Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kærkomin rigning „ÞAÐ varð vatnslaust hjá þeim í nótt og þá drekka þær alveg reið- innar býsn,“ sagði Gunnar Valur Eyþórsson, bóndi á Ongulsstöðum, þar sem hann var að brynna kún- um út á túni, en þær svolgruðu í sig ótæpilega. I þeim mikla þurrki sem verið hefur norðanlands síð- ustu vikur þornaði lækurinn við túnið og því þarf að leiða slönguna úr vatnsbalanum upp i fjós og taka vatn úr krananum þar. Morgunblaðið/Golli WORLD PRESS PHOTO LUC DELAHAYE, FRAKKLANDI, MAGNUM PH0T0S FYRIR NEWSWEEK, .FRIÐARGÆSLULIÐAR SÞ OG FLÓTTAFÓLK ITUZLAI JÚLl 1995." Sýning World Press Photo á bestu fréttaljósmyndum ársins 1995 stendur yfir í Kringlunni frá 14. september til 2. október. Komið og sjáið heiminn með augum bestu fréttaljósmyndara heims. jlk HANS PETERSEN HF KRINGIáN Menntaskólinn á Akureyri Nýtt skólahús tekið í notkun NÝTT og veglegt skólahús verður formlega afhent við setningu Menntaskólans á Akureyri næst- komandi sunnudag, 22. september, en þá verður skólinn settur í 117. sinn og hefst athöfnin kl. 14. Húsið hefur hlotið nafnið Hólar, enda rekur Menntaskólinn sögu sína aftur til hins forna Hólaskóla. Skólasetningin verður á sal nýja hússins og mun Knútur Otterstedt formaður bygginganefndar afhenda Birni Bjarnasyni menntamálaráð- herra nýja húsið. Ráðherra flytur ávarp, Tryggvi Gíslason skólameist- ari heldur setningarræðu og þá mun séra Bolli Gústafsson vígslubiskup á Hólum blessa nýja húsið. Að lokinni skólasetningu verður gestum boðið upp á veitingar og þeim gefst einnig kostur á að skoða sig um á Hólum og fræðast um byggingarsögu hússins. Heimavist og mötuneyti MA verða opnuð á morgun, laugardag- inn 21. september. Morgunblaðið/Golli ÁRNI Árnason, tæknimaður, og Hallgrímur Valsson, deildar- stjóri tæknideildar Tölvutækja, með stærstu sendingu ljósritun- arvéla sem Tölvutæki-Bókval hafa fengið, 40 vélar sem seldar hafa verið á svæðinu frá Blönduósi til Vopnafjarðar. Tölvutæki-Bókval Stór sending lj ósritunarvéla TÖLVUTÆKI-Bókval hf. er um þessar mundir að afgreiða stærstu sendingu sem þeir hafa fengið af ljósritunarvélum, en þar er um að ræða 40 vélar sem komu beint til Akureyrar frá framleiðenda og voru þær sendar norður í 40 feta gámi. Þetta er árangur af markaðs- átaki Canon og Nýherja sem er með Canonumboðið á Islandi, en - kjarni málsins! Tölvutæki tóku þátt í átakinu sem umboðsaðili Nýheija á Akureyri. Kaupendum var boðið upp á að setja gömlu vélarnar sínar upp í nýjar. Allar eldri vélar verða sendar úr landi þar sem þeim verður farg- að. Forsvarsmenn Tölvutækja segja nýju Canon ljósritunarvélarnar vist- vænni fyrir notendur en gömlu vél- arnar þar sem ósonmyndun í þeim sé hverfandi lítil, en ósonmyndun í ljósritunarvélum hafi fram til þessa verið vandamál. Vélarnar voru seldar á þjónustu- svæði Tölvutækja sem nær frá Blönduósi tii Vopnaijarðar. •• í tilefni 50 ára afmœtuf okkar verdum víð með opið biío NOL & SANDUR HF. laugardaginn 21. veptember kl. 13.00—17.00. Akureyri 1946-1996 VuJ vitjum á þeooum tímaniptum þakka viðdkiptavinum okkar fyrir tiyggð og ánœgjuleg vuJvkiptt. > í I' i ► I I I I I L I I i I I » I I I I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.