Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 9 15 inn- brot á sól- arhring LÖGREGLUNNI í Reykjavík höfðu borist tilkynningar um 15 innbrot í bíla, stofnanir og heimili á einum sólarhring í gærmorgun. Segir lögreglan fylgni milli hrinu innbrota og þess hveijir leiki laus- um hala það og það sinnið. Brotist var inn í bíla við Linda- og Gljúfrasel, Brúarás, Sólvalla-, Hávalla-, Tún- og Bergþórugötu. Þá var spenntur upp gluggi á leik- skóla í Borgarhverfi og stolið það- an myndbandstæki og ýmislegri matvöru að sögn lögreglu. Leik- skóla við Njálsgötu biðu sömu ör- lög og voru þrír menn handteknir skömmu síðar sem reyndust hafa brotist inn á báða staði. Jafnframt var brotist inn í sum- arbústað í Mosfellsbæ og íbúðir við Safamýri og Vífilsgötu og meðal annars stolið myndbands- upptökuvél, geislaspilara, geisla- diskum og skartgripum. Loks var stolið hljómplötum úr húsnæði við írabakka og farið inn í mannlausa íbúð við Víkurás til að vinna skemmdir. Ekki hefur heldur verið lát á umferðaróhöppum í Reykjavík að sögn lögreglu og síðdegis var búið að tilkynna um 11 slík í gærdag. -----»■♦ ♦---- Greiðir 97 þúsund krón- ur í stað sjö þúsunda MAÐUR sem stöðvaður var fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut var nýverið dæmdur til þess að greiða um 97.000 króna sekt í Héraðsdómi í stað 7.000. Ökumaðurinn mældist á 89 kíló- metra hraða við eftirlit lögreglu en maðurinn taldi vafa leika á sekt sinni og neitaði að greiða 7.000 krónur. Málið fór fyrir Hér- aðsdóm sem ekki taldi ástæðu til að vefengja mat lögreglu og taldi 7.000 króna sekt hæfilega refs- ingu. Auk þess var ökumaður dæmd- ur til að greiða 40.000 krónur í málsvarnarlaun og sömu upphæð í saksóknarlaun til ríkissjóðs, eða um 97.000 krónur með vöxtum, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. FRÉTTIR Köstuðust til vegna ókyrrðar FLUGLEIÐAVÉL á leið frá Stokk- hólmi til íslands lenti í skyndilegri ókyrrð á þriðjudag með þeim afleið- ingum að flugfreyjur við störf í aftureldhúsi féllu, skullu saman og fengu þungt högg. Þá kastaðist kona ásamt barni sínu til á salerni vélarinnar í tvígang. Einar Sigurðsson, aðstoðarmað- ur forstjóra Flugleiða, segir að vél- in, sem var í fullri flughæð, hafi lent í heiðkviku, sem ekki sé hægt að sjá fyrir, á leiðinni. „Það sem gerist er að vélin fær á sig nokkurs konar högg, tvisvar sinnum. Tvær flugfreyjur í aftureldhúsi köstuðust því til í tvígang og skullu saman á gólfinu í seinna skiptið." Einar segir að báðar hafi fengið slæmt högg, sérstaklega sú sem undir varð, en að hin hafi skrám- ast. Hann segir ennfremur að ekki sé talið að meiðsli þeirra séu viðvar- andi þótt það sé ekki komið fyllilega í ljós ennþá. Meðal farþega sem urðu fyrir skakkaföllum er kona sem var að skipta á barni sínu á salerni vélar- innar og köstuðust þau til í bæði skiptin að Einars sögn. Konan var á leið til Halifax og segir Einar hafa verið talið rétt að kalla lækni til Keflavíkur til að líta á móður og barn. „Að því búnu voru þau lýst ferðafær, enda óslösuð þótt þetta hafi fengið mikið á móðurina, sem kaus að halda ferð sinni áfram,“ segir hann að lokum. Heiðkvika er skilgreind í Flugorðasafni sem kvika eða óreiða í hreyfingu lofts, „sem er nógu grófgerð til að hrista flugvél á flugi, en tengist hvorki skýjum né stafar af uppstreymi eða viðnámi við jörð“. Vorum að taka upp glæsilegan haustfatnað frá rvi FASHION GROIP Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Kaffismökkun - námskeið Kvöldnámskeið um kaffi og kaffismökkun verður í versluninni Expressóbarnum KAFFITAR í Kringlunni þriðjudaginn 24. september kl. 20.30. Aðalheiður Héðinsdóttir, kaffimeistari KAFFITÁRS, mun fjalla um sögu kaffisins, ræktun og vinnslu. Þátttakendur smakka á kaffi frá fjölda landa og kynnast mismun- andi brennslu og bragði. KAFFI T Á R Loks fræðast þeir um kaffidrykki og býðst að smakka þá ásamt gómsætri köku í lokin. Þátttökugjald er 1.200 kr. Skráning er í versluninni eða í síma 588-0440. Verið velkomin. TILBOÐS MYNDIR INNRÖMMIJN LISTMHNIR DAGAR Flakalið frílt... ef þú lætur ramma það inn hjá okkur. Góð afmælistilboð! USTMLIS í LALJGARDAL • ENGJATEIGI J7-J9 • SÍMl 568 0969 Dragtir, jakkar, peysur. Sœvar Karl Bankastrœti. ÓTTU ÞESS BESTA MAT OG DRYKK. ÞAÐ KOSTAR EKKI MEIRA RELAIS & CHATEAUX. BERGSTAÐASTRÆTI 37 SÍMI: 552 57 00, FAX: 562 30 25 0FNBAKAÐUR HUMAR í PASTA-UMGJÖRÐ MEÐ KRYDDSÓSU „ÉPICE". Xálfakjöt MEÐ HINDBERJASÓSU OG KREMUÐUM BLAÐLAUK ZTDSTEIKTUR ANANAS MEÐ AMARETTO OG KANILÍS. SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 70 milljónir Vikuna 12.-18. september voru samtals 70.335.230 kr. greiddar út í happdrættisvéium um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 12. sept. Monaco 94.033 12. sept. Monaco 102.581 13. sept. Háspenna, Laugavegi 105.878 15. sept. Háspenna, Hafnarstræti... 344.979 16. sept. Catalína, Kópavogi 105.939 16. sept. Monaco 76.084 16. sept. Háspenna, Hafnarstræti... 66.267 17. sept. Háspenna, Hafnarstræti... 165.707 18. sept. Rauða Ljónið 79.689 18. sept. Háspenna, Laugavegi 99.008 Staða Gullpottsins 19. september, kl. 8.00 var 4.635.000 krónur. Siifurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.