Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 C 3 VIÐSKIPTI Fundur Landsbréfa um samruna og samvinnu í sjávarútvegi Fyrirtækjaheildir verða líldega til FRAMHALD verður á samruna fyrirtækja í sjávarútvegi og fyrir- tækjaheildir munu lík- lega verða til í at- vinnugreininni sem munu taka sig saman um að ráðast í fjár- festingar, þó ekki sé um eignatengsl að ræða. Astæðan er sú að í hinum ýmsu fyrir- tækjum er þekking af ólíkum toga fyrir hendi sem styrkir og eykur möguleikana á því að ráðast í ýmis verkefni. Þetta kom meðal annars fram í erindi Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Granda hf., á morgunverðafundi Landsbréfa í gærmorgun þar sem fjallað var um samruna og samvinnu fyrir- tækja í sjávarútvegi. Brynjólfur sagði að gífurleg breyting hefði orðið í sjávarútvegi á síðustu tíu árum og nefndi hann fjögur atriði sem hefðu einkum orðið til þess að ýta undir breytingarnar. í fyrsta lagi væri það afnám sjóða- kerfis sjávarútvegsins, en at- vinnugreinin hefði verið reyrð í viðjar þess fram til ársins 1986. í öðru lagi að ákvörðun fiskverðs hefði verið gefin fijáls, en meðan verðlagsráð hefði verið við lýði hefði þurft að taka tillit til ýmissa efna- hagsþátta við ákvörðun þess. Fisk- markaðir sem hefðu orðið til í framhald- inu hefðu síðan unnið sitt verk þó þeir hefðu verið umdeild- ir. í þriðja lagi væri það almennt frelsi í viðskiptum og fjár- magnsflutningum og í fjórða lagi tilkoma kvótakerfisins árið 1984, en fiskveiði- stjórnunarkerfið hefði mótað atvinnu- greinina á þessum tíma. Brynjólfur sagði að tími mikilla breytinga hefði siglt í kjölfarið og á þessum tíma hefði fyrirtækj- um í sjávarútvegi fækkað og þau stækkað. Fyrirtæki af millistærð væru að hverfa út, en mörg lítil fyrirtæki hefðu orðið til og komið inn á markaðinn. Stóru fyrirtækin hefðu möguleika á sérhæfðari vinnslu og litlu fyrirtækin nýttu ýmsa möguleika sem stóru fyrir- tækin sinntu ekki, en margt í þeim efnum tengdist flugi með vöruna beint á markaði erlendis. Þarf afl Brynjólfur sagði að lengi hefði verið viðvarandi hér á landi hræðsla við stór og öflug fyrir- tæki. Hann sagðist vonast til að þessi hræðsla væri í rénun, því í alþjóðlegri samkeppni værum við að sjálfsögðu einungis peð og það þyrfti afl til að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi. Hann sagði að markmiðið með samruna fyrirtækja í sjávarútvegi væri að gera þau öflugri því ákveðið hagræði fylgdi stærðinni. í öðru lagi sköpuðust möguleikar á áhættudreifingu og í þriðja lagi væri það nýting á kvóta fyrirtækj- anna. Hann sagði að sérhæfing hefði verið ákveðið stefnumark hjá Granda frá því fyrirtækið hefði orðið til úr tveimur árið 1985 og þriðja fyrirtækið hefði síðan sameinast því árið 1990. Fyrirtækið hefði sérhæft sig í að vinna ákveðnar tegundir og koma við í vinnslunni eins mikilli sjálf- virkni og mögulegt væri. Vegna þessa væri fyrirtækið meðal ann- ars búið að fjárfesta á undanförn- um misserum fyrir nær 130 millj- ónir króna. Þá hefði verið lögð áhersla á að komast í eignarlegt samband við önnur fyrirtæki sem hefðu sérhæft sig í annars konar vinnslu. Þannig ætti Grandi nú hlut í Þormóði ramma sem hefði sérhæft sig í vinnslu rækju og í Árnesi sem hefði sérhæft sig í vinnslu flatfisks. Brynjólfur Bjarna- son Dagbók Fundur um erlenda fjárfestingu •FJÁRFESTINGARSKRIF- STOFA íslands efnir til fundar í tengslum við Interprise Iceland 1996 kl. 13 á morgun, 20. septem- ber á Grand Hótel. Þar verður fjallað um rekstrarumhverfi hér á landi og tækifæri til erlendra fjár- festinga, sérstaklega í matvæla- vinnslu. Stjórnarformaður Þör- ungaverksmiðjunnar á Reykhól- um, Richard Searle, mun halda erindi um reynslu NutraSwe- et/Kelco af því að fjárfesta hér á landi. Grímur Valdimarsson frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins mun benda á möguleika til fjárfest- inga í matvælavinnslu hér á landi. Ráðstefna um Microsoft •EINAR J. Skúlason hf. efnir til Microsoft-þings, námstefnu um lausnir og tækni, föstudaginn 27. september 1996 áHótel Loftleið- um. Þar verða kynntar helstu nýj- ungar frá Microsoft, stefna Micro- soft í upplýsingamálum og nýjasta hugbúnaðartækni frá Microsoft. Fluttir verða fyrirlestrar um intra- net- og internet-lausnir, hópvinnu- kerfi og lifandi vefi. Þá verður fjall- að um forritun og tæknina á ba- kvið internet-þjóna, tengingar þeirra við gangagrunna, ActiveX og Java-forritun svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar um námstefnuna má finna á EJS vefn- um á http://www.ejs.is/Nam- stefna. Samkejppnis- staða Islands íbrennidepli •SAMKEPPNISSTAÐA íslands verður í brennidepli á ráðsefnu að Scandic Hótel Loftleiðum á fimmtudag í næstu viku. Kastljós- inu verður beint að samkeppnis- stöðu Islands annars vegar og nokkurra vestrænna ríkja hins veg- ar; einföldun laga og reglugerða, stefnumótun um litil og meðalstór fyrirtæki, stuðningskerfi atvinnu- lífsins, einkavæðingu, áhættufjár- magn, rannsóknir, þróun, upplýs- ingatækni, menntun og þjálfun. Meðal fyrirlesara er einn æðsti maður OECD, Hans Peter Gass- mann og frá breska forsætisráðu- neytinu kemur dr. Bob Dobbie, sem er nánasti ráðgjafi Michaels Heseltines og Johns Majors um samkeppnishæfni bresks atvinnu- lífs. Frá Kanada kemur Jerry Beu- soleil, Emil Hærnes frá Noregi og Christian Motzfeldt frá Dan- mörku. Ráðherramir Finnur Ing- ólfsson og Friðrik Sophusson flytja ræðu. Þá verða einnig íslensk- ir fyrirlestrar, Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, Gylfi Arn- björnsson, hagfræðingur ASÍ, Vigdís Wangchao Bóasson, við- skiptaráðgjafi, Þórður Friðjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður nefndar um lítil og meðal- stór fyrirtæki og samkeppnishæfni atvinnulífs. V e I k o m i n á icrosoft þing NAMSTEFNA U M T Æ K N I 0 G L A U S N I R 13.00 14.30 16.00 17.00 Tækni - Þingsalur 5 Skráning og morgunkaffi Tónninn gefinn - Inngangur og yfirsýn Ásgrímur Skarphéðinsson, tæknifræðingur, deildarstjóri MSF lausna EJS Intranet og Internetlausnir Yfirlit yfir Intranet og Internettæknina. Nokkrar lausnir sýndar og hugmyndum velt upp. Hvernig eru Intranet notuo í fyrirtækjum? Af hverju Intranet? Orn Arason, markaðsfulltrúi EJS. Forritun meS Internet Server API (ISAPI) og MFC Yfirlit yfir möguleika og notkun ISAPI. Tengina við gagnagrunn. Dæmi sýnd. Finnur Breki Þórarinsson, kerfisfræoingur TVI. MSF-lausnir EJS. Hópvinnukerfí Exchange Server/lntranet. Lausnir fyrir hópa. Lausnir sýndar og tæknin skilgreind Jóhann Áki Björnsson, Microsofl Certified Product Specialist, markaðsfulltrúi Microsoft hjó EJS. Hönnun og forritun hópvinnukerfa Exchange form og OLE Messaaing. Exchange form í samskiptum vio gagnagrunna. OLE Messaaing/MAPI skilgreind og forrilunardæmi sýnd. Þrándur Arnpórsson, tölvunarfræðingur, Microsoft Certified Product Specialist, MSF lausnir EJS. Lifandi vefur Hvernig eru lifandi vefsíður notaðar? Af hverju lifandi vefsíður? Ásqrímur Skarphéðinsson, tæknifræðingur, deildarstjóri MSF lausna EJS. Forritun lifandí vefsíðna, ActiveX/Java/VB-Script Nýjasta lækni fyrir forritara. ActiveX/Java/VB-Script forritun sýnd. Visual J++, Visual C++ o.fl. Magnús Guðmundsson, tölvunarfræðingur, Microsoft Certified Solution Developer, MSF lausna EJS. UpplýsingaumhverfiS Windows NT 4.0 og lausnir Mikrosoft í netmálum. Dæmi. Næsta útgáfa af Office. Jóhann Vilhjálpnsson, tölvunarfræðingur MSCIS, netstjóri EJS. Jóhann Aki Björnsson, Microsort Certified Product Specialist, markaðsfulltrúi Microsoft hjá EJS. Lokahóf Skróning; í síma 563 3C00 hjá ritara söludeildar eða á vefnum. Þar sem fjöldi þátttakenda verður takmarkaður er vissara að skrá sig strax. Verð: 1 5.000 kr. (innifalið hádegisverður, kaffiveitingar og námsgögn) Mkmsott li II p : / / w w w . e j s . i s / N o m s t c f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.