Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleg1 viðskipti með fisk á vefnum FREÐFISKMARKAÐUR íslands hf. er fiskmarkaður og upplýsinga- banki á veraldarvefnum sem hóf sína starfsemi fyrir um fjórum mánuðum síðan. Forsvarsmenn fyrirtækisins líta björtum augum til framtíðar og eiga von á því að starfsemi þeirra verði- kærkomin viðbót við þá sölu- og markaðs- starfsemi, sem fyrir er. Fyrirtækið byggir á gagnvirku sölu- og upplýsingakerfi á Verald- arvefnum fyrir kaupendur, selj- endur og framleiðendur fiskaf- urða. Kerfið var þróað af hugbún- aðarfyrirtækinu Box ehf. í sam- vinnu við útflytjendur og framleið- endur sjávarafurða. Markmiðið með stofnun fyrirtækisins er að nýta þá möguleika, sem felast í Veraldarvefnum til að miðla upp- lýsingum um kaup og sölu á fiski og fískafurðum, bæði innan lands og utan, en að sögn forsvars- manna stendur ekkert í veginum fyrir því að hægt sé að miðla öðru en fiski á þennan hátt. Þess vegna mætti setja sjávarútvegssýning- una í heild sinni inn á netið sem menn gætu skoðað í gegnum tölv- uskjáinn sinn og pantað vörur af vefnum." Vöruskráning eftir tveimur leiðum Seljendur fískafurða geta skráð söluvöru sína inn á kerfíð eftir tveimur leiðum. Þeir, sem hafa aðgang að Veraldarvefnum, geta tengst gagnagrunni á Internetm- iðlaranum sjálfir og skráð inn þær vörur, sem þeir vilja bjóða upp hveiju sinni. Þeir, sem bjóða í vör- una, hafa þá upplýsingar um hver seljandinn er og sér hann um við- skiptin að öllu leyti sjálfur. Þeir notendur, sem velja þessa leið, greiða Freðfískmarkaði íslands 10 þús. kr. á mánuði fyrir aðgang að kerfinu. Þeir, sem ekki hafa aðgang að Veraldarvefnum, geta sent fyrirtækinu á faxi upplýs- ingar um þær vörur, sem þeir óska eftir að setja á markaðinn. Mark- aðurinn sér þá alfarið um söluna gegn ákveðinni söluþóknun. í þessu tilviki sjá bjóðendur ekki hver er framleiðandi eða seljandi fyrr en boðinu hefur verið tekið. Kaupendur, sem geta verið staddir hvar sem er í heiminum, geta svo tengst gagnagrunni Internetsmiðlarans og fengið upp- lýsingar um allar vörur, sem eru til sölu á markaðinum hveiju sinni, t.d. upplýsingar um magn ein- stakra vöruflokka í birgðum, um pakkningar, um vinnsluaðferð og hvort varan er skoðuð af óháðum úttektaraðila svo dæmi séu tekin. Notandinn getur fylgst með nýjum tilboðum og boðið í sjálfur með því að slá inn uppboðsupphæðina og merkir við hvernig varan skuli greiðast. Bjarni Thor Juliusson, fram- kvæmkvæmdastjóri Freðfísk- markaðar íslands, segir marga hluthafa standa að baki fyrirtæk- inu. Það séu aðilar í fiskfram- leiðslu og fiskútflutningi auk Faxamarkaðar hf. og Nýju skoð- unarstofunnar. „Við erum mjög bjartsýnir á góðar viðtökur ef marka má áhuga bæði innlendra og erlendra aðila, en þetta mun vera fyrsti markaður sinnar teg- undar í heiminum. Við erum nú þegar komnir með fjölda íslenskra fískvinnslufyrirtækja á skrá auk nokkurra erlendra, m.a. breskt fyrirtæki í pakkningaframleiðslu, suður-afrískt fískvinnsluvélafyrir- tæki og norskt flutningafyrir- tæki.“ Bjami Thor segir að Freðfísk- markaður íslands sé ekki í sam- keppni við innlendu fískmarkaðina enda selji þeir mest ferskfísk en ekki frosinn físk. „í staðinn fyrir faxsendingar, sem algengar hafa verið á síðari árum í fískviðskipt- um, má segja að með tilkomu Int- ernetsins, hafí opnast nýr mögu- leiki á að kynna fyrirtækin og það sem þau bjóða myndrænt í eins konar sýningargluggum á vefnum. Þetta er viðbótarmöguleiki, sem við sölumenn sjávarafurða fögnum þó segja megi að nokkuð skorti enn á Internetsvæðingu físk- vinnslufyrirtækj a. “ Freðfiskmark- aður á alnetinu FREÐFISKMARKAÐUR íslands er nýtt sölukerfí á alnetinu sem er þróað í samvinnu við fisksala og fiskframleiðendur. Með sölukerfinu er lögð áhersla á sköpun nýrra markaða og hagstæðara verð á frosnum jafnt sem ferskum fiskaf- urðum á innlendum og erlendum markaði. Gagnvirkt sölukerfi er öll- um aðgengilegt á alnetinu, sem þýðir að seljendur og kaupendur geta fylgst með tilboðum um leið og þau berast inn á kerfíð. Hugbúnaðurfýrirtækið Box ehf. hefur verið fengið til að þróa nýtt sölukerfi fyrir fískafurðir. Sölukerf- ið er sérstaklega hannað fyrir alnet- ið og nefnist Freðfískmarkaður ís- lands. Betri upplýsingar Markmiðið með sölukerfínu er að veita innlendum jafnt sem er- lendum fiskframleiðendum, fisk- kaupendum og -seljendum betri og fjölþættari upplýsingar um físk- birgðir í landinu. Einnig er lögð áhersla á sköpun nýrra markaða og hagstætt verð á frosnum, ferskum, söltuðum og fleiri fískafurðum á innlendum og erlendum markaði. Sölukerfið er gagnvirkt og teng- ist notandinn beint við gagnagrunn á alnetsmiðlaranum. Þessi gagn- virka tenging gerir notendum kleift að fylgjast jafnóðum með vörum sem eru að koma og fara inn á sölukerfið. Það eitt að geta fylgst með birgð- um og nýjum tilboðum sem gerð eru á netinu mun auka líkurnar á að hærra verð fáist fyrir afurðirnar. í eigu aðila í fiskiðnaði og fleiri Nýja fyrirtækið Freðfískmarkað- ur íslands ehf., „IFFM“ eða „The Frozen Fish Market of Iceland" er íslenskt og er í eigu aðila í fiskiðn- aðinum og fjármagnsheiminum. Kerfið er þróað í samvinnu við hags- munaaðila og stendur hlutabréfa- sala opin öllum. Freðfiskmarkaður íslands ehf. mun veita alhliða þjón- ustu í auglýsinga-, birtinga-, upp- lýsinga- og sölumálum á netinu. Það felur í sér sérhæfða birtingar- þjónustu, úrvinnslu markaðsupplýs- inga og fyrirtækið stefnir að því að vera leiðandi í nýjungum á sviði upplýsingamiðlunar og auglýsinga á alnetinu. Meðal væntanlegra viðskiptavina sem Freðfískmarkaðurinn vinnur fyrir eru: Bankar, fískframleiðend- ur, fiskkaupendur og -seljendur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg RÓBERT Hlöðversson stjórnarformaður Freðfiskmarkaðar íslands og Bjarni Thor Juliusson fram- kvæmdastjóri eru nú i fyrsta sinn að kynna starfsemi fyrirtækisins, sem starfað hefur i núverandi mynd í um fjóra mánuði. Fjarskipti notuð til að stjórna fiskvinnslu Rækjuvinnslu Bakka í Hnífsdal stjómað frá Laugardalshöll FISKVINNSLU Bakka hf. í Hnífsdal var stjórnað beint frá sýningarbás Tæknivals hf. á sjávarútvegssýning- unni í Laugardalshöll í gegnum fjar- skiptabúnað í gærmorgun. Þetta mun vera í fyrsta sinn, svo vitað sé, að fískvinnslu er stjórnað landshorna á milli með nýjustu boðskiptatækni, en það var gert til þess að sýna fram á hvað nútímatækni býður upp á og til að undirstrika að fjarlægðir skipta litlu máli í samskiptum fyrirtækja. Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, var sá sem hélt um stjórnvölinn að þessu sinni í sýn- ingarbás Tæknivals, þar sem hann valdi og ráðstafaði í gegnum fjar- tengingu hráefni til vinnslu í rækju- vinnslu Bakka þegar upplýsinga- kerfið Hafdís var kynnt fréttamönn- um. Hugmyndin af þessu uppátæki kviknaði í kjölfar opinberrar heim- sóknar forsetans til Vestfjarða á dögunum, að sögn forráðamanna Tæknivals, í heimsókn sinni vakti hann athygli á því að boðskipta- tæknin gæti brúað bil á milli landa og landshluta. Slík tækni auðveldaði fyrirtækjum á landsbyggðinni að hafa milliliðalaus samskipti um allan heim. Á kynningunni var upplýsinga- kerfíð Hafdís, sem Bakki hf. tók í notkun í byijun þessa árs, tengt við fjarskiptabúnað. Fulltrúar Bakka hf. voru á staðnum og sýndu hvernig Hafdís starfaði. Allar upplýsingar varðandi vinnsluna, svo sem ástand hráefnis og fleira komu strax á tölv- uskjá og á grundvelli þeirra var hægt að taka ákvarðanir um vinnsl- una. Forseta íslands gafst kostur á að vinna við kerfíð og hafa með beinum hætti áhrif á hvernig vinnsl- unni yrði hagað til þess að ná sem bestum árangri. Á undanförnum árum hefur orðið ör þróun í upplýsingatækni í físk- vinnslu. Tæknival hefur um árabil lagt áherslu á þróun og hönnun hugbúnaðar fyrir sjávarútveg. Hug- búnaður frá Tæknivali er nú í notk- un hjá um 200 fyrirtækjum í sjávar- útvegi og er Hafdís nýjasta kynslóð þessa hugbúnaðar. Hafdís er alhliða upplýsingakerfi fyrir fískvinnslu sem er hannað af starfsmönnum Tækniv- als hf. og þróað í samvinnu við Bakka hf. Hafdís heldur utan um flesta þætti, sem tengjast veiðum og vinnslu, svo sem gæðamál, afla- brögð, kvóta, vinnslu hráefnis og framlegð. Upplýsingakerfið Hafdís er notað við kennslu í sjávarútvegs- fræðum í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfírði. Bjarni Þorvarðarson, deildarstjóri hugbúnaðardeildar Tæknivals, segir sjö sjávarútvegsfyrirtæki hafa tekið Hafdísi í sína þjónustu. Fyrir utan Bakka hf. í Hnífdal og Bakka hf. í Bolungavík, mætti nefna Snæfelling hf. og Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. Hann sagði verulegan árangur hafa náðst með Hafdísi í rækjuvinnslu. Sérstaklega væri mikilvægt að geta stjórnað suðutíma rækjunnar sem réði því hve framleiðsluferillinn gæti verið hraður. Auk þess opnuðust möguleikar til samhæfðrar gagna- söfnunar og rekjanleika afurða í hráefnisuppruna með nýja kerfinu. Einnig ætti Hafdís fullt erindi um borð í vinnsluskip og hefur það ver- ið sett upp í Hersi AR sem er í eigu Ljósavíkur hf. í Þorlákshöfn. Þar með væri hægt að fylgjast með öllu því, sem færi ofan í lest og upp úr. Allar upplýsingar væru mjög að- gengilegar og hægt að reikna út ýmsa möguleika, sem stuðluðu að hagkvæmari vinnslu. Tæknival hefur undanfarin fimm ár verið að byggja upp hugbúnaðar- og vinnsludeildir, en í þessum deild- um báðum starfa nú um 45 manns. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, valdi og ráðstafaði hráefni til vinnslu hjá Bakka hf. í Hnífsdal í gærmorgun frá sýningarbás Tæknivals á sjávarútvegssýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.