Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn GÍSLI Oddsson hafði í nægu að snúast við afgreiðslu slát- ursins í Kjötumboðinu gær. Eins og sjá má er slátrinu vel inn pakkað fyrir neytendur. Slátursala hafin KJÖTUMBOÐIÐ hf. hóf slátursölu á sláturmarkaði Goða í gær. Björn Jónsson, sölu- og markaðsstjóri, segir að farið sé að selja slátrið í verslanir. Hins vegar átti hann ekki von á að slátursala færi í fullan gang fyrr en í byrjun október. Björn sagði að reynsia væri fyrir því að fjölskyldur kæmu saman til sláturgerðar um helgar. Hann átti í því sambandi von á því að mest myndi seljast fyrir fyrstu og aðra helgina í október. 55 kr. máltíðin Sú breyting að aðeins megi selja svið fullhreinsuð hefur valdið 60 kr. verðhækkun á smásöluverði á slátri. Nú kostar eitt slátur 550 kr. í smásölu. Fimm slátur í pakka kosta 2.999 kr. og þijú ófrosin slát- ur í pakka kosta 1.799. Úr einu slátri hefur verið talað um að fengj- ust 10 máltíðir. Hver máltíð kostar því um 55 kr. ef miðað er við lausa- söluverð. Að venju er tii sölu lifur, hjörtu, nýru, svið, mör, eistu, þindir, háls- æðar og vambir. íslenskir stafir í gervi- tunglaskeytum til skipa Undarleg- ar urðu tafir ... BÚNAÐUR sem getur sent gervi- tunglaskeyti með íslenskum stöfum til skipa var í fyrsta sinn tekinn í notkun á sjávarútvegssýningunni í gær. Það var Halldór Blöndal sam- gönguráðherra sem tók búnaðinn í notkun og sendi svobljóðandi skeyti til varðskipsins Ægis: „I dag, 19. september 1966, er í fyrsta sinn sent tölvuskeyti um gervitungl þar sem allir íslenskir stafir komast til skila. Kærar kveðjur til áhafnarinnar. Halldór Blöndal samgönguráð- herra. “ Stundarkorni síðar sendi ráðherr- ann annað skeyti og nú í ljóðaformi: „Þar sem Ijótar áður voru eyður íslenskan fyrir fagran staf hann fær að standa héðan af. Iialldór Blöndal. “ Þessar skeytasendingar fóru ekki framhjá glöggum augum Egils Þórðarsonar á Stjórnstöð Landhelg- isgæslunnar. Líkt og athuguiir les- endur hafa þegar tekið eftir sá hann að ritvilla hafði slæðst inn í ártal fyrra skeytis ráðherrans og varð hún Agli tilefni eftirfarandi vísu: Fá að standa fagrir stafir, fyrir undur tækninnar. En undarlegar urðu tafir á afhendingu kveðjunnar. ■ Úr verinu/20 Fundur iðnaðarráðherra með yfirvöldum orkumála í Hamborg Samstarf uni heildarathug- un á lagningu sæstrengs FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, umhverfis- og iðnað- arráðherra Hamborgar, Landsvirkjun og orkufyrirtæki Hamborgar (HEW) hafa undirritað bókun um að þessir aðilar muni hefja samstarf um heild- arathugun á lagningu sæstrengs milli íslands og meginlands Evrópu. Að sögn Finns, sem kom í gær úr heim- sókn til Hamborgar í boði umhverfis- og iðnaðarráðherrans þar, er þetta verkefni næstu aldar, en það krefjist þess hins vegar að undirbúningur þess verði hafinn nú þegar. Samband hefur verið milli áður- nefndra aðila í tæplega fímm ár um málið og kannað hvort hægt væri að leggja héðan sæstreng til meginlands Evrópu og segir Finnur að menn hafi sífellt verið að færast nær því að vilja skoða málið enn frekar. Hann segir að niðurstaða fundarins í Hamborg hafi verið sú að setja málið í ákveðinn farveg. „Farvegurinn er sá að þessir aðilar fjórir setja nú upp sérstaka vinnu- nefnd þar sem skoðaðir verða tækni- legir hlutir, kostnaður og reynsla Þjóðveija, sem þeir munu nú fá vegna lagningar sæstrengs milli Noregs og Hamborgar sem er í und- irbúningi,“ sagði Finnur. Hann sagði að ef af þessu verkefni yrði í framtíð- inni þá væri það mjög mikilvægt fyr- ir íslendinga þar sem með þessu væri verið að tengja landið við orku- kerfí Evrópu og opna möguleika á orkukaupum á álagstímum hér á landi ef svo bæri undir, auk þess sem hægt yrði að selja orku héðan. Vinnuáætlun í byrjun árs 1997 Nokkrir aðilar í Evrópu hafa sýnt áhuga á lagningu sæstrengs milli ís- lands og meginlands Evrópu, en þeirra á meðal eru Scottish Hydro, Vattenfall í Svíþjóð, Pirelli á Italíu og Icenet, sem Reykjavíkurborg er aðili að ásamt Hollendingum. „Við getum aðuðvitað ekki verið í viðræðum við alla þessa aðila um þetta framtíðarmálefni og það verða heldur ekki lagðir margir sæstrengir. Vinnuhópurinn verður því opinn og bjóðum við þessum aðilum og öðrum áhugasömum um lagningu sæstrengs milli Islands og meginlands Evrópu til samstarfs um þetta verkefni. í framhaldi af þessum fundi okkar í Hamborg munum við hafa samband við öll þessi fyrirtæki sem sýnt hafa þessu áhuga að undanförnu. Síðan er gert ráð fyrir því að í byijun árs 1997 liggi fyrir vinnuáætlun af hálfu þessara aðiia og þeirra sem að þessu vilja koma um hvernig verkið skuli unnið og hvernig að þessu skuli stefnt,“ sagði Finnur. Dáður snill- ingur í 50 ár TÓNLIST Iiáskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Jón Nordal, Wagner og Dvorák. Einleikari: Erl- ing Blöndal Bengtsson. Stjórnandi: Petri Sakari. Fimmtudagurinn 19. september, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á for- leiknum að óperunni Meistara- söngvararnir frá Núrnberg, eftir Richard Wagner. Eftir að hafa sam- ið flestar óperur sínar og að hluta til allan Hringinn samdi Wagner Meistarasöngvarana og sagt er að hann hafi hugsað aðalpersónu óper- unnar, Walther, sem sjálfslýsingu, sigurvegarann, sem gaf öllum regl- um iangt nef og sem andstæðu hans, Beckmesser, fulltrúa þeirra er trúa á reglur, boð og bönn, þ.e. hinn staðnaða gagnrýnanda. For- leikurinn er mögnuð tónsmíð, þar sem stefin eru ofin saman af mik- illi leikni og á stundum hljómandi samtímis. Hljómsveitin lék verkið mjög vel, og málmblásarnir sérstak- lega, en til þeirra leitaði Wagner mjög mikið í þessum þrumandi sig- ursöng sínum. Annað verkið á efnisskránni var sellókonsert eftir Jón Nordal og var leikur Erlings Blöndals Bengtsson- ar sérlega glæsilegur. Jón stillir hógværum tónhendingum sellósins stundum gegn kraftmiklum hljóm- bálki hljómsveitarinnar en einnig er um fallegt samspil að ræða og notar Jón þá gjarnan fá hljóðfæri á móti sellóinu, svo að verkið verð- ur sérlega ljóst í formi. Einleikaran- um var fagnað lengi og innilega og lék hann sem aukalag Svaninn eftir Saint-Saéns við undirleik Mon- iku Abendroth, hörpuleikara sveit- arinnar. Erling Blöndal Bengtsson lék fyrst hér á landi fyrir 50 árum, að undirritaðan minnir, í Austur- bæjarbíói og var samleikari hans Victor Urbancic. Ef rétt er munað var eitt verkið sellókonsert eftir Haydn. Síðan hefur sellósnillingur- inn Erling Blöndai Bengtsson verið dáður af öllum íslendingum, sem unna góðri tóniist. Tónleikunum lauk með áttundu sinfóníunni eftir Dvorák. Fyrir utan að kunna vel tii verka í ritun hljóm- sveitartónlistar eru stefgerðir hans ávallt svolítið sérstæðar og hafði vinur hans, Brahms, oft orð á því. Þessi sérkennileiki er að miklu leyti sóttur í tékknesk þjóðlög. Sinfónían er glæsilegt verk og var mjög vel flutt, sérstakiega hægi þátturinn, sem er eins konar mósaik samsetn- ingur einsfaldra smástefja. I þess- um þætti lék konsertmeistarinn, Guðný Guðmundsdóttir, smá einleik og gerði það fallega, en auk hennar lék Einar Jóhannesson klarinett- Morgunblaðið/Ásdís SELLÓLEIKARINN Erling Blöndal Bengtsson, sem á að baki 50 ára glæsilegan starfsferil, lék með Sinfóníuhíjómsveit íslands í gærkvöldi sellókonsert eftir Jón Nordal. leikari smá strófur hér og þar í verkinu og sömuleiðis Bernhard Wilkinson á flautuna sína, sem þeir báðir skiluðu mjög vel. Lokakaflinn hófst á sérkenniieg- um lúðraþyt, en hann frömdu þeir af öryggi félagarnir Asgeir Stein- grímsson og Lárus Sveinsson. Hljómsveitin í heild lék mjög vel undir stjórn Petri Sakari og eins fyrr segir náði hann að magna upp töluverða stemmningu í hæga þætt- inum. Jón Ásgeirsson Drykkjarhorn frá miðöldum afhent Þj óðminj asafninu STJÓRN Minja og sögu færði Þjóð- minjasafninu í gær að gjöf íslenskt drykkjarhorn sem var í eigu Rab- en-Levetzau greifaættarinnar í Danmörku. Félagið hlaut styrk frá fyrirtækinu Viking, ölgerð á Akur- eyri, sem fjármagnaði kaupin. Þau voru gerð á uppboði á innbúi Aal- holm herragarðsins á Lálandi sem Sothebys uppboðsfyrirtækið stóð að í Kaupmannahöfn í maí. Drykkjarhornið er talið vera frá lokum miðalda og er talið óvenjuvandaður og eftirsóknar- verður gripur. Þjóðminjasafnið lagði kapp á að eignast drykkjar- hornið ásamt öðru drykkjarhorni sem er frá 1687 og vatnslitamynd frá Geysi. Málið var kynnt Sverri Kristinssyni, formanni Minja og sögu, sem var stofnað sem styrkt- arfélag Þjóðminjasafnsins. Akveð- ið var að fengi Þjóðminjasafnið eldra og merkara hornið á upp- boðinu skyldi félagið ganga inn í kaupin og greiða kaupverðið og færa síðan Þjóðminjasafninu að gjöf. Þjóðminjasafnið ákvað sjálft að bjóða í yngra hornið og vatns- litamyndina. Eldra hornið var keypt fyrir áætlað lágmarksmats- verð, 28 þúsund danskar krónur, en yngra hornið fór hátt yfir það verð sem Þjóðminjasafnið taldi rétt að bjóða. Vatnslitamyndina hreppti Þjóðminjasafnið. Vandaður útskurður Báðir gripirnir, eldra hornið og vatnslitamyndin, eru komnir til landsins og verða til sýnis í Þjóð- minjasafninu. Drykkjarhornið er ljóst nauts- horn og virðist vera frá því fyrir Morgunblaðið/Kristinn DRYKKJARHORNIÐ góða frá lokum miðalda sem Þjóðminja- safnið fékk afhent í gær. eða um miðja 16. öld. Á því er mikill og vandaður útskurður. Efst eru myndir beggja vegna, annars vegar af Kristi krossfest- um í faðmi Guðs föður, „náðar- stóllinn" svonefndi og dúfa yfir mynd Krists, hins vegar heiíög Anna. Yfir myndunum eru letur- bogar. Vatnslitamyndin sýnir Geysis- svæðið í Ilaukadal með tveimur gjósandi hverum og hveralæk. Einnig eru á myndinni ríðandi ferðamenn með trússhesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.