Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Isafjörður Siglufjör&ur'^ % • Dalvík \V / > 'Húsavík Isafjaröarleiö hf. Patréksfjöröur Neskaupstaöur Reyöarfjörður \/Öruflutninga- rmi&stö&in hf. Vestmannaéyjar, Siglufjör&ur Isafjör&ur Þórshöfn , Vopnafjórbur, Xjmé, Dalvík Þingeyri Tálknafjór&ur ‘Akureyri FlutningamiSstöó Austurlands hf. Egilss Rey&arfjör&uf *• Fáskrú&sfjörbur Stö&varfjórb. Flutninga mi&stö& Nor&ur- lands hf. jflutningar hf. Flutningami&stö& Su&urlands hf. Keflavik Flutningami&stö& Vestmannaeyja hf. * Vöruafgreiösla o oo -SAMSKIP- Innanlandsflutninganet SAMSKIPA Vöruafgreiösla "EIMSKIP Innanlandsflutninganet EIMSKIPS Skip Eimskips sigla frá Reykjavík á hverjum þriðjudegi austur um land og vikuleg viðkoma höfð á þeim stöðum, sem sýndir eru á kortinu, auk þess sem komið er við í öðrum höfnum á landinu eftir því sem að- stæður gefa tilefni til. Með Strandleið Eimskips er siglt á hverjum mánu- degi vesturleiðina frá Reykjavík og komið við í hverjum fjórðungi á leið til Þórshafnar í Færeyjum, Immingham og Rotterdam. Með Suðurleið er siglt frá Reykjavík á hverjum miðvikudegi til Vestmannaeyja og það- an til Immingham og Rotterdam. Strandsiglingaskip Samskipa sigla frá Reykjavík á hverjum miðvikudegi og er viðkoma höfð vikulega á þeim stöðum, sem sýndir eru á kortinu. Þó er höfð viðkoma á Þingeyri, Þórs- höfn, Vopnafirði og Stöðvarfirði á tveggja vikna fresti. Þá er komið við í öðrum höfnum á landinu eftir því sem tilefni gefst til. Nýjar stefnur í launagreiðslum Tilhögun launagreiöslna þarf að þróast í takt viö breytt starfsumhverfi Leiðbeinandi: Gerard Cortey-Dumond Gerard Cortey-Dumond hefur þá sérstöðu að hafa starfað bæði í Bandaríkjunum og Evrópu að þróun, ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um nýjar leiðir í launagreiðslum til starfsmanna. Hann vakti nýlega verðskuldaða athygli með umfjöllun um sama efni á vegum Management Center Europe og kynnir nú efnið fýrir íslenskum stjórnendum. Dumond hefur starfað með ráðgjafarfyrirtækinu Hewitt Associates í Bandaríkjunum síðustu ár en er nýkominn aftur til Frakklands til ráðgjafarstarfa. Inntak: Yfirlit yfir stefnur sem ríkja í launagreiðslum. Launastjórnun-breiðtenging„broadbanding“. Fjallað verður um hefðbundnar ákvarðanir um laun í samanburði við nýja aðferðafræði: „Broadband- ing“. Þá verða sjónarmið launþegans hugleidd í samanburði við þarfir stjórnandans. Hvað er áran- gursmiðuð launastefna og hvernig á að framfylgja henni? Fjallað verður um sveigjanleg launakerfi: Hlutdeild í hagnaði, hópmiðaðar launagreiðslur, ein- staklingsmiðað kaupaukakerfi og tekin dæmi með þátttakendum sem eiga að bæta launastefnur fyrirtækja þeirra. Fjallað verður um launahvata til lengri tíma, söfnunarkerfi fyrir alla starfsmenn, stjórnendakerfi LTI“ o.fl. Fyrir hverja? Yfirstjórnendur, fjármálastjóra, starfsmannastjóra og forystumenn í launþegastétt, sem vilja þróa lau- nakerfi í takt við kröfur nútímans og kynnast þeim breytingum sem eiga sér stað á launafyrirkomulagi fyrirtækja og stofnana í heiminum. Tími: Verð: Félagsverð: Staðsetning: Þriöjudagur 24. september kl. 9-17. 43.500 kr. 29.500 kr. Scandic Hótel Loftleiðir. * Skráningarsími: 562 1066. Stjórnunarfélag islands Eimskip kaupir 60% hlut í ísafjarðarleið hf. EIMSKIP hefur gengið frá kaup- um á 60% hlut í landflutningafyrir- tækinu Isafjarðarleið hf. á Isafirði. Fyrirtækið verður starfrækt með svipuðu sniði og verið hefur og mun eiga í nánu samstarfi við vöruafgreiðslu og umboðsmann Eimskips á ísafirði. Kaupverð hef- ur ekki fengist uppgefið. ísafjarðarleið er sjö ára gamalt fyrirtæki, sem annast landflutn- inga og vörudreifingu milli ísa- fjarðar og Reykjavíkur og um norðanverða Vestfirði. Það er með níu starfsmenn í vinnu, fimm vöru- flutningabíla í rekstri, og byggði nýlega 430 fermetra húsnæði á Isafirði undir starfsemf sína. Krist- inn Ebenesersson og Ólafur Hall- dórsson hafa hingað til verið fram- kvæmdastjórar og aðaleigendur fyrirtækisins. ísafjarðarleið verður rekin með svipuðu sniði og verið hefur og munu þeir Kristinn og Ólafur áfram gegna stöðum fram- kvæmdastjóra að sögn Kristjáns Jóhannssonar, forstöðumanns inn- anlandsdeildar Eimskips. Eimskip hefur að undanförnu unnið að því að bæta þjónustu sína á Vestfjörðum og um næstu mánaðamót mun það taka í notk- un nýtt 670 fermetra vöruhús á Isafirði. Þar verður til húsa vöru- geymsla og afgreiðsla fyrirtækis- ins ásamt skrifstofum umboðs- manns. „Kaupin í Isafjarðarleið eru liður í áframhaldandi upp- byggingu Eimskips á alhliða flutn- ingaþjónustu sinni og miðar að því að tengja þá starfsemi betur við áætlanaflutninga á landi. Við munum vinna í nánu samstarfi við ísafjarðarleið fyrir vestan við- skiptavinum okkar til hagsbóta," segir Kristján. Kaupin í ísafjarðarleið eru í samræmi við þá þróun, sem orðið hefur á flutningamarkaðnum hér- lendis á undanförnum árum. Bæði Eimskip og Samskip hafa verið að breytast úr skipafélögum í al- hliða flutningafyrirtæki og hafa í því skyni keypt hluti í landflutn- ingafyrirtækjum í öllum fjórðung- um. Flugleiðir með 99 milljóna tap fyrstu sjö mánuðina Afkoman íjúlí batnaði frá sama tíma ífyrra TAP af reglulegri starfsemi Flug- leiða, þ.e.a.s rekstri og fjármagns- liðum, fyrstu sjö mánuði ársins var 125 milljónir, en á sama tímabili í fyrra var 43 milljóna tap af reglu- legri starfsemi. Þegar tekið hefur verið tillit til óreglulegra liða varð heildarniðurstaðan 99 milljóna króna tap. Á sama tímabili í fyrra varð heildarhagnaður félagsins um 309 milljónir en þá naut félagið 325 milljóna söluhagnaðar af einni Boeing 737-400 þotu. Afkoma af starfsemi Flugleiða hf. var um 129 milljónum betri í júlímánuði en í sama mánuði í fyrra. Þessi niðurstaða í júlí bætir hag félagsins í sjö mánaða upp- gjöri, þar sem afkoman fyrstu sex mánuðina var töluvert lakari en á sama tíma í fyrra. Betri afkomu í júlí má rekja til þess að farþegum fjölgaði um 15% frá fyrra ári, en kostnaði var haldið í skefjum, að því er segir í frétt frá félaginu. 100 milljóna hækkun eldsneytiskostnaðar Einar Sigurðsson, aðstoðar- maður forstjóra, sagði í samtali við Morgunblaðið að eldsneytis- kostnaður félagsins hefði orðið um 100 milljónum hærri á fyrri helmingi ársins en gert hefði ver- ið ráð fyrir í áætlunum. „Það er ein meginástæðan fyrir því að afkoman fyrstu sjö mánuðina væri lakari en á sama tíma í fyrra. Eldsneytiskostnaðurinn er um 8% af heildarrekstrarkostnaði. Hins vegar er búið að taka tillit til elds- neytishækkananna í endurskoð- aðri rekstraráætlun.“ Einar sagði að ennþá væri gert ráð fyrir því að hagnaður yrði á árinu í heild. „Salan í ágúst hefur gengið samkvæmt áætlun og horfur í september og október eru sæmilega góðar,“ sagði hann. Eigið fé Flugleiða í lok júlí var alls um 5,3 milljarðar en var 4,9 milljarða á sama tíma i fyrra. Handbært fé frá rekstri nam um London. Iteuter. BREZKA flugfélagið British Airways hefur tilkynnt að það hyggist draga úr árlegum kostnaði um einn milljarð punda. Að sögn félagsins verður reynt að fá 5.000 starfsmenn til að hætta störfum af fúsum vilja eða gera við þá starfslokasamninga á næstu 18 mánuðum. Hins vegar verða ráðnir í staðinn álíka marg- ir starfsmenn með ólíka reynslu á næstu þremur árum. Robert Ayling aðalfram- kvæmdastjóri hefur áður sagt að 1,3 milljarði fyrstu sjö mánuðina en var 1,4 milljarðar á sama tíma- bili í fyrra. Handbært fé í lok tíma- bilsins var 2,8 milljarðar en 2,3 milljarðar á sama tíma árið 1995. Fyrstu sjö mánuði ársins fluttu Flugleiðir 721 þúsund farþega sem er um 11% aukning frá fyrra ári. Farþegar í millilandaflugi voru 534 þúsund, farþegar í inn- anlandsflugi voru 165 þúsund og í leiguflugi voru þeir 22 þúsund. Félagið flutti um 10.500 tonn af fragt fyrstu sjö mánuðina sem er um 16% aukning frá því í fyrra. hann hyggist draga úr kostnaði til að vega á móti lægri fargjöld- um og auknum kostnaði af aukn- um farþegafjölda. Nú segir Ayling að hér með stigi félagið annað skref á „langri ferð.“ Samkeppni fer harðnandi, sagði hann. Viðskiptavinir okkar gera meiri kröfur, en kostnaður hefur aukizt og fargjöld hafa lækkað. Verð hlutabréfa í BA hækkaði um 4,5 pens í 530,5. British Airways sparar milljarð punda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.