfélaga um 100 milljónir. Lán til einstaklinga höfðu vaxið um 400 milljónir frá áramótum er þau numu 4 milljörð- um og lán til fyrirtækja 4,2 milljörð- um. Vöxtur lánveitinga trygginga- félaganna til einstaklinga hefur verið samfelldur allt síðastliðið ár því í ársbyijun 1995 námu lán til einstaklinga 2,7 milljörðum króna. Þá námu lán til fyrirtækja 3,6 millj- örðum og lán til sveitarfélaga 100 milljónum króna. Lánveitingar tryggingafélag- anna til einstaklinga eru einkum vegna bifreiðakaupa. Upplýsingar um lánveitingar einstakra félaga í þessum efnum og breytingar á und- anförnum misserum lágu hins vegar ekki á lausu þegar Morgunblaðið leitaði eftir þeim. Sigurður Sigurkarlsson, fjár- málastjóri Sjóvár-Almennra, segir að lán til einstaklinga séu vissulega stór þáttur í rekstrinum, en nánari upplýsingar þar um séu ekki gefnar upp umfram það sem komi fram í ársreikningum fyrirtækisins. Al- mennt talað sé hins vegar þessi lánafyrirgreiðsla liður í því að ná sem bestri ávöxtun á eignir fyrir- tækisins. Það sé engin launung að lán vegna bifreiðakaupa hafi vaxið mjög mikið. Bæði sé það vegna þess að fyrirtækið hafi lagt meiri áherslu á þessi mál auk þess sem það segi sig sjálft að með auknum innflutningi bíla hafi eftirspurnin eftir þessum lánum aukist. Benedikt Sigurðsson, fjármála- stjóri Vátryggingafélags íslands, segir að félagið hafi ekki farið út í að gefa upplýsingar um lán til einstaklinga eða bílalán sérstak- lega, hvorki um fjölda lána né heild- arupphæð. VÍS hafi farið inn á þennan lánamarkað með markviss- um hætti fyrir einu og hálfu ári og á því tímabili hafi bílalán VÍS vax- ið verulega. Glitnir hf. Kirkjusandi, 155 Reykjavfk Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. FJARMOGNUN ATVINNUTJEKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.