Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 31 jltargtiiiWjiMfr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKYNDIGROÐIEÐA L AN GTÍM AHAGUR? YEIÐAR íslenzkra skipa á rækjumiðunum á Flæm- ingjagrunni hafa ekki verið íslandi eða íslenzkum hagsmunum til framdráttar. ísland er eina ríkið, sem hefur stóraukið veiðar sínar á þessum miðum, þrátt fyrir aðvaranir vísindamanna á síðasta ári um að rækjustofn- inn þyldi ekki meiri veiði. Afli íslendinga á Flæmingja- grunni stefnir í að verða þrefalt meiri en í fyrra og tí- falt meiri en fyrir þremur árum. Heildarveiði úr rækju- stofninum hefur aukizt um allt að þriðjung, aðallega fyr- ir tilstuðlan íslenzkra skipa. Nú er að koma í Ijós að þessi stóraukna sókn hefur ekki skilað íslendingum neinum ávinningi til framtíðar, þótt skammtímagróðinn sé vissulega mikill. Annars vegar telur vísindanefnd Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- arinnar (NAFO), sem fer með stjórn veiða á svæðinu, að rækjustofninn sé ofveiddur og draga þurfi úr veiðunum frá því sem var í fyrra, eigi að vera hægt að tryggja viðkomu hans. Hins vegar er ljóst, eftir nýafstaðinn árs- fund NAFO, að önnur aðildarríki NAFO hyggjast halda fast við þær sóknartakmarkanir, sem ákveðnar voru á ársfundi NAFO í fyrra og sætta sig ekki við að Island eitt auki hlut sinn frá síðasta ári. Það blasir nú við að það voru mistök að mótmæla samþykkt NAFO í fyrra og leyfa frjálsar veiðar á þessu ári. Afleiðingar þess að halda ofveiðinni áfram geta orðið alvarlegar, eins og rakið var í Morgunblaðinu í gær. Kanadamenn íhuga að loka höfnum sínum fyrir íslenzkum skipum. Sum aðildarríki NAFO hafa hótað því að hunzi ísland áfram samþykktir stofnunarinnar, muni þau gera slíkt hið sama. Slíkt mun hafa tortímingu rækjustofnsins í för með sér. Áframhaldandi ofveiði myndi jafnframt skaða málstað íslands í samningaviðræðum um veiði- stjórnun á öðrum úthafsmiðum. Hagsmunir íslands á erlendum mörkuðum kunna að bíða hnekki. Fullyrðingar Félags úthafsútgerða um stórkostlegt tekjutap þjóðarbúsins og atvinnumissi sjómanna, verði rækjuveiðarnar takmarkaðar, bera vott um skammsýni. Það þjónar íslenzkum hagsmunum mun betur að taka þátt í skynsamlegri veiðistjórnun með nágrannaríkjunum °g byggja rækjustofninn þannig upp til langs tíma, en að einblína á skammtímagróða. Það sama á við um öll úthafsmið, þar sem íslendingar stunda veiðar. Þar hlýtur markmiðið að vera að takmarka veiðarnar og byggja fiski- stofnana upp, um leið og íslendingar krefjast sanngjarns hlutar. Enginn gat hins vegar reiknað með að veiðar á úthafinu yrðu frjálsar til langframa. íslenzkir útgerðar- menn geta ekki styrkt stöðu sína með rányrkju á úthafinu. j RÍKIÐ ÚT AF VERÐBRÉFAMARKAÐI FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, skýrði frá því á fundi Skandia hf. með fjárfestum sl. þriðjudag, að fyrir dyrum standi breyting á starfsemi Þjónustumið- stöðvar ríkisverðbréfa. Fjármálaráðherra sagði, að vel komi til greina, að færa áskriftarsölu á spariskírteinum til verðbréfafyrirtækja. Fjármálaráðherra upplýsti á fundinum, að álit liggi þegar fyrir um breytingar á Þjónustumiðstöð ríkisverð- bréfa. Hann kvað það hafa sannast smám saman, að önnur fyrirtæki geti tekið yfir þetta verkefni. í sjálfu sér sé óþarfi öllu lengur að halda úti Þjónustumiðstöðinni, hvað sem svo verði gert við árkriftina. í Ummæli fjármálaráðherra eru fagnaðarefni, því ekki Íer nein sérstök ástæða til þess fyrir ríkið að reka verð- béfafyrirtæki í samkeppni við einkarekin verðbréfafyrir- tæki á fjármagnsmarkaði. Þau eru fullfær um að veita ríkissjóði þá þjónustu, sem hann þarf á að halda og það á við sölu spariskírteina í áskrift eins og annað. Ríkissjóð- ur getur einfaldlega boðið út þjónustuna og mun það vafalaust leiða til sparnaðar fyrir hann. Fjármálamarkaðurinn starfar í skugga ríkisins, sem hefur þar yfirburðastöðu vegna eignar á stærstu við- skiptabönkunum og fjárfestingarlánasjóðum. Allt sem dregur úr þessum ríkisáhrifum er því af hinu góða. UNDIRBÚNINGUR KJARASAMNINGA Ferli samningaviðræðna skv. nýju vinnuiöggjöfinn Aðilar ræða viðræðu- áætlun Viðræðu- áætlun undirrituð Samkomulag næst ekki og sáttasemjari gerir viðræðu- áætlun Kjarasamningar takast Samningar takast ekki og málið er sent ríkissáttasemjara Viðræður árangurslausar að mati sáttasemjara Tillaga um _] verkfall lögð fyrir félagsmenn verkalýðsfélags Tillagan sam- þykkt og verk- fall skellur á Átök um túlkun nýju vinnulöggj afarinnar SAMTÖK atvinnurekenda, ríkið og verkalýðshreyfing- in eru að undirbúa gerð nýrra kjarasamninga, en núverandi samningar renna út um áramót. Ljóst er að kjaraviðræður munu fara fram með öðrum hætti en verið hefur undanfarna áratugi vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á vinnulöggjöfinni í vor. Með breytingunum er stefnt að því að viðræðurnar fari fram áður en gild- andi samningar falla úr gildi og þeim Ijúki mun fyrr en venja hefur verið. Fyrirmyndir að breytingum sem gerðar voru á vinnulöggjöfinni eru að stórum hluta sóttar til Danmerk- ur. Þar hefur ríkt meiri friður á vinnumarkaði en hér og að margra mati agaðri vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Þegar dregur að lokum gildistíma kjarasamninga í Danmörku koma forystumenn verkalýðshreyfingar og atvinnurek- enda saman og setja saman áætlun um komandi kjaraviðræður. í henni eru sett fram helstu markmið samn- ingsaðila og tímasetningar um ein- staka þætti samningsferilsins. Þessar viðræðuáætlanir eru ekki lögfestar en eru hluti af vinnu- brögðum sem tíðkast hafa við gerð samninga í Danmörku í mörg ár. Islensk stjórnvöld töldu nauðsyn- legt að lögbinda ákvæði um við- ræðuáætlanir. Lögin segja hins vegar ekkert um hvað skuli standa í viðræðuáætlunum. Þar segir ein- göngu að samningsaðilar skuli gera með sér viðræðuáætlun eigi síðar en 10 vikum áður en eldri samning- ar renna út. Ef það takist ekki skuli sáttasemjari gefa út slíka áætlun eigi síðar en 8 vikum áður en samningar renna út. í lögunum er tekið fram að stéttarfélög geti veitt landsamtök- um eða heildarsamtökum umboð til að gera viðræðuáætlanir. Lands- samtökin innan ASÍ hafa eða eru með í undirbúningi að óska eftir því við félögin að þau veiti þeim umboð til að semja um slíkar áætl- anir við atvinnurekendur. Þarf sáttasemjari að gera 4.000 viðræðuáætlanir? Nái samningsaðilar ekki saman um viðræðuáætlun eða félög hunsa ákvæði laga um að gera slíka áætl- un ber sáttasemjara að setja fram viðræðuáætlanir. í lagatextanum er talað um „atvinnurek- ________ endur eða samtök þeirra og stéttarfélög" eigi að gera þessar áætlanir. Forystumenn verkalýðs- félaganna líta svo á að sáttasemjari verði að senda öllum stéttarfélögum bréf um viðræðu- áætlun fyrir hvern og einn kjara- samning sem félögin og samtök atvinnurekenda, ríkið og sveitarfé- Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segist gera ráð fyrir að í komandi kjaraviðræðum verði höfðað mál fyrir Félagsdómi til að fá úr því skorið hvaða forsendur þurfi að liggja fyrir áður en hægt sé að fullyrða að slitnað hafí upp úr viðræðum, en samkvæmt nýju vinnulöggjöfinni má ekki boða til verkfalls nema að sáttatilraunir sáttasemjara hafí _ * reynst árangurslausar. Egill Olafsson hefur skoðað undirbúning nýrra kjarasamninga. Morgunblaðið/Sverrir OFT hefur verið verið harðsótt að ná samningum á íslandi. Viðræðuáætl- anir liggi fyrir 22. október lögin hafa gert. Talið er að þessir samningar séu um fjögur þúsund ef allt er talið. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segir að útilokað sé fyrir sig að gera viðræðuáætlanir vegna allra kjarasamninga sem gilda í landinu. Hann hljóti að verða að „stytta sér eitthvað leið“. Hann segist vonast eftir því að samningsaðilar nái sam- an um gerð viðræðuáætlana án sinna afskipta. _______ Ef samningsaðilar ná ekki saman um gerð við- ræðuáætlana fyrir 22. október nk. kemur það í hiut sáttasemjara að gera ”“~~ slíkar áætlanir. Lögin segja að hann skuli taka mið af þeim viðræðuáætlunum sem þá hafa verið gerðar. Þórir segir að hann muni þá einkum horfa á tíma- setningar í þeim áætlunum sem þá liggi fyrir. Hann muni ræða við samningsaðila og taka tillit til sjónarmiða þeirra áður en hann setji fyrir þá viðræðuáætlun. Þórir segist gera ráð fyrir að á næstu vikum og mánuðum takist samningsaðilar á um túlkun á lögunum og vinnubrögð við samn- ingagerðina. Hann komi ekki til með að leggja aðilum vinnumarkað- arins línur í þeim efnum. Þeir verði sjálfír að móta vinnubrögðin. Þórir viðurkennir að verkefni rík- issáttasemjara hafi aukist mikið með tilkomu nýju laganna. Hann segir að á meðan samningaviðræð- ur standi sem hæst þurfi hann á fleira starfsfólki að halda og auknu húsnæði. Erfitt geti verði að finna, með litlum fyrirvara, hæft starfs- fólk sem allir samningsaðilar treysti. Hins vegar hafi hann aðeins stækkað við sig húsnæði í sumar. VSÍ vill ekki viðræðuáætlun fyrir hvert félag Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VSI, segir að það komi ekki til greina af háifu VSÍ að gera viðræðuáætlanir við hvert einasta stéttarféiag sem það gerir samning við. Þessar áætlanir hafi verið hugsaðar sem verk- stjórnartæki, sem VSÍ og ASÍ eða landsamböndin geri. Hannes segist ekki telja ástæðu til að þessar viðrayðuáætlanir verði efnismikil plögg. í þeim þurfi að koma fram tímasetningar, almenn markmið samningsaðila um verð- bólgu og stöðugleika og hugsanlega sameiginleg mál sem aðilar vilji skoða sérstaklega. Skiptar skoðanir eru um hvort kröfugerðir verkalýðsfélaganna eigi að vera hiuti af viðræðuáætlun- um. Rafiðnaðarsambandið ætlar að leggja fram kröfugerð se_m hluta af viðræðuáætlun, en VSÍ hafnar því. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að færa mætti rök fyrir því að það auðveldi mönnum gerð viðræðuáætlana ef kröfugerðir fé- laganna liggi fyrir, en hann segir að VR muni ekki óska eftir því að kröfugerð verði hluti af viðræðuá- ætlun. Hann leggur mikla áherslu á að sátt skapist um gerð viðræðuá- ætlana. Það verði erfítt að ná samn- ingum ef menn geti ekki einu sinni komið sér saman um hvernig eigi að ræða málin. VR ætlar sjálft að gera viðræðuáætlun Innan ASÍ hefur sú stefna verið mörkuð að landssamböndin fari fram á það við einstök félög að þau veiti Iandssamböndunum umboð til að gera viðræðuáætlanir. Ekki ligg- ur fyrir hvort öll félögin muni al- mennt veita landssamböndunum þetta umboð. Stærsta stéttarfélag landsins, Verslunarmannafélag Reykjavíkur, ætlart.d. ekki að veita Landssambandi verslunarmanna umboð tii að gera viðræðuáætlun. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að VR hafi alltaf komið að samningaviðræðum með beinum hætti og engin breyting verði gerð á því nú. VR sé að ljúka undirbún- ingi kröfugerðar og óski í fram: haldi af því eftir viðræðum við VSÍ og _þau fyrirtæki sem standi utan VSI um gerð viðræðu- ___________ áætlana. Sérkjaraviðræður mikilvægar Sáttasemjari þarf fleira starfsfólk Verkamannasam- bandið hefur sent aðildarfélögum sínum bréf þar sem óskað er eftir því að félögin veiti sambandinu umboð til að gera viðræðuáætlun við viðsemjendur. Það kemur í ljós um mánaðamót hve mörg félög veita sambandinu þetta umboð. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, segir að miðað sé við að umboðið falli niður ef ekki náist samkomulag við viðsemjendur um gerð viðræðuáætlana fyrir 22. októ- ber. Björn Grétar segist telja mikil- vægt að verkalýðshreyfingin og vinnuveitendur láti reyna á hvort samkomulag takist um viðræðuá- ætlanir. Það sé betra fyrir stéttarfé- lögin að reyna að hafa áhrif á gerð viðræðuáætlana og hafa þar ákveð- ið frumkvæði en að láta sáttasemj- ara sjá um þetta fyrir þau. „Það má undir engum kringum- stæðum nota nýju lögin til að reyna að hafa áhrif á efnislega niðurstöðu samninga. Við munum passa vel upp á það,“ sagði Björn Grétar. Björn Grétar segir að verka- lýðsfélögin leggi mikla áherslu á sérkjaraviðræður. í viðræðuáætlun- um verði því að tryggja félögunum beina aðkomu að samningunum. Hann segir margt benda til að það geti orðið erfiðasta úrlausnarefnið við gerð viðræðuáætlana. „Annars held ég að þessi mikla miðstýring við gerð kjarasamninga sé, a.m.k. í bili, að líða undir lok. Á Norðurlöndunum hefur sú þróun orðið að kjarasamningar eru ekki lengur gerðir á vegum heildarsam- taka. Samningarnir eru gerðir af starfsgreinafélögum og úti á vinnu- stöðunum sjálfum. Sú þróun hlýtur að verða einnig hér á landi,“ sagði Björn Grétar. Ekki verður hins vegar betur séð en breytingarnar á vinnuiöggjöfinni miði að talsverðri miðstýringu við samningsgerðina. Með viðræðuá- ætlunum er stefnt að því að samn- ingar fari almennt fram á sama tíma og almennt má segja að hug- myndin um þær gangi ekki upp nema að þær verði gerðar á vegum heildarsamtakanna. Eitt af því sem menn velta fyrir sér er hvort samn- ingar við opinbera starfsmenn fari fram á sama tíma og samningar á almennum vinnumarkaði. Skilyrði fyrir verkfalli Með nýju vinnulöggjöfinni eru gerðar talsverðar breytingar á rétti verkalýðsfélaga til að boða til verk- falls. Samkvæmt gömlu lögunum gat félag boðað til verkfalls með sjö sólarhringa fyrirvara eftir að hafa samþykkt tillögu um verkfalls- boðun á félagsfundi. Nú verða félög að uppfylla nokkur skilyrði áður en þau mega boða til verkfalls. Áður verður að hafa verið gerð tilraun til að ná samningum, deiian verður að hafa farið til sáttasemjara og tilraun til sátta reynd þar. Þá verð- ur félag að láta fara fram atkvæða- greiðslu um tillögu um vinnustöðv- un, sem minnst 20% félagsmanna verða að taka þátt í. I 15. grein vinnulöggjafarinnar segir: „Þá er það skilyrði lögmætr- ar ákvörðunar um boðun vinnu- stöðvunar að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagð- ar kröfur hafi reynst árangurs- lausar þrátt fyrir milligöngu sátta- semjara." Ari Skúlason segir að þetta sé eitt af ákvæðum vinnulöggjafarinn- ar sem menn muni takast á um hvernig beri að túlka. „Þetta er grundvallarspurning sem ég tel al- veg ljóst að verði að dómsmáli. Spurningin snýst um mat sátta- semjara á því hvenær sáttaumleit- anir hafa verið fullreyndar því það er skilyrði fyrir verkfallsboðun.“ Ari segir ljóst að sáttasemjari verði undir miklum þrýstingi á að ________ halda viðræðum deiluaðila áfram þrátt fyrir að ekk- ert þokist í viðræðum. Um leið og hann lýsi því yfir að fullreynt sé geti verka- lýðsfélögin boðað verkfall. Ari segir að átök um þetta og fleiri atriði geti tafið samningavinnuna. Eitt sé víst að lögfræðingar komi til með að hafa nóg að gera í haust þegar tekist verði á í Karphúsinu. Ríkisreikningur vegna ársins 1995 var kynntur í gær Skuldir jukust um 18,5 milljarða króna Fj ármálaráðherra kynnti ríkisreikning fyrir árið 1995 ígær, enþað er óvenjulegt að ríkis- reikningur fyrra árs sé tilbúinn svo snemma. Hjálmar Jónsson var á blaðamannafundi fj ármálaráðherra. HALLI ríkissjóðs á árinu 1995 miðað við greiðslu- uppgjör reyndist vera tæpir níu milljarðar króna eða 8.931 milljón, en samkvæmt fjárlögum ársins var hallinn áætlaður um 7,4 milljarðar króna. Ef miðað er við rekstrar- grunn hins vegar nam hallinn 15,2 milljörðum króna eða sem nemur 13,3% af tekjum ársins. Það er svip- aður halli og árið á undan þegar halli ársins var 15,6 milljarðar króna eða 14,1% af tekjum ársins. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs nam 18,5 milljörðum króna á árinu eða 4% af landsframleiðslu samanborið við 3,6% árið áður. Ástæðan fyrir muninum á greiðslu- og rekstraruppgjöri ríkis- sjóðs er að í rekstraruppgjöri þarf að taka tillit til ýmissa þátta sem hafa í för með sér skuldbindingar fyrir ríkissjóð, þótt þeir hafí ekki í för með sér greiðsluhreyfingar á árinu. Stærstu liðirnir sem þarna um ræðir eru lífeyrisskuldbindingar vegna ríkisstarfsmanna, sem námu rúmum þremur milljörðum króna og áfalinir ógreiddir vextir sem jukust um 3,1 milljarð króna milli ára. Tekjurnar 25% af landsframleiðslu Tekjur ríkissjóðs á árinu 1995 voru alls 114,2 milljarðar króna eða um 25% af landsframleiðslu ársins. Þær hækkuðu um 3,8 miiljarða frá árinu á undan eða um 3,5%. Hækk- un tekna sundurliðast þannig að skatttekjur hækka um 6.444 milljón- ir króna, en vaxtatekjur og aðrar tekjur lækka um 2.619 milljónir. Hækkun skatttekna sundurliðast þannig að tekju- og eignaskattar hækkuðu um tæpa þijá milljarða króna milli ára, tryggingagjöld hækkuðu um tæpan einn milljarð króna, virðisaukaskattur hækkaði um 1.585 milljónir og aðrir skattar á vöru og þjónustu hækkuðu um tæpan milljarð króna. Þegar litið er til skiptingar tekna ríkissjóðs kemur fram að skattar á tekjur námu 18,5%, tryggingagjöld og launaskattur 10,2%, eignarskatt- ur 3,5% og skattar á vöru og þjón- ustu 60,8%. Virðisaukaskattur er sem fyrr helsti tekjustofn ríkissjóðs eða 36,2% af tekjunum. Gjöld ríkissjóðs á síðasta ári námu alls 129,4 milljörðum króna eða um 28,4% af landframleiðslu ársins. Þau hækkuðu um 3,4 milljarða*milli ára eða um 2,7%. Útgjöld til lífeyris-, sjúkra- og atvinnuleysistrygginga hækkuðu um 2.315 milljónir króna milli ára og útgjöld til heilbrigðis- mála um 904 milljónir. Rekstrar- og viðhaldsgjöld námu tæpum 40% af heildarútgjöldum ríkissjóðs á ár- inu 1995, lífeyrisskuldbindingar 2,9%, fjármagnskostnaður 12,4%, stofnkostnaður 5,5% og tilfærslur 39,3%. Önnur framsetning Friðrik Sophusson fjármálaráð- 3,5% Eignaskattar 1,5% Tekjuskattar ,7% Innflutnings- og vörugjöld Skipting tekna ríkissjóðs 1995 36,2% Virðisaukaskattur r3,6% Bifreiðagjöld r2,3% Arðgreiðslur '4,1% Vaxtatekjur og aðrar lánatekjur '10,2% Tryggingagjald og skattar af launagreiðslum 4,5% Hluti af hagnaði ATVR og gjald af einkasöluvörum 3,8% Aðrar tekjur 4,5% Almenn stjórn _4j3% Dóm- og löggjæsla 13,2% Mennta-og menningarmál Skipting gjalda ríkissjóðs 15,9% Heilbrigðismál 1995 22,3% Tryggingamál 12,4% Vaxtagjöld af lánum rikissjóðs 7,0% Samgöngumál ,0% Landbúnaðarmál Húsnæðis-, félags- og vinnumál 8,1 % Önnur mál Tekjur, gjöld, lánsfjárþörf og halli ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframl. 30 25 20 15 10 5 0 -5 1991 1992 1993 1994 1995 Djöldalls / Tekjuralls y 1 rLáit sfjárþörf, nettó L 1 / /■ Gjöld u ufr. tekjur —~ 'l 1 --J Morgunblaðið/Kristinn FRIÐRIK Sophusson fjármála- ráðherra á blaðamannafundi í gær þar sem ríkisreikningur 1995 var kynntur. Nær er Magn- ús Pétursson, ráðuneytisstjóri. herra sagði á blaðamannafundi vegna útkomu ríkisreiknings í gær að ríkisreikningurinn núna væri óvenju snemma á ferðinni og stefnan væri sú að reikningurinn gæti kom- ið út snemmsumars, þannig að hægt væri að leggja hann fyrir þingið þegar það kæmi saman að hausti og afgreiða fyrir jól. Mönnum fynd- ist þetta kannski sjálfsagt, en sú hefði verið tíðin að reikningarnir hefðu hlaðist upp og hefðu ekki ver- ið lagðir fram og afgreiddir fyrr en mörgum árum síðar. Undanfarin misseri hefði verið unnið að því að hreinsa þetta upp. Einnig kom fram hjá fjármálaráð- herra að ríkisreikningurinn nú er settur fram með nokkrum öðrum hætti en verið hefur til að gera hann aðgengilegri og er það liður í að auðvelda almenningi að fylgjast með því hvernig skattpeningunum er varið. Reikningurinn er nú gerður í meira samræmi við þær aðferðir sem tíðkast í ársreikningsgerð fyrir- tækja, en ríkisreikningur hefur verið nær óbreyttur í þtjá áratugi. Fram kom að þess er vænst að breyting- arnar verði til þess að styrkja fjár- málastjóm ríkisins og efla aðhald í ríkisrekstrinum. Lífeyrisskuldbindingar 81,4 milljarðar króna Þegar er litið er til lánamála ríkis- sjóðs kemur í ljós að heildarskuldirn- ar námu 214 milljörðum króna í árslok 1995, en að teknu tilliti til lánveitinga ríkissjóðs námu skuld- irnar 136 milljörðum króna. Það er 46,8% af landsframleiðslu ársins • samanborið við 45,4% árið áður. Af heildarlántöku ríkissjóðs á árinu var fimmtungs aflað á innlendum mark- aði, en afgangurinn var tekin að láni erlendis. Vaxtagjöld og lántökukostnaður námu alls 16 milljörðum króna í fyrra, en var 14,3 milljarðar króna árið áður. Vextir og kostnaður af innlendum lánum námu tæpum 7,6 milljörðum og af erlendum lánum 8,4 milljörðum króna. Áfallnar lífeyrisskuldbindingar A-hluta ríkissjóðs námu 81,4 millj- örðum króna í árslok 1995 og hækk- uðu um 17,3 milljarða króna á ár- inu. Hluta af þessari hækkun má rekja til þess að tryggingafræðilegt mat sem gert var á árinu leiddi í ljós að lífeyriskuldbindingar voru vanmetnar um 6,1 milljarð króna í ríkisreikningi 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.