Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + ísak Sigrurðsson var fæddur á Akranesi 11. júní 1953. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík að morgni föstudags- ins 13. september. Foreldrar Isaks eru: Sigurður G. ísaksson, f. 18.12. 1922, og Lára Björnsdóttir, f. y 22.2. 1918. Systkini ísaks eru: Guð- björg, f. 20.9. 1944, gift Guðlaugi Gísla- syni og eiga þau tvö börn. Jón, f. 25.5. 1946, kvæntur Ingi- björgu Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur börn. Selma, f. 23.9. 1947, gift Gunnari Þ. Jónssyni og eiga þau sex börn. Björn Emil, f. 25.1. 1949, kvæntur Hólmfríði Sigurðar- dóttur og eiga þau þijú börn. Hreinn, f. 2.4. 1950, og á hann I dag kveðjum við kæran bróður og mág, ísak Sigurðsson, sem lést á heimili sínu eftir mikla baráttu "» við erfiðan sjúkdóm. Það er á stundu sem þessari að maður á erfitt með að átta sig á gangi lífs- ins þegar ungur og glæsilegur mað- ur eins og ísak er hrifinn á brott. Hann var ekki nema 10-11 ára gamall þegar ég sá hann fyrst en það var á þeim tíma sem ég kynnt- ist systur hans. Hann var hæglátur og prúður drengur og hafði mikinn áhuga á fótbolta á þessum tíma og lék með KR í yngri flokkunum fram undir fermingu. ~ * Það er margs að minnast og erf- itt er að setja hugsanir sínar á blað þegar þær þjóta um hugann en þó langar okkur hjónin að þakka ísaki fyrir þá miklu vináttu sem hann sýndi elstu drengjunum okkar sem litu á hann sem stóra bróður frekar en frænda. Það var svo 16. júní árið 1979 tvö börn. ísak var yngstur í þessum stóra systkinahópi. Hinn 16. júní 1979 kvæntist Isak Gróu Sigurðardótt- ur, f. 27.2. 1955 og eignuðust þau þijú börn: Brynjar, f. 17.5. 1980, Elvar, f. 14.11. 1983 og Agn- ar, f. 4.12. 1989. Isak fór ungur að vinna og var á sjó um nokkurt skeið. Hann starfaði einn- ig við uppskipun úr togurum. Arið 1983 fór hann að læra múrverk hjá Ásmundi Kristinssyni múrarameistara og lauk sveinsprófi 1987 og meistararéttindi fékk hann 1991. Hann starfaði við iðn sina alla tíð. Utför Isaks fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sem ísak kvæntist Gróu Sigurðar- dóttur, glaðlyndri og góðri stúlku. Þau áttu vel saman og voru sam- hent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau eignuðust þrjá mynd- arlega drengi, þá Brynjar, Elvar og Agnar. ísak var mikill útivistarmaður og hafði mikinn áhuga á bæði stang- og skotveiði og fór oft í góðra vina hópi í slíkar ferðir. Það var svo fyrir tveimur árum, að Isak greindist með sjúkdóm þann sem hann að lokum féll fyrir eftir harða baráttu. Við vildum ekki trúa því að ísak myndi lúta í lægra haldi þar sem hann var óvenju hraustur og kjarkaður maður sem aldrei kenndi sér meins fyrr en nú. Það var aðdáunarvert að sjá hvernig Gróa og strákarnir börðust með honum í þessari ójöfnu baráttu og þann mikla dugnað og styrk sem Gróa sýndi meðan á baráttunni stóð. MINNINGAR Elsku Gróa, Brynjar, Elvar og Agnar, megi góður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og megi minningin um góðan dreng gefa ykkur trú á lífið. Við viljum þakka læknum, hjúkrunarfólki svo og öll- um vinum og vandamönnum sem önnuðust ísak fyrir þeirra hjálp og væntumþykju. Elsku Isak, við þökkum þér fyrir allar samverustundirnar. Megi góð- ur Guð taka á móti þér í himnaríki og leiða þig til hásætis. Minningin um góðan bróður og mág mun lifa í hjarta okkar. Gunnar og Selma. Okkur langar með fáeinum orð- um að minnast frænda okkar, ísaks Sigurðssonar, sem látinn er eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Enn eitt fórnarlambið liggur í valn- um af völdum þessa hræðilega sjúk- dóms, krabbameins. Það eru ekki nema rétt um tvö ár frá því hann greindist með sjúk- dóminn og aðeins rúmir þrír mánuð- ir frá því að hann kom frá Svíþjóð eftir erfiða skurðaðgerð. Hann var svo jákvæður og viss um að búið væri að komast fyrir meinið að það var aðdáunarvert. Allt í einu bloss- ar sjúkdómurinn upp aftur og þrátt fyrir harða baráttu varð hann að láta í minni pokann, en það gerðist mjög sjaidan, því Isak var einstak- lega hraustur maður bæði á sál og líkama og jákvæðari mann er erfitt að finna. Það var alveg sama hvað bjátaði á, aldrei gerði hann neitt mál úr hlutunum. Undir það síðasta var hann mikið veikur en hann kvartaði aldrei. Það er eins og máltækið segir: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska“ og við verðum að trúa því að honum hafi verið ætlað stærra hlutverk hinum megin. Við kveðjum hann með miklum söknuði og þökkum fyrir samveru- stundirnar. Minningin um góðan dreng lifir í hjarta okkar. Elsku Gróa, Brynjar, Elvar, Agn- ar, Lára amma og Siggi afi, við biðjum Guð að styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg. Sigurður, Kristinn og Yngvi Gunnarssynir. ÍSAK SIGURÐSSON ísak frændi minn er dáinn eftir baráttu við skæðan sjúkdóm. Ég man fyrst eftir ísak þegar ég var sex ára. Þá var hann sendill hjá Silla og Valda og fékk ég oft að fara með honum í sendiferðirnar og það kom fyrir að ég skrópaði í skólanum á laugardögum til að geta farið með honum, því fátt var skemmtilegra fyrir lítinn strák en að fá að vera með besta frænda sínum. ísak útvegaði mér síðan vinnu í Isbirninum við löndun mörgum árum seinna. Hann var mjög vel liðinn þar, eins og alls staðar, og duglegri manni og hraustari hef ég ekki kynnst. Hann tók mig með sér í skotveiði- túra áður en ég var kominn með bílpróf og þar skemmtum við okkur oft konunglega. ísak var mjög ró- legur og yfirvegaður maður og þessir kostir nýttust vel í skotveið- inni. Ég var allan tímann sannfærður um hann myndi sigrast á sjúkdómn- um en því miður er sú barátta yfir- leitt ansi ójöfn. Fyrir rúmum þrem- ur mánuðum fór ísak til Svíþjóðar í erfiða skurðaðgerð og eftir hana spurðu læknarnir hvort allir íslend- ingar væru svona hraustir. Þetta lýsir ísak betur en mörg orð. Elsku ísak, þakka þér fyrir allar samverustundirnar og þánn kær- leika sem þú sýndir mér. Ég vil að lokum votta Gróu, Brynjari, Elvari, Agnari, Láru ömmu, Sigga afa og öðrum að- standendum mína dýpstu samúð. Megi Guð almáttugur styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hilmar Gunnarsson. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt. I Kristí krafti ég segi, „Kom þú sæll, þá þú viit!“ (Hallgrimur Pétursson.) Kæri ísak. Við mágkonur þínar viljum kveðja þig með þessum orð- um. Við hefðum viljað hafa sam- fylgdina með þér lengri en það var ekki í okkar valdi að stjórna því. Dauðinn er alltaf erfiður fyrir þá sem eftir lifa, en þrautir þínar vegna sjúksómsins eru enda runnar. Allar þær ánægjustundir sem við áttum með þér verða ekki frá okkur tekn- ar. Góðar minningar eru gulls ígildi. Kæri ísak, við þökkum þér fyrir samfylgdina og biðjum guð að styrkja Gróu systur okkar, drengina ykkar og aðra ástvini. Kolbrún, Sigríður og Sólrún Alda. í dag kveðjum við æskufélaga okkar Isak Sigurðsson. Við kynn- umst ísak fyrst þegar hann flutti í Smálöndin með fjölskyldu sinni á sjöunda áratugnum. Á þessum árum voru Smálöndin lítið samfélag í úthverfi Reykjavíkur og tókst með okkur góð vinátta sem hefur hald- ist síðan. Þarna eyddum við æskuárunum við leik og störf og tengjast margar góðar minningar þessu tímabili. Upp í huga okkar koma minningar um knattspyrnuieiki, veiðiferðir og ferðir á golfvöllinn en á þessum árum var unnið að gerð golfvallar í Grafarholti. Þessa aðstöðu not- færðum við okkur óspart og lékum við okkur þegar tækifæri gafst til. F'ljótlega náði ísak ótrúlega góðum tökum á íþróttinni, þannig að oftar en ekki bar hann sigurorð af okkur félögunum. Enginn okkar lagði stund á golf eftir unglingsárin en þó hafði Isak endurnýjað kynni sín við íþróttina síðar á lífsleiðinni. Við þökkum ísak fyrir góð kynni og frábærar samverustundir, minn- ingin um góðan félaga lifir. Elsku Gróa og synir, við vitum að missir ykkar er mikill, megi góður Guð vernda ykkur og styrkja í sorginni. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér, Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Vinir úr Smálöndunum. + Elín Guð- brandsdóttir fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1914. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir hinn 16. september síð- astliðinn. Foreldrar Elínar voru hjónin Sigurborg Olafs- dóttir, húsmóðir frá Stórholti í Dölum, og Guðbrandur Samúelsson, úr- smiður, ættaður úr Hörðudal í Dala- sýslu. Þau hjónin bjuggu lengst af á Akureyri. Elín átti þrjú systkini, Hörð, f. 18.12. 1916, Láru, f. 14.12. 1919 og Sverri, f. 6.6. 1921. Hörður og Sverrir lifa systur sína. Elín giftist 3.2. 1939 Vésteini Guðmundssyni, efnaverkfræð- ingi og fyrrverandi forstjóra Kísiliðjunnar við Mývatn, f. 14.8. 1914, d. 15.1. 1980. Elín og Vésteinn slitu samvistir. Þau áttu saman þijár dætur: 1) Auði Sigurborgu, f. 29.8. 1939, gift Sveini Viðari Jónssyni og Okkur langar til að minnast ömmu Ellu í örfáum orðum. Amma í Álfheimum, en það var hún ávalit kölluð á meðal barna- barnanna, var ætíð okkar stoð og stytta. Ljúfari, glaðlyndari og sann- gjarnari manneskju er erfitt að finna. Margar gleðistundir áttum við hjá henni í barnæsku, ýmist þegar hún gætti okkar, ferð í garð- eiga þau fjögur börn, Elínu, Hrönn, Auði Yri og Ásgeir Orn, en hann lést 1994. 2) Guðnýju Elínu, f. 1.12. 1944, gift Guðmundi Helgasyni og eiga þau þrjú börn, Sig- ríði Láru, Hildi Margréti og Jónu Þórunni. 3) Gunn- hildi Margréti, f. 25.11. 1950, gift Hafsteini Andrés- syni og eiga þau eina dóttur, Katr- ínu Osk, en fyrir átti Gunnhild- ur Margrét, írisi Auði. Elín ólst upp á Siglufirði og á Akureyri og bjó síðar um árabil á Hjalteyri við Eyjafjörð. Árið 1952 flutti Elín til Reykja- víkur og bjó þar síðan. Hún starfaði við versiunarstörf um áratugaskeið. Barnabörn Elín- ar eru 9 og barnabarnabörn hennar eru 13. Útför Elínar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. inn var vinsæl, svo ekki sé minnst á jólaboðin. Seinna meir áttum við fróðleg samtöl þar sem amma miðl- aði til okkar reynslu sinni af Iífinu og hjálpaði okkur við að sjá alla hiuti í jákvæðu og björtu ljósi. Amma bar ávallt mikla um- hyggju fyrir okkur, hvatti okkur áfram í námi og starfi og lét okkur aldrei finna neitt annað en að hún væri stolt af okkur og sátt við okk- ar ákvarðanir. Okkur langar til að þakka ömmu fyrir öll árin sem við fengum að vera með henni, þá góðu innsýn sem hún veitti okkur í lífið og hversu mikils virði það er að vera jákvæð og líta björtum augum til lífsins. Hennar lífsviðhorf verður okkar leiðarljós um ókomna tíð. Elsku amma, megi Guð vera með þér á nýjum slóðum og í huga okk- ar verður minningin um þig ætíð ljós. Orð þitt er ilmur blóma, ást þin gróandi vor, sál þín ljósið, sem ljóma vefur löndin og bræðir hjarnið kalt. í hvilunni enginn jafn-sólhvít sefur. Þú gefur - og gefur - allt. (Davíð Stefánsson.) Hrönn, Auður Ýr, Bergsveinn og Sveinn. Fólk þiggur maður ekki aðeins stundir úr lífi þess. (Sigmundur Emir.) Elsku amma mín, fyrir þær stundir sem ég átti með þér verð ég ævinlega þakklát. Það þakklæti spannar margt, jafnt hlýju og ást og mildi og gleði. Með gleðinni gafstu mér margar mínar dýrmæt- ustu stundir, enda gastu glaðst jafn mikið og þú gafst. Víst er að með þér er gengin sérstæð manneskja sem ég mun minnast með söknuði og stolti og vera iðin við að segja ungum börnum mínum frá. Það bjó í þér jafnt sveitamaður sem heims- kona, rík kímnigáfa og íhygli, ærsl og ræktarsemi. Og allt fór þetta saman í kærleiksríkri kjarnakonu. Amma í Álfheimum — en svo var hún jafnan kölluð af okkur barnabörnunum — var falleg og glæsileg kona. Hún bar höfuðið ætíð hátt, enda þótt lífið hafi ekki alltaf brosað við henni. Hún ólst upp á Siglufirði og Akureyri, en fluttist til Hjalteyrar með eigin- manni sínum, Vésteini, eftir dvöl í Kaupmannahöfn þar sem hann var við nám í efnaverkfræði. Það sagði mér mæt kona að norðan að ekki hefði verið mikil hrifning á meðal Akureyringa, þegar þijár fegurstu konur bæjarins voru lokk- aðar burt af Hjalteyringum! Og þar var amma á meðal. Það Iá ekki fyrir afa og ömmu að búa lengi saman. Eftir að leiðir skildu fluttist hún suður til Reykja- víkur og hóf baráttu fyrir uppeldi þriggja dætra sinna, sem ekki var alltaf auðvelt fyrir eina fyrirvinnu á umbrotatímum eftirstríðsáranna. Með dugnaði sínum og elju reisti hún þeim fagurt og vinalegt heim- ili í Álfheimum, þar sem iðulega var margt um manninn og mikið hlegið, enda húsráðandinn segull á fegurstu hliðar fólks. Það voru ekki síst ungmenni sem sóttu í ömmu, enda hafði hún sér- stakt lag á að umgangast sér langt- um yngra fólk. Þessa varð ég ekki síst áskynja þegar hún heimsótti mig á námsárum mínum í París á sjötugsafmæli sínu. Þar virtist sem hún hefði yngst um hálfa manns- ævi, svo mjög sem hún naut sín innan um jafnaldra mina og vini. Þeir drógust að henni og virtist einu gilda hvar og hvenær slegið var upp veislu; alltaf var amma hringamiðja alls og lék á als oddi. Á þessum eftirminnilegu ferðum okkar um þvert og endilangt Frakkland var heimskona fremst í för. Við fráfall ömmu hrannast minn- ingarnar upp, hver af annarri og allar notalegar. Þar á meðal eru árin í Álfheimunum þar sem lítilli hnátu var sveiflað yfir handriðið á svölunum, sem þar með var rokin út á blett. Og þar á meðal eru mið- vikudagarnir þegar poppað var í stóra skál og allir krakkarnir í blokkinni hópuðust fyrir framan barnatímann í Sjónvarpinu og einn- ig spássitúrarnir niður í Laugardal þar sem horfið var á milli tijánna í ærslafullum leik og gamni. Loks má ekki gleyma hlátrasköllunum, sem ómuðu úr eldhúsinu frá ömmu og dætrum hennar, en víst var kímnin a tarna ekki allra. Alls þessa minnist ég með brosi á vör og ef til votti af ekka þegar komið er að kveðjustund, því það er erfitt að þakka. Við sitjum eftir, dætur, barnabörn og langömmu- börnin, sem bráðum verða fjórtán, en minnstu sólargeislarnir yljuðu henni mest hin seinni árin. Ámma var stolt af hópnum sínum og þess minnist ég með blik í auga þegar ég kom í heimsókn til hennar á Hjúkrunarheimilið Eir í upphafi sumars með yngsta langömmu- barnið, Erni litla, þá nýfæddan. Hún ljómaði af gleði og með stolti rauk hún með hann um alla ganga til að sýna hveijum sem vildi sjá. Sólskinsdaginn í nýliðnum ágúst mun ég geyma sem gull í hjarta. Þá sátum við á veröndinni í litla garðinum mínum í Grafarvogi und- ir heiðum himni í stafalogni og spjölluðum um heima og geima, gamla daga og nýja og þá sem ókomnir voru. Það var engan bilbug á henni að finna og ekki óraði mig fyrir því að hún myndi kveðja okk- ur svo fljótt. Þennan sólbjarta síð- sumardag tókst okkur margt, en þó ekki að tæma allt sem hugurinn geymir. Ég trúi því að við getum það síðar, þegar við hittumst hand- an landamæranna. Guð veri með þér, elsku amma. Elín Sveinsdóttir. ELIN GUÐBRANDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.