Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 27 Olíumál- verk í Galleríi Horninu ÓLÖF Oddgeirsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum í Galleríi Horninu að Hafnar- stræti 15, laugardaginn 21. september kl. 17. Sýningin ber yfirskriftina „Að nefna til sög- unnar“ og eru þar nefndar til sögu formæður listakonunnar og birtast tilvísanir í útsaum þeirra í verkunum. Ólöf stundaði myndlist- arnám við Myndlistaskóla Reykjavíkur 1989 og _Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1990-1994. Hún hefur haldið tvær einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í tveimur samsýningum. Sýningin stendur til 9. októ- ber og verður opin alla daga kl. 11-23.30. Á milli kl. 14 og 18 er gengið um sérinngang gallerísins, en á öðrum tímum í gegnum veitingahúsið Horn- ið. Fyrsta kvik- mynd Eisen- steins í MÍR „VERKFALL“ (Statska) nefn- ist kvikmyndin sem sýnd verð- ur í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Þetta er fyrsta kvikmynd fullr- ar lengdar sem Sergei Eisen- stein gerði. Myndin var gerð árið 1925 og er því komin á áttræðisald- urinn, en ber aldurinn vel. Þetta var þögul mynd á sínum tíma, en eintakið sem sýnt er í MÍR hefur verið tónsett, þ.e. tónlist leikin við myndina, en skýringartextar eru á rúss- nesku. Aðgangut' að sýningunni er ókeypis og öllum heimill. Síðustu sýn- ingardagar MÁLVERKASÝNINGU Bjarna Sigurbjörnssonar í sýn- ingarsalnum Við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði, sem staðið hefur frá 7. sept- ember sl., lýkur sunnudaginn 22. september. Verkin eru unnin með blandaðri tækni beggja vegna á álplötur. Einnig eru á sýn- ingunni verk unnin með líf- rænum efnum, þ.e. efnum úr umhverfinu, matvælum og úr- gangi. Sýningin ber heitið Biðstof- an við hamarinn og er opin virka daga frá kl. 14-18 og 13-18 um helgar. Karl Jóhann sýnir í Greip KARL Jóhann Jónsson opnar sýningu í Gallerí Greip, Hverf- isgötu 82, laugardaginn 21. september kl. 16. „Sýndar verða portretmyndir tengdar hugleiðingum unt sammannleg málefni svo sem dauða, tann- skemmdir og sjónvarpsgláp," segir í kynningu. Karl hefur tekið þátt í nokkr- um samsýningum, en þetta er hans önnur einkasýning. Sýningin stendur frá 21. september til 6. október og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Morgunblaðið/Ásdís FRÁ ráðstefnu norrænna menningarblaðamanna sem fram fer í Reykjavík. Nýjar geislaplötur • ÚT ER komin geislaplatan Hljómsveitin kynnir sig. Er hún afrakstur samvinnu Sinfóníu- hljómsveitar Islands og útgáfufyr- irtækisins Naxos en tónlistin er hins vegar ekki leikin af sinfóníu- hljómsveitinni,' heldur eru á ferð valin tóndæmi af ýmsum Naxos- plötum til kynningar á starfsemi hljómsveitarinnar starfsárið 1996-97. Að gerð plötunnar standa, auk SI og Naxos, Ríkisútvarpið og Japis en meðal flytjenda eru Ríkis- sinfóníuhljómsveit Pétursborg- ar, Sinfóníuhljómsveit pólska út- varpsins og Strauss hátíðar- hljómsveitin. Meðal verka má nefna Sverðdansinn eftir Katsjat- úrían, Boléro eftir Ravel og Dón- árvalsinn eftir Johann Strauss, yngri. Plötunni hefur þegar verið dreift til áskrifenda að tónleikum Sinfó- níuhljómsveitar íslands en hún mun jafnframt verða seld á tónleikum hennar í Háskólabíói í vetur. Ótrúlega mikill raddstyrkur Norrænir menningar- blaðamenn funda RÁÐSTEFNA norrænna menn- ingarblaðamanna fer nú fram í Reykjavík. Á ráðstefnunni á að ræða sérstaklega um framtíð og aðferðir menningarblaðamenns- kunnar. Á setningu hátíðarinnar flutti Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Islands, erindi sem fjallaði um hina norrænu sjálfs- mynd og samsemd í ljósi aldamót- anna. Lagði Vigdís áherslu á að Norðurlöndin héldu saman í menningarlegu sambandi án þess þó að einangrast frá umheimin- um. Einnig flutti Silja Aðalsteins- dóttir, menningarritstjóri DV, erindi þar sem hún rakti nokkuð menningarleg samskipti íslend- inga við Norðurlöndin, og þá sér- staklega Dani í gegnum tíðina. Ráðstefnunni lýkur í dag. TONLIST Grcnsáskirkja KÓRTÓNLEIKAR Bandaríski drengjakórinn undir stjóm James Litton söng evrópsk og amerísk kórlög. Undirleikari: Thomas Goeman. Þriðjudagurinn 17. september 1996. BANDARÍSKI drengjakórinn hélt tónleika í Grensáskirkju sl. þriðjudag en kórinn kom við hér á landi úr ferð sinni til Evrópu, nánar tiltekið Danmörku og Þýskalandi. Tónleik- arnir hófust á lagi sem heitir The Apple Tree, eftir Elizabeth Poston (1905-1987), enskan tónsmið, sem aðallega hefur samið söngverk og einnig unnið tónlist fyrir BBC. Þetta einfalda lag var mjög fallega sung- ið. Næstu tvö lög voru kirkjuleg verk eftir Weelkes og Gibbons og önnur tvö eftir Buxtehude og Tele- mann. Ave Maria eftir Franz Biebl (1906) var næst á efnisskránni og síðan Ubi caritas eftir Duruflé og lauk fyrri hluta tónleikanna með verki eftir Randall Thompson, er nefnist Pueri Hebraeorum. Öll þessi verk eru samin fyrir blandaðar raddir og var sérkennilegt hversu drengirnir sungu góðan bassa. Það sem einkennir söng drengjanna er mikill raddstyrkur og er lágrödd drengjanna mjög vel æfð upp í sópraninn, svo að hvergi hatt- ar fyrir í blæ og þannig verður radd- svið drengjanna mjög vítt og söngur þeirra ótrúlega „heitur", allt að því fullorðinslegur. Á seinni hluta tónleikanna voru að mestu létt lög, fyrst skemmtilegt lag frá Afríku, er nefnist Tshots- holoza, þá skost lag í raddsetningu Vaughan-Williams, léttvægt lag eft- ir Harri Wessman og sérkennilegur serbneskur sígaunadans, er nefnist Niska Banja. Síðari hlutinn var bandarísk tónlist, fyrst úrsetningar á þjóðlögum, söngvasyrpa, leikin og sungin, eftir Gershwin en tónieik- arnir enduðu á kórútfærslu á lagi Sousa, Stars and Stripes Forever. Bandaríski drengjakórinn er frá- bærlega þjálfaður og söng af öryggi með raddstyrk, er kórar fullorðinna mættu vera stoltir af. Á móti þessu mætti ætla að kórinn gæti ekki sungið á veikari nótunum en svo var ekki, því styrkleikamunurinn var ótrúlegur og söng kórinn af mikill gleði undir frábærri stjórn James Litton. Jón Ásgeirsson BÆKUR Huglciöingar AÐ HEIMAN OG HEIM Sex hugleiðingar eftir Jón Bjarman. Reykjavík 1996. Kostnaðarmaður er höfundur. Dreifing Kirkjuhúsið. 38 bls. ÞAÐ FÆRIST í vöxt að boðið sé upp á kyrrðarstundir og kyrrðar- daga í kirkjum landsins. Þar gefst fólki tækifæri til að leita að sviði síns innra manns og loka sig frá erli hversdagslífsins og mæta Guði í einrúmi og næra anda sinn í bæna- samfélagi við hann. Þessi leið virð- ist henta íslendingum vel sem eiga að jafnaði ríka barnatrú sem verður einkum til í bænum fyrir og með börnum. Nú er hætta á því að sjón- varpsgláp og vídeó komi í stað þess- ara helgistunda við rúm barna og vart er það framför í menningarlegu tilliti. læiðbeinandinn við kyrrðarstund- ir flytur hugleiðingar, íhugar ákveð- in biblíuleg stef sem þátttakendurn- ir taka með sér inn í kyrrðina og þögnina sem ekki á að ijúfa með ytra áreiti. Orðið talar sínu máli í þögninni, táknin, minningar og kenndir koma upp í hugann og úr- vinnslan fer fram fyrir augliti Guðs. Táknin virkja dulvitundina þar sem Guð er yfir og allt um kring. Fram- setning boðskaparins á kyrrðardög- um er gjarnan ljóðræn og hún virkj- ar innra líf þátttakandans til samfé- lags við Guð. Séra Jón Bjarman hefur verið leiðbeinandi á kyrrðardögum í Skál- liolti og bókarkorn hans er afrakst- ur þeirra. Þetta eru sex hugleiðingar út frá falli Adams og endurlausn og leit að Paradís. íhugun fylgir völdum ritningarstöðum og í kjölfar þeirra kemur frumsamið ljóð. Séra Jón hefur um árabil starfað sem fanga- prestur og þekkir þar af leiðandi hið marg- breytilega litróf mann- legrar þjáningar og niðurlægingar sem verður honum við- fangsefni íhugunar. Hugleiðingar og eink- um ljóðin einkennast af átökum og miklum efasemdum um paradís- arheimt mannsins. Ljóðið sem fylg- ir fyrstu hugleiðingunni endar á hrottalegri mynd af Adam þar sem liann er í þann veginn að bíta Evu á barkann. Ég fæ ekki séð að þessi rnynd, þótt í ljóði sé, eigi erindi sem leiðsögn inn í kyrrð hinnar kristnu íhugunar um afstöðu venjulegs hrjáðs fólks sem hörfar undan síbylju ofbeldis í fjölmiðlum á vit kirkju sinnar. Þessi mynd á sér hvorki almennt mannlega né biblíulega skírskotun. Þótt skáldið beri prestinn ofurliði í fyrstu atrennu eru hugleiðingarnar at- hyglisverðar og höf- undur dregur lesand- ann inn í hina erfiðu glímu við Guð sem nú- tímamaðurinn forðast allt of oft. Ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs höfðat' óhjákvæmi- lega til þeirra sem íhuga vandamál nútímans út frá frásögum Biblíunn- ar um fyrirheitna landið. Þar velja margir nútímaspámenn hina ein- földu lausn bókfærslunnar og reikna heimsslit út frá ritningar- stöðum Daníelsbókar og Opinber- unarbókar Jóhannesar. Kenningar þeirra ganga út á það að vöxtur og viðgangur Ísraelsríkis sé vís- bending um endurkomu Krists. Jón Bjarman velur aðra nálgun. ísrael nútímans er þrátt fyrir hörmungar í sögu gyðinga ekki fyrirheitna landið. Öryæntingin sem hann tjáir í ljóðinu Á Nebófjalli sýnir áræði kristins manns til að setja fram grundvallarspurningar gagnvart þessum gríðarlegu vandamálum og kveikjan að því er samkennd með þeim þjóðum sem þjást. Glíma höf- undar er einlæg og hún er djúpstæð og vekjandi. Sama má segja um hugleiiðinguna út frá sonarmissin- um og ljóðið Harmakvein yfir Ab- salon. I raun gefa þessar hugleiðingar meira tilefni til vitrænnar þjóðfé- lagsumræðu á grundvelli kristinnar siðfræði en dulúðar einstaklings- upplifunar þar sem maðurinn hvílir og hreinsast andlega í trúartrausti og nálægð við Guð. En þetta er samt ekki andstætt hinu raunveru- lega markmiði kristinnar dulúðar. Hún er ekki flótti heldur atrenna að því að bæta heiminn, gera hann heilbrigðan og heilan. Lokahugleið- ingin Ásjóna Guðs er vel valin og þar hefur Jón hliðsjón af hugleið- ingu sænsks prests út frá sama efni. Hún er bæn til Guðs um að gera okkur mennina að heilu keri fylltu góðum gáfum (Sl.31). Og skáldið biður í lokin: „O Drottinn, leyf mér að ljá þér hendur mínar til þess að lagfæra kerið brotna. En þegar hendurnar meið- ast og rispast, þá lát ekki úr þeim blæða, ó Drottinn. Gjör mig þolin- móða þótt ég sjái ekki það sem þú sérð.“ Pétur Pétursson. Paradísar- heimt í hiekkjum Jón Bjarman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.