Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 29 AÐSEINBDAR GREINAR Gæfu- fjársjóður ÞEGAR haustar tekur mannlífíð á ís- landi stakkaskiptum. Stór hluti landsmanna fær í sig skólafiðring- inn, kennarar, foreldr- ar og nemendur á ýms- um skólastigum. Við hin, sem ekki búum okkur til skólagöngu, finnum þennan fiðring einnig, og hugum jafn- vel að þátttöku í nám- skeiðum og lærdómi, sem dýpkað geti veru okkar á dimmum vetri. Haustið er góður tími til að _ setja sér markmið. Á haustin erum við jafnan kraftmikil, endur- nærð eftir birtu og tilbreytingu sum- arsins. Jafnt kennarar sem nemend- ur vita, að tíminn fram að jólum nýtist best í öllu námi, en svo dreg- ur úr þróttinum eftir áramót. Hver er ásetningur þinn á þessu hausti? Viltu breyta, viltu bæta eitthvað í lífi þínu? Skoðaðu líf þitt. Öll vitum við af einhveijum gloppum og götum í okkur, sem þarfnast fyllingar. Sum götin getum við e.t.v. lappað upp á sjálf að einhveiju leyti, en fæst svo vel fari. Við þurfum leiðsögn kenn- ara og læknis sem leiða okkur inn til fyllra lífs. Nýttu tím- ann núna til að leita leiðsagnar hans. Kostaðu kapps um að þekkja Drottin Við þekkjum flest þann, sem get- ur veitt okkur slíka leiðsögn. Sum okkar þekkja hann aðeins af af- spurn, önnur af eigin raun. Örugga tíma skalt þú hljóta, gæfufjársjóð átt þú í visku og þekkingu, segir í María Ágústsdóttir spádómsbók Jesaja, 33.6. Grafðu upp þann gæfufjársjóð, sem falinn er í þekkingu á Drottni. Skráðu þig í skóla trúarinnar á þessu hausti. Þú átt það skilið að kynnast lífí, sem er ekki bara streð og strit, heldur innihaldsríkt og heilt, líf í fullri gnægð. I skóla trúarinnar er Drottinn Jesús Kristur sá sem leiðir þig inn í þekkinguna. Hann kennir þér í Heilögum anda sínum. Skólastofan ert þú sjálf í næði. Skólabækurnar eru ritningar Biblíunnar. Samtalið við kennarann er bænin. Kennslu- stundimar eru einkatímar. Þú þarft engu að kosta til, nema vilja og tíma. En það eru fleiri nemendur en Aglow er, segir María Agústsdóttir, alþjóð- legt kærleiksnet kvenna. þú í skóla trúarinnar. í eðli sínu er kristin trú engin einkatrú. Hún er samfélagstrú, sækir þrótt sinn í hina kristnu fjölskyldu á himni og á jörðu. Þess vegna er það hverri kristinni manneskju eðlilegt að veija tíma með trúsystkinum sín- um. Það gerum við þegar við sækj- um kirkju, tökum þátt í guðsþjón- ustum, fundum og samverum. Sam- an viljum við þekkja, kosta kapps um að þekkja Drottin . . . svo að hann komi yfir okkur eins og regnskúr, eins og vorregn, sem vökvar jörðina, Hósea 6.3. Komið, sjáið, upplifið Dagana 11.-13. október nk. gefst konum sérstakt tækifæri til að dýpka þekkingu sína á Drottni, og veija um leið tíma saman í einingu systrasamfélagsins. Þar er um að ræða ráðstefnu á vegum Aglow, sem er alþjóðlegt kærleiksnet kvenna. Ráðstefnan ber yfirskrift- ina Konur, komið, sjáið, upplifið, og er opin öllum konum. Gestir ráðstefnunnar, sem haldin er á Hótel Sögu, eru tvær virtar kristnar konur úr forystuliði Aglow í Hollandi. Paula Shields hefur sér- staklega fjallað um mikilvægi þess að græða innri sár, sem leiða til einmanaleika og angistar í lífi okk- ar, en hún er höfundur bókarinnar Lækning sálarinnar. Trijnie Lom- merts er meðal annars þekkt fyrir einstaka hæfileika sína til að hrífa konur með í söng. Fyrirlestrar verða þýddir jafnóðum á íslensku, en auk þeirra verða samverustundir með lofgjörð og fyrirbæn. Nánari upp- lýsingar um ráðstefnuna veita Edda Swan í síma 565 0233 og Sigrún Ásta Kristinsdóttir í síma 557 4158 eftir kl. 17 á daginn. Öruggur tími Aglow er sem fyrr segir alþjóðlegt kærleiksnet kristinna kvenna, og starfar óháð kirkjudeildum. Hér á íslandi eru haldnir mánaðarlegir fundir á nokkrum stöðum á landinu, en það er Landsstjóm Aglow á ís- landi, sem heldur ráðstefnuna. Eins og kom fram í fyrri grein merkir heitið Aglow glóandi eða brennandi og vísar í Rómvetjabréfíð 12.11, þar sem segir: Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, verið brennandi í andan- um. Þjónið Drottni. Einmitt þetta er tilgangur Aglow, að kalla konur til að vaxa í þekkingu og þjónustu Drottins. Markmið Aglow er ekki síst að kalla konur til trúar, konur, sem ekki þekkja Drottin af eigin raun. Þess vegna á ráðstefna Aglow á Hótel Sögu einnig erindi við þig, sem sjald- an kemur í kirkju, og fínnur að þekk- ing þín er götótt. Með því að taka frá þennan tíma fyrir sjálfa þig með systrum þínum og Guði, getur þú grafið upp gæfufjársjóðinn, sem við eigum öll, gæfufjársjóð Guðs í visku og þekkingu. Öruggan tíma skalt þú hljóta, er fyrirheit Drottins til þín. Gefðu sjálfri þér þennan örugga tíma á ráðstefnu Aglow í október. Hann verður upphafíð að fyllra lífi fyrir þig - og þína. Höfundur er Aglow kona og prestur. Enginn mark- aðsráðgjafi verið ráðinn ÞAÐ ER ástæða til þess að taka það fram að hvorki biskupinn, biskupsstofa né kirkjan er búin að ráða mark- aðsrágjafa til þess að bæta ímynd biskups eða kirkjunnar. Þessi misskilningur sem kominn er á kreik á rætur í rangri frétt Stöðvar 2 og er í engu samræmi við þær upp- lýsingar sem frétta- maður þaðan fékk á biskupsstofu. Það er hins vegar allt önnur saga að söfn- uður á Suðurlandi hef- ur verið með það í bígerð að ráða mann sem vinnur hjá Hagvangi til þess að kanna gæði þeirrar þjónustu sem kirkjan veitir í söfnuðinum. Þetta er vel þekkt vinnulag og hefur oft verið gert hérlendis áður og í ýmsum myndum. Starf kirkjunnar er miklu fjölbreyttara en sunnudags- messan. Kirkjan reynir að vera með starf meðal allra aldurshópa, meðal barna, meðal aldraðra, meðal fólks á miðjum aldri, víða reynir hún að byggja upp heimsóknarþjónustu til þeirra sem þess óska. Það eru ekki eingöngu prestarnir sem eru að starfí, víða starfa sjálfboðaliðar og fjölmennar sóknir hafa launaða starfsmenn. Það sem forsvarsmenn tiltekinnar sóknar á Suðurlandi höfðu í huga ver að fá úttekt á því hvers konar þjónustu fólk vildi, hvaða hugmynd- ir og væntingar það hefði um kirkju- starfið. Hvernig því líkaði það sem presturinn og þeir sem með honum störfuðu væru að gera og svo fram- vegis. Samhliða hefur svo væntan- lega verið ætlunin að greina aldurs- samsetningu safnaðarins. Allt þetta í þeim tilgangi að bæta starfið. Kirkjuráð hafði styrkt þessa könnun með 200 þúsund króna framlagi en könnunin var eða verður á ábyrgð þessa tiltekna safnaðar enda eru söfnuðir sjálfstæðar einingar í ís- lensku kirkjunni. Af Hagvangs hálfu var hins vegar gert ráð fyrir því að sams konar úttekt færi fram á söfn- uði í þéttbýli. Nokkrir söfnuðir hafa verið að hugsa málið en ekkert ligg- ur fyrir og þess vegna er allt eins líklegt að ekkert verði úr neinu að þessu sinni. Sá ágæti maður sem starfar á vegum Hag- vangs heitir Guðjón Pálsson og vill auðvitað koma hugmyndum sín- um á framfæri. Hann er nýlega kominn heim frá námi í Svíþjóð þar sem hann hefur m.a. kynnt sér aðferðir við að útbreiða fagnaðar- erindið. Guðjón var við- loðandi prestastefnu með blessun biskups og kynnti þar hugmyndir sínar fyrir nokkrum prestum og hann hefur átt tvo stutta fundi með biskupi þar sem hann hefur kynnt fræði sín. Það hefði verið betri fréttamennska að hafa viðtal við Guðjón um þau fræði sem hann hef- ur stundað í stað þess að „uppdikta" það að búið væri að ráða hann að Misskilningurinn komst á kreik, segir Baldur Kristjánsson, vegna rangrar fréttar Stöðvar 2. kirkjunni til þess að bæta ímynd biskups! Síðan 1990 hefur safnaðarupp- bygging verið í gangi innan íslensku þjóðkirkjunnar. í Samhengi við hana hafa farið fram margvíslegar athug- anir á starfinu í söfnuðum. Að frum- kvæði safnaða hafa farið fram út- tektir og gæðakannanir á starfí safnaðar og a.m.k. eins prófastdæm- is. Það er óumdeilt að slík undirbún- ingsvinna skilar betri árangri í starfi safnaðanna. Það er óumdeilt að þeir peningar sem til ráðstöfunar eru nýtast betur ef menn vita hvað þeir eru að gera. Það er því tæplega ástæða til að reyna að setja kirkjuna í neyðarlegt samhengi fyrir vikið. Höfundur cr biskupsritari. Baidur Kristjánsson. Að ly fta burtu eiii- angrunar galdrastaf VESTFJARÐA- GÖNGIN, sem vígð voru síðastliðinn laugardag, eru stærsta samgöngu- mannvirki sem unnið hefur verið að á ís- landi. Með tilkomu þeirra rætist lang- þráður draumur. Þau munu í bókstaflegri merkingu opna nýjar víddir í samgöngu- málum okkar Vest- firðinga. Það er líka ástæða til þess að vekja at- hygli á því að í raun eru Vestfjarðagöngin tákn um þá miklu möguleika sem búa í íslenskri verktækni. Með gerð þessara jarðganga varð til gríðar- lega verðmæt verkþekking hér á landi sem við munum búa að til frambúðar. Það er eftirtektarvert að í upphafí starfaði allstór hópur erlendra tæknimanna við verkið. Smám saman tileinkuðu landar okkar sér þessa þekkingu, tóku yfír verkefnin eitt af öðru og unnu þau með miklum sóma. Einmitt það er nú að koma í ljós í öðru stóru samgöngumannvirki, Hvalfjarðar- göngunum, þar sem reynslan að vestan kemur í góðar þarfir. Það má því segja að ekki hafi einungis verið fjárfest í þýðingarmiklu mannvirki á Vestfjörðum, heldur einnig í verkþekkingu og hugviti sem muni skila sér með ýmsu móti. Fjarlægnr draumur Það var í upphafi síðasta áratug- ar sem umræðan um Vestfjarða- göngin komst verulega á dagskrá. Áður höfðu menn rætt ýmsar aðrar lausnir, sem allar voru því marki brenndar að geta ekki talist full- nægjandi fyrir þær kröfur sem við gerum til samgangna á milii byggð- arlaga. í upphafí virtist þetta fjar- lægur draumur, en smám saman fóru menn að eygja von til þess að hann gæti ræst. Ákvörðun Al- þingis um að hefja gerð jarðganga innsiglaði síðan þá ákvörðun og eftir það varð síðan ekki til baka snúið, sem betur fer. Þegar maður lítur til baka er ekki hægt að segja annað en að aðdrag- andi, ákvörðun og loks jarðgangafram- kvæmdin sjálf hafi tek- ið ótrúlega skamman tíma. Þegar þessi mál voru fyrst á dagskrá fannst mörgum ótrú- legt að unnt yrði að hrinda svo viðurhluta- miklu verki í fram- kvæmd. Það er því þeim mun ánægjulegra að hafa orðið vitni að opnun jarðganganna. Tákn þjóðarviljans Vestfjarðagöngin eru á vissan hátt tákn um þann þjóðarvilja sem þrátt fyrir allt ríkir til þess að tryggja stöðu byggða landsins. Oft finnst okkur að illa horfi á lands- byggðinni, en þessi gríðarlega framkvæmd er staðfesting þess að íbúar svæðisins kunnu býsna vel að nýta sér möguleikana, segir Einar K. Guð- finnsson, sem opn- uðust eftir að göngin voru opnuð. það er hægt að lyfta grettistaki í hinum dreifðu byggðum sé vel á málum haldið. Skynsamlegur og öfgalaus málflutningur heima- manna, mikil samstaða allra sem að málinu komu og góður skilning- ur ráðamanna tryggði brautar- gengið. Við Vestfirðingar erum all- ir þakklátir þeim sem gerðu þetta mikla mannvirki að veruleika. Hveiju munu Vestfjarða- göngin breyta? Menn spyija eðlilega á þessari stundu, hveiju munu Vestfjarða- göngin breyta. Svarið er þetta: Þau geta skipt sköpum. Með tengingu byggðarlaganna eru aðstæður til búsetu orðnar allt aðrar en áður. Möguleikar á auknu samstarfi íbú- anna, meðal annars á sviði atvinnu- mála, 'félagsmála, mennta- og menningarmála, eru augljósir. Áþreifanleg sönnun þessa er þegar fengin með sameiningu sex sveitar- félaga allt frá Þingeyri til ísafjarð- ar. Reynslan frá síðasta vetri sann- aði líka að íbúar svæðisins kunnu býsna vel að nýta sér möguleikana sem opnuðust eftir að göngin voru opnuð til umferðar á síðastliðnum vetri. Það skilaði sér í atvinnulífinu með marvíslegum hætti, á sviði skólamála, en ekki síst með aukn- um samskiptum íbúanna á svæðinu í leik sem starfi. Einmitt það hygg ég að muni breyta hvað mestu þeg- ar fram í sækir. Maður er manns gaman og möguleikarnir til þess að veita fjölbreytilega þjónustu á öllum sviðum margfaldast eftir því sem þjónustu- og atvinnusvæðin stækka. Aukinn fjölbreytileiki í þjónustu og atvinnu er lykilatriði fyrir framtíð byggðanna á Vest- fjörðum eins og á landsbyggðinni allri. I raun og veru nýttu íbúarnir sér möguleikana með undraskjótum hætti. Það þurfti ekki tilskipanir né ákvarðanir að ofan. Allt gekk fyrir sig að þessu leytinu eins og menn höfðu vænst og vonað; aðeins mun fyrr og betur en nokkur hafði trúað. Einangrunar galdrastafur Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli orii í tilefni af opnun Vestfjarðavegar árið 1959. Vel sé þeim er verkin unnu vegarúnir sínar kunnu lyftu byggðum okkar af einangrunar galdrastaf. Þessi orð eiga einkar vel við nú. í raun hefur verið lyft af byggðun- um okkar á norðanverðum Vest- fjörðum „einangrunar galdrastaf". Með bætturn samgöngum losnar úr læðingi kraftur sem einangrun og samgönguleysi hafa haldið aftur af. Enn mun það sannast að bætt- ar samgöngur skipta sköpum fyrir byggðirnar. Höfundur er alþingismaður á Vestfjörðum. Einar K. Guðfinnsson I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.