Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C 214. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Herjað á CIA á al- netinu Washington. Reuter. BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA, vígi háþróaðrar njósna- og tölvutækni, varð að loka heimasíðu sinni á alnetinu í gær eftir að töivuþrjótur hafði breytt henni og skrumskælt. Tölvuþijóturinn sneri meðal annars út úr nafni leyniþjón- ustunnar, Central Intelligence Agency (Aðalleyniþjónustu- stofnunin, en „intelligence" getur þýtt „greind“ þótt hér merki það „upplýsingar"), þannig að þegar heimasíðan birtist blöstu við orðin „Central Stupidity Agency“ („aðalstofn- un heimskunnar"). „Hættið þessum lygum" stóð meðal annars í textanum og í stað gagna CIA var m.a. boðið upp á aðgang að efni karlatímarits- ins Playboy. Tölvuþijóturinn gaf til kynna að hann væri sænskur og í text- anum sagði að samtökin „Völd með mótspyrnu" hefðu staðið fyrir tiitækinu. Reuter Hvar eru dönsku drengirnir? London. Reuter. DANSKUR vísindamaður, Henrik Moller, segir að verið geti að nú fæðist hlutfallslega færri drengir en stúlkur í Danmörku en áður vegna eiturefna, sem hafi áhrif á fijósemi karla. Eftir því sem sæðisfrumum karla fækki aukist líkur á að þeir eigi stúlkubörn. Moller, sem starfar hjá Rann- sóknastofnun Danmerkur, segir í bréfi, sem birtist í breska lækna- tímaritinu Lancet og greint var frá í gær, að í Danmörku hefði hlut- fall drengja gagnvart stúlkum náð hámarki í kringum 1950, en snar- lækkað eftir það. Moller bendir á að ýmsum teg- undum skordýraeiturs fylgi eitur, sem líki eftir áhrifum kvenhorm- ónsins estrogens, en aðrar tegund- ir dragi úr framleiðslu karlhorm- óna. Loftárásir í Líbanon Flokkar þjóðemis- Tsjernomýrd- ín fær völdin Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, tók í gær af öll tvímæli um það hver verður við stjórnvölinn þegar hann gengst undir hjartaaðgerð síðar í þessum mánuði. Gaf hann út tilskipun um að Víktor Tsjernomýrdín forsætisráð- herra mundi gegna öllum skyldum forseta, þ. á m. fara með vald yfir kjarnorkuvopnum Rússa. ÍSRAELSHER staðfesti seint í gær fregnir um að tveir ísraelsk- ir hermenn hefðu látist í átökum við Hizbollah-skæruliða í suður- hluta Líbanons. f tilkynningu hersins sagði að ísraelskir her- menn hefðu fellt þrjá vopnaða menn Hizbollah. Sagði að ísraelsher hefði brugðist við þessum skærum með því að gera árásir á Hizbollah úr lofti. A myndinni sjást ísraelskar Cobra-þyrlur í eftirlitsflugi á landamærum Líbanons og ísra- els. Vilja efla friðarsamstarf Atlantshafsbandalagsins Helsinki. Reuter. INNAN Atlantshafsbandalagsins er verið að vinna að áformum um að efla hið svokallaða friðarsamstarf (PfP) NATO til að koma til móts við þau ríki, sem verða skilin eftir þegar fyrstu nýju aðildarríkjunum eftir iok kalda stríðsins verður veitt innganga í bandalagið. Haft er eftir stjórnarerindrekum að þar sem iíklega gangi einhver fyrrverandi kommúnistaríki í NATO 1996 sé ráðgert að óháð ríki og þjóðir, sem ekki fá inngöngu, geti tekið þátt í öflugra friðarsam- starfi. „PfP-plús ætti að veita vissu um að öryggi stækkaðs Atlantshafs- bandalags og samstarfsfélaga þess er nátengt," sagði Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, í gær. sinna sisra í Bosníu Mvo. Reuter. flokkar þjóðernissinna unnu sigur í kosningunum til landsþings Bosníu-Herzegóvínu og tveggja svæðisbundinna þinga, samkvæmt niðurstöðum þegar nánast öll at- kvæði höfðu verið talin í gær. Carl Bildt, sem stýrir uppbyggingarstarfi í Bosníu, sagði í gær að hann mundi fagna því ef Sameinuðu þjóðirnar veittu leyfi til að beita refsiaðgerð- um ef þyrfti að knýja þjóðernissinna til samstarfs í Bosníu eftir kosning- arnar. Þegar atkvæði úr kosningunum 14. september höfðu verið talin frá 127 talningastöðum af 148 höfðu hinir þrír flokkar þjóðernissinna, Lýðræðisflokkur múslima (SDA), Lýðræðisflokkur Serba (SDS), og Lýðræðissamband Króata (HDZ), fengið iangflest sæti jafnt á lands- þinginu, sem og í þingi lýðveldis Bosníu-Serba og þingi sambands- lýðveldis múslima og Króata. Fulltrúar sömu flokka skiptu sætunum þremur í hinu nýmyndaða forsætisráði milli sín. Alija Izet- begovic, flokki múslima, verður for- seti forsætisráðsins þar sem hann Bildt vill heimild til refsiaðgerða fékk flest atkvæði eins og greint var frá í fyrradag. Ágreiningur á öðrum degi Aðeins degi eftir að greint var frá úrslitunum kom upp ágreiningur milli leiðtoga Serba og múslima í forsætisráðinu. Osamkomulag er um það hvar ráðið skuli koma sam- an, hvernig embættiseiðurinn éigi að hljóða og fleira. Momcilo Kraji- snik, fulltrúi Serba í ráðinu, kvaðst i gær vilja að ráðið gegndi hlutverki sínu, en kröfur hans voru í beinni andstöðu við Izetbegovic. Hann kvaðst andvígur því að Izetbegovic gegndi formennsku í ráðinu næstu tvö ár, eins og skipuieggjendur kosninganna höfðu ákveðið. Sagði hann að þremenningarnir í forsætis- ráðinu ættu að vera í forystu til skiptis, átta mánuði í senn. Þá er deilt um embættiseið Kraj- isniks. Ekki er ljóst hvernig hann eigi að hljóða og sagði Izetbegovic í gær að ráðið gæti ekki komið sam- an fyrr en Krajisnik hefði svarið stjórnarskrá Bosníu hollustueið. Gagnrýnendur sögðu að sigur þjóðernissinna mundi leiða til þess að á ný tækjust á andstæðar fylk- ingar í Bosníu og upp kæmi sama ástand refskákar og þráteflis sem fyrir fjórum árum lyktaði með stríði í landinu. Vestrænir eftirlitsmenn friðar- umleitana í Bosníu sögðu hins vegar að þess yrði krafist að fylkingarnar virtu skuldbindingar um að deila völdum og helga sig því að sameina ríki Bosníu. Samkvæmt upplýsingum frá Ör- yggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), sem sá um skipulag og fram- kvæmd kosninganna, fékk flokkur Izetbegovic 54,3% atkvæða og tvo þriðju af 42 sætum, sem ætluð eru sambandslýðveldi múslima og Kró- ata á landsþinginu. Flokkur Króata fékk 23,4% atkvæða. í serbneska lýðveldinu fékk SDS 54,3% í kosn- ingunum til landsþingsins. Vill vernd gegn Irökum Kúyeit, Washington. Reuter. RUMLEGA tvö hundruð bandarískir hermenn komu í gær til Kúveits og héldu að landamærum íraks. Flug- móðurskipið Enterprise sigldi inn á Persaflóa og eru þar nú tvö banda- rísk flugmóðurskip. John Deutch, yfirmaður bandarísku ieyniþjón- ustunnar, CIA, sagði í gær að leið- togi Kúrdahreyfingarinnar, sem náði völdum í norðurhluta íraks með hjálp Saddams Husseins, forseta Iraks, hefði óskað hjálpar andstæð- inga Saddams, þar á meðal Banda- ríkjamanna, til að halda honum í skefjum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í viðtali við Barböru Waiters, fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar ABC, að Bandaríkjamenn væru ekki að „reyna að losa sig við“ Saddam. Hættulegur leikur Sagði Deutch leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Massoud Barzani, leiðtogi Lýð- ræðisflokks Kúrdistans (KDP), hefði leitað til andstæðinga Saddams. „Barzani er að ieika mjög hættu- legan leik,“ sagði Deutch. Hann sagði að KDP hefði náð nánast öll- um völdum í norðurhluta íraks. Deutch sagði að Saddam hefði styrkst pólitískt á undanförnum sex vikum, þótt dfcgið hefði úr hernað- arstyrk hans. Ekki væri líklegt að Saddam yrði steypt á næstunni. , Reuler RUMLEGA 230 bandarískir hermenn komu til Kúveits í gær. Þeir eru hluti af 3.500 manna liði, sem þangað á að senda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.