Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 25 LISTIR Ráðstefna í Þjóðminjasafninu á menningararfsdegi Evrópu Kynna menningararfinn AÐILDARLÖND Evrópuráðsins hafa á síðustu árum haldið svo- nefnda Menningararfsdaga Evrópu í septembermánuði, „European Heritage Days“. Evrópuráðið átti frumkvæði að þeim með stuðningi Evrópusambandsins. Fyrstu Menn- ingararfsdagar voru haldnir 1991. Þá tóku 11 lönd þátt í þeim og hefur þeim farið sífjölgandi sem tekið hafa þátt í þessu samstarfi. A árinu 1995 voru löndin 34 en í ár er búist við að 40 Evrópulönd haldi Menningararfsdaga, einn eða fleiri. Var formleg opnunarhátíð í Kaupmannahöfn 13. september s.l. menningarborg Evrópu í ár. „Tilgangur Menningararfsdaga Evrópu er að vekja þjóðir álfunnar til frekari skilnings og áhuga um þjóðlegan menningararf sinn og varðveislu hans, efna til umræðu um hann og meta vægi hans fyrir þjóðmenningu hvers lands og hvernig honum verði best borgið til framtíðar", segir í kynningu. Efni Menningararfsdaganna er misjafnt eftir löndum og þau hafa sjálfræði um val. íbúar landanna eru þá hvattir til að skoða og kynn- ast menningarminjum sínum, hvort sem er í söfnum eða fastar forn- minjar og læra að meta þær og vekja þannig áhuga sem flestra til að vernda þjóðmenningu landanna. Minnt er á eyðingu menningar- minja af völdum styijalda svo og allt það sem fórnað er vegna fram- kvæmda, sem nauðsynlegar þykja fyrir framþróun í hinum tækniv- æddu þjóðfélögum. Ákveðið hefur verið að ísland efni héðan í frá til slíks Menningar- arfsdags Evrópu og verður hinn fyrsti haldinn í dag kl. 13.15 — 16.45 á vegum Þjóðminjasafns ís- lands með ráðstefnu í safninu. Þar verður fjallað um starfsemi og markmið þjóðminjavörslunnar, en meginefnið verður að kynna og fjalla um nýja stefnumótun Þjóð- minjasafnsins og þjóðminjavörsl- unnar í heild, sem unnið hefur ver- ið að að undanförnu. Mun Björn Bjarnason menntamálaráðherra flalla þar um íslenska menningu sem hluta evrópskrar menningar- arfleifðar og Sturla Böðvarsson for- maður Þjóðminjaráðs fjalla um stefnumótunina. Runólfur Smári Steinþórsson lektor mun kynna og skýra nýtt stjórnskipulag Þjóð- minjasafnsins og einstakir starfs- menn safnsins munu fjalla um og kynna stefnu þess í söfnun og varð- veislu, rannsóknum, kynningu og fræðslu og fjármálum og þjónustu. Að auki munu þátttakendur utan safnsins sem starfað hafa að minja- vernd, fræðslu og rannsóknum segja álit sitt og hvers þeir vænti af Þjóðminjasafni og forystu hins opinbera í því efni. Tími verður fyrir fijálsar umræð- ur og fyrirspurnir. Ráðstefnan verð- ur ókeypis og aðgangur öllum heim- ill. Dagskrá ráðstefnunnar Dagskrá ráðstefnunnar verður sem hér segir: Kl. 13.15 Tónlistarflutningur, Camilla Söderberg blokkflautur, Snorri Öm Snorrason lúta. Kl. 13.30 Þór Magnússon þjóðminja- vörður, setning. Kl. 13.45 Björn Bjarnason menntamálaráðherra: íslensk menning sem hluti evróp- skrar menningararfleifðar. Kl. 14 Sturla Böðvarsson formaður Þjóð- minjaráðs: Stefnumótun Þjóðminja- safns og Þjóðminjavörslunnar. Kl. 14.15 Runólfur Smári Steinþórs- son: Nýtt stjórnskipulag Þjóðminja- safnsins. Kl. 14.30 Sverrir Kristins- son formaður Minja og sögu:. Við- horf og væntingar áhugamanns til safna og minjaverndar. Kl. 14.45 Fyrirspurnir og umræður. Kl. 15 Kaffihlé. Kl. 15.20 Lilja Árnadóttir safnstjóri: Söfnunar- og varðveislu- stefna Þjóðminjasafns. Kl. 15.30 Árni Björnsson útgáfustjóri: Rann- sóknarstefna Þjóðminjasafns. Kl. 15.40 Þóra Kristjánsdóttir listfræð- ingur: Kynningar- og fræðslustefna Þjóðminjasafns. Kl. 15.50 Guðrún Fjóla Gránz fjármálastjóri: Fjár- mála- og þjónustustefna Þjóðminja- safns. Kl. 16 Orri Vésteinsson forn- leifafræðingur: Fornleifaskráning og fornleifarannsóknir. Kl. 16.10 Þórður Tómasson safnstjóri: Hlut- verk byggðasafns í minjavörslu. Kl. 16.20 Fyrirspurnir og umræð- ur. Kl. 16.45 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri er Kristinn Magn- ússon deildarstjóri. Ráðstefnan hefst sem fyrr segir í dag kl. 13.15. Tónleikar fyrir börn í Gerðubergi Hermes UM helgina mætir tónsmiðurinn Her- mes á ný til leiks í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi og heldur tónleika fyrir böm. Á efnisskrá hafa verið klassískar og nýjar tónsmíðar og hafa margir þekktir tón- listarmenn verið gestir Hermesar. Síðastliðið vor flutti Hermes nýja efnisskrá sem nú verður tekin upp að nýju og flutt á nokkrum tónleik- um. Á þeirri efnisskrá er frumstæð tónlist og þjóðlög frá ólíkum heims- hornum. Hermes leikur á suðuram- erískar flautur, afríkönsk ásláttar- hljóðfæri, kínverskar pípur, frum- stætt ástralskt hljóðfæri „Didjeridu“ skjaldbökuskel og hefðbundin klass- ísk hjóðfæri. í gervi Hermesar er Guðni Franzson klarinettuleikari en sér- stakur gestur Hermesar á þessum tónleikum verður gítarleikarinn Ein- ar Kristján Einarsson. Tónleikarnir verða kl. 15 laugar- daginn 21. og sunnudaginn 22. sept- ember. Miðaverð er kr. 400. Guffi fer í fríið KVIKMYNDIR Bíóhöllin, Bíöborg- in, Nýja Bíó Kcflavík GUFFAGRÍN ★ ★ íslensk talsetning. Leikstjóm: Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir. Þýðing: Ólafur Haukur Símonarson. Raddir: Karl Ágúst Úlfsson, Sturla Sighvats- son, Ester Casey, Ólafur Egilsson, Steinn Armann Magnússon og Björg- vin Gíslason. Walt Disney. 1996. GUFFI er ein af skrautlegri persónum Disneyfígúranna og hefur nú eignast heila bíómynd um sig sem heitir Guffagrín og er sýnd með íslensku (og ensku) tali í Sambíóunum. Á undan henni er sýnd stutt, hröð og skemmtileg Mikka mús teiknimynd, og er hún mun betri en langa myndin (gegn- umlýsing á Mikka sýnir að heilinn nær út í eyrun!). íslenska talsetn- ingin er unnin með ágætum í báð- um tilvikum en Guffagrín er frem- ur óspennandi og klisjukennd teiknimynd. Hún er langt frá því besta sem Disneyfyrirtækið hefur gert í teiknuðum ævintýramynd- um á undanförnum árum. Helsti gallinn við Guffagrín er barnalegt og einfeldningslegt handritið. Guffí er þessi hallæris- legi faðir sem menntskælingurinn sonur hans skammast sín enda- laust fyrir. Soninn dreymir amer- íska drauminn bjarta um frægð og frama til að ná athygli sætustu stelpunnar í skólanum og leggur allt uppúr því að vera viðurkennd- ur sem aðalnúmerið í skólanum. Guffi gamli eyðileggur gersam- lega þá ímynd sveitamannslegur og ósvalur með öllu, nokkuð sem á sjálfsagt við um marga foreldra í augum bama þeirra. Guffa tekst að draga drenginn sinn nauðugan viljugan með sér í ferðalag um Bandaríkin þver og endilöng í til- raun til að lappa uppá samband þeirra feðga en allt virðist unnið fyrir gýg. Þýðing Ólafs Hauks Símonar- sonar er unnin með mestu ágætum og stundum skemmtilega stað- færð, Karl Ágúst Úlfsson er Guffalegur í röddinni og Sturla Sighvatsson gerir margt gott sem sonurinn Max. En sagan um frægðardrauma Max er ómerkilegt amerískt glundur og sambandið milli Guffa og Max er andlaust og klisjukennt og óþarflega væmið. Söngatriðin, sem oft eru hjartað og sálin í Disneymyndunum, eru heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Til að hressa uppá söguþráð- inn eru þeir feðgar settir í ýmsar spaugilegar kringumstæður. Þeir hitta fýrir sérlega líflegan Stórfót og hendast niður flúðir og fossa. En sagan nær aldrei neinu raun- verulegu flugi. Hún er mjög hlaðin uppeldisgildum um sanna ást og vinskap foreldra og barna en hefur ekki neitt nýtt fram að færa held- ur keyrir þvert á móti á gömlum lummum. Arnaldur Indriðason NYJU NILFISK RYKSUGURNAR HAFA FEIKNA SOGAFL OG FULLKOMNASTA SÍUNARBÚNAÐ SEM VÖL ER Á* Nilfisk AirCare Filter® Með 2ja laga pappírspoka, grófsíu og HEPA-síu heldur Nilfisk eftir 99,997% allra rykagna sem eru stærri en 3/10.000 úr millimetra (0,3 my). *l sænskri neytendaprófun (Konsumentverket) á 11 þekktum ryksugum var Nilfisk með HEPA-síu sú eina sem fékk toppeinkunn fyrir síunarhæfni. NY NILFISK - NU A FRABÆRU TILBOÐSVERÐI NILFISK gerð »» GM-300 GM-310 GM-320 GM-330 Verðlistaveró 24.750 28.400 31.350 3X920 Afsláttur 4.760 4.120 4.550 4.920 Nú aðeins stgr. 19.990 24.280 26.800 29.000 3ja ara abyrgS Val um 4 gerðir og 4 liti. Fáðu þér nýja Nilfisk - og þú getur andað léttar! /rOmx HÁTÚNI SA REYKJAVÍK SÍMI552 4420 e. fjíáiiur Veit'ingast'aðurirm Samurai heldur upp á tveggja ára afmæWð með jpví að bjóða 25°/o afslátt af öllum réttum á matseðlinum dagana 22.~24". september. Ennfremur verða sérstakir afmælisréttir á vúdarverði. Mi&sið ekki af ’tækifærinu. Hittumst á Samurai íngólfs&t’ræt'i 1a (beint á móti í&lensku óperunni), eími 551 7770, fax 507 9009.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.