Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Halldór Asgrímsson á stofnfundi Norðurskautsráðsins Samstarf heimskautsrí kj a verði öðrum fyrirmynd Sjálfbær þróun og umhverf- isvemd STOFNFUNDUR Norðurskauts- ráðsins fór fram í Ottawa í Kanada í gær. Utanríkisráðherrar allra aðildarríkjanna átta undirrituðu stofnyfirlýsingu ráðsins. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra ís- lands, sagði í ræðu sinni við stofn- un ráðsins að samstarf ríkja Norðurheimskautsins ætti að verða öðrum fyrirmynd. Hann gagnrýndi hins vegar að ýmislegt vantaði í stofnyfirlýsingu ráðsins. „Með Norðurskautsráðinu fá þjóðir heimskautssvæðisins ein- stakt tækifæri til að verða öðrum þjóðum heims fyrirmynd," sagði Halldór í ræðu sinni á stofnfundin- um. Hann minnti á að þróun heim- skautssvæðisins réði úrslitum um tilverugrundvöll margra ríkja og væri öllum öðrum afar mikilvæg. „Norðurskautsráðið verður samt aðeins jafnöflugt og skilvirkt og við viljum að það sé,“ sagði Hall- dór. „Við íslendingar teljum ráðið afar mikilvægt og tökum heilshug- ar undir þær grundvallarreglur, sem settar eru fram í stofnyfirlýs- ingunni, sem verður undirrituð í dag.“ Halldór sagði að Islendingar litu á það sem forgangsverkefni og skyldu að vinna með öðrum þjóðum að því að Norðurskautsráðið yrði umgjörð umhverfisverndar á heim- skautssvæðinu og stuðlaði að sjálf- bærri þróun, til hagsbóta fyrir frumbyggja í heimskautslöndun- um, aðra íbúa aðildarríkjanna og raunar alls heimsins. Hann hvatti til öflugs vísindasamstarfs, en sagði öflugt pólitískt samstarf nauðsynlegt til að vísindaþekking kæmi að sem beztum notum. Þrennt vantar í yfirlýsinguna Halldór gagnrýndi að þrennt vantaði í stofnyfirlýsingu ráðsins; í fyrsta lagi að alþjóðlegu Norður- skautsvísindanefndarinnar væri getið þar, í öðru lagi að gert væri ráð fyrir að ráðið hefði fasta skrif- stofu og í þriðja lagi að áhrif þjóð- þinga á starfsemi ráðsins væru tryggð með því að fastanefnd þing- manna um málefni Norðurskauts- ins fengi áheyrnaraðild að því. Utanríkisráðherra sagði þó að ísland styddi stofnyfirlýsinguna heils hugar, en myndi áfram leit- ast við að ná markmiðum sínum. Halldór hvatti til þess að gert yrði átak á heimsvísu til að sporna gegn mengun hafanna. Hann gerði sjálfbæra þróun og nýtingu auð- linda einnig að umtalsefni. „Það er ekki auðvelt að finna jafnvægi milli vemdunar auðlinda og nýting- ar þeirra. Finna þarf rétta milliveg- inn. Lifibrauð íbúa Norðurskauts- svæðisins er í húfi. Þeir verða að fá að nýta auðlindir sínar og mark- aðssetja afurðir sínar. Frumbyggj- ar Norðurskautssvæðisins eiga rétt á að bæta lífskjör sín og efla menn- ingu sína. Nýting auðlinda sjávar er einkar mikilvæg í þessu efni,“ sagði utanríkisráðherra. Gagnkvæmt tryggingakerfi í fiskveiðum í framtíðinni Halldór hefur sjálfur beitt sér mjög fyrir því, einkum á vettvangi Norðurlandaráðs, að Norður- skautsráðið verði stofnað. „Mér finnst þetta vera mjög stór stund og ég vænti mikils af ráðinu í fram- tíðinni," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel að það skipti okkur íslendinga og framtíðar- hagsmuni okkar miklu máli. Við erum mjög háðir auðlindum svæð- isins og verndun þeirra og um- hverfisins." Halldór setti í fyrra fram þá hugmynd að auk þess að beita sér fyrir reglum til að hamla gegn mengun í Norðurhöfum og marka stefnu um sjálfbæra auðlindanýt- ingu, gætu aðildarríki hins nýja Norðurskautsráðs sameinazt um gagnkvæmt tryggingakerfi í fisk- veiðum, þannig að byggðarlög og þjóðir, sem ættu allt sitt undir nýtingu auðlinda hafsins, yrðu ekki fyrir alvarlegum skakkaföllum vegna eðlilegra sveiflna í stærð mikilvægra fiskistofna. Þannig gæti eitt ríki fengið veiðiheimildir í lögsögu annarra ef fiskistofnar þess væru í lægð og öfugt. Aðspurður hvort hann hygðist nú beita sér fyrir þessari hugmynd á vettvangi ráðsins, sagði Halldór: „Þetta er mál, sem snertir sam- starf okkar á sviði sjávarútvegs og mér finnst eðlilegt að Norður- skautsráðið verði samstarfsvett- vangur á því sviði. Sjávarútvegs- ráðherrar aðildarríkjanna hafa þegar byijað reglulega fundi og ég tel að þetta atriði verði rætt á þeim vettvangi. Þessi hugmynd hefur hlotið mismunandi undirtekt- ir enn sem komið er, en ég trúi því að í framtíðinni muni samstarf þessara þjóða leiða til þessa, ekki sízt þegar menn hafa skipt upp veiðunum á úthafinu. Þá mun koma í ljós að það er hagkvæmt að feta sig inn á þessa braut.“ Á MEÐAL helztu atriða í stofn- yfirlýsingu Norðurskautsráðs- ins, sem undirrituð var í Ottawa í gær, er eftirfarandi: • Aðildarríkin ítreka stuðning sinn við sjálfbæra þróun á norð- urskautssvæðinu, þar á meðal efnahagslega og félagslega þró- un, bætt heilsufar og menning- arlega velferð. • Ríkin styðja vernd umhverfis norðurskautssvæðisins, þar á meðal heilbrigði vistkerfa svæð- isins, viðhald Iíffræðilegs fjöl- breytileika, vernd og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. • Tilgangur ráðsins er að auka samstarf, samráð og samskipti aðildarríkjanna, einkum á sviði sjálfbærrar þróunar og um- hverfisverndar. Varnar- og ör- yggismál eru utan starfssviðs ráðsins. • Ráðið á að hafa umsjón með núverandi samstarfi ríkjanna á sviði umhverfismála. • Ráðið mun samþykkja nýja áætlun á sviði sjálfbærrar þró- unar. • Ráðið mun dreifa upplýsing- um, hvetja til fræðslu og efla áhuga á málefnum Norður- skautssvæðisins. • Aðildarríki Norðurskauts- ráðsins eru átta; Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Island. • Auk aðildarríkjanna eru samtök frumbyggja „fastir þátt- takendur" í starfi ráðsins. I byrjun eiga þrenn samtök aðild að ráðinu (samtök inúita, sama og frumbyggja í Rússlandi) en hægt er að taka fleiri samtök inn í framtíðinni. Þau mega þó ekki verða fleiri en aðildarríkin. Rekstur pylsuvagna í miðborg Reykjavíkur Þróunarfélag Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í rekstur pylsuvagna á eftir- töldum stöðum í miðborg Reykjavíkur: --------• Á Lækjartorgi • Tjörnin, á móts viö Iðnó • Á mótum Aðalstrætis og Kirkjustrætis --------• Á Vesturgötu, móts við „Hitt húsið" Rekstrarleyfi verður veitt til eins árs. Tilboðsgögn ásamt upplýsingum eru fáanleg á skrifstofu Þróunarfélags Reykjavíkur. Tilboðum skal skilað til skrifstofu Þróunarfélags Reykjavíkur, Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 26. september 1996. ÞRÓUNARFÉLAG Reykjavíkur Utlit fyrir að heilsdagsplássum fjölgi um 600-700 á dagheimilum í Reykjavík •• Oll eins árs börn fái þá vist- un sem foreldrar vilja nýta INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, segir allt stefna í að heilsdagsplássum á leikskólum borg- arinnar fjölgi um 600-700 á kjör- tímabilinu. „í stefnuskrá okkar seg- ir,“ sagði borgarstjóri, „að fyrir lok kjörtímabiisins hafi öll börn eins árs og eldri fengið þá vistun sem foreldr- ar þeirra vilja nýta sér, þannig að það verði engir foreldrar með börn á þessum aldri úrræðalausir." Borgarstjóri segir að á árinu 1995 hafi 240 ný heilsdagspláss bæst við á leikskólum borgarinnar og að auk- ið hafi verið við hlut heilsdagsplássa almennt á eldri leikskólum, þannig að heilsdagsplássum fjölgaði um 400 árið 1995 og á þessu ári væri reikn- að með að 350 heilsdagspláss bætt- ust við. Verið væri að vinna að íjárhags- áætlun næsta árs en þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Benti hún á að á tímabilinu 1982-1994 hefðu heilsdagspláss á leikskólum verið um 13% af þeim sem byggð voru en hálfsdagsrýmin voru 80%. Niður- staða skoðanakönnunar sem gerð *rar í upphafi kjörtímabilsins hafi eitt í ljós að búið var að fullnægja þörfinni fyrir hálfsdagspláss. Þar af leiðandi hafi áhersla verið lögð á að fjölga heilsdagsplássum. Ekki öll á leikskóla Ingibjörg sagði ekki rétt að í stefnuskrá Reykjavíkurlistans kæmi fram að öll börn frá eins árs aldri kæmust á leikskóla á kjörtímabilinu. I stefnuskrá segði að fyrir lok kjör- tímabilsins ættu öll börn eins árs og eldri að hafa fengið þá vistun sem foreldrar þeirra vildu nýta sér. „Þar með komum við inn á þessa auknu rekstrarstyrki til einkareknu leik- skólanna til að auðvelda þeim að taka inn börn,“ sagði hún. „Það sama á við um greiðslur til dag- mæðra sem gefur foreldrum kost á niðurgreiddri dagvist. Maður verður að horfa á þetta allt í samhengi og það sem við erum fyrst og fremst að hugsa um er að foreldrar standi ekki uppi úrræðalausir með þessi börn sín.“ Reglur um fjölda barna Borgarstjóri benti á að lög og reglur segðu til um hversu mörg börn væru á hverri leikskóladeild og hversu margir starfsmenn sinntu þeim en nokkuð hefur borið á óánægju með Ijölda barna á leik- skóladeildum og starfsmannafjölda. „Sveitarfélögin geta ekki haft sína hentisemi með hvað börnin eru mörg á hverri deild eða hvað margir starfs- menn,“ sagði Ingibjörg. „Það eru alveg skýr ákvæði um það í reglu- gerðum hvað mörg börn eiga að vera miðað við stærð húsnæðis, leik- rými úti og stöðugildi og eftir því förum við. Hins vegar er að koma upp þessi vandi núna og er ef til vill til marks um að eitthvað er að glæðast í efna- hags- og atvinnulífinu að það hefur reynst erfiðara í haust að manna leikskólana heldur en áður. Auðvitað verður að fara yfír þá stöðu og meta hvernig þetta horfir í nánustu framtíð. Það er ekki hægt að fjár- festa í leikskólum sem ekki er hægt að manna. Þá verður að leita nýrra leiða í þeim efnum og við stefnum að því að halda áfram uppbyggingu í einni eða annarri mynd og reynum að tryggja öllum börnum úrræði sem við teljum viðunandi og getum haft eftirlit með.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.