Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 17 LANDIÐ Framkvæmdir við höfn- ina fyrir 25 milljónir Skagaströnd - Unnið er að dýpkun og breikkun innsiglingarinnar í höfnina þessa dagana og næstu daga hefst vinna við að auka gijót- vömina við gamla hafnargarðinn. 11.200 fm svæði innan hafnar- innar á að dýpka niður í 6,5 metra dýpi. Er þetta gert til að fá aukið snúningsrými fyrir stærri skip eftir að gijótvöm hefur verið sett fyrir enda gamla hafnargarðsins. Til- raunir í vor sýndu að ekki var hægt að dýpka með dælingu því botninn er að mestu móhella sem er of hörð til að hægt sé að dæla henni. Dýpk- unin var því boðin út og barst að- eins eitt tilboð í verkið. Tilboðið var frá Sveinbimi Runólfssyni verktaka í Reykjavík upp á 12,5 milljónir. Gengið var að tilboðinu og er áætl- að að verkinu ljúki í lok september. Endi gamla hafnargarðsins, sem nú þjónar hlutverki sínu sem brim- bijótur, er illa farinn. Þar er um að ræða gamalt innrásarker sem fengið var í höfnina upp úr seinna stríðinu og var illa byggt í upphafi. Var því ákveðið að setja gijótvöm utan á garðinn að vestanverðu og fyrir enda hans til styrktar. Verða fluttir 8.000 rúmmetrar af gijóti úr Hvannkotsbruna á Skaga, um 15-16 km leið og komið fyrir í gijótvöminni. Gerð gijótgarðsins var boðin út og bámst þtjú tilboð i verkið. V. Brynjólfsson ehf. frá Skagaströnd bauð lægst, rétt rúmar 12 milljónir eða 74% af kostnaðaráætlun, sem var upp á 16,2 milljónir. Næsta til- boð var 12,4 milljónir frá Rögnvaldi Árnasyni eða 76% af kostnaðaráætl- un og þriðja tilboðið var frá Bjama Vigfússyni upp á 22,5 milljónir, sem var 138% miðað við kostnaðaráætl- un. V. Brynjólfsson ehf. mun vinna verkið og era verklok áætluð 15. nóvember. Nýir skóla- stjórar Vaðbrekku, Jökuldal - Nýr skólastjóri tók við stjórn Skjöl- dólfsstaðaskóla 1. ágúst síðastlið- inn. Þá kom til starfa Gunnar Finnsson sem er ekki öllu ókunn- ugur hér fyrir austan en hann hefur kennt á Eskifirði og verið skólastjóri Fellaskóla til skamms tíma. Kona Gunnars, Erna G. Sig- uijónsdóttur, var ráðin kennari við skólann. Gunnar tók við skólastjórn af Stefaníu Sveinbjörnsdóttur sem verið hafði skólastjóri Skjöldólfs- staðaskóla undanfarin fjögur ár, en maður Stefaníu, Sigfús Gutt- ormsson, hafði verið kennari við skólann sama tíma. Nokkur hefð er komin á að hjón starfi við skóla- stjórn og kennslu Skjöldólfsstaða- skóla eins og sjá má af ofansögðu og yfirleitt hafa starfað hjón við skólann frá upphafi, árið 1946. Einnig var ráðinn nýr skóla- stjóri að Brúarásskóla frá sama tíma, þegar Guðbjörg Kolka, skóla- stjóri þar, fór í ársleyfi. Nýráðinn skólastjóri Brúarásskóla heitir Elsa Árnadóttir, hún og maður hennar, Björn Jónsson, sem kennir við skól- ann, komu úr Skagafirði þar sem þau hafa starfað undanfarið. Ekki var erfiðleikum háð að manna kennara- og skólastjóra- stöður við þessa skóla eins og virð- ist vera sums staðar á landinu á þessu hausti og bárust nokkrar umsóknir um allar stöður er aug- lýstar voru síðastliðið vor. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason GUNNHILDUR Gunnarsdóttir spilar á nýja píanóið fyrir Daða Þór Einarsson, skólastjóra, Olaf Hilmar Sverrisson, bæjarstjóra og Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, píanókennara. Nýtt píanó afhent Tón- listarskóla Stykkishólms Stykkishólmi - Bæjarstjórinn í Stykkishólmi afhenti Tónlistar- skóla Stykkishólms nýtt píanó af Samick gerð 17. september sl. Skólinn á fyrir tvö píanó og var orðin þörf á að fá nýtt þar sem píanónemendur skólans eru 38. Samnýting hefur verið á sal tónlistarskólans. Eldri borgarar í Stykkishólmi hafa notað salinn fyrir tómstundastarf og þá hefur ekki verið hægt að kenna á píanó á meðan. Nú verður breyting á. Nýja píanóið verður staðsett í kennslustofu og hér eftir geta eldri borgarar unnið sín tóm- stundastörf án þess að þau rekist á píanókennsluna. Á haustönn stunda 133 nemend- ur nám við tónlistarskólann og hafa aldrei verið fleiri nemendur. Kennarar í fullu starfi eru sex og sjöundi kennarinn kemur frá Reykjavík annan hvern föstudag til að leysa brýnan vanda þver- flautunema. Tveir nýir kennarar voru ráðnir við skólann í haust. Það eru Hólmgeir Þorsteinsson og Sigrún Jónsdóttir og koma þau frá Kópaskeri. Sigrún verður jafn- framt stjórnandi kirkjukórs Stykkishólmskirkju. Skólastjóri tónlistarskólans er Daði Þór Einarsson og hefur hann stjórnað skólanum frá árinu 1981. Endurbætur á vatnsveitunni Skagaströnd - Nýlokið er að leggja nýja vatnslögn úr miðlunartanki í mynni Hrafndals niður að rækju- vinnslunni á Skagaströnd um 1.600 metra vegalengd. Þá var einnig komið fyrir þremur 20 þúsund lítra safntönkum við hlið borhola sem virkjaðar eru í Hrafndalnum. Nýja lögnin er 250 mm að þver- máli og mun leysa vandamál vegna fyrirsjáanlegs vatnsskorts hjá rækjuvinnslunni eftir að vinnsla hennar hefur verið aukin til mikilla muna. Rækjuvinnslan mun þurfa, eftir breytingar, 20 til 30 sekúndu- lítra af vatni og mun hin nýja lögn sjá um flutning á því vatni. Gömlu borholurnar þijár gáfu ekki nægilegt vatn fyrir þessa aukningu og því var gripið til þess ráðs að grafa þijá 20 þúsund lítra tanka niður á 7 metra dýpi og safna grunnvatni í þá. Tankarnir vora boraðir neðst svo vatnið gæti flætt inn í þá og síðan er dælt úr þeim í miðlunartankinn. Þá verður komið fyrir stýribúnaði í miðlunartankin- um sem mun kveikja og slökkva á vatnsdælunum sjálfvirkt eftir þörf- um. Nýja lögnin kemur I stað tveggja 50 ára gamalla pottlagna en bilana- Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson UNNIÐ við framkvæmdir á borholunum í Hrafndal. tíðni á þeim hefur verið há á síð- vatnsveituframkvæmdir kosta ustu árum. Að sögn sveitarstjórans, 10-15 milljónir sem jafngildir tekj- Magnúsar Jónssonar, munu þessar um veitunnar í 4 til 5 ár. SKOLATILBOÐ Ef Dú kauplr Boxrúm í september færðu sængurverasett og heilsukodda i kaupbæti ■ frá kr. 19.400 Boxrúm Stœráir: 120x200, 105x200, 80x200, 90x200 Lengfdir: 190, 200 og 210 Eftirtaldar verslanir selja Boxrúm: Suðurland: Húsgfagnaverslunin Reynistaður, Vestmannaeyjum Austu rlandi : Hólmar Kf., Húsgfagfnaverslun Reyðarfirði Vostfirðir: Húsgfagnaloftið, Isafirði Norðurland: VöruKær Kf., AUureyri Vsturland: \Krslunin Bjarg Kf., AUranesi Suðumes: HK Ktisgögn, Keflavík Reykjavík og nágrenni: Lystadún- Snæland, Ingvar og Gylfi II L EQZEEI Mikið úrval áklœða — klœðskerasaumað eftir óskum. DUIMLUX-SVAMPDYNUR15% AFSLISEPTEMBER Dúnlúx-svampdýnur eru til í margfs konar Jréttl eiUa, allt frá útilegftidýrmm til [>ykkra ogf vandaári dýna sem nppfylla kröfur vandlátra um mýlet ogf stuáning'. Þær fást sérsniánar í kvaáa rumstærá sem er. [ L Skútuvogi 11* Sími 568 5588 og 581 4655 Opiá: Virka dag'a 9-18, 1 augfar dag 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.