Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 8
VIÐSKIFTI AIVINNULlF FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1996 íslensk þekking flutt út til Víetnam af NTS hópnum Heimur án landamæra Morgunblaðið/Þorkell ÞORVALDUR Ingi Jónsson starfsmaður NTS í Víetnam. UTFLUTNINGUR á ís- lenskri þekkingu til Ví- etnam er verkefni sem stór hluti íslenska hug- búnaðargeirans hefur unnið sam- an að á annað ár. Hópurinn nefnist Nordic Techn- ology Solution, og er í eigu hug- búnaðarfyrirtækjanna Hugbúnað- ar, Skýrr, Tæknivals, Tölvumiðl- unar og Tölvumynda, auk Pósts og síma, Sveins Baldurssonar og ráðgjafafyrirtækisins HeH Inter- national, sem er í eigu íslenskra og víetnamskra aðila. Markmið NTS er að flytja út íslenska þekkingu, reynslu og tækni til Víetnam og annarra ríkja í Asíu. NTS hóf starfsemi fyrir rúmu ári í Víetnam með upsetningu al- netsgáttar fyrir Ho Chi Minh svæðið og hefur unnið að ráðgjöf fyrir þarlend stjórnvöld á sviði hagnýtingar á upplýsingatækni fyrir opinbera stjórnsýslu. Skrifstofa opnuð í Víetnam í síðustu viku fór Þorvaldur Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Þor ehf., til Víetnam á vegum NTS. Tilgangur ferðarinnar er að koma á fót viðskiptaskrifstofu í borginni Ho Chi Minh sem hann mun veita forstöðu. NTS fær skrifstofuaðstöðu hjá HeH ráðgjafafyrirtækinu, en starfsmenn þess munu vera Þor- valdi innan handar í viðskiptalífi Víetnam. Þorvaldur segir að Víetnam bjóði upp á mikla möguleika á sviði upplýsingartækni. „Grunnur- inn að samstarfi íslensku aðilanna við víetnömsk yfirvöld var lagður fyrir tveimur árum. í kjölfarið var gerður samstarfssamningur við upplýsingaráð Ho Chi Minh borg- ar. Það þarf að finna samstarfinu fastan farveg og mitt hlutverk er að fara yfir stöðuna í Vietnam og vinna að stofnun ráðgjafarfyrir- tækis á sviði upplýsingaiðnaðar, sem m.a. er ætlað að skoða upplýs- ingastreymi á milli stofnana í Ho Chi Minh borg og gera úttekt á möguleikum á pappírslausum við- skiptum hjá borgaryfirvöldum," segir Þorvaldur. Getur skapað fjölmörg ný störf Að sögn Þorvaldar býr íslenski hópurinn yfir mikilli þekkingu á hugbúnaðarsviðinu og ef mark- miðum hópsins verði náð, skapist mörg störf, bæði hér á landi og í Víetnam. Hann segir Ijóst, að verkefnið þarf að þróa og engan skjótfeng- an gróða sé að finna í verkefni sem þessu. „Víetnam er ekki kom- ið langt á íeið í þróun á upplýs- ingatækni en fjölmörg erlend fyr- irtæki hyggja á markaðssókn þar í landi og ekki er óhugsandi að NTS eigi eftir að vera í samstarfi með fyrirtækjum frá hinum Norð- urlöndunum í Víetnam. Sænska stórfyrirtækið Ericson hefur opn- að skrifstofu í Víetnam líkt og fleiri norræn fyrirtæki. Við meg- um ekki gleyma því að með alnet- inu er heimurinn orðinn að einu markaðssvæði og það eru engin landamæri í tölvuheiminum,“ seg- ir Þorvaldur. íslensk hugbúnaðarfyrirtæki búa yfir mikilli þekkingu og segir Þorvaldur nauðsynlegt að þau hefji frekari sókn á alþjóðlega markaði, „enda er ekki endalaust hægt að framleiða hugbúnað fyr- ir 260 þúsund manns.“ Fimm ára áætlun Á fimm ára fresti eru teknar stefnumarkandi ákvarðanir i mál- efnum Víetnam. Á þessu ári var síðast fundað um stefnumörkun stjórnvalda. í kjölfarið fylgdu litl- ar hreyfingar á erlendum fyrir- tækjum til Víetnam vegna þess að ekki var ljóst hvort fijálslyndu öflin, sem vilja opna landið fyrir erlendum aðilum, eða harðlínu- menn hefðu vinninginn á flokks- þingi kommúnista í byijun júlí. Þar var Do Muoi endurkjörinn formaður flokksins og tjáði hann fréttamönnum að umbótastefn- unni yrði haldið áfram, þótt farið væri hægt í sakirnar. Þorvaldur segir að sam- starfsaðilar NTS, HeH, hafi ráð- lagt hópnum að nýta sóknarfærið sem virðist vera að myndast og hans hlutverk sé að tryggja að þau leyfi sem til þurfi til starfsemi í landinu fáist. „Ég hef mikla reynslu af viðskiptum við Asíubúa í sölu á hugbúnaði. Viðskipta- samningar útlendinga við Víet- nama, frekar en flesta Asíubúa, ganga ekki upp nema þú sért á staðnum og fylgir þeim eftir. Það er t.d. ekki nægjanlegt að hringja og ganga frá samningi símleiðis heldur verður þú að sýna við- skiptaaðilanum þá virðingu að vera í landinu. Mitt starf í Víetnam felst einn- ig í því að gera kerfin, sem NTS hefur þegar sett upp þar í landi, skilvirkari. Alnetsþjónustan skilar sér fljótt en upplýsingaþjónustan felst meira í uppbyggingu ráð- gjafaþjónustu í upplýsingaiðn- aðinum,“ segir Þorvaldur. Mikil samkeppni Hann segir að stórfyrirtæki í hugbúnaðargeiranum séu tilbúin til þess að fara af stað með ný verkefni, um leið og tækifæri gefast í Víetnam. „Því verður starfsmaður NTS að vera á staðn- um til þess að eiga möguleika á að grípa tækifærin þegar þau gefast. Það ríkir mikil samkeppni um víetnamska markaðinn, sem er óðum að opnast og NTS hópur- inn bindur miklar vonir við að framhald verði á viðskiptum milli landanna og að sú vinna sem hefur verið lögð í uppbyggingu nýrra markaða fjari ekki út,“ seg- ir Þorvaldur. „NTS hópurinn hefur allt sem til þarf í uppbyggingu nýrra markaðssvæða eins og sést best á hversu vel gekk að byggja upp- lýsingamarkaðinn upp á Islandi. Ánnars er best að vera ekki með neinar stórar yfirlýsingar heldur láta verkin tala,“ segir Þorvaldur. BENS TIL SÖLU BÍLLINN SEM NORÐMENN ERU SVO HRIFNIR AF Bens 300E, 4-matic árgerð 1993, ekinn 92 þús. km. Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur, ABS bremsur, loftkæling, samlæsing, líknarbelgur, álfelgur, litað gler, úti hitamælir, rafmagn i rúðum og loftneti. arm- og höfuðpúðar aftur í o.fl. Vérð, tilboð. Upplýsingar í síma 511 1600og 896 0747. Sááfund sem finnur —góða aðstöðu! SCANDIC ——■ i i i r ——— LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og síma 50 50 160 Torgið Hallalaus fjárlög í farvatninu RÍKISSTJÓRNIN hefur markað þá stefnu að ríkissjóður verði halla- laus á árinu 1997. Ef það mark- mið nær fram að ganga yrði það í fyrsta sinn frá árinu 1984 sem ríkissjóður yrði rekinn án halla. Oft hafa verið sett fram háleit markmið í þessu sambandi en árangurinn jafnan látið á sér standa. Viðbótarútgjöld skjóta sí- fellt upp kollinum og hafa koll- varpað slíkum markmiðum, enda þótt tekjur ríkissjóðs fari stundum einnig fram úr áætlun. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, sagði réttilega á fundi Fjárfestingarfélagsins Skandia með fjárfestum nú í vikunni að það væri enginn munur á því að reka ríkissjóð með halla eða reka heimili og fyrirtæki með halla. Engin lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs Viðvarandi hallarekstur ríkis- sjóðs undanfarinna ára hefur þýtt gífurlega skuldasöfnun og er nú svo komið að á næsta ári eru vaxtagjöld ríkissjóðs áætluð um 13,5 milljarðar. Á síðasta ári var um 9 milljarða halli á ríkissjóði á greiðslugrunni, en vonir eru bundnar við að af- gangur verði á ríkissjóði á næsta ári. Þá er ekki gert ráð fyrir neinni lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs á næsta ári heldur þvert á móti að ríkissjóður byrji að greiða niður skuldir. Breytt uppsetning fjárlaga Fjármálaráðherra benti á nokkrar mikilvægar röksemdir fyr- ir því að reka ríkissjóð hallalaus- an. Það er öruggasta leiðin til að tryggja stöðugleika, aukinn hag- vöxt og bætt lífskjör heimilanna. Afgangur á ríkissjóði eykur inn- lendan sparnað og vegur á móti viðskiptahalla. Með því að safna skuldum er skattheimtunni hins vegar ýtt yfir á framtíðina. Það er nauðsynlegt að nýta uppsveiflu í efnahagslífinu til að ná jafnvægi í fjárlögum, einkum þegar haft er í huga að hagvöxturinn í ár er að verulegu leyti borinn uppi af auk- inni einkaneyslu. Nokkurra breytinga er að vænta í sambandi við uppsetn- ingu fjárlaga fyrir árið 1997. Ákveðið hefur verið að breyta bókhaldi ríkissjóðs með fjárreiðu- frumvarpi fyrir þingið og breyta uppsetningu fjárlaganna. Þau eru ekki lengur sett upp á greiðslu- grunni heldur á rekstrargrunni. Skuldbindingar eru settar inn ár- lega þannig að inn í grunninn eru settir áfallnir en ógreiddir vextir. í annan stað verður ráðist í að breyta lögum um Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Þar bíður risavaxið verkefni því ætla má að einhverja áratugi taki að rétta af halla lífeyrissjóðsins. Sjaldan hefur skapast jafn gott tækifæri til að ráðast gegn ríkis- sjóðshallanum. Raunar orðaði fjármálaráðherra það svo að ef ekki nú, þegar þjóðin byggi við uppsveiflu í efnahagslífinu, hve- nær ætluðu menn þá að ná tökum á hallarekstri ríkissjóðs? Róðurinn verður hins vegar örugglega afar þungur þar sem ekki er útlit fyrir að neitt lát verði á kröfum á hend- ur ríkissjóði. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.